Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
FJÖLDI hjónavígslna náði
toppi aldarfjórðungsins í fyrra,
samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofu Íslands, en um leið
voru hjónaskilnaðir fleiri en
nokkru sinni, eða 548.
Á síðustu þremur áratugum
hefur tíðni þess að fólk gangi í
hjónaband oftar en einu sinni
aukist úr 10,5% í 16,5%. Stjúp-
fjölskyldum og öðrum fjöl-
skyldugerðum hefur fjölgað á
kostnað hinnar hefðbundnu
kjarnafjölskyldu sem er nú að-
eins um 49% af fjölskyldum á
Íslandi. Þá fer þeim fjölgandi
sem kjósa sér einbýli sem lífs-
form.
Fleiri
gifta sig
aftur
Hjónabandið/D4
MIKIÐ er um að vera í Hafnarfjarð-
arhöfn um þessar mundir en í gær
voru þar 16 erlend fiskiskip. Þau
hafa verið að veiðum á Reykjanes-
hrygg.
Eimskip hefur skipin á sinni
könnu og sér um landanir og flutn-
ing á aflanum áfram til meginlands
Evrópu og Asíu. Jóhann Guðmunds-
son, afgreiðslustjóri vöruafgreiðslu
Eimskips í Hafnarfirði, segir að
ástandið sé mjög óvenjulegt. Í gær
voru 11 rússneskir togarar í Hafn-
arfjarðarhöfn, þrír þýskir og tveir
grænlenskir, en rúmlega 20 tog-
arar hafa verið bókaðir inn til lönd-
unar þessa viku og fram í þá næstu.
Jóhann segir hægt að afgreiða þrjú
til fjögur skip á dag en í gær biðu
átta skip losunar. Skipin eru með
100-600 tonn af karfa.
Morgunblaðið/Jim Smart
Togara-
fjöldi í
Hafnar-
fjarðarhöfn
ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi
sigraði Svía 4-3 í átta liða úrslitum
Evrópumótsins í golfi í gær og
tryggði sér
þar með rétt
til að leika í
fyrsta sinn í
undanúrslit-
um. Þar mætir
sveitin Írum.
Íslenska lið-
ið lék mjög vel
í gær, jafnt
var eftir fjór-
menninginn í
gærmorgun, 1:1, en í holukeppn-
inni eftir hádegi náðu þeir Björg-
vin Sigurbergsson, Haraldur
Heimisson og Ólafur Már Sigurðs-
son að leggja mótherja sína en
Helgi B. Þórisson og Ottó Sigurðs-
son töpuðu. Árangur liðsins hefur
vakið mikla athygli meðal kylfinga
í Svíþjóð og að sögn íslensku lands-
liðsmannanna voru aðeins sjö
menn á mótinu sem trúðu því að
Íslendingar gætu sigrað Svía, ís-
lensku landsliðspiltarnir og liðs-
stjórinn þeirra.
„Það er ekki slæmt að leggja
Svía á þeirra heimavelli við þær að-
stæður sem þeir velja,“ sagði
Ragnar Ólafsson liðsstjóri í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Íslenskir
kylfingar
í undan-
úrslit EM
Engin Svíagrýla / C1
Ólafur Már
Sigurðsson
Það er mat stofnunarinnar að mats-
skýrslan sýni að Reyðarfjörður sé
ekki heppilegur fyrir stóriðjufram-
kvæmdir af þessu tagi.
Ljóst sé að álverið muni valda
skemmdum og álagi á lífríki, bæði á
sjó og landi. Við vissar aðstæður
muni styrkur loftmengunar verða
langt fyrir ofan viðmiðunarmörk,
sem séu ætluð mönnum og skepn-
um. Þennan styrk verði að skoða,
bæði með tilliti til vinnuverndar-
sjónarmiða og hvort hægt sé að
leyfa íbúabyggð og dýrahald innan
þynningarsvæðisins.
Það er mat stofnunarinnar að
verði af byggingu álvers, sé álver
með 280 þúsund tonna framleiðslu-
getu of stórt. Í fyrri umsögn sinni
taldi Náttúruvernd að ekki bæri að
leyfa meira en 120 þúsund tonna ál-
ver með möguleika á stækkun,
sýndu rannsóknir að það væri
óhætt.
Flestir umsagnaraðilar
fallast á álver
Þrettán opinberir aðilar hafa skil-
að inn umsögnum um matsskýrsl-
una til Skipulagsstofnunar. Flestir
fallast þeir á byggingu álvers, en
gera helst athugasemdir við útblást-
ur og frárennsli frá verinu.
Hollustuvernd ríkisins segir í um-
sögn sinni að í matsskýrslunni sé
ekki heildstæð umfjöllun um áhrif
rafskautaverksmiðjunnar, sem fyr-
irhugað er að verði við álverið, á
umhverfið. Stofnunin telur einnig að
kanna þurfi þau áhrif sem hljótist af
svokölluðum PAH-efnum, sem
myndast við rafgreiningu og fram-
leiðslu forskauta og talin eru
krabbameinsvaldandi.
Þá segir í mati Hollustuverndar
að sterkar líkur séu á að magn
brennisteinsdíoxíðs fari yfir heilsu-
farsmörk í næsta nágrenni við ál-
verið. Þetta eigi við bæði fyrir 280
þúsund tonna álver og 420 þúsund
tonna ver, ásamt rafskautaverk-
smiðju. Hollustuvernd geti ekki fall-
ist á það, mengun skuli ætíð vera
undir viðmiðunarmörkum – einnig
innan þynningarsvæðisins.
Tíu athugasemdir
frá almenningi
Í gær höfðu innan við tíu athuga-
semdir borist Skipulagsstofnun frá
almenningi, en frestur til að gera at-
hugasemdir rennur út á miðnætti.
Náttúruvernd ríkisins um mat á umhverfisáhrifum álvers Reyðaráls
Mikil mengun hlýst af álverinu
Gerð verði/12
NÁTTÚRUVERND ríkisins telur að mat á umhverfisáhrifum álvers í Reyð-
arfirði sýni að álverið muni valda mjög mikilli mengun og að ekki verði um
sjálfbæra nýtingu á vatnsorku að ræða. Þetta kemur fram í umsögn sem
Náttúruvernd hefur skilað til Skipulagsstofnunar.
AÐSÓKN í Herjólf hefur aukist
verulega og eru dæmi um að fólk
þurfi að bíða í nokkra daga eftir
plássi fyrir bílinn. Björgvin Arnalds-
son, rekstrarstjóri Landflutninga-
Samskipa í Vestmannaeyjum, segir
að flutningarými skipsins sé fullnýtt
í báðar áttir, nánast alla daga vik-
unnar yfir sumartímann en að yfir
veturinn sé nægt rými. Fyrstu sex
mánuði ársins jukust fólksflutningar
með Herjólfi um 30%, miðað við
sama tíma í fyrra, og bílaflutningar
um tæp 40%.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, segir að ástæða
þessarar auknu aðsóknar sé m.a.
verðhækkanir í innanlandsflugi.
Björgvin nefnir einnig að mikið hafi
verið um mannfagnaði og íþróttamót
í Eyjum í sumar. Sömuleiðis segir
hann að það hafi færst í aukana að
fólk flytji hjólhýsi og fellivagna með
sér, sem taki pláss frá bílunum. Í síð-
asta mánuði segir hann að 120 tjald-
vagnar hafi verið fluttir hvora leið.
Bílar, fiskur og brotajárn
Þegar flutningar milli lands og
Eyja voru boðnir út náðu bæjaryf-
irvöld í Vestmannaeyjum samkomu-
lagi við Vegagerðina um að helming-
ur flutningaplássins í skipinu yrði
alltaf nýttur undir fólksbíla og hinn
helmingurinn fyrir annars konar
flutninga. Guðjón segir að sé plássið
sem ætlað er fyrir fólksbíla ekki upp-
pantað daginn fyrir brottför geti
flutningafyrirtækin nýtt það.
Björgvin segir að bílaplássið sé yf-
irleitt alveg fullt, sem og allt flutn-
ingsrýmið. Aðallega eru það ýmsar
vörur, fiskur til útflutnings og brota-
járn frá Eyjum, sem er flutt með
skipinu. Björgvin segir að fiskút-
flytjendur hafi ekki lent í vandræð-
um þar sem stærstur hluti þess fisks
sem er fluttur út frá Eyjum fari
beint um borð í gámaskip og þaðan
til erlendra hafna. Alls fara tæplega
80% alls vöruflutnings til Eyja með
Herjólfi.
Björgvin segir að þótt aðsóknin
hafi aukist verulega hafi verið lítið
um árekstra, þótt eins og fyrr segir
hafi komið fyrir að fólk komist ekki
úr Eyjum eða til þeirra, þar sem ekki
sé pláss fyrir bílinn.
Herjólfur fer 22 ferðir milli lands
og Eyja í viku hverri.
Bílaflutningar með Herjólfi hafa aukist um 40% á árinu
Flutningarými skipsins
gjörnýtt yfir sumarið