Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 27
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 27 BAISE Moi segir sögu tveggja kvenna, sem orðið hafa utanveltu í þjóðfélaginu. Þær heita Manu (Raffaela Ander- son) og Nadine (Karen Bach). Ann- arri hefur verið nauðgað en þær hitt- ast fyrir tilviljun og halda í blóðugt ferðalag um Frakkland, sem ein- kennist af morðum og kynlífi með ófyrirséðum afleiðingum. Í tilkynningu frá Regnboganum, sem frumsýnir myndina í dag, segir að Baise Moi sé ein umdeildasta mynd sem gerð hefur verið. Sýning- ar á henni óklipptri hafa verið stranglega bannaðar víða í heimin- um sökum þess ofbeldis og kynlífs sem í henni má finna. Í Bandaríkj- unum fékk hún X-stimpil frá kvik- myndaeftirlitinu og í Bretlandi var hún bönnuð innan 18 ára og hafði þá þriggja sekúndna bútur verið fjar- lægður úr myndinni. Segir að í Frakklandi hafi sýning- ar á Baise Moi verið stöðvaðar þegar í ljós kom að myndin var „aðeins“ bönnuð börnum innan 15 ára. Sýn- ingar voru aftur leyfðar þegar hún hafði verið bönnuð innan átján ára. Hér á landi er myndin stranglega bönnuð innan sextán ára. Myndinni er leikstýrt af Virginie Despentes og Coralie Trinh Thi og byggist hún á endurminningum Virginie Despentes sjálfrar. Sagt er að hún hafi lifað í heimi eiturlyfja og í kjölfarið á eiturlyfjanotkun leiðst út í glæpi og vændi og noti þá reynslu sem hún gekk í gegnum þegar hún fór út í gerð myndarinnar. Hún var sett í fangelsi en eftir að hún losnaði aftur út ákvað hún að koma sögu sinni á framfæri. Hún settist niður og skrifaði dagbók eða minningar sínar frá þessum tíma, sem síðan varð undirstaðan að hand- riti hennar og Coarlie Thrinh Thi. Sagt er að myndin hafi hvarvetna vakið athygli og sett af stað umræð- ur um ritskoðun og um þjóðfélags- aðstæður almennt og sérstaklega þeirra sem hafa orðið undir í þjóð- félaginu á einn eða annan hátt. Leikarar: Raffaela Anderson, Karen Bach. Leikstjórar: Virginie Despentes og Coralie Trinh Thi. Saga tveggja kvenna Atriði úr frönsku myndinni Baise Moi eftir Virginie Despent- es og Coralie Trinh Thi. Regnboginn frumsýnir frönsku myndina Baise Moi með Raffaela Anderson og Karen Bach en hún er byggð á minn- ingum Virginie Despentes. Wincer en þetta er þriðja Dundee- myndin. Myndirnar um Krókódíla-Dundee hafa notið gríðarlegra vinsælda og höfundur þeirra, Hogan, hélt því allt- af fram að hann myndi gera þriðju myndina. Með tímanum fór hann að sakna persónunnar. „Ég velti því fyr- ir mér hvað hann væri að bralla núna,“ er haft eftir Hogan. „Undanfarin þrjú ár eða svo hef ég sagt á hverjum degi að ef hugmyndin væri nógu góð væri ég til í að gera þriðju myndina,“ heldur hann áfram. „Ég hef búið í Los Angeles í nokkurn tíma og hef komist að því að hún er undarleg, skrítin borg og allt í einu gerðum við okkur grein fyrir að hún væri borgin sem Dundee ætti að upp- lifa. Hann er mjög jarðbundinn svo andstæðurnar gætu orðið skemmti- legar.“ Hann fékk leikstjórann Simon Wincer í lið með sér en áður unnu þeir saman að myndinni Lightning Jack árið 1994. „Þetta er ný tilfinning fyrir mig,“ segir Wincer, sem m.a. gerði þann frábæra sjónvarpsvestra Lonesome Dove, „vegna þess að ég kom ekkert nálægt gerði fyrri mynd- anna en hafði mikla ánægju af þeim. Paul Hogan er vinur minn en líka framleiðandinn, stjarnan og hand- ritshöfundurinn. Samstarfið á milli okkar var eins og best verður á kos- ið“. Wincer hikaði þó þegar honum bauðst leikstjórnin. „Hinar myndirn- ar tvær voru svo ofboðslega vinsælar og ég vissi að það yrði erfitt að fylgja þeim eftir en allt hefur þetta gengið eins og í sögu.“ Leikarar: Paul Hogan, Linda Kozlowski, Serge Cockburn, Jere Burns, Jonathan Banks og Paul Rodriguez. Leikstjóri: Simon Wincer (Free Willy, The Phantom, Operation Dumbo Drop, Harley Davidson and the Marlboro Man, Lonesome Dove, Crossfire Trail). MICK Dundee (Paul Hogan) er sannur ævintýramaður. Hann er fantur góður krókódílaveiðimaður sem býr í óbyggðum Ástralíu og hann hefur meira að segja lifað af veru í New York. En nýjasta ævin- týrið gæti reynst honum um megn. Hann er nefnilega kominn til Los Angeles. Konan hans, Sue (Linda Kozl- owski), ákveður að taka við starfi rit- stjóra á dagblaði föður síns í Los Angeles en gamli ritstjórinn lést við nokkuð dularfullar kringumstæður. Það hefur lítið verið að gera í krókó- dílunum hjá Dundee svo hann ákveð- ur að skella sér með. Með í för er einnig níu ára sonur hjóna, Mikey (Serge Cockburn). Og áður en langt um líður er Dund- ee kominn í hin undarlegstu mál. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku gamanmyndinni Krókódíla- Dundee í Los Angeles sem frumsýnd er í dag í fimm kvikmyndahúsum. Með aðalhlutverkin fara Paul Hogan, Linda Kozlowski, Serge Cockburn, Jere Burns, Jonathan Banks og Paul Rodriguez. Leikstjóri er Simon Dundee fer til Los Angeles Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frum- sýna gamanmyndina Krókódíla-Dundee með Paul Hogan. Hogan og Kozlowski í þriðju myndinni um Krókódíla- Dundee, sem frumsýnd er í dag. FRUMSÝNINGAR BAISE MOI Regnboginn. EVOLUTION Stjörnubíó, Laugarásbíó, Bíóhöllin. CROCODILE DUNDEE IN LOS ANGELES Bíóborgin Bíóhöllin Kringlubíó. Lara Croft: Tomb Raider Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Simon West. Handrit: Martin Hudsucker. Aðalleikendur: Angelina Jolie, Jon Voight, Iain Glen, Noah Taylor. Bústinn barmur og bardagaatriði eru í aðalhlutverki í þessari mynd sem gerð er eftir samnefndum tölvuleik. Ófrumlegur vit- leysisgangur, en Angelina Jolie er samt al- vöru töffari. Bíóhöllin, Háskólabíó, Laugarásbíó. Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert skammtímaminni. Frábærlega útsmogin og úthugsuð, spennandi og fyndin. Bíóborgin. Rien Sur Robert Frönsk. 1999. Leikstjóri og handrit: Pascal Bonitzer. Aðalleikendur: Fabrice Luchini, Sandrine Kiberlain, Valentina Cervi, Michel Piccoli. Undarlegir vegir ástarinnar reynast án enda í dálítið sjarmerandi, vel leikinni og óvenjulegri tilfinningamynd.  Háskólabíó. Spy Kids Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Ro- berto Rodriguez. Aðalleikendur; Antonio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming. Ævintýraleg, spennandi og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.  Laugarásbíó, Regnboginn. Tilsammans Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren, Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen. Raunsæ og áhrifarík lýsing og jafnframt ádeila á Svíþjóð hippatímans. Mjög góður leikur, ekki síst hjá börnunum sem eru ekki síst mikilvæg frásögninni.  Háskólabíó. The Mummy Returns Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Stephen Sommers. Aðalleikendur: Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah. Múm- ían snýr aftur með miklum látum. Ósvikin fjölskylduskemmtun með mögnuðum brell- um.  Bíóhöllin. Nýi stíllinn keisarans – The Emperor’s New Groove Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disney--myndinni, sem fjallar um spilltan keisara sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna.  Bíóhöllin. One Night at McCall’s Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Harald Zwart. Handrit: Moon Shark. Aðalleikendur: Liv Tyl- er, Matt Dillon, Michael Douglas. Skrautleg- asta gamanmynd um flónin sem flækjast inní ráðabrugg hinnar kynþokkafullu Liv Tyl- er. Michael Douglas er eftirtektarverður.  Laugarásbíó Stjörnubíó. Some Voices Bresk. 2000. Leikstjóri Simon Cellan Jones. Handrit: Joe Penhall. Aðalleikendur: Daniel Craig, Kelly McDonald. Að ýmsu leyti at- hyglisverð og vel leikin mynd um vanda geðsjúkra og þeirra nánustu en gengur ekki upp.  Háskólabíó. Along Came a Spider Bandarísk. 2001. Leikstjóri Lee Tamahori. Handrit: Marc Moss. Aðalleikendur: Morgan Freeman, Monica Potter, Michael Wincott. Snyrtilega gerð glæpamynd um mannrán og mistök. Vel leikin af Freeman en ótrúverðug, með ógnarlega möskvastærð. Háskólabíó. See Spot Run Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Whitesell. Handrit: William Kid. Aðalleikendur: David Arquette, Michael Clarke Duncan. Meinlaus barnamynd um hressan bolabít og heimska tvífætlinga, ástir og uppeldismál. Dágóð til síns brúks. Kringlubíó. About Adam Írsk-bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Gerard Stanbridge. Aðalleikendur: Stuart Townsend, Kate Huson. Gamanmynd sem er einskonar kynlífsfarsi. Regnboginn. Head Over Heels Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Waters. Handrit: John Deere. Aðalleikendur Freddie Prinze Jr., Monica Potter. Meinlausir tilburðir til að stæla Gluggann á bakhliðinni. Enginn Hitchcock í sjónmáli. Bíóhöllin. Pearl Harbor Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Bay. Handrit William Wallace. Aðalleikarar Josh Hartnett, Ben Affleck, Kate Beckinsdale. Af- skaplega langdregin og leiðinleg mynd sem, þegar öllu er á botninn hvolft, fjallar ekki um neitt. Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó. Say It Isn’t So Bandarísk. 2001. Leikstjóri: J.B. Rodgers. Handrit: Peter Gaulke. Aðalleikendur Chris Klein, Heather Graham, Sally Field. Aula gamanmynd í anda Farrelly-bræðra en nær ekki markmiði sínu. Regnboginn. Watcher Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joe Sharbanic. Handrit: David Elliot og Clay Ayers. Aðalleik- endur: James Spader, Keanu Reeves, Ernie Hudson, Marisa Tomei. Spennulaus mynd um fjöldamorðingja sem hyggst klekkja á lögreglumanni. Bragðlaust, allt saman. Háskólabíó. Dr. Dolittle 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit Steve Carr. Aðalleikendur Eddie Murphy. Jeffrey Jones, Kevin Pollak, Kristen Wilson. Agalega slök mynd um dýralækninn vin- sæla. Sagan er of einföld og óáhugaverð og húmorinn lélegur og ósmekklegur. Eddie Murphy má fara að hugsa sinn gang.  Laugarásbíó, Kringlubíó, Regnboginn. Pokémon 3 Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Haign- ey. Handrit Haigney og Norman Grossfeld. Þriðja Pokémon-myndin er einsog þær fyrri; realísk stuttmynd kemur á undan háskaæv- intýrinu þar sem Pokémonar berjast og Ash bjargar málunum. Óaðlaðandi og óspenn- andi að öllu leyti.  Bíóborgin. Valentine Bandarísk. 2001. Leikstjóri: James Blanks. Handrit: Tom Savage. Aðalleikendur: Denise Richards, David Boreans. Hryllilega óspennandi hryllingsmynd með réttdræpum persónum. ½ Bíóhöllin. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir STÓR loftsteinn skellur á jörðinni en á honum er ókunnugt efni sem ruglar þróunarsögu jarðarinnar og upp spretta alls kyns furðuskepnur, er vísindamenn kunna lítil ráð við. Þannig er söguþráðurinn í bandarísku ævintýra- og gaman- myndinni Evolution eða Þróun, sem frumsýnd er í fimm kvik- myndahúsum í dag. Með aðal- hlutverkin fara David Duchovny, Orando Jones, Seann William Scott og Julianne Moore. Leikstjóri er Ivan Reitman. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vísindaskáldskap,“ segir Reitman, „eða allt frá því að ég horfði á klassíska vísindatrylla eins og It Came from Outer Space og War of the Worlds og Invaders from Mars í sjónvarpinu síðdegis á laugardög- um. Mig hefur lengi dreymt um að gera vísindamynd úr nútímanum en á þann hátt sem fellur best að því sem ég geri sem gamanmyndahöf- undur.“ Úr varð Evolution. Þegar Reit- man fékk handritið fyrst í hendur var það ekki gamanmynd heldur dramatísk spennumynd. Reitman sá hins vegar í því tækifæri til þess að spauga með geimverur og vís- indaskáldskap og fékk höfundinn, Don Jakoby, ásamt tveimur öðrum til þess að endursemja handritið með gamanmynd í huga. „Það er gamansemin sem er hjartað og sálin í myndinni,“ segir Reitman. „En það er jafnnauðsyn- legt í svona mynd að hafa tækni- brellurnar sem fullkomnastar og vísindaskáldskapinn í lagi.“ Hann fékk David Duchovny úr sjónvarpsþáttunum Ráðgátum til þess að fara með eitt aðalhlutverk- anna, Ira. Félagi hans í myndinni er leikinn af Orlando Jones og heit- ir hann Harry. Um persónur þess- ar segir Jones: „Harry og Ira vinna við sama háskóla og eru greinilega að bíða eftir einhverju betra að gera. Þeir líta svo á að loftsteininn sé meiriháttar vísindalegur við- burður og tækifæri fyrir þá til þess að komast til áhrifa; ég meina þeir eru að uppgötva geimverur á jörð- inni. Svo komast þeir auðvitað að því að það er kannski svolítið of spennandi fyrir þá.“ Julianne Moore fer með aðal- kvenhlutverkið en Reitman segir hana „einu bestu kvikmyndaleik- konu heimsins“. Og bætir við: „Það sem er svo gott við Julianne er að hún er gersamlega óttalaus. Hún er óhrædd við að takast á við hvaða hlutverk sem er.“ Moore segist hafa haft mikla ánægju af að leika í myndinni. „Þetta er svolítið sem ég hef ekki gert áður,“ segir hún en síðasta mynd hennar var fjölda- morðingjatryllirinn Hannibal. „En ég vissi að ég gæti treyst á Ivan Reitman, sem kann sitt fag.“ Leikarar: David Duchovny, Orando Jones, Seann William Scott og Jul- ianne Moore. Leikstjóri: Ivan Reitman (Ghostbusters, Meatballs, Stripes, Twins, Kindergarten Cop, Junior, Dave). Ný þróunarsaga Stjörnubíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka, Borgarbíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna bandarísku æv- intýramyndina Evolution. Moore, Jones og Duchovny í gamanmyndinni Evolution, sem frumsýnd er í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.