Morgunblaðið - 06.07.2001, Page 36

Morgunblaðið - 06.07.2001, Page 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingveldur Guð-rún Finnboga- dóttir fæddist 6. apr- íl 1936 í Hafnarfirði. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Núpa- lind 2, hinn 1. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ástveig Súsanna Einarsdótt- ir frá Ólafsvík, f. 5. júní 1908, d. 5. apríl 1959, og Finnbogi Hallsson frá Stóra- Fljóti í Biskupstung- um, f. 25. nóv. 1902, d. 17. nóv. 1988. Um 6 ára aldur fluttist hún til móð- urforeldra sinna, Evfemíu Elínar Guðbjargar Vigfúsdóttur frá Búðum, Snæfellsnesi, f. 13. ágúst 1885, d. 29. mars 1958, og Einars Jónssonar frá Skammadal í Mýr- dal, f. 8. sept. 1875, d. 25. nóv. 1958, og ólst þar upp til fullorð- insára. Systkini Ingveldar eru Garðar, f. 29. desember 1932, Einar Emil, f. 24. febrúar 1934, Auður Hanna, f. 22. október 1937, Sigurður, f. 5. júní 1939, og Hulda Kolbrún, f. 10. sept. 1940, d. 27. desember 1999. Ingveldur giftist 14. október 1955 Pálma Viðari Sam- úelssyni frá Akur- eyri, f. 20. maí 1934. Foreldrar hans voru Svava Sigurðardótt- ir, f. 7. júlí 1901, d. 7. júlí 1994, og Samúel Kristbjarnarson, f. 4. október 1892, d. 21. júní 1972. Ing- veldur og Pálmi eignuðust 3 börn: 1) Guðbjörg Íris, f. 30. september 1955, giftist Svani Heiðari Haukssyni en þau slitu samvistir 1997. 2) Hildur, f. 14. janúar 1957, maki Björgvin G. Guðmundsson og eiga þau þrjár dætur, Ingu Steinunni, Signýju Rún og Maríu Hrönn. 3) Snorri, f. 14. maí 1959, maki Auður Krist- jánsdóttir, og eiga þau tvö börn, Ástu Sóllilju og Pálma Viðar. Ingveldur starfaði lengst af í bókbandi, fyrst í Lithoprenti, þá í Bókfelli og síðustu starfsár sín í Svansprenti. Útför Ingveldar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans amma okkar. Nú ertu farin frá okkur, svo snögglega og hljóðlega. Við sitjum hér syst- urnar og reynum að koma orðum yf- ir allar þær minningar sem fljúga um hugi okkar þessa stundina. En okkur finnst þó eins og þú sért enn hérna meðal okkar, eins og þú sért bara í ferðalagi og komir fljótt aftur. En þó þú gerir það ekki muntu auð- vitað alltaf eiga góðan stað í hjarta okkar. Elsku amma okkar, manstu eftir öllum stundunum sem við áttum saman í Reynihvamminum, þegar við horfðum á Tomma og Jenna í stofunni í Reynó og þegar við not- uðum bumbuna á afa sem renni- braut. Og alltaf þegar við renndum í hlað með mömmu og pabba var kapphlaup upp að bréfalúgunni, hver okkar yrði nú fyrst að kalla í gegnum lúguna „amma og afi, þetta erum við“. Svo við tölum nú ekki um öll leikritin sem frumsýnd voru á ganginum í Reynó. Svo fannst þér svo gaman að spila við okkur og þér fannst nú ómögulegt að láta okkur tapa svo að þú leyfðir okkur bara að vinna. Og amma mín manstu allar stund- irnar sem Inga Steinunn og Pálmi Viðar eyddu úti í garði að spila fót- bolta á meðan Ásta Sóllilja, Signý Rún og María Hrönn voru inni í mömmuleik. Eða þegar allur skar- inn fór í golfkeppni við afa á gang- inum. Alltaf vorum við jafn velkomin í faðm ykkar afa. Alltaf varstu jafn góð og glöð að sjá okkur. Alltaf var tekið á móti okkur með orðum eins og „elsku hjartans ástarenglarnir mínir“. Svo fannst þér svo gaman þegar Signý Rún söng „Ástarfaðir himinhæða“ og Ástu Sóllilju fannst svo ósanngjarnt að ekki væri hægt að syngja „Signýfaðir himinhæða“. Þá útskýrðir þú það fyrir þeim að það væri ekki verið að syngja um hana Ástu Sóllilju okkar heldur um Guð. Og alltaf varstu til staðar þegar einhver okkar var lasin og þurfti að vera heima frá skólanum. Þá komstu í Lyngmóana og seinna í Háhæðina og sast hjá okkur og sagðir okkur sögur og spilaðir við okkur. Þrátt fyrir þín veikindi í gegnum árin stóðst þú alltaf eins og klettur við bakið á okkur þegar eitthvað bjátaði á. Og alltaf jafn hjarthlý og glöð. Elsku hjartans amma okkar, við vitum það að nú ertu á góðum stað hjá Guði og líður vel. Þú munt alltaf eiga stóran part af hjörtum okkar og við munum aldrei, aldrei gleyma þér. Minningin um þig mun ætíð lifa í hjörtum okkar og fylgja okkur um lífsins leið. Okkur langar að kveðja þig með sálmi sem er okkur mjög kær; Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. (Stgr. Thorst.) Elsku afi, mamma og pabbi, Íris, Snorri og Auður, Ásta og Pálmi, og okkar kæra fjölskylda, guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorginni. Þínar Inga Steinunn, Signý Rún og María Hrönn. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá mér og ég sakna þín svo mikið. Þú varst mér alltaf svo góð og pass- aðir upp á það að mitt sjálfsálit væri í lagi. Í hvert skipti sem ég heimsótti þig fékk ég að vita hversu stolt þú værir af mér. Þú fékkst mig til að finnast ég vera sérstök og í hvert skipti sem ég fór frá þér var ég með bros á vör. Þú varst alltaf í góðu skapi og fannst oftast björtu hlið- arnar á öllu en ef það var eitthvað sem þér líkaði alls ekki þá ákvaðstu bara að gleyma því. Þér fannst svo skemmtilegt að rifja upp gömul at- vik frá því við barnabörnin vorum lítil og fengum við að heyra sömu sögurnar aftur og aftur. Þú varst alltaf tilbúin að taka upp hanskann fyrir okkur t.d. þegar ég var eitt- hvað að frekjast þá var ég ekki frekja í þínum augum heldur var ég ráðskonurass. Elsku amma mín, ég dáist svo að því hversu lífsglöð þú varst og alltaf að gera eitthvað, þú gast aldrei setið auðum höndum. Þú hafðir einstakt lag á því að halda fjölskyldunni sam- an og varst snillingur í veisluhöld- um. Þú vildir aðeins það besta og gast verið vikunum saman að und- irbúa fjölskylduboð. Mér fannst þú svo mikil pæja, þú varst alltaf glæsi- leg og fylgdist alltaf með tískunni. Þú varst dúllan mín. Þú varst alltaf svo ástfangin af afa. Þér fannst hann svo sniðugur og allt sem hann gerði og sagði svo frábært. Ég skal reyna að vera góð við afa og fylgjast með honum því nú er mikið og stórt tómarúm í lífi hans því hann hefur ekki lengur þig til að hugsa um. Hann var alltaf svo góður við þig og hugsaði svo vel um þig. Þið voruð nýbúin að kaupa ykkur nýja íbúð og nýjan bíl og geisluðuð af hamingju. Elsku amma, ég mun aldrei gleyma þér og veit að þú munt alltaf fylgja mér og hjálpa mér að taka réttar ákvarðanir í lífinu. Þín Ásta Sóllilja. Elsku amma mín, nú er líkami þinn farinn frá okkur öllum. Líkam- inn sem var orðinn svo veikburða, þrátt fyrir veikan líkama barstu þig ávallt eins og allt væri í himnalagi. Þú varst alltaf ánægð með lífið og tilveruna sama hvað á gekk, varst alltaf tilbúin að hrósa okkur krökk- unum og hvetja okkur áfram í því sem við vorum að gera. Þú hafðir einstakt lag á því að láta mér líða vel. Ég mun sakna þess ólýsanlega að koma til þín í hádeginu og fá hjá þér besta ristaða brauð í heiminum, setjast með þér og spjalla um daginn og veginn. Elsku amma mín, þó svo að ég muni aldrei sjá þig aftur með- an ég lifi þá veit ég að þú munt alltaf fylgjast með mér og hjálpa mér í gegnum lífið. Sálir okkar eiga sam- leið að eilífu. Prinsinn hennar ömmu, Pálmi. Elsku hjartans amma mín og tengdaamma, okkur Hjölla langar að senda þér nokkur kveðjuorð. Við fengum þessar óvæntu og sorglegu fréttir þegar við vorum stödd í dýra- garðinum í Kaupmannahöfn í ynd- islega fallegu veðri. Mamma til- kynnti okkur að þú værir dáin. Um leið tóku allar fallegu minningarnar um þig að streyma fram. Þú og afi hafið staðið svo vel við bakið á okkur þegar við ákváðum að láta draum okkar rætast og fara utan til Dan- merkur í háskólanám. Sá áhugi sem þið sýnduð okkur og því sem við vor- um og erum að gera sannar sig í ómetanlegum stuðningi. Elsku amma, ég veit hversu spennt þú varst að vita hvort ég kæmist inn í skólann og hvort að við myndum nú loksins fá stóra íbúð. Við getum alla vega sagt þér að okkur gengur mjög vel og erum búin að búa okkur fal- legt heimili í Kaupmannahöfn. Þú getur verið áhyggjulaus því við pöss- um svo vel upp á hvort annað. En elsku besta amma mín, og tengdaamma eins og Hjölli kallaði þig, við trúum því að nú sért þú kom- in á góðan stað hjá Guði og líður vel. Við munum sakna þín sárt og minn- ingin um þig mun hlýja okkur um hjartarætur um ókomna framtíð. Elsku afi, mamma og pabbi, Signý og María, Íris, Snorri og Auður, Ásta og Pálmi og okkar ástkæra fjöl- skylda, megi guðs englar vaka yfir ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Þín Inga Steinunn og Hjörleifur. Fegursti dagur sumarsins til þessa er að baki. Sunnudagurinn rann upp fremur drungalegur og þá barst okkur sú harmafregn að kær vinkona og frænka, Inga, væri látin. Þessi góða vinkona og frænka hefur allt frá bernsku verið okkur afar kær og eftir að makar okkar komu til sögunnar hefur allur hópurinn tengst traustum vináttuböndum. Fyrir fjörutíu árum stofnuðum við Hjónaklúbbinn okkar, með því markmiði að treysta vináttuböndin enn frekar og hittast reglulega, bæði á heimilum okkar og úti í nátt- úrunni. Ferðirnar, sem við fórum saman á yngri árum með börnunum okkar, voru afar skemmtilegar. Frá öllum þessum samverustundum eig- um við frábærar minningar um okk- ar góðu vinkonu Ingu, sem ávallt var glöð, og þrátt fyrir ekki nógu góða heilsu síðustu árin tók fullan þátt í samgleði okkar, ásamt Viðari sínum. Það hefur auðgað líf okkar að hafa átt þessa góðu konu að vini. Og nú þegar komið er að kveðjustund fær- um við fram hjartans þakkir fyrir allt sem hún var okkur. Fjölskyldu Ingu biðjum við Guðs blessunar um leið og við vottum þeim innilega samúð. Elsie, Teitur, Elín, Magnús, Nína, Jón, Bergþóra og Einar. INGVELDUR GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR ✝ SteingerðurEiðsdóttir fædd- ist á Þúfnavöllum í Hörgárdal, Eyjafirði, 3. mars 1921. Hún lést á Landspítala í Fossvogi miðviku- daginn 27. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Eiður Guðmundsson, hreppstjóri og bóndi að Þúfnavöllum, f. 2.10. 1888, d. 1984, og Lára Friðbjarnar- dóttir frá Staðar- tungu, f. 24.2. 1897, d. 1937. Alsystkini Steingerðar eru Guðmundur Eiðsson, f. 1.12. 1917, og Hrafn Eiðsson, f. 8.12. 1922. Hálfsystkini Steingerðar eru Sturla Eiðsson, f. 16.11. 1940, og Droplaug Eiðsdóttir, f. 13.1. 1951. Hinn 27. júlí 1947 giftist Steingerður Þorsteini Stefáns- syni, bæjarritara á Akureyri, f. 8.10. 1904, d. 11.2. 1989. Foreldr- ar hans voru Stefán Benjamínsson bóndi að Stekkjar- flötum, Eyjafirði, og kona hans, Svava Ágústsdóttir. Börn þeirra eru Svava, f. 17.10. 1947, maki Stefán Heiðar Brynj- ólfsson, Eiður, f. 8.2. 1949, Guðmundur, f. 12.1.1954, maki Árný Sveinsdóttir, og Lára, f. 16.4. 1963, maki Árni Guðlaugsson. Barna- börn þeirra eru átta og barnabarnabörn tvö. Steingerður ólst upp á Þúfna- völlum í Hörgárdal. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri og ljósmæðra- prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 30.9. 1944. Hún vann á Landsím- anum á Akureyri frá 1944 til 1947 og frá 1971 til 1989. Útför Steingerðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Langt að bárust mér þær fréttir að tengdamóðir mín, Steingerður Eiðsdóttir, væri látin. Fregnin kom mér ekki á óvart, þar sem hún hafði átt við veikindi að stríða undanfarin misseri. Kynni okkar hófust fyrir lið- lega 30 árum þegar ég fór að venja komur mínar á heimili tengdafor- eldra minna að Skólastíg 13 á Ak- ureyri. Allt frá fyrstu tíð var mér tekið sem einum af fjölskyldunni og aldrei var neitt til sparað til að dvöl mín og seinna fjölskyldu minnar yrði þar sem ánægjulegust. Störf sín, hvort sem var innan heimilis eða ut- an, rækti Steingerðar af einstakri trúmennsku og skyldurækni og hvarvetna ávann hún sér vinsemd og traust samferðarmanna sinna. Hún var dagfarslega ljúf og einstaklega fordóma- og hispurslaus í allri um- gengni. Alltaf var stutt í glettnina og smitandi hláturinn. Áfellisdómur yf- ir lífi og gjörðum annarra var henni fjarri skapi. Hún hafði þó sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og mál- efnum og og var ófeimin að láta þær í ljósi ef því var að skipta. Hún var lít- ið fyrir óþarfa tilgerð eða formsatriði og hvers kyns tepruskapur var henni fjarri skapi. En þrátt fyrir glettnina var líka stutt í alvöruna og eflaust hefur hún átt sínar erfiðu stundir, ekki síst eftir að alvarleg veikindi komu upp á heimilinu. Áhugi tengdamóður minnar á bók- lestri var einstakur og má segja að hún hafi verið sílesandi mestan hluta ævi sinnar. Hún var bæði hraðlæs og lesefnið fjölbreytt. Kunnátta hennar og þekking á íslenskum bókmennt- um spannaði því geysivítt svið. Það var sama hvar var borið niður, í eldri eða yngri verkum, alls staðar var Steingerður vel heima svo varla skeikaði nokkru. Bókaáhuganum deildi hún með manni sínum meðan hans naut við. Hún kunni urmul af ljóðum og kvæðum og gat þulið utan- bókar heilu ljóðabálkana eða farið með vísur og kvæði sem hæfðu hin- um ólíkustu tilefnum án minnstu fyr- irhafnar. Virtist sem minni hennar væri óbrigðult og henni í engu farið að förlast þrátt fyrir háan aldur. Hélt hún sinni skýru hugsun og góða minni allt til hinstu stundar. Seinni árin vildi tengdamóðir mín hafa hlut- ina í nokkuð föstum skorðum og þurfti talsvert til þess að þeim yrði haggað. Kaffið í morgunsárið, reyk- urinn, sundið og stund fyrir bóklest- urinn, allt varð þetta að vera á sínum stað og var ómissandi af rituali dags- ins. Hún hafði yndi af að ferðast en fyrr á árum gáfust henni fá tækifæri til þess. Síðustu ár ævinnar lét hún ekki þverrandi þrek og versnandi heilsu aftra sér frá því að nýta svo til hvert tækifæri sem gafst til ferða- laga, hvort heldur var innanlands eða utan. Ég minnist til dæmis ánægjulegrar ferðar sem við fórum saman vítt og breitt um Þýskaland fyrir allmörgum árum eða ferðar fyrir nokkrum árum að sumarlagi um Breiðafjörð og Austfirði. Hún hafði mikla elsku á sveitinni sinni og vísasta leiðin til að létta henni lund- ina var að skreppa í bíltúr fram í Hörgárdalinn þar sem hún gat litið dalinn sinn fagra og horfið í hugan- um aftur til þess tíma er hún sem barn og unglingur hljóp um holt og móa og vann að bústörfum með fólk- inu sínu, fólkinu sem ætíð var henni ofarlega í huga og hún unni mjög. Eftir slíkar ferðir létti yfir henni og átti hún þá ætíð auðveldar með að takast á við lífið og vandamál hvers- dagsins. Hún var ákaflega elsk að öllum dýrum og yrðu einhverjir mál- leysingjar á vegi hennar átti hún bágt með ganga fram hjá þeim án þess að mæla til þeirra nokkur blíðu- orð og gefa fáeinar mjúkar strokur. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast gáfaðri og merkri konu sem aldrei lét bugast í andstreymi lífsins og hélt sinni andlegu reisn allt til hinstu stundar. Ég mun sakna þess að eiga ekki von á þeim hlýju mót- tökum og góða beina sem ætíð beið mín þegar ég átti leið um Akureyri vegna starfa minna og eins þegar leiðir fjölskyldu minnar lágu norður í land. En þetta er nú einu sinni gang- ur lífsins og honum fær enginn breytt. Langri ævi Steingerðar tengdamóður minnar er lokið. Góð kona er gengin. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ættingjum og vinum votta ég dýpstu samúð og virðingu. Hvíl í friði. Stefán H. Brynjólfsson. Ég sat í sólinni á erlendri grund þegar sambýlismaður minn hringdi og sagði mér að Svava vinkona mín hefði hringt. Ég viss um leið af hverju. Mamma hennar var farin, eftir langt stríð. Steingerður sem elskaði sól og hlýju var kölluð burt í sumarbyrjun. Óréttlátt. Ég sá hana fyrir mér, á sama árstíma í fyrra, þar sem hún sat í sólstól úti í garði hjá mér í Kaupmannahöfn og lét sólina baka sig. Hún leit þá á mig brosandi og sagði: „Sigrún mín, þetta er alveg eins og í himnaríki“. Kæra Stein- gerður, ég vona að himnaríkið hafi ekki valdið þér vonbrigðum. Það er áreiðanlega alltaf sól þar. Steingerð- ur fór ekki alltaf troðnar slóðir þótt hún helgaði líf sitt hefðbundnu hús- móðurhlutverki. Hún var fluggreind, STEINGERÐUR EIÐSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.