Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 51 Álfheimum 74, sími 568 5170 Kynning í dag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Kynnum m.a. nýtt Collagenist krem, Power A dagkrem, nýja glæsilega varaliti í 18 litum og margt fleira. Komdu við og fáður prufur og ráðleggingar. Góðir kaupaukar. ÁHRIF „COLLAGENS ÁN SPRAUTUNNAR“ COLLAGENIST DREGUR ÚR HRUKKUM - STYRKIR Nýtt krem og Serum með Collageni og húðin verður sjáanlega unglegri. SANNLEIKANUM verður hver sárreiðast- ur segir gamalt mál- tæki sem sannast ágætlega þegar lesin er grein Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna (VG) í Mbl. sl. fimmtudag, en þar svarar hann grein minni í Mbl. 25.okt. þar sem ég benti á að VG væru á móti flestu því sem skapaði störf á landsbyggðinni og verðmæti fyrir þjóð- arbúið. Eins og svo oft ger- ist þegar Steingrímur reiðist þá leggst hann í persónu- legan skæting og hroka og segir að ég hafi smíðað mér einfalda mynd af tilverunni, ég sé barnalegur, ég fari frjálslega með staðreyndir og taki afstöðu gegn náttúrunni vegna þess að ég vil virkja fyrir austan. Kann- anir hafa sýnt að 90% Austfirðinga eru hlynnt þessari virkjun. Sam- kvæmt einkunnagjöf Steingríms er þetta fólk á móti náttúrunni. Og þá spyr ég: Hvorir eru nú líklegri til að hafa tilfinningu fyrir náttúru Aust- urlands íbúar svæðisins eða Stein- grímur J. Sigfússon, íbúi við Þinga- sel í Reykjavík? VG á móti Þegar Steingrímur hefur lokið við að gera lesendum grein fyrir því að ég sé ósannsögull kjáni og óvinur náttúrunnar í þokkabót segir hann að málflutningur minn sé svo barna- legur að ekki kalli á svör, en eyðir svo hálfri síðu í Mbl. í að reyna að hrekja það sem ég sagði. Eina mis- sögnin sem honum tekst að benda á í grein minni er sú að ég sagði að Steingrímur og Ögmundur hefðu verið í hópi örfárra þingmanna sem voru á móti tillögu minni um hval- veiðar, en nákvæmara hefði verið að segja að þeir félagar hefðu verið í hópi örfárra þingmanna sem ekki samþykktu tillöguna og þar með ályktun Alþingis um að heimila hvalveiðar að nýju. Varðandi önnur atriði í grein minni er það staðreynd að VG eru á móti orkuöflun til álvers í Reyð- arfirði, VG eru á móti orkuöflun til stækkunar Norðuráls á Grundar- tanga, VG reyndu að setja fótinn fyrir það mikla laxeldi sem er að hefjast á landsbyggðinni og auðvit- að er það útúrsnúningur þegar Steingrímur segir að þeir séu áhugasamir um eldi sæeyrna og sandhverfu. Og VG reyndu að setja fótinn fyrir Íslenska erfðagreiningu þótt Steingrímur segi þá hafa boðið fyrirtækið velkomið. Ég bendi les- endum á þingræður VG um þetta fyrirtæki. Stóriðja og fjallagrös Steingrímur þrætir fyrir að VG tali af fyrirlitningu um störf við stóriðju. Ég bendi lesendum enn á ræður VG við umræður um Fljóts- dalsvirkjun á Alþingi. Svo snýr kappinn vörn í sókn og lætur að því liggja að ég tali niðr- andi um þá sem tína fjallagrös og framleiða úr þeim. Það er rangt, sú framleiðsla er alls góð makleg og ég óska þeim konum sem eru komnar af stað með þessa framleiðslu í útjaðri Reykjavíkur alls góðs. Ég hef hins vegar leyft mér að efast um að þessi starfsemi leysi atvinnuvandamál heils landsfjórðungs. Steingrímur talar um álnauðhyggju rík- isstjórnarinnar. Auð- vitað skiptir stóriðjan okkur miklu máli og það er með ólíkindum að heill stjórnmála- flokkur skuli gera það að hálfgerðum trúar- brögðum að berjast gegn svo mikilvægri atvinnugrein, en sagan endurtekur sig. Forverar VG, gömlu kommarn- ir, hötuðust við ÍSAL og reistu níð- stöng á Grundartanga þegar stór- iðjuframkvæmdir hófust þar. Stóriðjuhatur Finnst forystumönnum VG í al- vöru að þessi atvinnugrein sé til óþurftar? – vita þeir að ÍSAL greiddi yfir 2 milljarða í laun og 1,5 milljarða í skatta í fyrra? – vita þeir að í því eina fyrirtæki varð til 15% af útflutningi lands- manna í fyrra? – vita þeir að Reyðarál mun skapa 1.000 ný störf á Austurlandi og útflutningsverðmæti upp á 50–60 milljarða á ári? – vita þeir að stækkun Norðuráls mun skapa 400 ný störf í verksmiðj- unni og þjónustu við hana og auka útflutningsverð- mæti fyrirtækisins um 25 milljarða á ári? Auðvitað vita þeir þetta en stór- iðjuhatrið er svo mikið að skynsem- in verður að víkja. Hækkum bara skattana Nei, VG hafa ekki áhyggjur af verðmætasköpun þjóðarbúsins. Þeirra leið til að auka tekjur rík- isins er að hækka skatta, enda hafa þeir samviskusamlega lagt til millj- arða skattahækkanir við hverja fjárlagagerð undanfarin ár og barist hatrammlega gegn tillögum ríkis- stjórnarinnar um skattalækkanir. Ég stend við það sem ég sagði í fyrri grein minni að VG eru aft- urhaldsflokkur sem er á móti stóru tækifærunum í atvinnumálum landsbyggðarinnar á sama tíma og þeir skamma ríkisstjórnina fyrir ár- angursleysi í landsbyggðarmálum. Guð hjálpi þessari þjóð ef þetta afturhald kemst einhvern tíma til valda. Guðjón Guðmundsson Stóriðja Sagan endurtekur sig, segir Guðjón Guðmundsson. For- verar VG, gömlu komm- arnir, hötuðust við ÍSAL og reistu níðstöng á Grundartanga. Höfundur er alþingismaður. Hverju reiddist Steingrímur? Tónlistarkennarar eru nú í verkfalli en ekki hefur áður náðst sam- staða í þeirra röðum til slíkra örþrifaráða. Ég hef starfað sem tónlist- arkennari á Íslandi nú í rúm 3 ár og langar að koma á framfæri sjón- armiðum mínum. Eftir margra ára tónlistar- nám frá barnsaldri ákvað ég að feta braut tónlistarinnar og fór ut- an í nám þar sem ég lærði á háskólastigi um 6 ára skeið í tveimur löndum. Eiginmaður minn starfaði hluta þess tíma sem óperusöngvari í Þýskalandi þar sem ég kenndi einnig á píanó í einkatímum samhliða námi. Eftir 6 ára dvöl ákváðum við hjónin með unga fjölskyldu, 3ja ára barn og ann- að á leiðinni að koma heim, leyfa börnum okkar að læra ástkæra yl- hýra málið okkar og kynnast íslenskri menningu a.m.k. um sinn. Maðurinn minn tók að sér stöðu deildarstjóra söng- og óperudeildar Tónlistarskól- ans á Akureyri við góðan orðstír og ég hef kennt á píanó, söng og undirleik. Það var mikið áfall fyrir mig þegar ég gerði mér grein fyrir því eftir að hafa hlustað á útvarpsþátt að við fjölskyld- an, háskólamenntuð, lifðum á tekjum sem voru undir fátæktarmörkum og voru nálægt því sem námsfólk lifði á. Hvað höfðum við gert vitlaust? Er- lendis höfðum við numið og starfað á virtum stöðum og þar nutum við virð- ingar sem fagfólk og fengum greidd laun eftir því. Heima vorum við fá- tæklingar. Nú er svo komið að eftir að hafa reynt það að lifa á tónlistar- kennslu á Íslandi með 2 ung börn í rúm 3 ár og vera með atvinnutilboð erlendis frá er auðvelt að gera upp hug sinn um að búa í Þýskalandi. Kæri borgarstjóri, á máli þínu má skilja að þú teljir tónlistarmenn fara fram á ósanngjarna hækkun á laun- um. Svo þú vitir það eru grunnlaun margra tónlistarkennara u.þ.b. jafn mikil og það sem flugumferðarstjór- ar, sem eru líka að fara í verkfall, fá bara í aukagreiðslu (ekki yfirvinnu) svona í kringum 110.000 ef það nær því fyrir fulla stöðu. Reikni svo hver sem betur getur hver útborguð laun eru. Þér finnst einnig sjálfsagt að endurskipuleggja tónlistarkennslu og færa hana inn í grunnskólana og þangað til skuli tónlist- arkennarar vera sáttir við sín laun eða enn betra vera launalausir í verkfalli. Á sama tíma og borgarstjóri vill kalla á sérstakan fund með sveitarfélögum um kröfur nokkur hundruð tónlistarkennara er um- ræða um að borgin vilji selja Perluna því hún kosti 60 milljónir á ári og búið sé að eyða í hana 600 milljónum í rekstrarkostnað. Það að hækka laun fámennrar stéttar eins og tónlistar- kennara er á hinn bóg- inn of mikil byrði fyrir borg og sveit- arfélög. Ingibjörg Sólrún, tónlistarkennarar hafa borið byrðina undanfarin ár og haldið í við sig og á. Ég vona að þú berir gæfu til að þekkj- ast við þann mannauð sem þú átt í ís- lenskum tónlistarkennurum og bið þig að semja við þá um laun, sem hæfa menntun þeirra, sérhæfingu og reynslu. Ummæli borgarstjóra um tónlistarkennslu á Íslandi Tónlistarkennarar Ég vona, segir Elín Halldórsdóttir, að borg- arstjóri beri gæfu til að semja við tónlistarkenn- ara um laun sem hæfa menntun þeirra, sér- hæfingu og reynslu. Höfundur er söngkona og píanókennari. Elín Halldórsdóttir Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.