Morgunblaðið - 19.10.2001, Síða 4
VEL hefur gengið að manna leik-
skóla í Reykjavík í haust og að sögn
Bergs Felixsonar, framkvæmda-
stjóra Leikskóla Reykjavíkur,
skipta nýgerðir kjarasamningar þar
mestu um. Síðastliðið vor vantaði
250 manns til að fullmanna skólana
en eins og staðan er í dag er óráðið í
ríflega 20 stöður, aðallega í leik-
skóla í Grafarvogi. Samfara betri
mönnun, jafnt í faglærð sem ófag-
lærð störf, hefur nýting á leikskól-
unum aukist. Áhersla hefur verið
lögð á að deildarstjórar séu
menntaðir leikskólakennarar, enda
hækkuðu laun þeirra til muna í síð-
ustu samningum. Mjög vel hefur
tekist að ráða í stöður deildarstjóra.
„Ástandið hefur ekki verið betra
á þessum árstíma í langan tíma. Að
vísu hefur eitthvað hægt á umsókn-
um í síðustu starfsauglýsingum eft-
ir mikinn straum til okkar fyrst í
september. Margir leikskólar eru
samt fullmannaðir og nýtingin á
rýmunum því mjög góð. Mun færri
börn en áður, sem eru fædd árið
1999, eru án leikskólarýmis en börn
á sama aldri síðustu haust, eða um
400 börn nú miðað við um 800 í
fyrra af árgangi 1998. Við erum
meira að segja farin að taka inn
börn í sumum hverfum sem eru
fædd árið 2000. Það er líka ýmislegt
í farvatninu hvað nýja leikskóla
varðar,“ segir Bergur og nefnir til
sögunnar stóran einkarekinn leik-
skóla í Grafarvogi, sem borgin mun
styrkja, og nýjan fjögurra deilda
leikskóla við Háteigsveg á vegum
borgarinnar sem opnaður verður
snemma á næsta ári, í samstarfi við
námsmannahreyfingarnar. Þá eru
tvær deildir í byggingu við leikskóla
í Seljahverfi.
Mun fleiri í heilsdagsvistun
„Þrátt fyrir góða mönnun hefur
okkur ekki tekist að slá svo mikið af
biðlistunum. Heill árgangur kemur
nú inn á listann í stað þeirra um
1.600 rýma sem losnuðu í haust.
Lögð hefur verið áhersla á að for-
eldrar fái að vera með börnin á leik-
skólunum í þann tíma sem þeir óska
eftir. Núna er staðan þannig að 78%
barna er í heilsdagsvistun en fyrir
fáum árum var sama hlutfall í
kringum 30%. Þetta þýðir að við er-
um í raun með færri börn en áður í
sömu stærð af skólum. Dvalar-
stundir barna hafa að sama skapi
aukist verulega,“ segir Bergur.
Hann segir mikla aðsókn einnig
vera til dagmæðra og á einkarekna
leikskóla. Um 1.500 börn eru í vist-
un hjá dagmæðrum og 430 á einka-
reknum skólum.
Vel gengur að manna leikskóla í Reykjavík eftir síðustu kjarasamninga
Óráðið í ríflega 20 stöður
en 250 manns vantaði í vor
Morgunblaðið/Steinunn
Haustsól í
Garðsauka
ÞAÐ er haustsól í Garðsauka. Jón
bóndi skreppur í búðina á drátt-
arvélinni áður en hann fer í
mjaltirnar. Dalalæðan gæðir
landið dulúð á fallegu haust-
kvöldi. Kýrnar bíða mjaltanna en
fjósið er í bragganum sem kúrir
undir sólinni.
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sængurgjafir
B A R N A V Ö R U V E R S L U N
www.oo.is
Úrvalið er
hjá okkur
0-3ja ára
Milljóna-
tjón þegar
þurrkari
brann yfir
LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta við
Reykjavíkurveg í Hafnarfirði varð
fyrir milljóna króna tjóni í gær
þegar þurrkari við loftræstikerfi
brann yfir og töluverður reykur og
hiti myndaðist. Reykurinn barst út
í loftið þar sem lyfjaframleiðsla fer
fram og um hluta verksmiðjunnar í
gegnum loftræstikerfið. Slökkvilið-
ið á höfuðborgarsvæðinu var kallað
á staðinn um hálftvöleytið, réð
fljótt niðurlögum þess litla elds
sem kviknaði og reykræsti húsið.
Engan starfsmann Delta sakaði og
virkaði eldvarnarkerfi verksmiðj-
unnar sem skyldi.
Róbert Wessmann, fram-
kvæmdastjóri Delta, sagði við
Morgunblaðið að blöndun á hráefni
fyrir lyfjatöflur hefði farið fram
þegar þurrkari við einn blandarann
ofhitnaði og upp kom smávægileg-
ur eldur. Loftræstibúnaður fyrir
þennan þurrkara skemmdist tölu-
vert og kemst ekki í gang að nýju
fyrr en eftir einhverja daga eða
vikur. Lyfjaframleiðsla Delta
komst að öðru leyti fljótt af stað
eftir óhappið í gær.
Róbert sagði tjónið fást bætt hjá
tryggingafélagi fyrirtækisins en
það var einkum á loftræstibúnaðin-
um, hráefninu sem var verið að
blanda og lyfjatöflum sem þarf að
farga.
Delta í Hafnarfirði
ÁHÖFNIN á Smáey VE kom til
hafnar í Vestmannaeyjum í gær-
morgun með stórhættulegan afla,
eða upp undir 40 skot úr gamalli loft-
varnarbyssu. Að sögn lögreglunnar í
Eyjum er talið að skotin séu frá tím-
um seinni heimsstyrjaldarinnar en
þau komu í veiðarfæri Smáeyjar á
Jökuldjúpi. Skotin, sem eru um 20
sentimetrar á lengd, virtust vera
með virkt TNT-sprengiefni í hleðsl-
unum og var sprengjusérfræðingur
frá Landhelgisgæslunni kvaddur í
skyndi til Eyja til að eyða þessum
hættulegu skotfærum. Voru þau
sprengd á opnu svæði um miðjan dag
og heyrðist hvellurinn langar leiðir í
veðurblíðunni.
Hættulegur afli Smáeyjar VE á Jökuldjúpi
Skot með sprengiefni
voru í veiðarfærunum
FARÞEGUM í millilandaflugi
Flugleiða fækkaði um rúmlega
21.500 eða 16,5% í septembermán-
uði í ár frá sama mánuði í fyrra og
átti allur samdrátturinn sér stað
eftir 11. september þegar árásin á
New York var gerð. Þá fækkaði
farþegum í innanlandsflugi Flug-
félags Íslands um 17,6% í sept-
embermánuði og fækkunin á árinu
fram til septemberloka nemur
13,0%.
Mun verri sætanýting
Í frétt frá Flugleiðum kemur
fram að nú í september voru far-
þegar 110 þúsund talsins en voru
rúmlega 131 þúsund í sama mánuði
í fyrra. Farþegum, sem áttu erindi
til og frá Íslandi, fækkaði um 9% en
þeim sem flugu yfir N-Atlantshafið
um Ísland fækkaði um 23,1%.
Sætanýting var verri í september í
ár en í fyrra og nam hún 68,1% í ár
en 77,1% í fyrra.
Þegar fyrstu níu mánuðir ársins
eru skoðaðir kemur fram að farþeg-
um fækkaði um 0,4% í millilanda-
fluginu á því tímabili. 0,05% fækkun
farþega var á leiðinni til og frá Ís-
landi en 0,3% fækkun farþega um
Norður-Atlantshafið. Sætanýting á
tímabilinu hefur aukist um 0,6 pró-
sentustig úr 73,2% fyrstu níu mán-
uðina í fyrra í 73,8% fyrstu níu
mánuðina í ár.
Samdráttur varð hjá Flugleiðum
16,5% fækkun far-
þega í september
STJÓRN Flugfélagsins Jórvíkur
hefur ákveðið að fresta því um
óákveðinn tíma að hefja áætlunarflug
til Húsavíkur. Stefnt hafði verið að
því að hefja flug þangað í kringum 20.
október, en að sögn Einars Arnar
Einarssonar, rekstrarstjóra Jórvík-
ur, hafði flugfélagið aldrei opinber-
lega rætt um að hefja flug til Húsa-
víkur né auglýst það. Félagið átti
hins vegar í viðræðum við Hótel
Húsavík um málið. Þá sagði hann að
Jórvík hefði aldrei lýst því yfir að flug
myndi hefjast þennan ákveðna dag.
„Við erum ekki hættir við að fljúga
til Húsavíkur, en við höfum frestað
því. Við höfðum stefnt að því að byrja
að fljúga í kringum 20. október, en
stjórnin mat stöðuna þannig að það
væri ekki tímabært að svo stöddu.
Það er heilmikil skuldbinding að
hefja áætlunarflug á stað sem ekki
hefur verið flogið á lengi og við teljum
okkur því þurfa að vera betur und-
irbúnir.“
Beint flug til Húsavíkur frá
Reykjavík hefur legið niðri síðan í
september á síðasta ári
Ekki hættir
við Húsa-
víkurflug