Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fær› flú borga› fyrir a› spara? LÖGREGLAN í Kópavogi færði níu erlenda ríkisborgara til yfirheyrslu í gær en grunur leikur á að þeir hafi unnið hér á landi án atvinnu- eða dvalarleyfis. Hjá Útlendingaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að stofnunin hefði óskað eftir því við lögregluna í Kópa- vogi að hún kannaði stöðu mann- anna. Að öðru leyti væri málið í höndum lögreglu. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins unnu þeir all- ir við að reisa nýtt fjölbýlishús í Sala- hverfi. Lögreglan fór á byggingarsvæðið um hádegisbil í gær og flutti menn- ina til yfirheyrslu. Túlkur var feng- inn til að aðstoða lögreglu en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru flestir þeirra, ef ekki allir, frá Eystrasaltslöndunum. Reynist grunurinn réttur um að mennirnir hafi hvorki verið með at- vinnu- eða dvalarleyfi er líklegt að þeir hafi komið til landsins sem ferðamenn. Grétar Sæmundsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Kópavogi, vildi ekki staðfesta hverrar þjóðar menn- irnir eru í samtali við Morgunblaðið í gær. Mennirnir væru þó allir frá löndum utan EES-svæðisins. Verið væri að kanna hvort atvinnu- og dvalarleyfi þeirra hefðu verið í lagi. Grétar sagði að slíkt tæki tíma en hann bjóst við það myndi skýrast fljótlega. Yfirheyrslur yfir mönnunum stóðu yfir fram á kvöld en ekki var ljóst hvort þeim yrði sleppt að þeim loknum. Jafnframt voru teknar skýrslur af atvinnuveitanda mann- anna og öðrum yfirmönnum þeirra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er málið talið umfangsmikið og að svipuð brot hafi jafnvel staðið yfir í alllangan tíma. Níu erlendir ríkis- borgarar yfirheyrðir Grunur leikur á að þeir hafi unnið hér án atvinnu- eða dvalarleyfis PÓSTMIÐSTÖÐ Íslandspósts við Stórhöfða var rýmd og henni lokað um hádegisbilið í gær vegna tor- kennilegs dufts sem fannst í ábyrgð- arpóstsendingu sem barst frá Íran. Mikil röskun verður á póstdreifingu vegna þessa atviks en póstmiðstöðin verður ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi um hádegi í dag að ráði sóttvarna- læknis. Að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra Íslandspósts, hefur þetta í för með sér að engin dreifing verður á pósti í dag. ,,Við verðum svo bara að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar. Vegna þessa er alveg ljóst að starfs- menn póstmiðstöðvarinnar á Stór- höfða 32 og allir bréfberar landsins þurfa í rauninni ekki að mæta í vinnu í fyrramálið, því það er ekkert að gera fyrir þá,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. 13 starfsmenn póststöðvarinnar voru sendir í læknisrannsókn og í lyfjameðferð gegn hugsanlegu smiti í gær. Póstsendingin er nú til rann- sóknar á rannsóknarstofu Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í veirufræði. Lögreglu barst í gær tilkynning um að torkennilegt duft hefði fundist í bögglapósti til íbúa í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Var maðurinn sendur í læknisrannsókn og duftið tekið til rannsóknar. Í gærkvöldi voru hjón í Hafnarfirði sett á fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn miltisbrandi en maðurinn gerði lögreglu aðvart um að hann hefði opnað erlenda póstsendingu og feng- ið yfir sig hvítt duft. Hjónin búa í stórri íbúðarblokk og hefur íbúð þeirra verið innsigluð. Fyrirtæki hafa stóraukið öryggis- ráðstafanir vegna póstsendinga í kjölfar miltisbrandstilfellanna í Bandaríkjunum og færst hefur í vöxt að þau láti starfsmenn sína opna er- lendan póst með hönskum. Ákveðið var hjá Íslandsbanka í gær að allur erlendur póstur fyrirtækisins myndi framvegis verða flokkaður frá öðrum pósti og opnaður í sérstöku húsi á lóð bankans við Kirkjusand. Búnaðarbankinn ætlar einnig að endurskoða öryggisreglur sem starfsmenn hans hafa unnið eftir. Starfsmenn sem meðhöndla erlendan póst hjá Íslandsbanka eru með gúmmíhanska og grímur fyrir önd- unarfærum þegar þeir opna póstinn. Starfsmenn Eimskips, sem m.a. taka á móti pósti til erlendra sendi- ráða á Íslandi, hafa óskað eftir að pósturinn komi í sérstökum grindum svo að þeir þurfi ekki að handfjatla hann. Ekkert bendir til að duft sem féll úr umslagi í Landsbanka Íslands við Austurstræti sl. þriðjudag hafi inni- haldið miltisbrand, skv. frumniður- stöðum úr rannsókn á efninu. Póstmiðstöð Íslandspósts lokað vegna dufts í ábyrgðarsendingu frá Íran Öll dreifing á pósti fellur niður í dag Morgunblaðið/Júlíus Meinatæknarnir Hjördís Gunnarsdóttir og Sigfús Karlsson, á áhættu- rannsóknarstofu sýkla- og veirufræðideildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, búa sig undir rannsókn á duftinu, sem barst í ábyrgðarsend- ingu á póstmiðstöð Íslandspósts í gær.  Starfsmenn með/38 REFIR og minkar og fleiri dýr Hús- dýragarðsins í Laugardal hafa sett upp vetrarfeldinn enda farið að kólna og frostið að herða. Með vetr- arkomunni þarf líka að gefa dýr- unum reglulega enda allt að því jarðbönn og lítið að hafa utan dyra. Skepnurnar kippa sér hæfilega mikið upp við mannaferðir en á vet- urna eru það einkum grunn- skólabörn sem sækja ýmsa fræðslu í Húsdýragarðinn en hann er opinn alla daga milli kl. 10 og 17. Um fjögur þúsund manns heimsækja Húsdýragarðinn í mánuði hverjum að vetrinum en tífalt fleiri yfir sum- armánuðina. Morgunblaðið/RAX Loðfeldur- inn tilbúinn  Vetrarsvipur/6 FYRSTU vísbendingar úr hljóð- endurvarpsmælingum norska olíu- leitarfyrirtækisins InSeis á suður- hluta Jan Mayen-hryggjarins í íslensku lögsögunni staðfesta að þar er að finna setlög þar sem olía gæti hafa myndast. Dag O. Lar- sen, leiðangursstjóri í mælingun- um í sumar, segir að vissulega sé möguleiki á því að þarna sé olíu að finna. „Aðstæður þarna eru ekki ósvip- aðar og undan Mið-Noregi þar sem er að finna miklar olíulindir. Ef jarðlögin reynast einnig vera svipuð eru góðar líkur á því að þarna sé olía. Þetta vitum við ekki enn og fyrr eða síðar þurfa menn að bora til þess að fá úr því skorið og ég tel að íslensk stjórnvöld eigi að fara að huga að þeim mögu- leika. Ef þróunin verður eins og við teljum og vonum kunna að líða tvö til þrjú ár þangað til menn fara að leita hófanna um að fá að bora þarna eftir olíu.“ Frekari rannsóknir í sumar Anders Farestveit, stjórnarfor- maður InSeis, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að félagið ætli að framkvæma frekari rannsóknir næsta sumar. InSeis stundar ekki olíuvinnslu heldur aðeins olíuleit og aflar sér tekna með því að selja olíufélögunum rannsóknarniður- stöður. Anders segir að félagið muni lík- lega ræða við sex til sjö stærstu olíufélögin. Dag O. Larsen segir að næsta skref sé að greina betur þau gögn sem safnað var og eiga nið- urstöður þeirrar greiningar að liggja fyrir einhvern tíma upp úr áramótum. Dag segir að til þess að fá end- anlega úr því skorið þurfi að koma til boranir og oft þurfi að bora víða áður en olía finnst. „Það er byrjað að bora eftir olíu við Færeyjar, þar voru boraðar þrjár holur í sumar en engin olía fannst. Ég er hins vegar viss um að þarna eigi eftir að finnast olía þótt ekki hafi heppnast að finna hana í sumar. Ég minni til dæmis á að menn hafa leitað að olíu í Barentshafi i mörg ár en það var ekki fyrr en á þessu ári að það fannst almennilegt magn af olíu.“ Fyrstu olíuleitarmælingar á Jan Mayen-hryggnum Jákvæðar vísbendingar  Binda vonir/39 HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að samkeppnisstaða Íslands kynni að versna við upptöku evrumyntar víða í Evrópu um næstu áramót. Sagði hann að tilkoma evrunnar sem eiginlegs gjaldmiðils markaði vatna- skil í þróun Evrópusambandsins og afleiðingin yrði sú, að samkeppnis- staða íslenskra fyrirtækja kynni að verða lakari en fyrirtækja innan Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu. Halldór lét þessi orð falla í svari við fyrirspurn Rannveigar Guð- mundsdóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar. Halldór sagði kosti evr- unnar fyrir evrópska neytendur vera augljósa. Vextir myndu væntanlega lækka og samanburður á verðlagi milli landa yrði auðveldari. Hins veg- ar yrði ekki auðveldara að tryggja stöðugt gengi íslensku krónunnar og einnig væri vaxtamunur milli Íslands og viðskiptalandanna erfiður, en áhrif hárra vaxta á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja hefðu mjög ver- ið í deiglunni. Taldi hann að stöðugt þyrfti að meta kosti þess og galla að standa utan myntbandalagsins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Staða fyrirtækja getur versnað vegna evru  Samkeppnisstaða/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.