Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 19. júlí í vikuferð. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 29.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 19. júlí, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 19. júlí, vikuferð. Stökktu til Costa del Sol 19. júlí í viku frá kr. 29.985 11 sæti NÁTTÚRUVERND ríkisins hefur skilað umsögn sinni til Skipulags- stofnunar um mat á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðs álvers í Reyð- arfirði. Í ljósi framlagðra gagna telur Náttúruvernd, að matið sýni að ekki verði um sjálfbæra nýtingu á vatnsorku Íslendinga að ræða og að álverið muni valda mjög mikilli mengun. Matsskýrslan sýni ekki afdráttarlaust að Reyðarfjörður sé heppilegur fyrir „risa álver“, eins og segir í niðurstöðum umsagn- arinnar. Ef af byggingu álvers verður er það skoðun stofnunarinnar, að 280 þúsund tonna ársframleiðsla sé of stórt álver, en í fyrri umsögn sinni taldi Náttúruvernd ríkisins að ekki bæri að leyfa meira en 120 þúsund tonna álver með möguleikum á stækkun, ef rannsóknir sýndu að það væri óhætt. Álver veldur álagi og skemmdum á lífríki Náttúruvernd ríkisins segir það ljóst að mengun muni valda álagi á lífríki og skemmdum á því, bæði í sjó og á landi. „Gróðurfar mun breytast, dýr verða í hættu, t.d. staðbundinn stofn hreindýra o.s.frv. Önnur efni, eins og gróð- urhúsalofttegundir, sem ekki eru talin valda beinum skemmdum, munu stuðla að auknum gróður- húsaáhrifum, sem nú er almennt viðurkennt,“ segir m.a. í umsögn- inni. Náttúruvernd ríkisins segir mjög mikið magn kerbrota koma frá álverinu, eða um 10 þúsund tonn á ári og í þeim séu mjög mengandi efni, s.s. þungmálmar. Samkvæmt matsskýrslu standi til að farga kerbrotunum á landi með frárennsli til sjávar en ekki í flæði- gryfjum eins og til stóð og telur stofnunin það betri kost. En það vekur furðu Náttúruverndar að ekki sé gert ráð fyrir sérstakri hreinsun á frárennsli. Ekki sé fjallað um endurvinnslu á kerbrot- um í matsskýrslunni og heldur ekkert um möguleika á að eyða þeim eiturefnum sem hægt er. „Í ljósi þess magns sem um er að ræða virðist sem að kynslóðir framtíðarinnar eigi að taka við þessum vanda,“ segir ennfremur í umsögn Náttúruverndar. Stofnunin segir að við vissar að- stæður muni styrkur mengunar í lofti verða mjög hár og langt fyrir ofan viðmiðunarmörk, sem mönn- um og skepnum séu ætluð. Einnig sé ljóst að þennan styrk verði að skoða með tilliti til vinnuvernd- arsjónarmiða og hvort yfirleitt sé hægt að leyfa íbúabyggð og dýra- hald innan þynningarsvæðisins. Íbúar eiga rétt á heilnæmu lofti „Þynningarsvæðið er komið ansi nálægt þéttbýlinu og fylgir ein- kennilega mörkum friðlandsins. Virðast mörk þynningarsvæðisins eingöngu hafa verið sett við frið- landið af hagkvæmnisástæðum. Náttúruvernd ríkisins var ekki kynnt mörkin. Stofnunin telur sýnt að þessir reikningar fyrir þynning- arsvæðið standist ekki að öllu leyti og vísar m.a. í tillögur Veðurstofu Íslands um þörf á frekari rann- sóknum á samspili veðurfars og mengunar. Náttúruvernd ríkisins ítrekar að hér er um mjög stórt ál- ver að ræða í þröngum firði og eiga íbúar svæðisins sem og nátt- úran fullan rétt á heilnæmu lofti,“ segir einnig í umsögninni. Umsögn Náttúruverndar ríkisins Álverið mun valda mjög mikilli mengun ÞEIR opinberu aðilar sem skilað hafa Skipulagsstofnun umbeðinni umsögn um matsskýrslu vegna fyr- irhugaðs álvers í landi Hrauns í Reyðarfirði eru, auk Náttúruvernd- ar ríkisins, Hollustuvernd ríkisins, Veðurstofan, Vegagerðin, Fjarðar- byggð, Heilbrigðiseftirlit Austur- lands, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Hafrann- sóknastofnun, Þjóðminjasafnið, Siglingastofnun, Byggðastofnun og veiðimálastjóri. Tveir aðilar eiga eft- ir að skila sínum umsögnum, þ.e. Ferðamálaráð og veiðistjóri, sem fengu framlengdan frest. Frestur sem almenningur hefur til að gera athugasemdir við matsskýrsluna rennur út á miðnætti í kvöld. Sam- kvæmt upplýsingum frá stofnuninni voru innan við tíu athugasemdir komnar frá almenningi í gær. Hollustuvernd gerir í sinni um- sögn nokkrar athugasemdir og kem- ur með ábendingar vegna mats- skýrslu Reyðaráls um álverið. Stofnunin áréttar að rafskautafram- leiðsla, líkt og fyrirhuguð er hjá Reyðaráli, sé ný starfsemi á Íslandi og bent er á að í matsskýrslunni sé ekki heildstæð umfjöllun um áhrif rafskautaverksmiðjunnar á um- hverfið. Telur Hollustuvernd að með sérstakri umfjöllun hefði mátt gera betur grein fyrir áhrifum slíkrar framleiðslu. Þá telur Hollustuvernd að kanna þurfi áhrif vegna ákomu svokallaðra PAH-efna á snjó og afrennsli þaðan til sjávar. PAH-efni eru fjölaróma- tísk kolvetni sem myndast við raf- greiningu og framleiðslu forskauta og eru talin krabbameinsvaldandi. Hollustuvernd leggur til að skipu- lögð verði vöktun með styrk og upp- söfnun PAH-efna umhverfis álverið, fylgjast þurfi reglulega með heilsu- fari dýra á svæðinu og bændum í ná- grenninu verði rækilega kynntar af- leiðingar flúormengunar innan þynningarsvæðisins á búpening. Þynningarsvæði er sá hluti viðtaka þar sem þynning mengunar á sér stað og ákvæði starfsleyfis viðkom- andi atvinnureksturs kveða á um að mengun megi vera yfir umhverfis- mörkum eða gæðamarkmiðum. Brennisteinsdíoxíð yfir heilsufarsmörkum Í umsögninni segir Hollustuvernd m.a. að miðað við gefnar forsendur í matsskýrslu Reyðaráls muni starf- semi álversins uppfylla kröfur varð- andi mengun utan þynningarsvæð- isins. Hollustuvernd telur víst að hávaði frá starfsemi á iðnaðarsvæð- inu við Hraun verði undir viðmiðun- armörkum í byggðinni í Reyðarfirði en „hugsanlegt er að til hennar heyr- ist“. Líklegt er talið að hljóðstig í Framnesi, nærliggjandi bæ, verði yf- ir mörkum að nóttu til á byggingar- og rekstrartíma. Í umsögn Hollustu- verndar segir enn fremur: „Bent hefur verið á að verði ekk- ert gert eru sterkar líkur fyrir því að styrkur brennisteinsdíoxíðs í næsta nágrenni við álverið fari yfir heilsu- farsmörk bæði fyrir 280 þúsund tonna álver og fyrir 420 þúsund tonna álver, ásamt meðfylgjandi raf- skautaverksmiðju. Hollustuvernd ríkisins getur ekki fyrir sitt leyti fall- ist á slíkt enda er kveðið á um í frum- drögum að starfsleyfi að mengun skuli ætíð vera undir heilsufars- mörkum, jafnvel innan þynningar- svæðis. Stofnunin bendir á nokkra möguleika til að bæta þar úr og telur að slíkt verði auðvelt í framkvæmd en þarfnist þó undirbúnings. Stofn- unin mun gera kröfu um að áður en endanlegt starfsleyfi verður afgreitt muni liggja fyrir útfærslur og út- reikningar þar að lútandi.“ Vandað rit að mati Veðurstof- unnar og Byggðastofnunar Hollustuvernd og Náttúruvernd gera flestar athugasemdir af þeim aðilum sem skilað hafa Skipulags- stofnun umsögn. Þannig telja Byggðastofnun og Veðurstofan matsskýrsluna vera vandað rit og ríkt af upplýsingum. Ekki verði ann- að séð en að vel hafi verið að verki staðið en Veðurstofan gerir þó nokkrar minniháttar athugasemdir við útblástur mengandi efna og mörk sem miðað er við. Þá bendir Byggða- stofnun á að miklir óvissuþættir fylgi ætíð mati á samfélagslegum áhrifum framkvæmdar á borð við álverið. Brýnt sé að auka hagsýslugerð til að umhverfismat og áætlanagerð bygg- ist á sem traustustum grunni. Landgræðslan gagnrýnir í sinni umsögn að í matsskýrslunni hafi ekki verið vikið að hafnarfram- kvæmd við hlið álversins. Óeðlilegt hafi verið að aðgreina svo nátengdar framkvæmdir. En í öllum megin- dráttum telur Landgræðslan að skýrslan fullnægi eðlilegum kröfum varðandi gróður, jarðveg og rof af völdum fallvatna. Áhrif álversins á gróður og jarðveg verði ekki umtals- verð. Niðurstaða Landgræðslunnar er að fallist skuli á framkvæmdina en með þeim skilyrðum að gildi gróð- ursamfélagsins á framkvæmdasvæð- inu verði metið og Reyðarál leggi fram áætlun um mótvægisaðgerðir áður en framkvæmdir hefjast. Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerir athugasemd við losun PAH- efna frá álverinu og vill að leitað verði allra leiða til að halda í lág- marki því magni efnanna sem fer frá verksmiðjunni, t.d. með því að bæta vothreinsibúnaði og síun við þurr- hreinsun frá rafskautaverksmiðj- unni. Veiðimálastjóri telur matsskýrsl- una lýsa á fullnægjandi hátt áhrifum álversins á veiðihlunnindi varðandi ferskvatnsfiska en minnir á að stilla þurfi í hóf efnistekju við botn fjarð- arins vegna hafnargerðar og bygg- ingar álversins. Samráð þurfi að hafa um þau mál við eftirlitsfulltrúa Nátt- úruverndar ríkisins á svæðinu og/ eða rannsóknaraðila hjá Veiðimála- stofnun. Stuðla má að aukinni skógrækt Skógrækt ríkisins segir ekkert koma í veg fyrir það að Reyðarál sýni gott fordæmi og taki af sjálfs- dáðum upp stefnu um mótvægisað- gerðir vegna aukinnar losunar gróð- urhúsalofttegunda. Einn möguleikinn sé að stuðla að aukinni skógrækt og með rannsóknum sé hægt að þróa aðferðir til að auka kol- efnisbindingu. Segist Skógræktin vera tilbúin til samstarfs um slíkar rannsóknir. Þjóðminjasafnið leggst í umsögn sinni ekki gegn framkvæmdum á at- hafnasvæði fyrirhugaðs álvers en á svæðinu eru níu minjastaðir. Tveir staðir eru ekki taldir í hættu, þar sem þeir eru utan lóðar álversins, en safnið gerir kröfur um rannsókn á öllum hinum stöðunum. Bendir Þjóð- minjasafnið á að þurfi að raska forn- leifum eða rannsaka þær vegna framkvæmda verði að afla leyfis frá fornleifanefnd. Engar athugasemdir eru gerðar í umsögnum Hafrannsóknastofnunar, Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Það er mat bæjarstjórnar Fjarða- byggðar að matsskýrslan sé vel unn- in og í henni komi fram allar þær upplýsingar sem þurfi til að taka ákvörðun um byggingu álversins. Skipulagsstofnun hefur fengið umsagnir frá 13 aðilum vegna matsskýrslu um álver í Reyðarfirði Teiknilíkan af álverinu sem stendur til að reisa í Reyðarfirði. Opinberar stofnanir hafa mismunandi viðhorf gagnvart framkvæmdunum ef marka má umsagnirnar sem borist hafa Skipulagsstofnun. Gerð verði grein fyrir áhrifum raf- skautaverksmiðju Flestir þeir opinberu aðilar sem skilað hafa umsögn um fyrirhugað álver í Reyðarfirði fallast á framkvæmdina en gera einna helst athugasemdir við útblástur og frárennsli mengandi efna. Innan við tíu athugasemdir frá almenningi voru komnar til Skipulags- stofnunar í gær vegna álversins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.