Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÖGIN um alþjóð- leg viðskiptafélög verða að fá að þróast áfram þannig að mikill árangur náist. Alþjóð- leg viðskiptafélög eru hrein viðbót við ís- lenskt viðskiptalíf og þjóðarhag, búbót sem tekin er hingað frá út- löndum. Almennt séð verða Íslendingar einnig að halda áfram að bæta skattareglur varðandi atvinnustarf- semi þannig að þær standist samkeppni við reglur Dana og Íra. Þetta eru skilyrði þess að atvinnulíf og viðskipti geti áfram dafnað og þroskast allri þjóðinni til hagsbóta. Skattasamkeppni Nágrannaríki okkar eiga í harðn- andi samkeppni við að halda í og laða til sín fyrirtæki og efnafólk, til þess að styrkja tekjugrunn þjóð- félaganna. Þetta er eðlilegur þáttur í framvindu viðskipta, tækni og tækifæra í heiminum. Á þetta var nýlega bent á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík sem Morgunblaðið hef- ur rakið. Í frásögn Morgunblaðsins kemur m.a. fram að ríki beita að- allega skattareglum í þessari sam- keppni og var einnig vísað til ný- legra tillagna ríkisstjórnarinnar um breytingar á sköttum hérlendis í þessu sambandi. Í skattasamkeppni ríkja er að- eins að hluta beitt almennum meg- inreglum skattalaga. Að miklu leyti er þessi samkeppni háð með sér- reglum, tvísköttunarsamningum og hvers konar sértækum aðferðum sem mótaðar eru af mikilli hug- kvæmni. Þessi samkeppni er orðin afar hörð og víða um lönd er um hana stöðug vakt, tillögugerð og þróun reglna til þess að ríki missi ekki stöðu sína í samkeppninni. Hluti af þróuninni Íslensk lög um alþjóðleg við- skiptafélög eru hluti af þessari þró- un. Þau eru dæmi um fyrirtækja- form sem er sérstaklega lagað að þessari samkeppni. Enn sem komið er hafa þessi lög ekki fengið að þróast til þess að mikill árangur næðist. Allmörg íslensk fyrirtæki sem eru í fjölþjóðaviðskiptum hafa stofnað dótturfyrirtæki erlendis. Þessi dótturfyrirtæki gætu verið skráð hér á landi með skattalög- sögu hér, ef lög og aðrar reglur væru með æskilegum hætti. En til þess að ná árangri í þessu verður að standa vel að stöðugri vakt um þróun laganna um alþjóðleg við- skiptafélög. Sumar svokallaðar skattapara- dísir hafa tengst peningaþvætti og fjárglæfrum. Því fer hins vegar víðs fjarri að slíkt eigi almennt við um skattasamkeppni ríkja eða al- þjóðleg viðskiptafélög. Þvert á móti eru t.d. Bretland og Banda- ríkin í fremstu röð í skattasam- keppni í heiminum í krafti margs konar laga, samninga, sérreglna og hlunninda sem þau bjóða í því skyni að halda hjá sér efnilegum fyrirtækjum og efnafólki og til þess að laða fleiri til sín. Nágrannaþjóðirnar Í Evrópu hafa nokkur ríki náð verulegum árangri með hug- kvæmni og stöðugri vakt á þessu sviði. Írar hafa gerbreytt efnahags- lífi og samfélagi sínu á skömmum tíma með frumkvæði í þessum efnum. Breska stjórnin hefur ekki látið sinn hlut eftir liggja. Sl. vor setti hún t.d. reglur um sérstakt blandað réttarform sem nýtur fríðinda ef starfsemi er utan Bretlands en lögheimili og skatta- lögsaga þar í landi. Danska stjórnin þurfti að gera ítrekaðar til- raunir með lög um al- þjóðleg eignarhalds- félög áður en árangur náðist, en Danir gáf- ust ekki upp og eftir nokkrar tilraunir og lagabreyting- ar tókst þeim að slá í gegn. Hol- lendingar og Lúxemborgarar hafa einnig náð mjög langt í þessum efnum. Hér er um að ræða virtar rík- isstjórnir nágrannalanda okkar í Evrópu. OECD og Evrópusam- bandið gerðu að vísu athugasemdir við þessa þróun fyrir nokkru, en var vísað á bug einmitt af þessum ríkjum. Stöðug vakt Hugkvæmni og stöðuga vakt þarf til að ná og halda árangri í skattasamkeppni ríkja. Skilningur á þessu þarf að aukast meðal stjórnvalda á Íslandi. Lögin um al- þjóðleg viðskiptafélög hafa ekki fengið að þróast áfram og hafa því ekki enn leitt til þess árangurs sem vænta má. En það er mikilvægt að hafa í huga að ekki nægir að beita almennum meginreglum skatta- laga. Til árangurs verður einnig að bjóða sérreglur, tvísköttunarsamn- inga og sérstök réttarform. Skattasamkeppni ríkja er eðli- legur og óhjákvæmilegur þáttur í framvindu viðskiptamála. Íslend- ingar verða að taka þátt í þessari samkeppni af fullum metnaði og við höfum aðstöðu til að ná miklum árangri. Fyrsti liður í slíkri fram- farasókn verður að beinast að því að fá íslensk fyrirtæki til að skrá fjölþjóðleg dótturfyrirtæki hér heima í íslenskri skattalögsögu. Virkasta tækið í þessu skyni er að taka frumkvæði um að bæta ís- lensk lög um alþjóðleg viðskipta- félög. Slíkt er jafnframt í góðu samræmi við skattatillögur ríkis- stjórnarinnar að öðru leyti. Grundvallarsjónarmið næsta áfanga í þessari þróun er að ís- lensk lög og reglur verði a.m.k. eins aðlaðandi og reglur Dana og Íra. Þróun alþjóðlegra viðskiptafélaga Jón Sigurðsson Samkeppni Þessi samkeppni er orð- in afar hörð og víða um lönd er um hana stöðug vakt, segir Jón Sigurðs- son, tillögugerð og þró- un reglna til þess að ríki missi ekki stöðu sína í samkeppninni. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.