Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnun- in, eða sú deild hennar sem hefur að- setur sitt í Evrópu, hefur gripið til þeirra óvenjulegu aðgerða að fá um tvo tugi þekktra listamanna til að búa til verk gegn reykingum. Stofn- unin fékk Galatea, enska listráð- gjafa, til að hleypa framkvæmdinni af stokkunum. Verkin munu vera til sölu, en svokallað „Hljóðlátt upp- boð“ gerði gestum kleift að eignast verkin með því að bjóða í þau. Uppboðið hófst við helming af raunverði verkanna, og hafa nokkur þeirra þegar horfið af vettvangi af þeim sökum enda hefur sýningin þegar farið um Frakkland, Þýska- land, Pólland og Bretland. Eftir standa listaverk eftir um fimmtán listamenn, nægilega mörg til að gera ListVerkun eða ArtWorks, eins og framtakið heitir á ensku – að skemmtilegri og óvenjulegri sýn- ingu. Það er athyglisvert að sjá þekkta listamenn á borð við Stefano Arienti, Wim Delvoye, Dominique Gonzalez- Foerster, Ange Leccia, Vitali Kom- ar, Alexander Melamid, Lisu Milroy, Nakis Panayotidis, Sarah Staton og Not Vital hella sér út í gerð pró- grammatískra verka fyrir sýn- inguna. Hver og einn reynir að vinna í samræmi við sjálfan sig svo oftast má þekkja listamanninn á hand- bragðinu og inntakinu. Hvert verk mun jafnframt vera efniviður í vegg- spjald – plakat – þar sem átakið er rækilega tíundað. Trúlega er það ýmsum vandkvæð- um háð fyrir fræga listamenn að setja sig niður á plan grafísks hönn- uðar og finna eitthvað nægilega frumlegt, skondið, eða dramatískt til að segja um þann kauðska, bráð- drepandi og ónauðsynlega ávana að svæla tóbaksreyk. Áherslurnar eru eins misjafnar og verkin eru mörg. Þó var erfitt að finna nokkuð sem bakaði ljósmynd belgíska myndlist- armannsins Vim Delvoye af teiknuð- um Tinnalegum unglingi sem tekur sig út skælbrosandi með sígarettuna í munnvikinu. En grannt skoðað er andlitsteikning Delvoye útsaumur með stoppugarni á reykta skinku- sneið. Uppstilling ítalska listamannsins Stefano Arienti af ótal öskubökkum af öllum stærðum og gerðum er einnig góðra gjalda verð. Sama má segja um kyrralífssamsafn bresku listakonunnar Lisu Milroy af máluð- um leirmunum – krumpuðum vind- lingapakka, öskubakka kúfuðum af stubbum, sem subbast hafa út á borðið, og eldspýtustokk. Þessi sam- setning minnir að vísu sumpart á að- ferðafræði popparans Claes Olden- burg, en þá er ekki leiðum að líkjast. Sem dæmi um dramatíska andstæðu má nefna gríska listamanninn Nakis Panayotidis. Hann sýnir drungalega ljósmynd af áberandi verksmiðju í Piombino á Ítalíu, sem legið hefur undir ámæli um að menga illilega hafið undan ströndum Toskana-hér- aðs andspænis eynni Elbu. Þá er hægt að skemmta sér yfir spennandi ferðalagi breska mynd- höggvarans og myndbandalista- mannsins Gavin Turk, þar sem hann heldur í langt og strangt ferðalag til að finna apann reykjandi, fjarskyld- an ættingja okkar mannanna sem fallið hefur í menningargryfjuna. Án þess að láta uppi hvernig sú ferð endar má staðhæfa að verkin á sýn- ingunni gefi nægilegt tilefni til að heimsækja Fjörðinn, því sýningin er prýðilega upp sett. Fyrir þá sem hafa litla þolinmæði gagnvart puðr- inu er sýningin hins vegar algjört „möst“, eins og það er kallað á hinu nýja ylhýra. MYNDLIST H a f n a r b o r g , H a f n a r f i r ð i Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11–17. Til 12. nóvember. BLÖNDUÐ TÆKNI 15 LISTAMENN FRÁ ÝMSUM LÖNDUM Listin að hætta að reykja Reykjandi unglingur belgíska listamannsins Wim Delvoye. Mengandi verksmiðja í Piombino eftir Grikkjann Nakis Panayotidis. Halldór Björn Runólfsson TÓNLISTARFÓLK búsett í um- dæmi Dómkirkjunnar stóð fyrir tónleikum í kirkjunni sl. sunnudag og gaf kirkjunni framlag sitt. Tón- leikarnir hófust á leik Hrefnu Unn- ar Eggertsdóttur er flutti b-moll- prelúdíuna úr 1. hefti Das Wohl- temperierte Klavier. Margir sagnfræðingar hafa gjört sér það til gamans að segja b-moll-prelúdíuna og þá í es-moll vera eins konar spá- sögn um Chopin, sérlega vegna þess hve hljómskipan verkanna er rómantísk og lagferlið undarlega syngjandi, með þeim hætti er fellur einstaklega vel að píanóinu. Hrefna lék bæði prelúdíuna, með sinni fal- legu hljómskipan, og fúguna mjög vel og gerði góða grein fyrir inn- komum stefsins, sem er eina fúgu- stefið í báðum heftunum sem snýst um minnkaða níund. Annað viðfangsefnið var sónata í G-dúr K. 301 eftir Mozart. Laufey Sigurðardóttir og Hrefna Unnur Eggertsdóttir fluttu þessa elsku- legu sónötu á stílhreinan og fal- legan máta. Þessi sónata er fyrst í flokki sónötuverka fyrir píanó og fiðlu sem nefnast Mannheim-són- öturnar. Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason fluttu fjóra kafla úr svítu fyrir blokkflautu og teorbu eftir Boismortier með glæsi- brag og þar á eftir fluttu Oddur Björnsson og Marteinn H. Frið- riksson sónötu í g-moll eftir Loeil- let, umritaða fyrir básúnu, og hljómaði þessi gerð sónötunnar mjög vel, sérstaklega fyrir ágætan flutning Odds og gott sampil hans og Marteins. Lokaverkefni tónleikanna voru tvö rómantísk verk op. 83, nr, 5 og 6, eftir Max Bruch, það fyrra lag frá Rúmeníu og seinna Næturljóð, samið fyrir lágfiðlu, klarinett og pí- anó. Flytjendur voru Herdís Jóns- dóttir, Kjartan Óskarsson og Hrefna Unnur Eggertsdóttir og voru þessi smástykki mjög vel flutt, sérstaklega er varðaði fallega tón- mótun hjá lágfiðluleikaranum Her- dísi og klarinettleikaranum Kjart- ani, svo og sameiginlega túlkun í ágætu samspili. Í heild voru þetta ánægjulegir tónleikar, þar sem brugðið var upp þeim myndum sem segja til um hvað þessir nágrannar kirkjunnar eru að fást við heima hjá sér, og að því leyti til var yfirbragð tón- leikanna eins og á „Hauskonzert“, líklega þá í sama anda og Loeillet hélt heima hjá sér eftir að hann hætti störfum við King’s Theatre í London 1710 og einnig er meistari Bach lék prelúdíurnar og fúgurnar á sitt „Clavier“ fyrir fjölskylduna og vini sína á góðum stundum. Jón Ásgeirsson TÓNLIST D ó m k i r k j a n Á Tónlistardögum Dómkirkjunnar sl. sunnudag flutti tónlistarfólk bú- sett í nágrenni kirkjunnar tónverk eftir J.S. Bach, Mozart, Boismor- tier, Loeillet og Bruch. Sunnudaginn 4. nóvember. KAMMERTÓNLEIKAR Nágrannar Dómkirkjunnar FRÁ því að dogme-hreyfingin danska sló um sig á kvikmyndavett- vangi samtímans með Lars von Trier í broddi fylkingar, hafa menn skipst á að velta fyrir sér hvað hin- um annars ágætu kvikmyndagerð- armönnum hafi gengið til með svo stífri reglusetningu sem vandlega skrásett aðferðafræðin markast af. Í því sambandi hafa upphafsmenn reglunnar ýmist verið álitnir snill- ingar eða uppgerðarsérvitrir tæki- færissinnar í leit að fjölmiðlaathygli. En hvað sem þeim skoðanaskiptum líður, felst gildi dogme-kennisetn- ingarinnar í þeim vangaveltum sem hún dregur fram um miðlun list- arinnar í kvikmyndinni. Hér er reyndar um að ræða sígilda spurn- ingu sem varðar allar listgreinar en er ekki vanþörf á að dusta rykið af þar sem kvikmyndin er annars veg- ar. Þ.e. hvort hin slétta og fellda áferð sem viðtekin er m.a. í afurðum Hollywood-iðnaðarins sé þess betur umkomin að snerta við áhorfand- anum en saga sem sögð er án þeirra áhrifameðala sem kvikmyndagestir eru orðnir svo vanir. Nýjasta afurð dogme-reglunnar, Ítalska fyrir byrjendur, heldur þessum spurningum hátt á lofti. Þar er sögð saga nokkurra manneskja í ofurvenjulegum dönskum bæ eða úthverfi, sem bögglast með sitt sál- artetur í gegnum hversdagleika og hörmungar tilverunnar. Kraftar höfundarins beinast þar fyrst og fremst að sögunni sem sögð er, og er það hið sterka handrit myndar- innar sem er listrænn miðpunktur kvikmyndarinnar. Þar er hin efni- lega danska leikstýra Lone Scherfig þó hvergi hrædd við að búa til dálít- ið rómantískan heim, að skemmta áhorfandanum, með sögu sem kann- ar bæði gleði og sorgir persóna sinna og miðlað er af traustum hópi danskra leikara. Ítalska fyrir byrj- endur er því enn einn danski sól- argeislinn í kvikmyndagerð samtím- ans. KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n Leikstjóri og handritshöfundur: Lone Scherfig. Kvikmyndataka: Jörgen Johansson. Klipping: Gerd Tjur. Aðalhlutverk: Anders W. Berthelsen, Ann Elenora Jörg- ensen, Anette Stövelbæk, Peter Gantzler, Lars Kaalund. Sýningartími: 112 mín. Danmörk/ Ítalía. DFI, DR og Zentropa Entertainments, 2000. ITALIENSK FOR BEGYNDERE (ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR) Danskur sólar- geisli „Ítalska fyrir byrjendur er enn einn danski sólargeislinn í kvikmynda- gerð samtímans,“ segir meðal annars í umsögninni um myndina. Heiða Jóhannsdótt ir PRÓFESSOR Ernst Gombrich list- fræðingur og gagnrýnandi lést í Lundúnum á laugardag, 92 ára að aldri. Gombrich var höfundur metsölubók- arinnar Sögu listarinnar, sem hefur verið eitt víðlesnasta rit um vestræna myndlist allt frá því það kom fyrst út árið 1950. Gombrich fæddist í Vínarborg 1909, en flúði til Lundúna árið 1936, undan upp- gangi nasista. Í Englandi starfaði hann sem listfræðingur og gagn- rýnandi og sinnti fræðimennsku bæði í listfræði, heimspeki og skyldum greinum. Hann var einn- ig ágætur tónlistarmaður. Saga listarinnar höfðaði sterkt til al- mennings og varð gríðarlega vin- sæl, en Gombrich skrifaði mörg fleiri rit um viðfangsefni sín sem öðlast hafa virðingarsess meðal fræðirita um myndlist. Gombrich hlaut margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir störf sín og var sleg- inn til riddara af Bretadrottningu árið 1972. Saga listarinnar hefur verið endurútgefin 16 sinnum með ítarlegum viðbótargreinum höf- undarins sjálfs. Hún hefur selst í meira en sex milljón eintökum á rúmlega 30 tungumálum. Saga listarinnar kom út á íslensku hjá Máli og menningu árið 1997 í þýð- ingu Halldórs Björns Runólfs- sonar listfræðings. Gombrich allur Ernst Gombrich  KONAN í köflótta stólnum er eftir Þórunni Stefánsdóttur og seg- ir frá baráttu hennar við þunglyndi og bata sem hún náði að lokum. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Eftir tíu ára glímu við sjúkdóm, sem leiddi hana á barm örvænt- ingar og sjálfsvígstilraunar, sjúk- dóm, sem hefur lengi verið feimn- ismál, sjúkdóm sem sækir heim fleiri en okkur grunar, fann hún á ný gleðina og tilganginn í lífinu.“ Þórunn Stefánsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1949. Hún lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur m.a. starfað sem fulltrúi skólastjóra Hjúkrunarskóla Íslands og síðar sem fulltrúi dagskrárstjóra á Rás 2. Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 190 bls, prentuð í Odda. Hunang hannaði kápu en mynd á kápu er af verki Steinunnar Þór- arinsdóttur: Staður. Nýjar bækur  STÍGAR er þriðja ljóðabók eft- ir Guðberg Bergsson, en nú eru liðin 25 ár frá síðustu ljóðabók hans. Í kynningu segir m.a.: „Ljóðin mynda áhrifamikla heild þótt þau séu skrifuð á ýmsum tímum. Bók um skáld- skapinn, ævina og hugmynd- irnar.“ Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 74 bls., prentuð í Odda. Hunang hannaði bók og kápu en mynd á kápunni er eftir Birgi Snæbjörn Birgisson. ♦ ♦ ♦ Guðbergur Bergsson  KAFTEINN Ofurbrók og árás kokhraustu klósettanna er eftir Dav Pilkey í þýðingu Bjarna Fr. Karlssonar. Þetta er önnur bókin sem kemur út um Kaftein Of- urbrók á íslensku. „Haraldur og Georg eru yfirleitt mjög ábyrgir drengir því þegar eitthvað svakalegt gerist eru þeir yfirleitt ábyrgir fyrir því. Fyrst eyðileggja þeir hugvitskeppnina í skólanum og síðan búa þeir óvart til heila herdeild af kolgrimmum, kokhraustum klósettum,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 170 bls. Verð: 2.480 kr. Heimasíða Kafteinsins er: http://www.captainunderp ants.- com Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.