Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 1
256. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 8. NÓVEMBER 2001 corde á morgun. Í þriðju ferð Concorde í gær fór Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í leigu- flugi til Washington til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Flugverkfræðingar segjast hafa endurbætt þotuna og gert við þá galla er leiddu til slyssins við París, sem var það fyrsta í 25 ára sögu þot- unnar. Eldsneytistankar þotunnar hafa verið fóðraðir með skotheldu koltrefjaefni, settur hefur verið á hana styrktur hjólabúnaður sem ekki á að geta brunnið og sér- styrktir hjólbarðar. Hafa hjólbarð- arnir, sem franska fyrirtækið Mich- elin framleiðir, verið prófaðir m.a. með því að láta þá snúast á rúmlega 402 km hraða, sem er flugtakshraði þotunnar, og skjóta í þá títaníum- blaði. Sagði fulltrúi fyrirtækisins að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefðu hjólbarðarnir aldrei sprungið. Talið er að orsök slyssins við París hafi verið að málmbútur á flugbrautinni sprengdi hjólbarða og tætlur úr honum hafi gert gat á eldsneytis- tank með þeim afleiðingum að eldur kom upp. En flugmálasérfræðingar segja að auk endurbótanna á vélinni skipti ekki síður máli hversu táknrænt það er að hún skuli vera komin í gagnið á ný. „Þetta er vítamínsprauta sem flugheimurinn þarf á að halda ein- mitt núna,“ sagði Chris Yates, sem fjallar um flugöryggismál hjá Jane’s Transport-tímaritinu í London. CONCORDE-þota British Airways fór í loftið frá Heathrow-flugvelli í London í gærmorgun, rúmum fimm- tán mánuðum eftir að samskonar þota Air France fórst í flugtaki í París og með henni 113 manns. Um það bil klukkustund áður en þota British Airways fór í loftið fór Con- corde á vegum Air France í fyrsta farþegaflugið sem farið er á þessum þotum síðan slysið varð. Um borð voru 92 farþegar og lá leiðin til New York, þar sem Rudolph Giuliani borgarstjóri hugðist taka á móti vél- inni. Ferð bresku þotunnar var boðsferð og meðal farþega var tón- listarmaðurinn Sting. British Air- ways hefur farþegaflug með Con- Reuters Concorde flýgur með farþega á ný AFGANSKIR stjórnarandstæðingar sögðust í gær hafa unnið góða sigra á sveitum talibana síðustu tvo dagana og kváðust þeir nærri því að ná borg- inni Mazar-e-Sharif í Norður-Afgan- istan á sitt vald. Bæði Ítalir og Þjóð- verjar sögðust í gær ætla að senda hersveitir til aðstoðar Bandaríkjaher í stríðinu í Afganistan og í Wash- ington létu yfirvöld til skarar skríða gegn félögum og fyrirtækjum sem grunuð eru um tengsl við samtök hryðjuverkamanna. Borgin Mazar-e-Sharif þykir afar mikilvægt vígi en þar er flugvöllur sem tryggir samgöngur og birgða- flutninga. Sögðust talsmenn Norður- bandalagsins vera í aðeins sjö kíló- metra fjarlægð frá borginni en þeir hafa notið aðstoðar Bandaríkja- manna, sem látið hafa sprengjum rigna á yfirráðasvæði talibana. „Ef guð lofar munum við senn ná Mazar- e-Sharif á okkar vald,“ sagði Qari Qudratullah, talsmaður Norður- bandalagsins, en talibanar hafa hald- ið borginni undanfarin þrjú ár. Talsmenn talibanastjórnarinnar báru fullyrðingarnar hins vegar til baka en viðurkenndu að þeir hefðu mátt þola ósigra í bardögum suður af Mazar-e-Sharif. Ítalska þingið gaf í gær samþykki sitt fyrir þeirri ákvörðun stjórnvalda að senda 2.700 hermenn til Afganist- ans, þar sem þeim er ætlað að styðja við bak hersveita Bandaríkjamanna. Þýska stjórnin tilkynnti jafnframt í gær að hún hygðist senda 3.900 her- menn til Afganistans að beiðni Bandaríkjastjórnar. Nokkrir fyrir- varar verða þó gerðir um það til hvaða verka má nýta þýsku sveit- irnar og sagði Gerhard Schröder kanslari að Bandaríkjamenn hefðu hvorki óskað eftir því að þýskir her- menn tækju þátt í loftárásum né í landhernaði. 135 þúsund Afganar hafa flúið til Pakistans frá 11. september Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, bar fram þá ósk í gær að hlé yrði gert á loftárásum á Afganistan á meðan ramadan, trúarhátíð múslíma, stæði yfir. Musharraf heimsótti í gær Jacques Chirac Frakklandsforseta og í dag heldur hann til London og síðan áfram vestur um haf en hann mun m.a. eiga fund með George W. Bush Bandaríkjaforseta í heimsókn sinni. Talið er að 135 þúsund Afganar hafi flúið land sitt síðan hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin áttu sér stað 11. september sl. „Vandamálið er að þetta fólk fer inn í Pakistan og reynir síðan að halda sig í felum og hverfa í mannhafið þar,“ sagði Kris Janowski, talsmaður Flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna. „Þetta þýðir að þau fá enga aðstoð enda eru þau hvergi skráð og engin vitneskja er til um dvalarstað þeirra.“ Frysta eignir félagasamtaka Í Washington tilkynntu stjórnvöld að þau hygðust frysta eignir sextíu og tveggja félagasamtaka og einstak- linga sem talin eru hafa tengsl við hryðjuverkamenn. Er ákvörðun þeirra liður í því að koma í veg fyrir fjármögnun starfsemi al-Qaeda, sam- taka Sádi-Arabans Osama bin Lad- ens. M.a. var um að ræða al-Taqwa fjármálaþjónustuna og al-Barakaat samskiptafyrirtækið, sem reka útibú í Bandaríkjunum, og sagði Bush Bandaríkjaforseti að þessar stofnanir hefðu veitt al-Qaeda aðstoð við að færa fé milli landa og auðveldað þeim að hafa samskipti sín á milli. Um 40% Bandaríkjamanna óttast nú að verða fórnarlömb hryðjuverka, skv. nýrri skoðanakönnun Gallups, en fyrir um mánuði síðan höfðu 58% af því miklar áhyggjur. Þýskir og ítalskir hermenn til aðstoðar við Bandaríkjamenn í Afganistan Norðurbandalagið segist í stórsókn Kabúl, Róm, Berlín, París, Washington, Genf. AFP.                 !"   ##! $  !%  % &" " "%   #    ' ( ))*"                     Sjá bls. 25–27 BELGÍSKA ríkisflugfélagið Sabena var lýst gjaldþrota í gær en Guy Ver- hofstadt, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti jafnframt, að stofnað yrði nýtt flugfélag í landinu. Það myndi þó ekki hafa nein tengsl við stjórn- völd. Verhofstadt sagði, að nýja félagið yrði fjármagnað með 19 milljörðum ísl. kr., þar af kæmu 14,7 milljarðar frá 12 belgískum bönkum og fyrir- tækjum og afgangurinn frá ýmsum byggðasjóðum. Sagði hann, að flug- félagið yrði stofnað „svo fljótt sem auðið er“ og byggt utan um innan- landsflugið hjá Sabena, sem enn er í rekstri. Í áætlunarfluginu verður fyrst og fremst miðað við flugleiðir innan Evrópu og til Afríku. Með gjaldþroti Sabena misstu hátt í 8.000 manns vinnuna en nýja félagið ætlar að ráða til sín allt að 2.500 manns. Flugfélagið hafði starf- að í 78 ár en ekki reyndist unnt að finna fjárfesta til að leggja til fé svo ráða mætti við skuldir þess. Sabena gjaldþrota Boðar stofnun nýs flugfélags Brussel. AFP. TOM Ridge, yfirmaður þjóðarörygg- ismála í Bandaríkjunum, kvaðst í gær vongóður um að miltisbrandsváin hefði runnið sitt skeið í ljósi þess að engin ný tilfelli hafa komið upp í Bandaríkjun- um undanfarna daga. Hann sagði yfirvöld hins vegar engu nær um það, hver bæri ábyrgð á dreifingu miltisbrandsgróanna, sem orðið hafa fjórum að bana þar vestra á undan- förnum vikum. „Við höfum ekki útilokað þann möguleika að hér hafi einstaklingur verið að verki. Né höfum við útilokað að hópur manna beri ábyrgðina, hvort heldur sem þar var um innlenda eða erlenda aðila að ræða. Við munum vonandi geta svarað þessum spurn- ingum fyrr en síðar. Í dag erum við hins vegar ekki færir um það,“ sagði Ridge við fréttamenn. Alls hafa 14 smitast af miltisbrandi í Bandaríkjunum, auk þeirra fjögurra sem létust. Tveir starfsmenn póst- þjónustunnar í Washington létust, sömuleiðis starfsmaður dagblaðs í Flórída og kona í New York. Vonar að váin sé frá Washington. AFP. Miltisbrandur í Bandaríkjunum Tom Ridge
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.