Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 36
MENNTUN 36 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐA um brottfall úrskóla hefur aukist á und-anförnum árum, en það var ekki fyrr en á níunda áratugnum sem farið var almennt að líta á brott- fall úr framhaldsskóla á Norð- urlöndum sem félagslegt vandamál sem gæti haft afgerandi afleiðingar fyrir einstaklinga og þjóðfélag. Sókn í bóklegt nám hefur aukist mjög á síðustu áratugum. Árið 1965 luku um 10% árgangs stúdentsprófi, 10 árum síðar eða árið 1975 hafði þessi tala tvö- faldast og var komin upp í rúm- lega 20% og árið 1995 var hlutfallið komið yfir 40%. Reynt hefur verið að skilgreina af- leiðingar þess fyrir samfélagið að hluti ungmenna ljúki ekki fram- haldsskóla. Þegar litið er á brottfall úr skóla frá sjónarhóli einstakling- anna er gjarnan bent á hættu á at- vinnuleysi og lægri tekjur. Þegar menn hafa fundið fyrir atvinnuleysi á Íslandi hefur komið í ljós að þeir sem minnsta hafa menntunina eru fjölmennastir í hópi atvinnulausra. Meginniðurstöður á samanburði á brottfalli nemenda á Íslandi og í nokkrum öðrum nágrannalöndum eru þær að hlutfall þeirra sem inn- rituðust á bóklegar brautir í fram- haldsskóla var hæst á Íslandi af Norðurlöndunum en innritun í starfsmenntabrautir lægst. Brottfall af bóknámsbrautum var hærra á Ís- landi en í umræddum löndum. Athyglisvert er að tveir þriðju þeirra íslensku nemenda sem hættu í skóla eftir annað ár í framhalds- skóla eða fyrr áttu heima utan Reykjavíkursvæðisins. Þannig hefur búseta á Íslandi áhrif á sókn í fram- haldsskóla og getur skipt máli hversu langt er í næsta skóla. Sameiginleg einkenni brottfalls-nemenda virtust alls staðarvera mjög svipuð. Brottfalls- nemendur á Íslandi og í nágranna- löndum og Bandaríkjunum hafa sýnt minni árangur í námi en aðrir, for- eldrar þeirra hafa minni menntun en foreldrar annarra og meiri líkur eru á að brottfallsnemendur verði at- vinnulausir en þeir sem ljúka námi úr framhaldsskóla. Með lögum um samræmdan fram- haldsskóla árið 1988 opnaðist í reynd aðgangur allra að framhalds- námi eftir grunnskóla. Þrátt fyrir skipulagsbreytingar á framhalds- skólakerfinu, stofnun fjölda nýrra skóla, opinn aðgang að framhalds- skóla og stóraukinn fjölda nemenda í framhaldsskóla breyttist inntak námsins ekki mikið. Námsbrautir til stúdentsprófs hafa í raun breyst sáralítið á síðari hluta þessarar aldar og námstækifærum í starfsmenntun hefur ekki fjölgað mikið, þrátt fyrir að það hafi í raun verið eitt af meg- inmarkmiðum með breytingunum. Námsplássum í iðnmenntun hefur ekki fjölgað neitt að ráði og nú er erfitt fyrir marga nemendur að finna meistara eða fyrirtæki sem vill gera við þá námssamning. Nýjar starfs- menntabrautir hafa verið stofnaðar en þær eru mjög fáar. Þetta þýðir að fjöldi nemenda á í raun ekki annan kost en að innritast á stúdentsprófs- brautir þótt námið þar henti þeim kannski ekki og veki ekki áhuga þeirra. Sérstakt átak sem gert var íDanmörku til þess að fjölgastarfsþjálfunarplássum getur verið ein skýringin á því að brottfall úr framhaldsskóla er minna þar en annars staðar á Norðurlöndum. Þegar nemendur voru spurðir um ástæður þess að þeir hættu í skóla nefndu margir námsleiða og áhuga- leysi. Ekki er unnt að dæma um að hve miklu leyti skipulag skólans og námstækifæri voru þar áhrifavaldar. En ljóst er að skipulag kerfisins kemur a.m.k. í sumum tilfellum í veg fyrir að nemendur ljúki námi bæði af því að námstilboð eru einhæf og námspláss í starfsmenntun skortir. Í ljós kom að brottfall úr fram- haldsskóla er með öðrum hætti á Ís- landi en í nágrannalöndunum – það er meira. Hærra hlutfall nemenda innritast á stúdentsprófsbrautir á Íslandi en annars staðar á Norð- urlöndum. En hæst brottfall af stúd- entsprófsbrautum var á Íslandi. Þær rannsóknir sem notaðar voru við þennan samanburð voru mjög ólík- ar. Því er aðeins hægt að líta á nið- urstöður sem vísbendingu um stöðu mála. Margar tillögur hafa veriðsettar fram um leiðir tilþess að draga úr brottfalli nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Sumir vilja inntökuskilyrði á brautir eins og tíðkaðist á þriðja fjórðungi 20. aldarinnar þegar svo- nefnt landspróf var inntökuskilyrði í menntaskóla. Aðrir sjá fyrir sér að aukið framboð á starfsmenntun handa öllum þeim sem ekki ljúka bóknámi geti t.d. dregið úr atvinnu- leysi, en jafnframt aukið framleiðni í atvinnulífinu, bætt þjónustu og loks styrkt stöðu Íslands á heimsmark- aði. Loks eru svo þeir sem vilja aðframhaldsskólinn sé opinnöllum eins og hann var um skeið og leggja til að nýjar náms- brautir verði stofnaðar til að mæta mismunandi þörfum, hæfni og getu nemenda. Þessi hópur vill draga úr brottfalli með því að stofna fleiri starfsmenntabrautir eða gera sumar bóknámsbrautir starfsmiðaðar og verði aukin náms- og starfsráðgjöf í boði til að leiðbeina nemendum inn á mismunandi brautir. Byggt á bókinni Frá skóla til atvinnu- lífs; Rannsóknir á tengslum mennt- unar og starfs eftir Gerði G. Ósk- arsdóttur, doktor í menntunarfræði og fræðslustjóra Reykjavíkur. Útgef- andi er Háskólaútgáfan árið 2000. Verð: 1.980 krónur. Í bókinni eru tengsl menntunar og starfs skoðuð með hliðsjón af arðsemi menntunar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Brottfall úr skóla INNSÝN Eftir Sigrúnu Oddsdóttur sodds@strik.is Höfundur er með BA í íslensku og uppeldisfræði og uppeldis- og kennslufræði. TÓNLIST hefur á öllum tím-um í öllum samfélögumverið samofin lífi og starfimanna. Í gleði og í sorg, við vinnu, heima og heiman, í átökum og í friði, til örvunar, sefjunar og hvíldar, alls staðar er tónlistin. Hún hefur upphafið andann, sameinað, varð- veitt söguna og útskýrt það sem orð fá ekki sagt, ekkert svið mannlegrar tilvistar er án tónlistar,“ stendur í Aðalnámskrá grunnskóla. Þórdís Guðmundsdóttir, tónmenntakennari í Grandaskóla, lagði nýlega út frá þessum orðum á ráðstefnunni Fjár- sjóður til framtíðar sem fjallaði m.a. um gildi lista í skólum. Þórdís hallast að því að tónlistar- uppeldi hafi ef til vill aldrei verið mik- ilvægara en nú á tímum. Sú útrás í tónmenntakennslu sem nemendur fá fyrir tilfinningar sínar og tjáningu þroskar nemendur og hjálpar þeim að hennar mati til að takast á við þessar kenndir eins og sorg og gleði. Það er erfitt að koma orðum að því hvað það er nákvæmlega sem gerir tónmenntina svo mikilvæga einmitt í grunnskóla. „Ég held þó að það geti verið þessi galdur sem nemendur upplifa þegar bekkurinn finnur sam- hljóm þar sem allir hafa áhrif, að framlag hvers og eins skiptir máli,“ segir hún. Þórdís hef spurt nemendur sína hvort þeir geti hugsað sér lífið án tón- listar. Svörin eru öll á einn veg: „Nei, allt yrði svo tómlegt og ein- manalegt ef maður hlustaði ekki á tónlist.“ „Nei, því tónlist setur lit á lífið.“ „Nei, því þá væru allir örugglega þunglyndir og leiðir og ekkert til að peppa þá upp.“ Tónmenntarkennslan á að vera eðlilegur hluti af daglegu starfi nem- andans í skólum, þáttur í skólamenn- ingunni, að mati Þórdísar. „Nemand- inn þarf að tileinka sér haldgóða þekkingu á tónlist og geta leitað í þann sjóð við hverjar þær aðstæður sem um er getið í Aðalnámskránni,“ segir hún. Hún vill að tónmennt í grunnskól- um sé samfelld öll skólaárin og fjöl- breytt eins og þeir nemendur sem skólann stunda. „Tónmenntakennar- inn þarf að geta nálgast markmiðin með nemendum sínum á margvísleg- an hátt og notað til þess margar að- ferðir og leiðir,“ segir hún, „um leið og þetta er krefjandi er það ögrandi og skemmtileg glíma fyrir kennar- ann.“ Tónmenntakennsla í grunnskólum landsins er breytingum undiropin eins og önnur kennsla. Flestir muna eflaust að tónmennt hét áður söngur. „Í dag er lögð æ ríkari áhersla á sköpunarþáttinn, hljóðfæranotkun og virka og gagnrýna hlustun,“ segir Þórdís. „Kollegar mínir á árum áður lifðu og hræðrðust í allt öðrum að- stæðum en við gerum í dag.“ Með breyttum samfélagsháttum og í því hljóðumhverfi sem við búum við þarf að nýta aðra miðla og aðferðir í tón- menntakennslu þótt söngur verði að sjálfsögðu áfram mikilvægur sem einn af tjáningarmátum í tónmennta- kennslu.“ Tölvur og tónlist Aukin áhersla er nú lögð á að nem- endur skapi tónlist og túlki hana og ekki síður að þeir skynji tónlist, greini hana og meti. Þetta síðar- nefnda er þó sífellt að verða mikil- vægara í heimi þar sem tónlist og tónáreiti eru áberandi. Það er því mikilvægt að búa yfir þekkingu á tón- list og færni til að greina gæði. styrkleiki, tónhæð lengdargildi, hljómar og svo framvegis eru nem- endum töm og gera þeim kleift að nota tölvur sem tæki í sköpunar- vinnu. Þórdís lætur nemendur sína gjarn- an svara sér skriflega nokkrum spurningum eftir að þeir hafa unnið verkefni. Einn nemandi hennar hafði á orði eftir tölvutíma: „Það er svo gott að geta valið úr svo mörgum hljóðfærum og svo þarf maður ekki að vera snillingur til að geta spilað.“ Skilningurinn á gildinu „Er það þá nægjanlegt að tón- menntakennarinn og nemendur hans séu ánægðir?“ spyr Þórdís, „nei, tón- menntin þrífst ekki sem eyland í skólanum. Skilningur hins almenna kennara á mikilvægi og gildi tón- menntar er ómetanlegur. Það er ekki nóg að hann kinki kolli og segi: „Jú, það er mjög gott að þau syngi því þá læra þau svo vel ljóð um leið.“ Þórdís segist geta staðfest að tón- menntin hafi yfirfærslugildi á aðra hæfni og þekkingu, svo sem samhæf- ingu hugar og handar, lestrarþjálfun, málþroska, formskynjun, samvinnu, sögu og samfélagsskilning eins og stendur í Aðalnámskrá. „En það sem skiptir máli er að hinn almenni kenn- ari og skólastjórnendur sýni raun- verulegan skilning á því að einhverjir óreglulegir tónar sem berast úr ýms- um skúmaskotum skólans geti verið byrjun á góðu hljóðverki eða fagurri og frumlegri hljóðskreytingu við ljóð. Skilji eðli sköpunarferilsins. Finnist eðlilegt að frá tónmenntinni berist trumbusláttur og nemendur komi glaðir út dillandi sér í mambótakti. Að kennarar séu virkir þátttakendur í samsöng nemenda á sal og taki því vel þegar einhver nemandi hans seg- ir: „Þú fékkst örugglega tár í augun núna“,“ segir hún og vill að tón- menntin sé ævinlega eðlilegur þáttur í skólalífinu. Skortur á tónmenntakennurum Þórdís ber þó einhvern kvíðboga fyrir framtíðinni því tónmenntakenn- arar bíða ekki í röðum eftir að fá að kenna í grunnskólum landsins. Full- búnar tónmenntastofur með góðum hljóðfærakosti og námsefni fyrir alla aldursflokka eftir tónmenntakennur- um eru einnig fáar. „Líkja mætti þessu við smíðastofu þar sem bara væru hamrar eða textílstofu einungis með prjónum. Nemendum og kenn- urum væri tjáð að ef þeir sýndu fram á góðan árangur með þessum tækj- um fengju þeir ef til vill hefil og saumavélar á næsta ári,“ segir hún. Í Kennaraháskóla Íslands eru fimm tónmenntakennaranemar núna á öðru ári og einn á þriðja ári. Í tón- menntakennaradeild í Tónlistarskól- anum í Reykjavík eru nú aðeins nem- endur á þriðja ári og munu þeir útskrifast í vor. Þetta þýðir að þaðan útskrifast engir tónmenntakennarar árin 2003 og 2004. Hvað er til ráða? „Íslendingar eru þekktir fyrir stórá- tök og vonandi verður þannig einnig nú,“ segir Þórdís, og að ekki vanti áhugann hjá grunnskólanemendum og foreldrum þeirra. Tónlistarnám sé mikils virði í þeirra augum af eftir- spurninni að dæma. Tónmennt/Gildi listmenntunar var til umræðu á ráð- stefnunni Fjársjóður til framtíðar. Gunnar Hersveinn endursegir hér nokkur atriði um gildi tónmenntakennslu. Samband tónlist- ar og tilfinninga Morgunblaðið/Kristinn Nemendur í 7. bekk í Granda- skóla nota tölvur í tónmennta- tímum og semja tónlist á hljóm- borð og tengja við tölvur.  Of fáir útskrifast á næstu árum sem tónmenntakennarar  Nemendur skynja galdur í upplifun á samhljómi í tónmenntatímum Ráðstefnan „Fjársjóður til framtíðar“ var haldin á vegum mennta- málaráðneytisins í samvinnu við Bandalag íslenskra listamanna, Kenn- arasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga í Borgarleik- húsinu laugardaginn 6. október sl. Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti BÍL, sagði þar m.a.: „Aukið vægi list- kennslu og skapandi starfs í skólum snýr þannig ekki bara að börn- unum okkar í dag, heldur einnig því samfélagi sem þau koma til með að móta þegar þau fullorðnast.“ ... „Við þurfum að sammælast um að nauð- syn sé á átaki til að hvetja ungt fólk til aukinnar andlegrar virkni og búa það þannig sem best undir fullorðinsárin og nýjar og síbreytilegar áherslur á komandi tímum.“ Fjársjóður til framtíðar Þórdís hefur reynslu af tónlistar- kennslu með tölvum og ráðleggur tónmenntakennurum að skella ekki skollaeyrum við tímans þunga nið og þeirri þróun sem orðið hefur í tölvum og tölvuforritum hvað tónlist varðar. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég spyrnti við fótum þegar mér var boð- ið að taka þátt í þróunarvinnu í tölv- um fyrir tveimur árum,“ segir hún. „Ég sá ekkert skapandi við tölvur þvert á móti hafði ég fyllt flokk þeirra sem varað höfðu við of mikilli tölvu- notkun þar sem ég taldi að það gæti svæft frumkvæði, sköpun og sjálf- stæða hugsun nemenda.“ Núna er tölvan kærkomin viðbót við hljóðfærakostinn fyrir eldri nem- endur, að hennar mati. Sú tónsköpun og tónlistarsmíð sem nemendur vinna í tölvu byggist nefnilega á þeirri tónlistarupplifun og þeirri tón- menntakennslu sem þeir hafa áður fengið. Grunnþættir tónlistar og tón- listarhugtök eins og form, blær, ’ Í KHÍ eru fimmtónmenntakenn- aranemar á öðru ári og einn á þriðja ári. Í tónmenntakenn- aradeild TR eru nú aðeins nemendur á þriðja ári. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.