Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 57

Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 57 Sumarið 1992 varð ég þess heiðurs aðnjótandi að kynnast Jóni en þá byrjaði ég að vinna á myndbandaleigu á Sel- tjarnarnesi sem heitir Tröllavideo. Jón Jör- undsson var fastagest- ur hjá okkur þar enda mikill áhuga- maður um kvikmyndir þar á ferð. Jón var ljúfur strákur og er einn sá allra heiðarlegasti sem ég hef kynnst um ævina. Þegar hann kom í heimsókn til okkar á Tröllavideo var ansi oft talað um íþróttir enda Jón sömuleiðis mikill áhugamaður um íþróttir, þá sérstak- lega knattspyrnu. Hann hélt mikið upp á Liverpool og sömuleiðis var hann líka mikill fylgismaður Fram. Þar sem ég sjálfur hef einnig mikinn áhuga á íþróttum náðum við vel sam- an. Við vorum oft að spá í það hvað hægt væri að gera betur hjá okkar mönnum en sjálfur er ég líka mikill Liverpool maður. Við höfðum svör við öllu, vissum alltaf hvað væri hægt að gera betur. Er það ekki alltaf þannig? Það var alltaf gaman að fá Jón í heim- sókn enda var hann oft í marga klukkutíma hjá okkur að spjalla. Jón var líka mjög duglegur að fara á leiki og þá sérstaklega þegar Fram var að spila. Ég hitti hann oft á leikjum Fram og það var alltaf jafn gaman að hitta hann þar. Ég gleymi því aldrei þegar við hittumst á leik Fram og JÓN JÖRUNDSSON ✝ Jón Jörundssonfæddist í Reykja- vík 9. september 1973. Hann lést 29. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 7. nóvember. Stjörnunnar eitt árið og Fram var hreinlega að baka mitt lið. Þá brosti Jón til mín og sagði „Það gengur bara betur næst Þór minn.“ Alltaf svo jákvæður og allur af vilja gerður til að hjálpa manni ef svo bar undir. Nokkrum árum síðar hætti ég á Tröllavideó en ég heyrði nú alltaf öðru hvoru í honum þrátt fyrir það. En leiðir okkar lágu saman á ný 1998 þegar ég flutti í Vesturbæinn, nánar til- tekið á Boðagranda en svo heppilega vildi til að hann sá um að bera út póst- inn í hverfinu. Þetta þýddi að við fór- um að hittast reglulega aftur og eins og áður voru það íþróttirnar sem áttu hug okkar allan. Oft eftir sigurleiki Liverpool setti hann miða til mín í pósthólfið mitt þar sem hann óskaði mér til hamingju með sigurinn og annað. Þetta var alveg ekta Jón Jör- undsson. Alltaf svo ljúfur og góður. Þegar ég flutti í Hafnarfjörð tveimur árum seinna var það svo Jón sem passaði upp á það að pósturinn minn færi á réttan stað. Hann passaði sko upp á sína. Ég hitti Jón síðast í lok september en þá hittumst við á sýningu galdra- mannsins Iiro í Loftkastalanum. Eins og alltaf barst talið að Liverpool og það var gaman að sjá hversu ánægður hann var með gengi liðsins. Ég vil þakka Jóni fyrir allar góðar og skemmtilegar samverustundir. Megi góður Guð ávallt varðveita hann og blessa. Þín verður sárt saknað. Fjöl- skyldu Jóns sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Þór Bæring Ólafsson. Það fyrir um 40 ár- um að við hjónin kynnt- umst Guðna Jónssyni og fjölskyldu hans þeg- ar hún flutti frá Ísafirði og í Kópavog. Guðni var ráðinn sem sérkennari að barnaskólunum í bæn- um, en síðar eftir að skólunum í Kópavogi fjölgaði starfaði hann ein- göngu við Kársnesskóla. Þar kennd- um við einnig. Á þessum árum vor- um við að byggja okkur hús. Efnin voru ekki mikil og við reyndum að vinna sjálf eins mikið í húsinu og við gátum, þótt lítil væri verkkunnáttan. Guðna fannst sjálfsagt að leggja okkur lið og kunni hann sannarlega til verka. Það var sama hvort það var að einangra, hlaða milliveggi, setja í hurðir, glerja, leggja parket, flísa- leggja, allt lék í höndum hans. Að vinna með Guðna var nokkurs konar verknám. GUÐNI JÓNSSON ✝ Guðni Jónssonfæddist á Sléttu í Sléttuhreppi 1. mars 1931. Hann lést á Landakotsspítala að- faranótt 8. október síðastliðins og fór út- för hans fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. októ- ber. Á þessum árum myndaðist vinátta milli fjölskyldna okkar. Guðni kunni meira en að kenna og handleika hamar og sög. Hann var snilldarkokkur. Matarboð Guðna og Eddu Magnúsdóttur, konu hans, voru meiri háttar veislur þar sem galdraðir voru fram dýrlegir réttir. Eftir áratuga starf við Kársnesskóla réðst Guðni til starfa hjá Kennarasambandi Ís- lands. Við vitum að hann reyndist þar góður og mikill starfsmaður, sem gott var að leita til. Eitt af áhugamálum Guðna og Eddu voru ferðalög. Fóru þau marg- ar ferðir til útlanda og ekki alltaf hefðbundar slóðir. Þegar Guðni lét af störfum hjá Kennarasambandinu gafst þeim hjónum m.a. meiri tími til ferðalaga. Því miður var það ekki lengi. Guðni missti heilsuna og lést á Landakotsspítala 8. október síðast- liðinn. Við þökkum Guðna áratuga vináttu og sendum Eddu, konu hans, börnum og öllu venslafólki samúðar- kveðjur. Sigríður Hjördís Indriðadóttir og Þórir Hallgrímsson. Þegar sumarið kveð- ur og veturinn nálgast koma fram minningar um sólardagana sem við nú söknum vegna þess að við vitum að þeir sömu koma aldrei aftur. Innst inni finnst okkur að allt það sem var gott á þeim dögum eigi að vera enda- laust, en því miður verðum við stundum að taka því að haustið kem- ur snemma og þá deyja blómin í full- um skrúða. Við höfum kvatt góðan vin og samferðamann, Þórð Hinriks- son, sem hefur verið tekinn burt löngu áður en það var tímabært, en tómleiki og eftirsjá einkenna þessa haustdaga sem segja okkur að nú sé veturinn skammt undan. Vinskapur okkar Þórðar hófst fyrir nokkrum árum þegar hann tók að sér pípu- lagnir í húsi mínu og atvikaðist það þannig að ég var að leita fyrir mér með pípulagningameistara til að vinna verkið. Þetta var mikið verk og um gamalt og stórt hús að ræða sem ég var að gera upp og laga. Svo vildi til að hann stoppaði mig á bíln- um dag einn er hann átti hér leið. Aftur í sat svört tík sem dillaði skottinu. Hann sagðist vita að ég væri að vinna í húsinu og spurði hvort hann ætti ekki að sjá um vatnslagnirnar. Þessu boði gat ég ekki hafnað og kom það mér þægi- lega á óvart. – Tilviljunin var merki- leg. Nokkur tími leið og svo kom Þórð- ur í húsið og auðvitað Skotta með. Hann var með bílinn fullan af tækj- um og tólum, bar inn hverja verk- færatöskuna af annarri, reiddi fram ÞÓRÐUR HINRIKSSON ✝ Þórður Hinriks-son fæddist í Siglufirði 9. febrúar 1947. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 19. október. tæki og tól sem ég kann ekki nöfnum að nefna. Hann hljóp um húsið, rissaði á pappír, reiknaði út lagnir og hófst handa. Ég reyndi að fylgjast með en sá fjótt að þessum manni ætti ég erfitt með að fylgja eftir en var þó með og rétti hjálpar- hönd mína þegar á þurfti að halda. Það var byrjað á öllu saman og nú gengu hlutirnir hratt fyrir sig og Þórð- ur hljóp og Skotta hljóp með. Í öllum látunum reyndi ég að út- rétta það sem vantaði og fór í veg fyrir rútuna eða flutningabílinn sem kom með allt sem til þurfti. Þórður hafði séð um pantanir, sat á síð- kvöldum og reiknaði út og var ótrú- lega nákvæmur. Samt voru engar teikningar til af húsinu. – Ótrúlegur maður Þórður. Hann vann með báð- um höndum svo hratt að ég hafði ekki við að vera handlangari. Hann sagaði rör og snittaði í sömu andrá, pakkaði og skrúfaði, festi á veggi og allt passaði þó svo að ég héldi að stundum væri hraðinn heldur mikill. Á endanum var ég farinn að hlaupa með þó ég kynni ekkert í pípulögn- um. Þórður breytti og bætti, braut á milli veggja og gólfa þannig að ný mynd færðist á húsið. Hann lét ryk og gömul óhrein rör engin áhrif á sig hafa og dreif allt áfram. – Svo hrað- virkur var Þórður. Ég komst fljótt að því að hann átti fleira í farteski sínu en tæki og tól til pípulagna. Hann átti tryggð og gæsku sem gerði að verkum að hann var alltaf nálægur hvar sem hann var. Hann var alltaf að koma, hringdi þess á milli og fylgdist náið með því hvenær hann ætti að klára þetta og hitt, en eins og gengur þarf að gera hlutina í áföngum þegar hús eru gerð upp. Fyrir það voru ekki gerðir neinir sérstakir reikningar og aldrei man ég til þess að hafa þurft að borga akstur sérstaklega. Hann gerðist heimilisvinur sem kom og lagði hönd sína á öxlina á mér og sagði „Við reddum þessu öllu“. – Svo var haldið áfram. Nálægð hans kom auðvitað einnig af því að hann hafði komið sér upp sælureit ásamt fjölskyldu sinni í Að- aldalshrauni þar sem hann hafði byggt sér sumarbústað sem hann hafði tekið fóstri við. Þar dvaldi hann tíðum og naut návistar við hraunið, skóginn, fuglana og ekki síst Laxána. Í sumarbústaðalandinu var hann ómissandi hjálparhella í pípulögnum og allsherjarreddari fyrir nágrannanna. Hann var lunk- inn veiðimaður sem átti ótal sæl- ustundir við fossa og flúðir, sann- kallaða sumardaga lífs síns þar sem hann dýfði færi sínu í strauma og strengi „Drottingarinnar“. Nú þegar haustið er komið og svanirnir hafa hópað sig á Mjósundi finnst mér vera sungin ljóð um sumrin hans Þórðar og hann kvadd- ur með tregatónum. Bakröddin er fossinn þar sem hann stóð svo oft og fagnaði yfir góðum feng og naut hverrar stundar. Það er erfitt að sjá fyrir sér vorið þegar góðir menn deyja, en vissulega mun vora í sælu- reitnum hans og ísa mun leysa og karrar munu sitja á klettum. – Þá verður sumarið nærri. Þá laxinn er genginn finnst mér hann koma eld- snemma og hitta mig á vegamótun- um meðan aðrir sofa. Hann er með stangirnar í bílnum og ætlar niður á bjarg. Skotta er með og mænir á sinn hjartans vin. Það er asi á hon- um en segir samt að hann viti um nokkra stóra í fossinum. Um leið drífur hann sig á stað, frískari en áð- ur og hefur losnað frá fárveikum lík- amanum. Ég sé hann smella saman stöngunum, hlaupa niður klifið, þjóta í bátinn og róa hetjulega yfir að Stórafossi. Stöngina ber við him- ininn þegar hann fagmannlega dýfir agninu í hvítt löðrið. Fyrr en varir er laxinn á og þá veifar Þórður. – Auð- vitað fær hann þann stærsta. Við kveðjum sannkallaðan vin, hjálparhellu og hressandi félaga. Margs er að minnast og fjölskyldu Þórðar sendi ég samúðarkveðjur. Atli Vigfússon. #                #1'(;'#- '< 4' $  *     +   , &    -   .  *      &            /"" <! $ & % + /<! %&& '$7 + /  <! %&& (+ / = >%   3 ? <! + $ %  %&& 3 % <! %&& # ;#  % + & % %% <! + -+  <! + -(()* %&& -6<! +  -  &  %&& *+$*             0     '/< 41'@ & A/ ( 4'  BB  $CDE ' !) !      1        /"" 8$"   +   8$" + 3 #  +  8$" %&& (  %!&#  + !+8$" + $  !+  %&&  %8$" %&& $   $ ) + 8$  %!+ %&& *+$ .        /' 6?!)+&   $   *  % 2          3      "   !"" 45   6     7"" $,"  %&& 8&&7   + $F ! %&& -  %&& ( )  +              /4'#1081 4 % 8$" !$  4  $$               2    1    "   !"" ' 839  """ # "#  % %&& 4$9 ! % %&& #' # +$ + /( $ % % %&&G  ( % +  &  % %&& 8 +%H  & $"8$:& % %&&G  %.  $'  +  *  %&& Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.