Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÆR verða að teljast með ólíkindum vin- sældirnar sem plata Davids Grays, White Ladder, nýtur hér- lendis. Ekki það að innihaldið sé eitthvert slor, síður en svo. Öllu heldur sú staðreynd að platan er orðin tveggja ára gömul og innihaldið, angurvært og fallegt trúbadúrarokk, ekki beint sú tónlist sem fjármálajöfrar stóru útgáfufyrirtækjanna veðja á. Hvíti stiginn hans Grays stendur íðil- fagur upp við fyrsta sæti Tónlistans sem áður og virðist hvergi ætla að hreyfast. Það má því gera því skóna að öll grámóska sé fjarri Gray um þessar mundir. Efsta þrepið HÁSTÖKKVARI vik- unnar tekur þvílíkt stökk að annað eins hefur vart sést í Tónlistalandi. Barnaplatan Ja- badabadú! kom út fyrir tveimur árum og inniheldur ís- lenskar útgáfur af þekktum slögurum úr teiknimynda- smiðju Disneys í flutningi söngvara eins og Páls Rós- inkranz, Selmu, Hreims Heimissonar og Bergsveins Arilíussonar. Um er að ræða lög úr vinsælum myndum eins og Aladdín, Litla hafmeyjan og Leikfangasaga. Platan rekur inn nefið á topp þrjátíu og færir sig því upp um 128 sæti, hvorki meira né minna. Barnagaman SAFNPLATA Egó er á siglingu fram á við í ólgu- sjó Tónlistans, hækkar sig um sex sæti, frá því 21. í það 15. Umrædd plata kallast Frá upp- hafi til enda og tekur yfir allan feril Egósins; hér er að finna valin lög af þeim þremur breið- skífum sem sveitin sendi frá sér, Breyttir tímar, Í mynd og Egó, auk áður óútgefins lags (um er að ræða öðruvísi útgáfu af „Sat ég inni á kleppi“). Diskinum fylgir veglegur bæklingur þar sem saga sveitarinnar er rakin og verður þetta að teljast þörf og góð viðbót í rokksögu landsins. Stórir strákar ÞAÐ er hægt að ganga að hlut- unum vísum þeg- ar Lenny Kravitz er annars vegar. Nýjasta plata kappans ber ein- faldlega nafnið Lenny og feykist hún beint í átt- unda sætið, sæti ofar en nýjasta plata poppkon- ungsins Mikjáls Jacksonar. Lenny tók skífuna nýju upp í sól og sumaryl í Miami þar sem hann á eigið hljóðver. Má ætla að vörumerki folans, sólgleraugun góðu, hafi komið að góðum notum þar. Plöt- una prýða skotheldir Kravitzslagarar í bland við R og B-legnar ballöður sem ættu að lýsa upp dimmasta skammdegið sem er að skella á um þessar mundir. Töffari                        !"# $  % & ' $ )  * +'  '"  , -. !  /"'  0 0 1  !' ) ))" + ,1 $ " 2" 1 " " + '  3  )  + " +   " /"(   & ' 1 4 &   0    5 / 6 $   +" 7" 5 .  ( $"   5"8' 3 (5 " +"  9 # $ &  ' :   %  2 5"' %" ;< => 7"  ??  " & !+ " $ "  5  #"  " "5 5 &   "        $"  $" ! 5   & '"&& 1' ?  ( ( , /   ' 5  ?  @A B = B @A C> = @ @ C B C D D = E @C B = F C > @D B G D @ =A @= = 6   H    I   ?" " 6   " 1+& " 3  - H    %" ;< %" ;< I   /+ I   " H    " 1 1+& 5  +  1+& "   H    ?" 6   1+&    @ C = F @= D B - - => @@ @A @C G =@ @G - E =A @> > =B G@ @B CA - - @>D =G =F                            J5   ?.     "   " K  L 5       %' # " 2""?   (  ?.     " +"  (           M/ ! N/ N3  ?N ?)  N ?$  N+," +  !  O N+," + + N )  N $  =D                            5/ '0 )6 7686 9 1 -16   Tricky/Blowback Enn meistari í að koma hlustendum í opna skjöldu með sífelldum stefnu- breytingum. Sú nýjasta er að vera auðmeltur og grípandi. Orð sem maður hélt að ættu aldrei eftir að verða notuð til að lýsa tónlist hans. Travis/The Invisible Band The Invisible Band er alveg einstak- lega góð plata og fagmannlega úr garði gerð en skortir samt einhvern neista, einhverja ævintýramennsku, til að ganga fullkomlega upp. Beta Band/Hot Shots II Á tímabili leit út fyrir að hér væri plata ársins komin. En svo er nú ekki, því miður. Nei, Hot Shots II hljómar afar tilkomumikil við fyrstu 2–3 hlustanir en stendur svo í stað og nær ekki upp í „snilldina“ sem maður var að vonast eftir. Kannski koma þeir þá á óvart næst og skila loks meistaraverkinu?  Tool/Lateralus Efalaust líta margir Tool hornauga fyrir það hversu alvarlega þeir taka sig. Þetta er allt voðalega „þungt, listrænt og torrætt“ og sveitin gerir lítið til að fara í felur með það. En platan getur bara ekki verið tilgerð- arleg vegna þess að hún er einfald- lega svo ári góð. Hér gengur allt upp frá fyrstu nótu til þeirrar síðustu … Ein besta þungarokksplata síðustu ára hefur litið dagsins ljós.  Muse/Origin of Simmetry Nýja platan er u.þ.b. þúsundfalt betri en forverinn Showbiz. Og dirfskan! Að ráðast í gerð slíkrar geimsinfóníu í kjölfar allrar gagn- rýninnar sem dunið hafði á honum. Þetta lýsir óbilandi sjálfstrausti sem Matt Bellamy hefur og honum er skítsama um hvort hann þykir lummó fyrir vikið. Tvímælalaust einn af hátindum rokkársins 2001.  Stone Temple Pilots/ Shangri-La Dee Da Fín plata og um leið líka þokkaleg- asta afrek, ef litið er til þyrnum stráðrar sögu Stone Temple Pilots. Zero 7/Simple Things Þetta er einkar notaleg djasspopp- skífa. Rosalega vönduð, vel sungin af vel völdu liði. Gallinn er þó sá að hér er alltof mikið sótt í smiðju frönsku Air og á köflum engan veginn unnt að greina á milli hvor sveitin á í hlut. Bob Dylan/Love and Theft Setning sem dugar til að lýsa Love and Theft er t.d: Hrjúf með ljúfum augnablikum … skemmtileg fyrir áhugasama til að rekja tóna og texta í önnur verk. Niðurstaðan er: Hún batnar við endurhlustun. (G.H.)  New Order/Get Ready [E]ngin fortíðarþrá … full af orku og eftir hlustunina líður manni eins og eftir svona átta espresso og nýtt skipulag er komið á daginn. (S.H.) Jamiroquai/ A Funk Odyssey A Funk Odyssey er á engan hátt flöt eða leiðinleg plata en manni finnst eins og það væri alveg jafngott að leita í hið upprunalega, úr því að það er svona lítið unnið úr þessum greinilegu áhrifum.  David Gray/Lost Songs 1995–98 Gefur mynd af Gray eins og hann er bestur … blíður Dylan, ástfanginn Cohen, vongóður Nick Drake, djúp- ur James Taylor og allsgáður Tim Hardin … Gray er einfaldlega ein- hver færasti laga- og textahöfundur samtímans.  Destiny’s Child/ Survivor Þrátt fyrir ótvíræða sönghæfileika og augljósan tónlistarþroska verður ekki hjá því komist að telja Survivor standa síðustu plötu stúlknanna, Writing on the Wall, töluvert að baki, einkum vegna veikari laga- smíða og minni ferskleika sem ein- mitt einkenndi fyrri plöturn- ar. System of a Down/Toxicity Hið mikla ágæti SOAD felst einkum í hugmyndaríkum og ferskum laga- smíðum og þeir festa sig ekki í við- urkenndum þungarokksfrösum (það er nefnilega gott að muna að þunga- rokkið á það til að vera með íhalds- samari formum). Hér er vaðið úr „thrash“-keyrslum yfir í mjúkar melódíur af öryggi og auðheyranlegt að SOAD er alvöru band. The Strokes/ Is This It? Áhrifin eru sótt til árdaga pönksins og í sjálfa vögguna, New York-borg. The Stooges, New York Dolls og kannski allra helst Velvet Under- ground á örvandi. Við erum samt ekkert að tala um neinar stælingar heldur hreint ferlega skemmtilega einfaldar lagasmíðar, hressilega ungæðislegar og það sem meira er þá „fatta“ þeir alveg hvað Pop og Reed voru að fara. Ed Harcourt/Here Be Monsters Here Be Monsters er einkar heil- steypt, frjó og um fram allt nost- urslega samin, útsett og flutt plata. Five/Celebrity Verst er að útfærslan á þessu öllu er í klénna lagi; söngraddir strákanna eru veikar og ópersónulegar og allur pakkinn lyktar af undarlegu metn- aðarleysi og óðagoti. Ekki fallegur svanasöngur það. Slipknot/ IOWA IOWA á eftir að verða risi. Það er bókað mál. Aðgengileg sturlun, hag- lega matreidd fyrir uppkomandi kynslóð, alin upp á níhílískum og merkingarlausum tímum. Er hægt að biðja um það betra? Super Furry Animals/ Rings Around The World Þessari bragðgóðu súpu fylgir gott innsæi í melódíur; hugmyndaauðgi og barasta hrein gleði gagnvart dægurtónlistinni og öllum þeim möguleikum sem hún býr yfir til að hressa lýðinn en um leið að hrista svolítið upp í honum.  Spiritualized®/Let It Come Down Jason Pierce er einfaldlega orðinn svo urrandi mikill snillingur þegar að útsetningu og upptökustjórn kemur að unun er að hlusta á af- rakstur pælinga hans. Ekki spilla svo lagasmíðarnar á Let It Come Down fyrir en þær eru á köflum meistaralegar, sérstaklega þegar Pierce nær að halda sig fjarri rokk- klisjunum sem hann reyndar er full- gjarn á að grípa til. Live/V Platan er fjölbreytt, hér er engin lá- deyða á ferð og Live eru hér leitandi á sinn íhaldssama hátt. Einn og hálf- ur þumall upp. Macy Gray/The Id The Id er rökrétt framhald frum- burðarins og eiginlega bara meira af hinu sama.Verk söngdívu með sjálfsálitið í toppi sem finnst hún geta gert hvað sem er, áreynslu- laus. Garbage/Beautiful Sveitin heldur hér fast í hrollkalt og hugmyndaglatt popp-rokkið sem afl- að hefur henni vinsælda og hlýtur stórsigur fyrir. Dágóður árangur það.  Starsailor/Love Is Here Það er skemmst frá því að segja að Love Is Here stendur fyllilega undir þeim væntingum sem gerðar voru til sveitarinnar í kjölfar smáskífunnar frábæru „Good Souls“. Slayer/God Hates Us All Þeir, sem hugnast hreint og beint en umfram allt brjálað þungarokk með stóru Þ-i, þurfa ekki að leita lengra en hingað. Akercocke/The Goat of Mendes TGOM er fjölbreytt og heilsteypt verk en umfram allt afar hug- myndaríkt. Slipknot mínus mark- aðsfræðin? Ryan Adams/Gold Ef okkar maður hefði haft vit á að gíra sig aðeins niður værum við lík- lega með frábæra plötu í hönd- unum. Turin Brakes/The Optimist LP Inn á milli glittir í ljúfsárar og listi- lega pússaðar perlur sem gefa til kynna að vert er að fylgjast með brambolti Turin Brakes í framtíð- inni. Cake/Comfort Eagle Við erum að tala um fleiri sneiðar af sömu gömlu kökunni, sem því miður hefur staðið fulllengi … Það er … al- veg kominn tími á að hræra í nýja.  Ýmsir/Moulin Rouge Einhvers konar póst-módernískur óperettugrautur sem er svei mér þá bara býsna lystugur. En einvörð- ungu hafi maður séð myndina. GÓÐAR HLJÓMPLÖTUR Arnar Eggert Thoroddsen Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.