Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 62

Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SIGURÐUR B. Stefánsson skrifar aftur í Morgunblaðið 6. nóv. um verð- launabílinn Ford Focus og þurfa þau skrift smá-leiðréttingar við. Brimborg vill ítreka það að hemla- búnaður Ford Focus er sá sami um alla Evrópu, þ.e. ABS-hemlar með EBD-hemlajöfnun og diskum að framan og skálum að aftan. Eini mun- urinn á þýska markaðnum er að þar er hann með diskahemlum að aftan. Eins og Brimborg sagði í fyrri grein sinni eru þessar upplýsingar til reiðu fyrir Sigurð úr tæknibókum Ford og einnig er okkur ljúft að sýna honum þetta, því við erum einmitt með Focus frá þýsku verksmiðjunum í sýningar- sal okkar og sá bíll er með skálaheml- um að aftan. Brimborg reyndi að út- skýra í fyrri grein að það er ávallt munur á milli markaða hvað varðar búnað bíla og fer það eftir sérstöðu hvers markaðar fyrir sig. T.d. er mjög algengt í Evrópu að ekki sé geislaspilari og rafdrifnar speglar staðalbúnaður en þetta er nánast undantekningarlaust staðalbúnaður hér á landi og þ.á m. í Ford Focus. Sigurði verður einnig tíðrætt um framleiðsluland bílsins og vill Brim- borg ítreka að gæðin og kröfurnar eru nákvæmlega þær sömu hvar sem þeir eru framleiddir. Bílar í dag eru orðnir alþjóðlegir og því til staðfest- ingar má nefna verksmiðjur Toyota, Honda og Nissan í Bretlandi, Volkswagen í Portúgal, Suzuki á Spáni, Volvo í Belgíu og Hollandi og svo mætti lengi telja. Ford Focus með fjórar stjörnur í árekstrarprófi Eins og ég nefndi í svargrein okkar 3. nóv. hefur Focus fengið mörg verð- laun og má nefna frábæra útkomu úr virtu árekstrarprófi en þar fékk hann fjórar stjörnur. Nýleg rannsókn, gerð af sænska tryggingafélaginu Folks- am, staðfestir að almennt koma bílar sem fengið hafa fjórar stjörnur úr árekstrarprófi EURONCAP betur út í árekstrum en bílar sem hafa fengið færri stjörnur. Ford Focus veitir því frábært öryggi í þessum stærðar- flokki bíla en þrátt fyrir það býður Brimborg uppá að viðskiptavinir geti pantað bíla með fjórum öryggispúð- um eins og kom fram í fyrri grein minni. Aukakostnaður er kr. 20.000 fyrir þá sem það vilja. Ford Focus er á mjög góðu verði Ford telur að VW Golf sé helsti keppinautur Ford Focus og miðar sína verðlagningu við það. Brimborg benti á að Focus er á lægra verði en Golf en auðvitað eru fleiri keppinaut- ar á markaðnum og Sigurður nefnir til sögunnar Toyota Corolla og segir hann ódýrari. Það er rétt enda er Focus verðlagður á milli Golf og Cor- olla og munar kr. 44.000 á Focus og Corolla ef bornir eru saman 5 dyra bílar. En þar sem Sigurði er mjög umhugað um öryggið má benda hon- um á, með fullri virðingu fyrir þeim bíl, að Corolla fékk 3 stjörnur í sama árekstrarprófi þar sem Focus fékk 4 stjörnur. Og þar sem Sigurði er einn- ig tíðrætt um fjölda öryggispúða þá má einnig benda honum á að Corolla hefur einnig 2 öryggispúða. Upplýs- ingar um þetta árekstrarpróf má fá á heimasíðu EuropNCAP sem er: http://www.euroncap.com/re- sults.htm Við þökkum Sigurði fyrir hlý orð í okkar garð varðandi þjónustu enda leggur Brimborg gífurlegan metnað í að veita fagmannlega þjónustu í hví- vetna sem Sigurður getur og hefur staðfest. Ég vil því ítreka boð okkar um að skoða þessi mál yfir kaffibolla og þá getum við sýnt Sigurði svart á hvítu staðreyndir málsins og þar með lagt þessi skrif á hilluna. EGILL JÓHANNSSON, framkvæmdastjóri. Ford Focus er vel bú- inn og á góðu verði Frá Agli Jóhannssyni: FYRIR réttum áratug ritaði ég grein í Morgunblaðið vegna sparnað- ar í ríkisbúskapnum og þ.á m. heil- brigðiskerfinu, og varaði við því, að sparnaðurinn bitnaði á launum starfsfólks eða þeim sjúku yrði fórn- að. Hvernig er staðan í þessum mál- um á því herrans ári 2001? Það eru engir peningar til. Það þarf að skera niður. Það er verkfall hjá sjúkralið- um. Það er ekki hægt að hækka við þá launin. Ég vænti að ég megi segja að sæmilega sé gert við lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra sérfræð- inga. En við rekum ekki spítala án sjúkraliða og annars þjónustufólks. Þetta fólk þarf líka að fá góð laun. Umönnun sjúkra er oft erfið. Frétt- irnar segja okkur það nær daglega. Sjúkrastofnanir eru lamaðar. Hvernig líður fólkinu sem er veikt við þær aðstæður? Aðgerðum er frestað. Hvað þýðir það fyrir manneskju sem er veik? Hvar erum við þessi ríka þjóð stödd? Við ætlum að fara að virkja og byggja álver fyrir milljarða. Við get- um gefið nokkrum einstaklingum milljarða verðmæti í kvóta. Við erum senn að nálgast afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2002 þar sem enn á að spara fyrir hina sjúku. Er bara hægt að skerða niður gagnvart sjúkum, öryrkjum, öldruð- um, (án teljandi lífeyrisréttinda) og öðru láglaunafólki? (Það er alltaf hægt að skera niður í vegamálum). Er ekki hægt að segja um neinn valdsmann í dag eins og sagt var um Svein dúfu „Hjartað það var gott.“ Fyrir löngu sagði Jónas Hall- grímsson í sínu hugljúfa kvæði, „að beztu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til“. Er ekki lengur til neinn valdsmað- ur á Íslandi með hjartalag – „sem að geta fundið til“? EGGERT HAUKDAL, fv. alþingismaður. Heilbrigðiskerfið Frá Eggerti Haukdal:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.