Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ  7. og 8. júlí Sr. Gunnar Björnsson flytur erindi um Hallgrím Pétursson. Ný kórverk eftir JÓN NORDAL, m. a. frumflutningur 14. og 15. júlí Karólína Eiríksdóttir kynnir tónverk helgarinnar. Einleiks- og kammerverk eftir KARÓLÍNU EIRÍKSDÓTTUR, m.a. frumflutningur 28. og 29. júlí Sr. Sigurður Sigurðarson flytur erindi um Þorlák helga. BACHSVEITIN Í SKÁL- HOLTI flytur verk frá barokk-tímanum. 4., 5. og 6. ágúst Jaap Schröder flytur erindi um Henry Purcell. HENRY PURCELL, Sonnata’s of III Parts, og verk fyrir tvo sembala eftir J. S. BACH 11. og 12. ágúst Dom Daniel Saulnier O.S.B. flytur erindi um Gregorssöng. GREGORSSÖNGVAR og ítölsk o rgelverk, Schola Gregoriana Virorum og Giancarlo Parodi orgel TÓNLEIKATÍMI Laugardaga kl. 15 og 17 Sunnudaga kl. 15 Messa kl. 17 á sunnudögum hefst með tónlistarflutningi kl. 16:40 Erindi eru flutt í Skálholtsskóla laugardaga kl. 14 HELGARTILBOÐ Gisting, matur, gönguferðir. 7. júlí: Sautjándu aldar kvöldverður 28. júlí: Miðaldahlaðborð Bókanir í síma 486 8870. Velkomin á Sumartónleika í Skálholtskirkju! A Ð G A N G U R Ó K E Y P I S   ALLT frá því Björgvin Franz Gíslason kom fyrir sjónir alþjóðar í sjónvarpsauglýsingu fimm ára gamall hefur verið beðið eftir þessari stundu. Þó að biðin hafi tekið hartnær tvo ára- tugi hlaut á endanum að koma að því að hann kæmi fram á leiksviði í burðarhlutverki. Það vill svo vel til að sýningin stendur og fellur með frammi- stöðu Björgvins Franz og hann fær loks að sýna á sviði hvað í honum býr. Frammi- staða hans er í einu orði lýst meistaraleg, eftir að hafa séð hann í hlutverkinu er ekki hægt að ímynda sér að nokkur annar leikari hérlendur hefði getað gert því viðlíka skil. Sýningin þróaðist upp úr trönsusýningu James Camer- on Mitchell sem heldur því ýmist fram að Hedwig sé byggð á konu sem hann kynnt- ist í hjólhýsahverfi í Kansas fjórtán ára gamall, annarri sem gætti bróður hans í Berlín í æsku hans eða að hún sé byggð á atriðum úr hans eigin lífi. Allt er þetta frekar ósenni- legt, í frásögninni eru svo margir lausir þræðir að senni- legast er að hún sé uppspuni frá rótum. Það skemmtilegasta við þennan tilbúning Mitchells er að hann notast við hugmynd sem Platon segir frá í Samdrykkjunni (Symposion) og leggur í munn Aristofanesi. Menn eru í upphafi skapaðir í tvenndum, tví- kynja eða samkynja. Seifur skildi hlutana að og síðan hafa þeir eigrað um jörðina í leit að sínum betri helm- ingi. Þetta er útgangspunkturinn í kynímyndarleit aðalpersónunnar. Vandinn er að hugmyndin er ekkert þróuð frekar; leikurinn verður fyrst og fremst til þess gerður til að koma á framfæri hefðbundinni neðanþindar- fyndni trönsuuppistandsins og að rekja bláþráðarlega sögu um ástar- samband Hedwig við Tommy Gnosis. Það kemur skýrt fram að það er hent- ugra að vera af öðru hvoru kyninu heldur en hvorugu – en það eru sann- indi sem flestir áhorfendur hefðu get- að komist að hjálparlaust. Það er nostrað við útlit aukaleikara og hljómsveitarmeðlima svo úr verð- ur hið dæmigerða rokkband og leik- stjórinn hefur gætt vel að því að þeir væru allir með á nótunum auk þess sem Ragnhildur Gísladóttir kemur tilfinningum Yitzaks vel til skila með hófstilltum leik. Ljósin eru sér kapít- uli, það er ekki heiglum hent að blanda svo vel saman ýktum ljósa- gangi rokktónleika og þeirri lýsingu sem sviðsleikrit krefst en það tekst mjög vel. Gísli Rúnar Jónsson kemst iðulega afar sniðuglega að orði og þó að hann fari frjálslega með suma söngtextana kemur það ekki að sök,, stíllinn er mikilvægari en merkingin og best hvað lögin eru grípandi. En allt þetta skiptir sáralitlu máli, hér er aðeins rúm fyrir einn í sviðs- ljósinu. Björgvin Franz leikur af ótrú- legu öryggi og innri sannfæringu. Það er ekki fyrr en klappað var upp í sýn- ingarlok að gríman féll og það sást að hann hafði ekki týnt sér í persónunni fyrir fullt og allt. Það er að vona að það gefist mörg tækifæri seinna meir að sjá hann bregða sér í allra kvikinda líki – og kannski höfuðpersóna leik- bókmenntanna þar á meðal. Kyn skiptir sköpum LEIKLIST L e i k f é l a g Í s l a n d s í L o f t k a s t a l a n u m Höfundur leiktexta: John Cameron Mitchell. Höfundur tónlistar og söngtexta: Stephen Trask. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Tónlistar- stjóri: Jón Ólafsson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Bún- ingar: Halla Gunnarsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Hljóð- stjórn: Bjarni Bragi Kjartansson og Ívar Ragnarsson. Hár og förðun: Kristín Thors. Sviðshreyfingar: Ástrós Gunnarsdóttir. Skjámyndir: James Youmans. Hljómsveitin Reiða restin: Birgir Baldursson, Guðni Finnsson, Karl Olgeirsson, Pétur Þór Benediktsson og Stefán Már Magnússon. Leikarar: Björg- vin Franz Gíslason og Ragnhildur Gísladóttir. Fimmtudagur 5. júlí. HEDWIG Morgunblaðið/Jim Smart „Björgvin Franz Gíslason leikur af ótrú- legu öryggi og innri sannfæringu.“ Sveinn Haraldsson Fenris eru Leikklúbburinn Saga frá Akureyri, Ragnarock frá Danmörku, Cameleonterna frá Svíþjóð, Fívl frá Færeyjum, Sami-vildonat frá Nor- egi, Dramash frá Álandi og Aller- miut frá Grænlandi. Ákveðið var að vinna leiksýn- inguna út frá þemanu „tabú“ að þessu sinni og var m.a. horft til for- dóma og misnotkunar af ýmsu tagi í því sambandi, þ.e. það sem samfélag- ið þaggar niður og vill ekki sjá. Þetta viðfangsefni hefur orðið til þess að Fenris er orðið hluti af baráttuher- ferð Danmerkur í hinum alþjóðlega ári Sameinuðu þjóðanna gegn kyn- þáttafordómum og umburðarleysi. Sagan í verkinu er sú að heimur- inn hefur brennt allar brýr að baki sér og tækifæri gefst til að byrja al- veg upp á nýtt. Heimurinn hefur þannig möguleika á að læra af reynslunni þegar vandamálin sem við nú þekkjum koma upp og spurn- ingin er hvernig verður leyst úr þeim. Það geta leikhúsgestir á Ak- ureyri og Reykjavík séð á Fenris- sýningunum, en síðan leggur hópur- inn af stað í leikför og kemur víða við. Sýnt verður í Norræna húsinu í Færeyjum, í Sala í Svíþjóð, Marie- hamn í Álandi og Humlebæk í Sví- þjóð. „Við verðum á ferðalagi í rúman mánuð með þessa sýningu og það eru allir að farast úr spennu,“ sagði Eva Signý Berger í Sögu. Foreldrarnir afar hjálplegir Hún sagði að krakkarnir hefðu lagt á sig mikla vinnu síðustu daga og nánast verið við æfingar og út- réttingar frá morgni og fram á nótt. „Við höfum varla getað litið upp, en nú er þetta allt að smella saman,“ sagði Eva Signý. Hún sagði að for- eldrar krakkanna í leikklúbbnum hefðu verið mjög hjálplegir, en gest- irnir gista á heimilum Akureyring- anna og þá sjá foreldrar um að elda mat ofan í hópinn þegar hann er við æfingar. „Þetta hefði eflaust ekki tekist án hjálpar frá foreldrum okk- ar, við erum þeim mjög þakklát fyirr aðstoðina.“ Eva Signý sagði að þátttaka í Fenris væri mikið ævintýri fyrir unglinga sem áhuga hefðu á leiklist. „Við fáum tækifæri til að kynnast krökkum frá öðrum löndum og þessi reynsla er ómetanlegt. Við höfum lært mikið á þessu samstarfi og þroskast. Þetta er mjög mikil vinna en eigi að síður eitthvað sem ég hefði alls ekki viljað missa af,“ sagði Eva Signý. RÉTT um eitt hundrað ungmenni frá sjö löndum hafa síðustu daga æft af kappi vegna sýningar á samnor- ræna leik- og tónlistarverkefninu Fenris 5, en heiti þess nú er Tabú. Unglingarnir hafa komið sér fyrir í Glerárskóla og þar verður verkið frumsýnt í kvöld kl. 20. Á mánudag, 9. júlí verður sýning í Borgarleikhús- inu einnig kl. 20. Öll Norðurlöndin taka þátt í þessu verkefni, en samstarfið hófst fyrir 18 árum og hefur vaxið mjög að um- fangi með hverju verkefni. Sýningar eru settar upp á fjögurra ára fresti og er þetta í fimmta skipti sem Fenr- is fer á fjalirnar. Það var mikið um að vera í íþrótta- húsi Glerárskóla í vikunni þar sem verið var að leggja lokahönd á sýn- inguna en æfingar hafa staðið þar yf- ir í eina viku. Agnar Jón Egilsson er leikstjóri þessa verkefnis og er það í fyrsta skipti sem leikstjóri Fenris er frá Íslandi. Listrænir stjórnendur eru Sigurður Kaiser, sem er ljósa-, búninga- og leikmyndahönnuður og Kristian Blak, sem er höfundur tón- listar og útsetninga. Undirbúningur og vinna við að koma sýningunni upp hefur staðið alllengi eða í eitt og hálft ár. Krakk- arnir sem taka þátt í þessu verkefni hittust öll í Sala í Svíþjóð um síðustu áramót en þá hófst hinn eiginlegi listræni ferill sem staðið hefur óslitið síðan. Ungmennin unnu svo sitt í hverju lagi, hvert í sínu heimalandi fram að páskum en þá sýndu hóp- arnir hver öðrum sinn spuna í Humlebæk í Danmörku. Leikklúbbarnir sem taka þátt í Um 100 ungmenni frá sjö löndum taka þátt í Fenris Fjalla um fordóma og mis- notkun Morgunblaðið/Rúnar Þór Fenrishópurinn á lokaæfingu í gær. Á MORGUN hefjast Sumartón- leikar í Skálholtskirkju í 27. sinn. Þessi fyrsta helgi er tileinkuð stað- artónskáldi Sumartónleikanna, Jóni Nordal, sem samið hefur nýtt kór- verk til frumflutnings á tónleikunum á laugardaginn. Tónverkið semur hann við ljóð sem eignað hefur verið Séra Bjarna Jónssyni Borgfirðinga- skáldi og birtist fyrst í prenti í sálmabókinni 1619. Það er sönghóp- urinn Hljómeyki undir stjórn Bern- harðar Wilkinsonar sem sér um flutninginn. Jón Nordal er nú í fjórða sinn staðartónskáld Sumartón- leikanna. Dagskrá Sumartónleikanna í Skálholtskirkju byrjar á laugardag- inn kl. 14 með erindi í Skálholtsskóla sem sr. Gunnar Björnsson flytur um skáldskap og samtíma Hallgríms Péturssonar. Fyrstu tónleikarnir, með verkum Jóns Nordals, verða kl. 15. Á seinni tónleikum laugardagsins, eða kl. 17, flytur Lenka Mátéová orgelverk eftir Petr Eben og Hljómeyki ásamt Lenku flytja verkið Dýrðin og draumurinn eftir R. R. Bennett. Sunnudaginn 8. júlí kl. 15 endur- flytur Hljómeyki kórverkin eftir Jón. Orgelstund í Skálholtskirkju hefst kl.16.40 með flutningi Hilmars Arnar Agnarssonar á orgelverkum eftir norður-þýska barokkmeistara. Messa með þátttöku Hljómeykis hefst kl. 17. Hljómeyki flytur í mess- unni þætti úr verkum Jóns Nordal. Í tilefni upphafs Sumartón- leikanna hefur Skálholtsskóli ákveð- ið að bjóða upp á sautjándu aldar kvöldverð á laugardaginn kl. 19. Sumartónleikar í Skálholti hefjast um helgina Tónlist, erindi og málsverður NÝTT menningarblað undir gömlu heiti, Fálkinn, kemur út í dag. Skúli Skúlason stofnaði vikublaðið Fálkann fyrir 73 árum. Blaðið var gef- ið út allt til ársins 1966 og hefur nú verið endurvakið með leyfi og velvild afkom- enda Skúla. Ritstjóri hins nýja Fálka, Ragnar Hall- dórsson, segir blaðið eiga að vera n.k. samtímarýni sem höfðar til hrifnæms fólks. „Við hjá Fálkanum teljum að það felist umtalsverðir hæfileikar í því að koma auga á það sem vel er gert í samfélaginu og viljum örva fegurðarskynið með því að benda á það sem er fallegt og fagurfræðilega athyglisvert með hjálp fólks sem hefur næmt auga fyrir slíku. Tilgangur blaðsins er svo fyrst og fremst að tengja saman allar hinar ólíku menningarstofnanir sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og kynna starfsemi þeirra á því sem við köllum „menningarnet“ blaðsins. Fálkinn leitast þannig við að vera vettvangur fyrir það helsta sem er á döfinni í menningarlífi borgarinnar,“ segir Ragnar og útskýrir að á menn- ingarnetinu sé stefnan að safna sam- an öllum söfnum, leikhúsum, tónlist- arsölum, kvikmyndahúsum, galleríum og öðrum menning- arstofnunum og kynna stað- setningu og starfsemi þeirra á aðgengilegan hátt. Í fyrsta ritstjórnarpistli Fálkans segir m.a.: „Vonandi getur Fálkinn sýnt fram á að það er ekki ein- ungis innihaldsrýrt aðhláturs- efni sem markaðsþjóðfélagið dýrkar heldur veiti frelsið frjórri hugsun líka brautar- gengi.“ Spurður út í þessi orð segist Ragnar þannig vilja hvetja „þungavigtarfólk“ úr öllum listgreinum og fólk sem hefur næmt auga fyrir um- hverfinu til að skrifa í blaðið. Meðal þeirra sem eiga efni í fyrsta tölublaði Fálkans eru Matthías Johannessen, Vigdís Finnbogadóttir, Hallgrímur Helgason og Erró sem skrifar pistil frá París. Blaðið kemur út í 10 þús- und eintökum. Útgefandi er Íslenska kvikmynda- stofan ehf. Nýtt menningarblað Fálkinn sem hefur flugið í dag. 1. tbl. Fálkans, útgefið 31. mars 1928.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.