Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 39
✝ Guðrún Árna-dóttir Hjartar
fæddist í Reykjavík
5. júlí 1901. Hún and-
aðist að hjúkrunar-
heimilinu Holtsbúð í
Garðabæ 28. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Árni Árnason verka-
maður, f. 2. septem-
ber 1863 í Breiðholti
við Reykjavík, d. 1.
febrúar 1959, og
Kristín Ólafsdóttir
húsmóðir, f. 8. des-
ember 1868 á Vatns-
enda við Elliðavatn, d. 22. júní
1946 í Reykjavík. Börn Kristínar
og Árna voru alls tólf en tíu náðu
fullorðinsaldri. Systkini Guðrúnar
eru: 1) Ólafía Guðlaug, f. 1890, d.
1981, maki Herbert M. Sigmunds-
son prentsmiðjustjóri, f. 1883, d.
1931. 2) Valdemar verkstjóri, f.
1893, d. 1962, maki Guðlaug Ingi-
björg Sigurðardóttir, f. 1894, d.
1956. 3) Laufey, f. 1895, d. 1971,
maki Árni Kristjánsson vélstjóri, f.
1885, d. 1958. 4) Stefanía, f. 1898,
dáin sama ár. 5) Guðrún, f. 1899, d.
1900. 6) Kristinn vélgæslumaður,
f. 1903, d. 1982, ógiftur og barn-
laus. 7) Stefanía, f. 1906, d. 1992,
maki Sigurþór Jónsson úrsmiður,
f. 1890, d. 1959. 8) Margrét, f.
1908, d. 1997, maki Emil Björn
Magnússon féhirðir, f. 1906, d.
1952. 9) Áslaug Björg, f. 1909. MI.
Sigtryggur Árnason verslunar-
maður, f. 1902, d. 1933, MII. Stein-
grímur Magnús Guðmundsson bif-
reiðarstjóri, f. 1907, d. 1992. 10)
Gunnhildur, f. 1910, d. 1961, MI.
Diljá Einarsdóttir kaupmaður, f.
21. maí 1960, þau slitu samvistir,
börn þeirra eru Stefán Sindri, f.
16. janúar 1989, og Hera Rún, 19.
apríl 1992. Sambýliskona Ragnars
er Sólveig Björk Einarsdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 16. sept-
ember 1967. 2) Dóra, fasteignasali
í Kaliforníu, f. 30. maí 1937, MI.
Eysteinn G. Þórðarson, f. 3. mars
1934, þau slitu samvistir, synir
þeirra eru Gunnar Þór, fram-
kvæmdastjóri í Kaliforníu, f. 3.
júní 1958 í Reykjavík, maki Heat-
her húsmóðir, f. 27. júní 1958 í
Seattle, Washington, börn þeirra
eru Stefán Þór, f. 12. júlí 1989, og
Elise Dóra, f. 11. mars 1992; Leifur
Egill markaðsstjóri í Kaliforníu, f.
11. ágúst 1965 í Reykjavík, MII.
Ólafur Hersir Pálsson, flugvél-
stjóri, f. 20. júní 1936, d. 26. febrú-
ar 1997. 3) Kristín ritari, f. 12. des-
ember 1941, MI. Skúli G.
Guðnason lögg. endurskoðandi, f.
21. júlí 1939, þau slitu samvistir,
sonur þeirra er Magnús Árni hag-
fræðingur, f. 31. janúar 1969, sam-
býliskona hans er Nína Magnús-
dóttir myndlistakona, f. 20.
október 1969, sonur þeirra er Jón-
atan Sólon, f. 7. mars 1996, MII.
Þorfinnur Egilsson lögfræðingur,
f. 26. ágúst 1940 á Ísafirði, d. 14.
október 1998, þau slitu samvistir.
Guðrún starfaði í 12 ár í Lauga-
vegsapóteki áður en hún gekk í
hjónaband en eftir það helgaði hún
sig húsmóðurhlutverkinu. Guðrún
og Loftur byrjuðu sín fyrstu hjú-
skaparár í Vesturbænum en árið
1946 flutti fjölskyldan í Barmahlíð
11. Árið 1990 flutti Guðrún 89 ára
að aldri í þjónustuíbúð að Sléttu-
vegi 11 en síðustu mánuði dvaldist
hún að hjúkrunarheimilinu Holts-
búð í Garðabæ.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þórður Jóhann Ingi-
mundarson, f. 1905, d.
1965, MII. Sigurjón
Helgi Ingimundarson
sjómaður, f. 1912, d.
1938. MIII. Jóhannes
L. Jóhannesson prent-
ari, f. 1912, d. 1947.
11) Ólafur prentari, f.
1911, d. 1943, ókvænt-
ur, átti eina dóttur.
Guðrún giftist 15. nóv-
ember 1930 Lofti
Guðna Hjartar húsa-
smið, f. 8. febrúar
1898 að Gerðhömrum
við Dýrafjörð, d. 8.
október 1980 í Reykjavík. Foreldr-
ar hans voru hjónin Steinunn Guð-
laugsdóttir húsmóðir, f. 3. október
1859 á Ytri- Kárastöðum á Vatns-
nesi, d. 5. september 1943 á Þing-
eyri, og Hjörtur Bjarnason hús-
maður, f. 30. september 1860 að
Hamarlandi á Reykjanesi, d. 22.
apríl 1915 á Þingeyri. Dætur Guð-
rúnar og Lofts eru þrjár: 1) Stein-
unn húsmóðir, f. 26. júní 1931,
maki Stefán B. Stefánsson, fyrrv.
aðalféhirðir, f. 4. janúar 1928 á
Akureyri, börn þeirra eru Stefán
Loftur, byggingatæknifræðingur
hjá Kópavogsbæ, f. 29. september
1953, maki Bjarnfríður Bjarna-
dóttir, f. 22. mars 1954, meina-
tæknir, dóttir þeirra Úlfhildur, f.
6. maí 1977; Arnór framkvæmdar-
stjóri, f. 9. janúar 1960, maki Anna
Ingvarsdóttir skrifstofumaður, f.
24. júlí 1959, börn þeirra eru
Steinunn, f. 12. nóvember 1982,
Pétur, f. 2. ágúst 1985, og Ingi
Steinn, f. 26. ágúst 1991. 3) Ragnar
kaupmaður, f. 19. ágúst 1961, MI.
Guðrún Árnadóttir Hjartar –
amma mín – var lífsglöð og gæfurík
kona sem var alla tíð mér mjög náin.
Samskipti okkar voru ávallt á jafn-
ræðisgrundvelli þrátt fyrir sjö ára-
tuga aldursmun. Guðrún andaðist
viku fyrir aldarafmæli sitt, 28. júní
sl. Þær minningar og það veganesti
sem hún innrætti mér mun ég alltaf
virða og geyma innra með mér. Ég
vona að ég eigi gæfu til að koma
hennar lífsskoðunum áleiðis.
Lífshlaup Guðrúnar var langt og
hamingjuríkt. Hún var fædd í
Reykjavík 5. júlí 1901 og auðnaðist
að lifa alla tuttugustu öldina – öld
pólitískra umbrota og styrjalda, en
einnig stórkostlegra framfara í
tækni og vísindum. Á Íslandi upplifði
hún þau snöggu umskipti sem iðn-
væðing landsins hafði á efnahag og
samfélag. Guðrún, sem var fædd inn
í stóra fjölskyldu, fór ekki varhluta
af fyrrgreindum samfélagsbreyting-
um en faðir hennar, Árni Árnason,
tók virkan þátt í réttindabaráttu
verkafólks og var einn af stofnend-
um verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar
árið 1906. Á unglingsárum tók Guð-
rún fullan þátt í atvinnulífi og starf-
aði m.a. um tólf ára skeið sem versl-
unarmaður í Laugavegsapóteki eða
til ársins 1930.
Margt er mér á huldu um fyrr-
greint æviskeið Guðrúnar, þó veit ég
að hún studdi við bakið á fjölskyldu
sinni. Hvað varðar hennar eigin
langanir tjáði hún mér eitt sinn að
hún hefði getað hugsað sér að leggja
stund á lyfjafræði en aðstæður
leyfðu ekki.
Guðrún var ávallt mjög fáguð og
snyrtileg – og lagði mikið upp úr því
að vera vel til höfð. Á hátíðarstund-
um klæddist hún iðulega íslenskum
peysufötum sem hún bar mjög vel og
í því samhengi er mér minnisstætt
póstkort með mynd af henni og
nokkrum öðrum stúlkum í íslenskum
þjóðbúningum. Með tíð og tíma tók
nútímalegri klæðaburður við, enda
breyttust tímarnir hratt á þessum
árum.
Hið sama ár og hún lét af störfum í
Laugavegsapóteki gekk hún í hjóna-
band með afa mínum – Lofti Guðna
Hjartar, trésmiði. Það voru ávallt
miklir kærleikar á milli þeirra og er
mér minnisstæð mynd af þeim sem
tekin var á Alþingishátíðinni 1930,
þar situr Guðrún í faðmlögum við
Loft og sjaldan hef ég séð mynd af
ástfangnara pari.
Þau hófu sambúð á Sólvallagötu 13
í Reykjavík en bjuggu lengst af í
Hlíðunum. Ávöxtur hjónabands
þeirra voru þrjár dætur, Steinunn f.
1931, Dóra f. 1937 og Kristín móðir
mín f. 1941. Þær nutu kristilegs upp-
eldis og var samband systranna við
móður sína alltaf náið og voru heið-
arleg tjáskipti alltaf höfð að leiðar-
ljósi.
Félaglíf Guðrúnar og Lofts var
gott og einn var sá félagsskapur sem
afi minn naut betur en annars –
Karlakór Reykjavíkur, en sveitungi
hans Sigurður Þórðarson var fyrsti
söngstjóri kórsins. Eitt eftirminni-
legasta ferðalag Guðrúnar var ein-
mitt söngferð kórsins og eigin-
kvenna til Miðjarðarhafslanda á
miðjum sjötta áratugnum en þar
söng kórinn m.a. fyrir Pius páfa XII.
Örlögin höguðu því þannig að
ferðalög til meginlands Evrópu lögð-
ust af en þess í stað varð Ameríka
fyrir valinu, en árið 1960 flutti Dóra
dóttir þeirra búferlum til Kaliforníu.
Á árabilinu 1967–1990 fór Guðrún
alls níu sinnum til Bandaríkjanna og
rúmlega tvo þriðju ferðanna í fylgd
með Lofti eiginmanni sínum. Þó að
minnstu hafi munað að Steinunn og
Kristín hefðu flutt í kjölfar Dóru
varð ekki af því. Guðrúnu og Lofti
tókst með ferðum sínum að rækta
barnabörn sín beggja vegna Atlants-
hafsins og þar með brúa og halda við
fjölskyldutengslum sem hafa verið
okkur í fjölskyldunni ómetanleg.
Það var auðnuspor fyrir mig að fá
að umgangast þau hjón og fá að
bergja á viskubrunni þeirra beggja,
en þau voru komin á áttræðisaldur
þegar ég kom inn í líf þeirra. Margar
æskuminningar vakna hjá mér, enda
alltaf nóg að sýsla í Barmahlíðinni,
annaðhvort við smíðar eða matar-
gerð. Gleði og einhugur ríkti á milli
þeirra – sérstaklega er mér minn-
isstætt hve oft þau tóku sporið tvö
ein inni í stofu á síðkvöldum yfir
danslögum Ríkisútvarpsins.
Eftir andlát Lofts, 8. október
1980, bjó Guðrún ein í Barmahlíðinni
í áratug en flutti síðan að Sléttuvegi
11 þar sem hún bjó fram á gaml-
ársdag 1999. Í apríl 2000 fluttist hún
á hjúkrunarheimilið Holtsbúð í
Garðabæ, þar fékk hún góða að-
hlynningu og andaðist hún þar 28.
júní sl. Fjölskyldan vill þakka starfs-
fólki þar fyrir þann hlýhug sem það
bar til Guðrúnar.
Mér auðnaðist að fá að kveðja
ömmu mína meðan ég var hér á
landi, einungis viku fyrir andlát
hennar, það var mér mikils virði að
fá að styðja hana þessi síðustu spor.
Guð geymi þig.
Magnús Árni Skúlason.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga, og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og bezta móðir
Ber hann þig í faðmi sér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Elsku Guðrún þakka þér fyrir allt.
Guð geymi þig.
Elín
Minntu mig á, Drottinn minn, að
þó ég hafi mikið misst felur lífið og
höfundur þess, þú, mér enn verk að
vinna.
Mig langar að minnast langömmu
minnar Ég man alla tíð hve gott var
að koma til þín. Þú áttir alltaf eitt-
hvað gott að gefa mér. Mér þótti
strax frá okkar fyrstu kynnum vænt
um þig en þú tókst mér svo vel þegar
mamma og pabbi tóku mig að sér en
þá var ég lítil stúlka. Ég veit að þú
fylgist með mér áfram og lætur þér
annt um mig.
Guð geymi þig, elsku langamma,
ég mun minnast þín oft og hugsa til
þín með þakklæti fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig. Far þú í friði.
Úlfhildur Stefánsdóttir.
GUÐRÚN ÁRNA-
DÓTTIR HJARTAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
, " -
&&"
&2344 ( 5 !/
$ " .
!
%
"
01
&
% / &
1
22
"!
&
)
"+))
$ % /.
! % /
"6
$( + 1
+
! 7
/ *1 . '7 8
01 "
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Traust persónuleg
alhliða útfararþjónusta.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
"
" &
! ""
"
"
" -
& "
&
,99"
&
8 ! 6/ 6 *+
$ -:!
;! ( <
!/*"
#$ " " -
"
*&3*'*4'
*
( "
,- +
' ,-
,-
! 01 0 01
0 0 01 "
, " -
&"
=
&&2>
3344 0 %%5
!/*
$ "
5
" $
#+;+
"
#/ " 7:
2344 $/ "(*' *+ !
( ?
$ " !
!
#
5
" 0*1 ;+ ( :! ( "