Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 31 LISTHÚSIÐ Snegla fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli sínu. Af því tilefni hafa aðstandendur galler- ísins efnt til afmælissýningar þar sem leir- og textíllistinni er m.a. hampað, en stofnun listhússins fyrir áratug síðan kom einmitt í kjölfar fundar sem ætlað var að auka veg þessara listgreina er sjaldnast fá að njóta sín á sýningum en sjást oftar í sölugalleríum á borð við Sneglu. Fimm af fimmtán stofnendum list- hússins starfa enn fyrir Sneglu, en auk þess hafa tíu nýjar listakonur tekið við af þeim sem horfið hafa til annarra starfa. Textílverk, leirlist og málverk eru meðal þess sem finna má á afmælissýningunni og hefur hver listakona þannig valið einn, eða fleiri, af sínum munum til sýningar. Ingibjörg Klemenzdóttir býður gestum þannig að virða fyrir sér verkið Tíu – reykbrenndan, straum- línulaga lampa og skál í kopar- og innar. Skúlptúrinn, sem er úr rakúbrenndum steinleir, hefur að forminu til allt að því mannlegt yf- irbragð þrátt fyrir að vera opinn og útlimalaus þá ná sveigðar línur hans að tala sínu máli. Ljóst er að Sneglurnar vinna hver á sínum forsendum og verk sýning- arinnar því fjölbreytileg á að líta. Tíminn hefur sýnt að nytjalist á borð við þá sem galleríið geymir nýtur töluverðra vinsælda meðal almenn- ings sem nýtur þess að skreyta heimili sín listmunum. Textíl- og leirlistin sem sýninguna prýðir á því vel heima í galleríinu og er það helst að málverkin og teikningarnar sem þar eru nái ekki sama styrk. Sann- færing þessara verka víkur einfald- lega fyrir formfegurðinni. Fjölbreyti- leg nytjalist MYNDLIST S n e g l a – l i s t h ú s Á sýningunni eru verk eftir Sess- elju Tómasdóttur, Áslaugu Saju Davíðsdóttur, Ingibjörgu Klem- enzdóttur, Guðnýju Jónsdóttur, Guðrúnu Kolbeins, Kristínu Arn- grímsdóttur, Jónu S. Jónsdóttur, Þuríði Dan Jónsdóttur, Kolbrúnu Sigurðardóttur, Kristjönu F. Arn- dal, Höllu Ásgeirsdóttur, Þor- björgu Valdimarsdóttur, Ragnheiði Guðmundsdóttur, Ernu Guðmars- dóttur, Arnfríði Láru Guðnadóttur og Auðbjörgu Bergsveinsdóttur. Listhúsið er opið virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 11-15 laugardaga. Sýningunni lýkur 10. nóvemeber. SNEGLA – LISTHÚS 10 ÁRA Anna Sigríður Einarsdótt ir Morgunblaðið/Kristinn Kolbrún Sigurðardóttir: Innri spenna. Rakúbrenndur steinleir. hraunlitum tónum úr steinleir. Mýktin er einkennandi fyrir þessi verk Ingibjargar, og er styrkur skál- arinnar að ósekju meiri en lampans, þó mjúk, straumlínulaga form ein- kenni báða munina. Draumar Áslaugar Saju Davíðs- dóttur, silkiviskósflauelispúðar með silkiþrykki, eru þá glaðlegir ásýndar í hlýlegum appelsínugulum litatón- um sem hæfa vel blómunum og fiðr- ildunum sem Áslaug Saja hefur valið sér að viðfangefni. Fjórir keltar Guð- rúnar Kolbeinsdóttur, sem einnig hefur valið púða til sýningar, njóta sín þá ekki síður vel og keltneska munstrið á þæfðum svörtum, hvítum og grænum ullarpúðunum veitir skemmtilega tengingu við fortíðina. Innri spenna Kolbrúnar Sigurðar- dóttur, er þó að öðrum verkum ólöst- uðum eitt sterkasta verk sýningar- Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.