Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 39
háskólasjúkrahúss, sagði í samtali við Morgunblaðið að afar ólíklegt væri að nokkur miltisbrandur fyndist í duftinu ef niðurstöður bentu ekki til þess eftir rúmlega 20 klukkustunda ræktun á sýninu. Lítið magn af duftinu hafi borist til rannsóknar og það hafi ekki verið efnagreint frekar. Það hafi verið sameiginleg ákvörðun hans og Haraldar Briem, sóttvarnarlæknis, að óhætt væri að mæla með því að opna hús Landsbankans að nýju. fá lyfjameðferð gegn miltisbrandi Morgunblaðið/Júlíus fnabúningum gættu ýtrustu varkárni er þeir sóttu grunsamlega póstsendingu í póst- fða í gær og settu hana í sérstaka einangrunarpoka til flutnings á rannsóknarstofu. hann er fir sig arð a og hafði ígær- íbúða- arfirði og nsigluð. dur m Íslands ður á há- degi í gær en hann hafði þá verið lokaður í tæplega sólarhring eftir að torkennilegt duft féll úr umslagi sem opnað var í aðalsal bankans. Duftið var sett í rannsókn hjá sýklafræðideild Landspítala- háskólasjúkrahúsi. Ekkert bendir til þess að duftið hafi innihaldið miltisbrand. Þetta eru þó frumnið- urstöður en lokaniðurstöður liggja fyrir í dag, fimmtudag. Karl Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 39 Með því að æri komið ókn hefði bankans. rkomulag m ástæða eins og ðbeining- na vegna lla sem um í síð- nsson, ör- rbankans, bárust af ingu til aðarbank- mband við ðbeining- gðast við. vildi full- ggis væri ósts sem , blaða- að allur Flugleiða töð. Hann þar hefði nalega og af vinnu- reglum sem Almannavarnir ríkisins hefðu sent frá sér. Flugleiðir hefðu sent póst til allra starfsmanna í síð- asta mánuði þar sem því var beint til fólks að meðhöndla allan póst af meiri varúð en áður með vísan til viðvarana Almannavarna. Mikilvægt að stýra aðgangi að vinnusvæði Guðmundur Arason, fram- kvæmdastjóri Securitas, sagði eng- an vafa leika á því að fyrirtæki væru meira að hugsa um öryggismál nú en þau gerðu fyrr á þessu ári. At- burðirnir í Bandaríkjunum 11. sept- ember hefðu haft mikil áhrif á hvernig menn hugsuðu. Það væri almenn tilfinning í þjóðfélaginu að menn þyrftu að skoða betur þær ör- yggisráðstafanir sem gerðar væru. Guðmundur sagði að stjórnend- um fyrirtækja væri umhugað um að tryggja að þau yrðu ekki fyrir áföll- um sem trufluðu starfsemi þeirra. Guðmundur sagði að áður hefðu fyrirtæki fyrst og fremst verið með hugann við að koma í veg fyrir inn- brot í fyrirtæki eftir að starfsfólk er farið heim úr vinnu. Nú væru menn hins vegar í vaxandi mæli að gera sér grein fyrir þeirri hættu sem steðjaði að fyrirtækjum á hefð- bundnum vinnutíma. „Það sem fyrirtæki eru að leita eftir er að þekkja þá sem eru óæskilegir og reyna að útiloka að þeir komist inn í húsakynnin,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að fyrirtæki reyndu að verjast því að óæskilegir ein- staklingar kæmust inn í fyrirtækin með því að setja upp myndavéla- kerfi og einnig kortakerfi, en það byggðist á því að fólk fengi ekki að- gang nema með því að renna að- gangskorti í gegn um kortalesara. Guðmundur sagði að nýjasta tæknin á þessu sviði væri sérstakur lesari sem „læsi“ augað á starfs- manninum og veitti honum heimild til að komast inn í fyrirtækið. Starfsmaðurinn fengi ekki aðgang nema að líta í sérstakt tæki sem veitti aðgangsheimild. Guðmundur sagði að tækið skannaði lithimnu í auganu og veitti einungis þeim aðgang sem hefðu aðgangsheimild. Nákvæmni þessa tækis væri 100% því ekkert auga væri nákvæmlega eins. Þessi að- ferð væri jafnnákvæm og fingra- faratæknin. Hann sagði að þessi tækni væri að ryðja sér rúms úti um allan heim og vöxtur í fyrir- tækjum sem selja þessa þjónustu væri gríðarlegur. Guðmundur sagði að tvö fyrir- tæki væru að taka þessa tækni í notkun hér á landi. Annað þeirra er World Class. Fleiri íslensk fyrir- tæki hefðu sýnt því áhuga að taka upp þetta kerfi. með hanska na póstinn pp í Bandaríkjunum hefur enn sína opna erlendan póst tarfsmenn Íslandsbanka. dsins með skipum Eimskips érstökum grindum. Í FRUMMÆLINGUM InSeisí sumar var 42 þúsund fer-kílómetra svæði rannsakaðen það liggur á suðurhluta Jan Maeyn-hryggjar norðaustast í íslensku lögsögunni. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar mælingar eru framkvæmdar hér við land gagngert í því sjónarmiði að finna jarðvegslög þar sem olía gæti hafa myndast. Iðnaðarráðherra veitti InSeis leyfi til mælinga nú í sumar og er það til þriggja ára en felur ekki í sér rétt til borana eða forgangsrétt á borunum. Dag O. Larsen, leiðangursstjóri, og Anders Faresveit, stjórnarfor- maður InSeis, segja að um 90% af vænlegu olíuleitarsvæði liggi í ís- lensku lögsögunni en 10% í lögsögu Norðmanna við Jan Mayen. Dag og Anders segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist mjög fljótt við um- sókn um hljóðvarpsendurvarps- mælingar á Jan Mayen-hryggnum og allt hafi verið afgreitt á mun skemmri tíma en þekkist til að mynda í Noregi. Þeir segja það vera mjög jákvætt. „Í Noregi er það þannig að stjórnvöld opna smám saman ákveðin svæði fyrir olíuleit og Jan Mayen-svæðið er ekki ofarlega á þeim lista enda hafa menn nóg að gera við leit nyrst við lögsögu Rússlands. Við ætlum raunar að fara fram á að fá að mæla í norsku lögsögunni við Jan Mayen en við vitum ekki hvernig það fer. Ég tel þó að skjót og já- kvæð viðbrögð Íslendinga muni ýta við norskum stjórnvöldum.“ Engar tæknilegar hindranir á vinnslu Dag segir að tæknilega sé ekkert því til fyrirstöðu að vera með olíu- vinnslu á Jan Mayen-hryggnum, olíuborpallar nútímans nái að bora á miklu dýpi, þoli vond veður og séu öruggir að því er snertir meng- un: „Ég geri þó ráð fyrir að um- hverfisþátturinn, ef af vinnslu yrði, muni skipta miklu máli og Íslend- ingar munu vafalaust fara vandlega yfir þau mál. Sé miðað við reynslu okkar Norðmanna hefur verið mjög lítið um neikvæð umhverfis- áhrif eða umhverfisslys. Það yrði líklega mikilvægari spurning hvernig flytja eigi olíuna. Myndu menn leggja dýrar olíuleiðslur eða dæla olíunni í tankskip? Ég tek hins vegar fram að það er ekki lengur tæknilegt vandamál að leggja olíuleiðslur langar leiðir á hafsbotni. Það má eiginlega segja að slíkar leiðslur sé að finna undan gervallri strönd Noregs. Það liggur þó ljóst fyrir að þarna verður að finnast töluvert magn olíu svo að vinnslan borgi sig.“ Dag segir að nú standi til að vinna betur úr mælingunum og finna þau svæði sem séu vænleg og þau verði síðan rannsökuð frekar næsta sumar. Farið hafi verið yfir mjög stórt svæði í þessum upphafs- mælingum og nánari mælingar þurfi að koma til. Spurður um næstu skref segir Dag að InSeis muni nú reyna að selja olíufélögunum þau gögn sem aflað hafi verið. „Ég reikna þó jafn- vel með að við munum halda áfram næsta sumar þótt ekki takist að selja olíufélögunum gögnin í vetur en okkur eru auðvitað takmörk sett í þessum efnum enda er um kostn- aðarsamar rannsóknir að ræða. Ég er aftur á móti mjög bjartsýnn á að það að okkur muni takast að selja olíufélögunum niðurstöður úr fyrstu mælingunum. Ég tel að þau muni hafa áhuga á þessum gögnum og við höfum raunar þegar átt viðræður við nokkur olíufélög og það er ljóst að það er áhugi af þeirra hálfu. En ég tek fram að verkefni af þessu tagi taka langan tíma og það geta liðið mörg ár uns farið verður að vinna olíu á Jan Mayen-hryggnum. Í þessari grein horfa menn langt fram í tímann.“ Spurður um það hvort InSeis hafi í hyggju að mæla á fleiri svæð- um við Ísland segir Dag: „Við lúr- um á nokkrum hugmyndum til við- bótar en ég vil ekkert upplýsa um þær.“ Þykk setlög á Jan Mayen-hryggnum Steinar Þór Guðlaugsson, jarð- eðlisfræðingur hjá Orkustofnun, segir að rannsóknir Norðmann- anna staðfesti að það séu mjög þykk setlög á olíuleitarsvæðinu og þau séu á þeim aldri að þau séu vel líkleg til þess að hafa getað mynd- að olíu og geymt hana. „Okkur hlutverk verður þó vart mikið annað en að veita stjórnvöld- um ráðgjöf án þess að ég sé að gera of lítið úr getu Orkustofnunar til þess að koma að svona verkefnum. Orkustofnun hefur til að mynda sjálf unnið úr tveimur umfangs- miklum hljóðendurvarpsmælinga- leiðöngrum. Þetta er hins vegar svo gríðarlega mikill samkeppnis- iðnaður og tæknibúnaðurinn orðinn svo háþróaður að það er ekki hægt að réttlæta fjárfestingu eða upp- byggingu á þekkingarauði nema starfsemin á þessu sviði verði um- fangsmeiri. Þannig að það má segja að þetta sé allt í biðstöðu þangað til við gerum okkur betur grein fyrir hvert framhaldið verður.“ Steinar segir að úrvinnsla gagnanna sé ekki komin á það stig að hægt sé að segja mikið meira en að þarna kunni að vera olía; mögu- leikinn sé greinilega fyrir hendi. „InSeis framkvæmir þessar rannsóknir með nýrri mælingar- tækni og nýjum úrvinnsluaðferðum og fyrirtæki eins og InSeis eru að ná betri tökum á hljóðmyndum og þversniðum af jarðlögum djúpt í jörðu. Á ákveðnu dýpi eru dálítið áberandi basaltslög sem trufla mælingarnar nokkuð, svipað og við Færeyjar, en mörg olíuleitarfyrir- tækjanna hafa verið að sérhæfa sig í að komast fyrir það vandamál. Þess vegna eigum við von á því að sjá núna dýpra og skýrar og þá verður jarðfræðimyndun og jarð- fræðisagan skýrari og þetta er allt saman gott innlegg í það að skilja betur möguleikana á olíumyndun á svæðinu. Ég tek hins vegar fram að þetta er langt ferli og menn eru að taka skref fyrir skref. Það er mjög einkennandi fyrir þennan iðn- að að það þarf að leggja í gríð- armikinn kostnað í upphafi en þá er áhættan einnig mjög mikil. Starfsemin beinist því að því að draga jafnt og þétt úr óvissunni með markvissum fjárfestingar- skrefum.“ Fá hafsvæði þar sem olíu gæti verið að finna Aðspurður segir Steinar að haf- svæði við Íslandi þar sem olíu gæti verið að finna séu tiltölulega fá. „Það er svæði undan Norðurlandi sem er í ákveðinni grunnkönnun sem stjórnvöld hafa fjármagnað, þ.e. svæðið frá Húsavík yfir í Eyja- fjarðarál, og þá hafa menn rennt auga til svæðis vestur af Vestfjörð- um. Svo vitum við af Hatton-Rock- all-svæðinu en þar eru hafréttar- málin í óvissu þannig að þar er allt erfiðara við að eiga. Ég tel því mjög eðlilegt að beina sjónum fyrst og fremst að svæðinu við Jan Mayen.“ Steinar segir að Orkustofnun hafi verið í samstarfi við norsku ol- íustofnunina í kringum 1985 og hafi vitað af möguleikum á leitarsvæð- inu og unnin hafi verið skýrsla í tengslum við það. „Þá var staðan raunar sú að olíufélögin voru ekki reiðubúin að kaupa sig inn í þá vinnu og halda henni áfram fyrir eigið fé. Nú eru hins vegar vís- bendingar um að það sé að breyt- ast.“ Anders Farestveit, stjórnarformaður InSeis, og Dag O. Larsen leið- angursstjóri rýna í kort af jarðvegsgrunni Jan Mayen-hryggjarins. Norska olíuleitarfyr- irtækið InSeis virðist binda vonir við að olíu sé að finna á Jan Mayen-hryggnum. Arnór Gísli Ólafsson ræddi við Dag O. Lar- sen sem stjórnaði mæl- ingum á hryggnum og Steinar Þór Guðlaugs- son, jarðeðlisfræðing á Orkustofnun. Morgunblaðið/Ásdís Binda vonir við að finna olíu á Jan Mayen-hryggnum arnorg@mbl.is 1 011        -58 .589     158 58 .789 4589   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.