Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 71 Sýnd kl. 8.  ÓHT. RÚV  HJ MBL Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 10. B. i. 12. Sýnd kl. 6. Ísl. tal. SV MBL Forsýning kl. 8 ef pantað er á VIT. Vit 296 Forsýning betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6. Ó- vissu- sýn- ing! Sýnd kl. 10. MAGNAÐ BÍÓ Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um klikkaðar kærustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans þegar kærastan er að eyðileggja ævinlangan vinskap? Þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri! Varúð!! Klikkuð kærasta! Sýnd kl. 6, 8 og 10. MYNDIN SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM STÓRKOSTLEG BARDAGA OG ÁHÆTTUATRIÐI JUSTIN CHAMBERS TIM ROTH MENA SUVARI Hér er klassíska sagan um Skytturnar þrjár færð í nýjan búning með stórkostlegum bardaga- og áhættuatriðum, með aðstoð eins virtasta slagsmálahönnuðar í Hong Kong. Sýnd. 5.45, 8 og 10.15. www.laugarasbio.is Kvikmyndir.com RadioX Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.com HK. DV Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gam- anmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmti- leg vandamál. Sýnd kl. 8 og 10.05.Sýnd kl. 6, 8 og 10.05. „Stórskemmtileg kómedía“ H.Á.A. Kvikmyndir.com MYNDIN SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM STÓRKOSTLEG BARDAGA OG ÁHÆTTUATRIÐI JUSTIN CHAMBERS TIM ROTH MENA SUVARI Hér er klassíska sagan um Skytturnar þrjár færð í nýjan búning með stórkostlegum bardaga- og áhættuatriðum, með aðstoð eins virtasta slagsmálahönnuðar í Hong Kong. Forsýning kl. 8 ef pantað er á VIT. Vit 296 Forsýning Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. Vit 283  Hausverk.is  RadioX 1/2 Kvikmyndir.is  SV Mbl Sýnd kl. 10. FYRSTI diskur djasssöngkonunnar góðuKristjönu Stefáns heitir því viðeigandinafni Kristjana. Píanóleikarinn Agnar Már Magnússon útsetur lögin og með þeim leika félagar Kristjönu úr djassnáminu, Mich- ael Erian tenórsaxófónleikari, Uli Glassman bassaleikari, Thorsten Grau trommari og flyg- elhorns- og trompetleikarinn snjalli Birkir Freyr Matthíasson. Útgáfutónleikarnir verða haldnir í kvöld og annað kvöld. Fyrst í Iðnó í Reykjavík og á morgun á Borg í Grímsnesi. Forsala aðgöngu- miða verður í Iðnó veitingahúsi og í versluninni Jack og Jones í Kjarnanum á Selfossi. Krist- jana mannar hljómsveit sína á útgáfutónleik- unum íslenskum og sænskum listamönnum, auk Agnars og Birkis leikur Ólafur Jónsson á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Erik Quick á trommur. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 21. Klassísk nálgun Kristjana sagði mér einu sinni að hún væri að gera litla Ellu Fitzgerald-plötu í gamla góða klassíska stílnum með gömlu góðu standard- aperlunum. Og það er ekki laust við að við hlustun á nýju plötuna fari maður hálfa öld aft- ur í tímann. „Ég vildi að þetta væri hefðbundin nálgun við þessa standardtónlist. Klassísk nálgun. Ég valdi líka hljóðfæraleikarana á plötunni með til- liti til þess.“ Og eins og sönnum djassdívum sæmir skatt- ar Kristjana líka svona flott í laginu „Bye Bye Blackbird“. „Já, það var mjög skemmtilegt og gerðist al- veg óvænt. Það er eina útsetningin sem ekki er skrifuð á Agnar Má, því þetta bara gerðist svona í hljóðverinu og var látið standa. Þetta er skemmtilegt, svingar mjög vel.“ Ánægðust með heildina Platan innheldur ellefu djassstandarda, mis- þekkta. Þetta er úrval þeirra laga sem Krist- jana hefur verið að vinna í skólanum og flytja undanfarin ár. „Lögin hafa því verið að þróast þennan tíma, en það eru líka lög inn á milli sem mig hefur allt- af langað til að vinna og er að gera í fyrsta skipti núna. Eins og „Sunny Gets Blue“ eftir Marvin Fischer, það hefur verið draumalag lengi.“ – Hvaða lag var svo skemmtilegast að vinna þegar á hólminn var komið? „Það var rosalega gaman að taka upp stóru númerin þar sem allir í bandinu eru að spila. En ég verð að segja að ég er rosalega ánægð með heildina. Þetta varð eitthvað svo heildrænt og skemmtilegt. Þótt lögin séu mjög fjölbreytt þá stingur ekkert þeirra neitt í stúf. Það er ein- lægni sem einkennir plötuna og það er líka nálgunin sem ég hafði alltaf í huga, ég vildi ekki búa til neina stemmningu, hún kom bara af sjálfu sér.“ Nýja nafnspjaldið mitt „Þetta er efni sem ég varð að koma frá mér. Ég er búin að ganga mjög lengi með það, og það er ofsalega gaman að þetta er komið, þá getur maður farið að gera eitthvað annað og meira. Það er alltaf þannig. Nú er þetta komið og ég er rosalega ánægð með allt, upptökurnar, útsetn- ingarnar, hljóðið á henni og útlitið. Mér finnst allur pakkinn nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann.“ – Langar þig að dreifa þessu erlendis? „Já, það væri gaman í framtíðinni en ég geri það samt ekki markvisst núna. Ég reyni kannski að koma henni eitthvað áleiðis. Annars er hún nýja nafnspjaldið mitt. Ég get notað hana til að koma mér á framfæri.“ – Og allir munu hafa gaman af ? „Já, þetta er vel meltanleg plata fyrir Pétur og Pál. Það þarf enginn að vera hámenntaður í tónlist, eða sérlegur djassgeggjari til að „fíla“ hana. Ég held að hún sé mjög áheyrileg og að- gengileg. Voða notaleg,“ segir söngkonan að lokum og vill minna á heimasíðuna sína, www.this.is/kristjana, og hvetur alla til að drífa sig á tónleika. Kristjana heldur útgáfutónleika Voða ljúf og einlæg Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir Kristjana Stefáns heldur tónleika í kvöld og annað kvöld. hilo@mbl.is ÞEMA þriðju Edduverðlaunahátíðar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), sem verður næstkomandi sunnudags- kvöld, er Íslenskir skemmtikraftar í sjónvarpi. Af því tilefni verða á hátíðinni sýnd brot úr þáttum með kaffibrúsakörlunum, Halla og Ladda, Radíusbræðrum, Spaugstofunni og fleirum og nokkrir skemmtikraftanna veita verðlaun á hátíðinni. En skyldi það frábrugðið að skemmta í sjón- varpi eða annars staðar? „Það sem menn eiga einna erfiðast með að venjast framan af, er að áhorfendur eru sjaldnast fyrir hendi, þegar grínast er fyrir sjónvarp,“ sagði Gísli Rúnar Jónsson leikari í samtali við Morgunblaðið. „Annað atriði sem skilur að grínflutning í sjón- varpi og annars staðar er að um leið og menn koma fram í sjónvarpinu eru þeir búnir að fórna efninu í eitt skipti fyrir öll; það er hæpið að bjóða upp á sama efni annars staðar síðar.“ Örlög gríns í sjónvarpi eru oft að það dagar uppi og fær ekki að þróast. Smæðin og fólks- fæðin hér eru hluti ástæðunnar en líka skortur á áræði og framsýni.“ Þessi gamalkunni grínari var spurður að því hvort eitthvað sérstakt einkenndi íslenskt grín: „Nei, það held ég ekki. Hér hefur ekki þróast neinn íslenskur stíll heldur höfum við fengið ýmislegt að láni og tekið annað í fóstur. Þróunin hefur verið lítil á þeim 30 árum síðan sjónvarpið hóf starfsemi en mér finnst íslensk fyndni gulls ígildi. Hana skortir fyrst og fremst elementið að geta hlegið að sjálfum sér; Íslendingum finnst auðveldara að hlæja að öðrum. Ef þeir sjá manninn í næsta húsi renna á rassinn hlæja þeir, en sá sem dettur á rassinn hlær aldrei sjálfur.“ Gísli Rúnar segir það mjög algengt hér á landi að fólk tengi skop einhverju ákveðnu fólki. „Ef sögð er saga af kaupmanni á Lauga- veginum finnst fólki hún miklu fyndnari ef hann er látinn heita Jón Pétursson og það veit að hann er á Laugavegi 64. Ég hef skrifað mikið, bæði fyrir sjálfan mig og aðra, síðustu 25 ár og tók fljótlega upp þá aðferð að karakterarnir hétu Jón og Pétur og Sigurður – en það var mjög erfitt. Fólk fór að tengja grínið við Pétur sem var í framboði á Hólmavík. Og svo þegar búinn var til karakter sem hét Sigurður var hringt og spurt: af hverju eruð þið að gera grín að aumingja Sig- urði á Grenivík sem getur ekki borið hönd fyr- ir höfuð sér?““ Gísli hefur komið nálægt ófáum áramóta- skaupum fyrir Sjónvarpið. „Talandi um Skaupið þá er það einn misskilningur frá upp- hafi til enda. Það er ein af þeim hefðum sem við höfum náð að skapa en á að friða hlát- urtaugar allra, sem er mikil kvöð. Hvernig í veröldinni á að vera hægt að gera alla ánægða í einu?“ Gísli Rúnar segir sig og fleiri hafa hvatt for- ráðamenn Sjónvarpsins til þess í mörg ár, allt fram til 1989, að hætta með áramótaskaupið. „Það fara gífurlegir fjármunir í þetta og við vildum frekar að þeir rynnu í að gera góða skemmtiþætti sem yrðu sýndir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hér á landi er of oft tjaldað til einnar nætur þegar skemmtun í sjónvarpi er annars vegar en það var gott framfaraskref í grínátt þegar Spaugstofan kom fram á sjón- arsviðið. Spaugstofumenn eru eiginlega þeir einu sem hafa fengið að þjálfa sig; þeir voru viðloðandi sjónvarpið í um það bil 10 ár og fengu tíma til að þróast; fengu tíma til að verða góðir og urðu svo lélegir aftur! Þeir eru allir vinir mínir þannig að ég get sagt þetta!“ Morgunblaðið/Brynjólfur Helgason Halli, Laddi og Gísli Rúnar. Verða að fá tíma til að þróast Íslenskir skemmtikraftar í sjónvarpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.