Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 61
„GERUM gott hjónaband betra.“ Laugardaginn 10. nóvember verður stutt hjónanámskeið í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Oft er um það rætt að nútíma- samfélagið sé ekki mjög fjöl- skylduvænt með öllum sínum hraða og tímaleysi. Því er gott að setjast niður og ræða málin, taka sér örlítið hlé frá erli hversdags- ins, líta yfir farinn veg og einnig er ágætt að líta til framtíðar. Á námskeiðinu munum við fara yfir guðfræðina á bak við hjóna- bandið. Gengið verður út frá því að þar sem Guð skapaði hjóna- bandið, þá ætti hann að vita best hvernig það verður best ræktað og veitt næring. Hugað verður að væntingum hjóna til hjónabands- ins og hvernig þær rætast og ræð- um leiðir til úrbóta þegar út af ber. Gaman væri að sjá sem flesta af því hjónafólki sem við kollegar höfum vígt saman á undanförnum árum. Prestar Garðaprestakalls, sr. Friðrik J. Hjartar og sr. Hans Markús Hafsteinsson munu leið- beina á námskeiðinu sem mun standa yfir frá kl. 14, til um það bil 16:30. Gott væri að áhuga- samir myndu skrá sig í síma 565- 6380 í safnaðarheimilinu eða hjá okkur prestunum sr. Friðrik í Hjóna- námskeið í Vídalínskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Vídalínskirkja síma 864-5380 og sr. Hans Markús í síma 897-6545. Prestar Garðaprestakalls. Tónleikar tileink- aðir minningu sr. Árelíusar TÓNLEIKAR verða í Langholts- kirkju laugardaginn 10. nóv- ember kl. 16 þar sem að flutt verður tónverkið „Víst mun vorið koma“ eftir norska tónskáldið Sigvald Tveit. Verkið er samið við texta úr Opinberunarbók Jóhann- esar og gerði sr. Árelíus Níelsson íslenska textann. Var þessi þýð- ing sr. Árelíusar eitt af því síðasta er hann gerði á afkastamikilli starfsævi. Sr. Tómas Guðmundsson mun flytja inngangsorð og minnast sr. Árelíusar. Þessir tónleikar ættu að höfða til allra aldurshópa, en stef og taktar verksins eru frá ólíkum heimshlutum, en þar má heyra suður-ameríska sömbu, djass frá New Orleans og gríska þjóðlaga- tónlist. Flytjendur eru Skálholts- kórinn og Kór Menntaskólans að Laugarvatni ásamt einsöngv- urunum Páli Rósinkrans og Mar- íönnu Másdóttur. Carl Möller stýrir hljómsveitinni. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Flutningur tónverksins er tengdur sýningu á myndverkum eftir Leif Breiðfjörð sem nú stendur yfir í Langholtskirkju og var opnuð um síðustu helgi. Verk Leifs eru einnig unnin við texta úr Opinberunarbók Jóhannesar og voru unnin á árinu 1999. Sýningin er opin virka daga og stendur yfir fram í desembermánuð. Gospel á Ömmukaffi Í KVÖLD, fimmtudagskvöldið 8.11., verður opið á Ömmukaffi í Austurstræti 20. Lifandi tónlist og ljúfar veitingar á boðstólum. Mirjam Óskarsdóttir, gosp- elsöngkona og hermaður í Hjálp- ræðishernum, mun syngja og segja frá, en hún hefur starfað víða um heim og kynnst mörgu. Húsið verður opnað kl. 20. Allir velkomnir. Ömmukaffi og miðborgarstarf KFUM & K. Nóvemberdagar í Skálholtsdómkirkju Í KVÖLD, fimmtudagskvöldið 8. nóvember, verður kvöldsamkoma í Skálholtsdómkirkju á vegum Skálholtssóknar og Skálholts- staðar. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup flytur erindi sem hann nefnir: Um helga menn og tengsl þeirra við daglegt líf. Hinn þekkti organisti Erich Piasetzki frá Berlín mun leika á orgel kirkj- unnar ýmis orgelverk. Erich Pias- etzki er meðal færustu organista í Evrópu. Hann hefur spilað víða um heim auk þess sem hann hefur flutt fyrirlestra og haldið nám- skeið. Frá Skálholtsdómkirkju. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 61 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn organista. Biblíulestur og fræðsla í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20 í umsjá sóknarprests. Orð postulans „allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrk- an gjörir,“ höfð að leiðarljósi við íhugun orða ritningarinnar. Árni Bergur Sigur- björnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheim- ilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns- dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Ath. breyttan tíma. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunn- ar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar kl. 12–12.10. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. (Sjá síðu 650 í textavarpi) Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Bolli og Sveinn. Félagsstarf aldraðra laug- ardaginn 10. nóvember. Þorvaldur Hall- dórsson kemur í heimsókn með tónlistar- dagskrá. Borinn fram léttur málsverður. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku sína til skrifstofu kirkj- unnar í síma 511 1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Reykjavíkurprófastsdæmi og leikmanna- skóli kirkjunnar. Boðið verður upp á bibl- íulestra þar sem tekin verða fyrir ákveðin þemu í Biblíunni og þau sett í samhengi við prédikunartexta kirkjuársins. Sjö dagsverk. Fjallað verður um sköpun heimsins samkvæmt fyrstu Mósebók. Átta skipti í Breiðholtskirkju kl. 20–22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Árbæjarkirkja. Barnakóraæfing kl. 17– 18. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttar veitingar eftir stundina. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um- sjón Lilju, djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 17. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Æsku- lýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgur- um í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastnd kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. KFUM fundur fyrir stráka á aldrinum 9–12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur starfar í safnaðarheimilinu kl. 20–21. Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 21. Ath. breyttan tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel- komnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17–18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn (TTT) í dag kl. 17. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinn- andi foreldra með ung börn að koma sam- an og eiga skemmtilega samveru í safn- aðarheimili kirkjunnar. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15–14.30. Landakirkja: Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Dýnunefndin skilar niðurstöðum. Kl. 18–20 fjársöfnun ferm- ingarbarna. Væntanleg fermingarbörn ganga í hús og safna peningum fyrir Hjálp- arstarf kirkjunnar í Konsó. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 14.30–15.10, 8. MK í Heiðarskóla. Kl. 15.15–15.55 8. SV í Heiðarskóla. Fundur fyrir þá sem misst hafa ástvini sína í sjálfsvígum kl. 20.30. AD KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. „Úr sjóði minninganna – heim- sóknir í fangelsi“. Efni: Jóhann Guð- mundsson. Upphafsorð: Lárus Halldórs- son. Hugleiðing: Halldór Lárusson. Allir karlmenn velkomnir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður í Hafnarborg í kvöld, fimmtudaginn 8. nóv, og hefst hann klukkan 20.30. Þar verður sagt frá ferð Skógræktarfélags Íslands og Landssambands skógarbænda til Alaska í september síðastliðnum. Jón Geir Pétursson skógfræð- ingur og Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur munu flytja erindi á fundinum og segja frá Alaskaferðinni í máli og myndum. Hún var farin dagana 7. til 24. september sl. og voru þátttakendur í henni 73. Var lögð áhersla á þær slóðir, sem Íslendingar hafa sótt efnivið til allt frá því skógræktin hér á landi fór að taka á sig eig- inlega mynd uppúr 1940. Morgunblaðið/Ásdís Sitkagrenitré í Heiðmörk. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Alaskaferð í máli og myndum NÁMSKYNNING verður haldin í fé- lagsvísindadeild í stofu 201 í Odda við Suðurgötu, laugardaginn 10. nóvem- ber kl. 13 – 17. Kennarar og nem- endur sitja fyrir svörum og veita upplýsingar um nám í deildinni. Félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands, tók til starfa haustið 1976 og heldur upp á 25 ára afmæli sitt á árinu. Í hinni nýju deild sameinuðust á sínum tíma félagsfræði, stjórn- málafræði og mannfræði, sem áður höfðu myndað sérstaka námsbraut í þjóðfélagsfræðum, og bókasafns- fræði, sálfræði og uppeldisfræði, sem kenndar höfðu verið í heimspeki- deild. Síðar bættust fleiri greinar við og í dag eru 22 námsleiðir í deildinni. Í Félagsvísindadeild er boðið upp á nám til B.A. prófs, meistaraprófs og doktorsprófs og hægt er að ljúka margvíslegu starfsnámi. Frá upphafi hafa yfir 1800 nemendur útskrifast frá deildinni með B.A. próf, um 1500 með starfsréttindi og 30 með M.A. próf. Í upphafi voru um þrjú hundruð stúdentar skráðir til náms, sem þá voru um tíu prósent af heildarnem- endafjölda háskólans. Háskólaárið 2001-2002 eru um 1400 stúdentar skráðir í deildina. Hún er nú fjöl- mennasta deild háskólans. Sama dag verður opnuð sögusýn- ing sem ber heitið „Brot úr sögu fé- lagsvísindadeildar“ á 2. hæð í Odda, Deildin mun opna nýja og endur- bætta heimasíðu og myndbandasýn- ing verður í gangi frá kl. 13 – 17 í stofu 101 í Odda. Háskólakórinn kemur í heimsókn kl. 15 og syngur nokkur lög undir stjórn Hákonar Leifssonar, segir í fréttatilkynningu. Opið hús í félags- vísindadeild HÍ EVRÓPUKEPPNI landsliða hófst í gær í spænsku borginni Leon. Karlaliðið, sem hefur aðeins einn stórmeistara innanborðs, náði einum og hálfum vinningi af fjórum gegn hinu sterka liði Georgíu og kvenna- liðið hélt jöfnu gegn firnasterka liði Hvít-Rússa, 1–1. Harpa Ingólfsdótt- ir gerði sér lítið fyrir og sigraði Gen- rietu Lagvilövu (2326) sem er stór- meistari kvenna. Einstök úrslit urðu sem hér segir: Ísland – Georgía 1,5–2,5 1. GM Hannes Hlífar Stefánsson 2575 – GM Giorgi Kacheishvili 2583 ½–½ 2. IM Jón Viktor Gunnarsson 2386 – IM Khvicha Supatashvili 2515 ½–½ 3. Bragi Þorfinnsson 2393 – GM Baadur Jabava 2556 ½–½ 4. Stefán Kristjánsson 2374 – Micheil Mchedlishvili 2515 0–1 Ísland – Hvíta-Rússland 1–1 1. Harpa Ingólfsdóttir 2005 – Genrieta Lagvilava WGM 2326 1–0 2. Aldís Rún Lárusdóttir – Natalija Popova WIM 2283 0–1 Í annarri umferð mæta karlarnir Skotum og konurnar heimamönnum frá Spáni. Íslensku skákliðin byrja vel Fyrirlestri Árna Björnssonar ranglega lýst Í frásögn af tónlistarhátíðinni í Utrecht sem birtist á miðopnu í fyrradag, var rangt farið með efni fyrirlesturs Árna Björnssonar þjóðháttafræðings á hátíðinni. Var erindið sagt fjalla um „tón- smíðar Wagners við íslensk forn- kvæði“. Er hér um misvísun að ræða þar sem allur texti verksins sem um ræðir, þ.e. Niflungar- hringsins, er eftir Wagner sjálfan, en í erindi sínu fjallaði Árni um hvernig tónskáldið samdi textann úr efniviði sem að mestu leyti er sóttur í íslensk fornkvæði og sög- ur. Rangur tími Rangur tími var gefinn upp í frétt í gær um fyrirlestur Páls Biering, „Skýringarlíkön unglinga- ofbeldis“. Fyrirlesturinn verður fluttur í Hátíðarsal Háskóla Ís- lands í dag, fimmtudag, kl. 16, en ekki kl. 14. LEIÐRÉTT Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.