Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ – töfraheimur á sviði Íslensku óperunnar Sími miðasölu: 511 4200 XU WEN ÓLAFUR KJARTAN Papagenó er fuglafangari næturdrottningarinnar. Hann er náttúrubarn og kveðst vera fullkomlega ánægður svo lengi sem hann fái að sofa, borða og drekka. Mest af öllu þráir Papagenó þó að eignast kærustu og verður loks að ósk sinni þegar hann hittir Papagenu. Papagena er kærasta Papagenós. Þegar Papagenó hittir hana fyrst er hún gömul og ljót kerling en losnar úr álögum þegar Papagenó kyssir hana og heitir henni eilífri ást. Saman ætla þau Papagena og Papagenó að eignast marga litla Papagenóa og Papagenur. Síðasta fjölskyldusýningin verður sunnudaginn 11. nóv. Papagenó tekur á móti yngri áhorfendum kl. 16 og sýningin hefst kl. 17. Fáar sýningar eftir – athugið breytilegan sýningartíma. Gefðu þig ævintýrinu á vald! KAMMERSVEIT Reykjavíkur, Blásarakvintett Reykjavíkur og Richard Simm píanóleikari voru með- al þeirra sem fóru til Japans í tilefni af því að sendiráð Íslands var opnað við hátíðlega athöfn í Tókýó. Komu tónlistarmennirnir fram á þrennum tónleikum í höfuðborg Japans. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og formað- ur Kammersveitar Reykjavíkur, sagði, að það hefði verið ævintýri lík- ast að fá þetta tækifæri til að flytja ís- lenska tónlist fyrir japanska áheyr- endur. „Undirbúningur ferðar okkar hófst undir forystu Ólafs Egilssonar, sendiherra í Japan og Kína, en hann skapaði fyrstu tengslin við hina jap- önsku skipuleggjendur, á meðan hann var enn sendiherra í Japan. Hugmynd hans var að nýta þá at- hygli, sem nýja sendiráðið nyti, til að kynna einnig íslenska menningu. Auk tónlistar var íslensk myndlist kynnt, sýndar voru íslenskar kvikmyndir og einnig geta okkar Íslendinga í karate. Tónlistin var flutt undir heitinu Ice- land Music Festival sem Akijoshi Nakamura skipulagði.“ Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur voru haldnir 24. október, Blásarakvintett Reykjavíkur lék 27. október en Rut Ingólfsdóttir og Richard Simm komu fram 29. október. Félagarnir í Blás- arakvintettinum léku flestir með Kammersveitinni á tónleikum hennar sem Rut segir að hafi verið vel og skemmtilega undirbúnir og vandað hafi verið til efnisskrárinnar. „Við lékum í Saitama Arts Theatre sem myndar skemmtilega þyrpingu með fjórum mjög þekktum sölum. Hamra- hlíðarkórinn söng þar á sínum tíma og þar var einnig efnt til Friðarstefnu árið 1995 sem Vigdís Finnbogadóttir sótti. Salur tónleika Kammersveitar- innar er frábær, fallegur og með stór- kostlegum hljómburði. Fyrir okkur tónlistarmenn frá Íslandi er alltaf einstakt að fá tækifæri til að leika í slíkum hágæðasölum. Voru allir sal- irnir þar sem við lékum mjög góðir en þessi þó hinn besti.“ Regnboginn á gólfinu Rut segir að hitt hafi ekki síður vakið athygli Íslendinganna en góðir salir, hve mikla alúð Japanir lögðu í allan undirbúning. „Fyrirfram vildu þeir fá mjög nákvæmar lýsingar á uppröðun á tónleikum Kammersveit- arinnar og hvernig við myndum sitja í einstökum verkum því að fjöldi hljóð- færaleikaranna er breytilegur eftir þeim. Á tónleikunum eins og á æfing- unni á undan var síðan fjöldi manna, sem sá um að uppröðun væri ná- kvæmlega rétt, svo nákvæm að áður en við komum inn á sviðið hafði verið sest í hvern einasta stól á sviðinu til að mæla fjarlægð hans frá nótnapúlt- inu. Þeir höfðu einnig á æfingunni límt gul, rauð, græn og blá strik á sviðsgólfið og stóð litur fyrir hvert verk og var stólum raðað eftir litun- um. Okkur fannst þessi umhyggja og natni í einu orði sagt stórkostleg. Jafnvel þegar við Richard Simm komum aðeins tvö fram á tónleikum og höfðum sagt að flygillinn yrði á sama stað alla tónleikana og líka nótnapúltið mitt vildi sviðsstjórinn, sérfróður um skipulag tónleika, vera viðstaddur og fara yfir allt á sviðinu af mikilli nákvæmni áður en við gengjum inn á það. Píanóstillararnir unnu líka af slíkri nákvæmni að ekki var unnt að hefja æfingu fyrr en á umsaminni mínútu því að þeir nýttu þann tíma sem þeir höfðu ætlað sér til fulls. Eftir æfinguna fóru þeir aftur vandlega yfir hljóðfærið og í tónleika- hléi áður en Anna Guðný Guðmunds- dóttir átti að koma fram gættu þeir að því að allt væri örugglega í lagi með flygilinn. Það var ánægjulegt að kynnast þessari einstöku fag- mennsku Japananna.“ Tónlistinni vel tekið Rut segir að tónleikarnir hafi tek- ist mjög vel. Í prentaðri efnisskrá voru ávörp Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, Yoshihiko Tsuch- iya, héraðsstjóra í Saitama, mikils Ís- landsvinar, og norrænu sendiherr- anna sem buðu Ingimund Sigfússon, sendiherra Íslands, og Valgerði Vals- dóttur, konu hans, velkomin í þeirra hóp. Þessir aðilar, makar þeirra, Ragnar Baldursson sendifulltrúi og margir Íslendingar hlýddu á tón- leikana. „Það voru mikil bravóhróp eftir verkið hans Þorkels Sigur- björnssonar, Af mönnum. Við lukum tónleikunum með Ísrappi Atla Heim- is Sveinssonar. Í kammersveitarút- gáfunni telur hljómsveitin upphátt í hluta verksins. Ákváðum við að telja fyrri helminginn á íslensku en hinn síðari á japönsku til að skemmta áheyrendum með dálitlu gríni. Hlaut þetta mjög góðar undirtektir og þar sem við höfðum ekkert aukalag lék- um við seinni hluta rappsins aftur í lok tónleikanna.“ Japanskar tónlistarkonur með Einar Jóhannesson, klarinettuleik- ari Blásarakvintetts Reykjavíkur og félagi í Kammersveit Reykjavíkur, er sammála Rut um að tónleikaferðin til Japans hafi tekist vel. „En það sem ég er nú stoltastur af er að hafa hug- kvæmst að biðja Jónas Tómasson að semja verk fyrir okkur til að leika í Japan. Ég veit að Jónas er mjög heill- aður af þessu landi hinnar rísandi sól- ar. Hann fann ljóð eftir Issa, japanskt hækuskáld frá því um aldamótin 1800. Ljóðið er í þessum japanska naumhyggjustíl en andrúmsloftið og stemmningin samt svo sterk. Hann samdi úr þessu verk fyrir söngrödd og blásarakvintett. Japanirnir fundu svo söngkonu fyrir okkur, Masako Shindo að nafni, sem reyndist vera al- veg frábær. Hún hafði svo fallega framkomu – var falleg sjálf og lagði alveg sál sína í að koma þessu vel til skila. Hún söng á japönsku, en við vorum með hvísl hljóð með sem áttu að skapa dulúð og stemmningu í kringum þetta. Ég vona bara, úr því þessi samskipti eru komin á, að við getum flutt þetta verk hér heima með japönskum söngvara. Þetta var stærsta rósin í okkar hnappagati í Japan. Við spiluðum líka sextett fyrir pí- anó og blásara eftir Poulenc og feng- um með okkur japanskan píanóleik- ara, Shuko Iwasaki, sem er bæði mjög þekkt og virtur píanóleikari. Við fórum tvisvar heim til hennar og sáum þar myndir þar sem hún lék með Pablo Casals og fleiri heims- þekktum hljóðfæraleikurum. Það var mjög merkilegt að koma inn á jap- anskt heimili. Hún býr í fjölbýlishúsi þar sem hún er með stúdíó fyrir sjálfa sig, en íbúðin er annars staðar í hús- inu. Hún bauð okkur ekki bara í stúd- íóið, heldur líka í íbúðina og meira að segja inn í það allra helgasta sem er teherbergið. Þar var bara pappírs- rennihurð og mottur á gólfum og ekk- ert annað og það snart okkur mjög að hún skyldi sýna okkur þessa virð- ingu. Eftir tónleikana var löng röð fólks sem beið eftir að þakka henni og sýna henni virðingu sína. Virðingar- stiginn sem ríkir í Japan varð okkur mjög ljós þarna.“ Einar Jóhannesson segir að það sem gladdi þá Blásara- kvintettsmenn hvað mest í Japans- ferðinni hafi verið að kynnast eigin- manni Shuko Iwasaki, Shigero Joho. „Hann er yfirmaður tónlistarbóka- safns Útvarpshljómsveitarinnar í Tókýó og mikill fróðleiksbrunnur, en er nú kominn á eftirlaun. Hann fór með okkar hóp um alla borg, meðal annars á tónleika með Wolfgang Sawallisch. Hann þekkir alla helstu tónlistarmenn sem til Japans hafa komið og var vinur Karajans, en er um leið einstaklega auðmjúk og hlý manneskja. Þau hjónin voru stöðugt að gefa okkur gjafir og hann gaf okk- ur meðal annars tónlistarorðabók eft- ir hann á mörgum tungumálum, með- al annars á japönsku og kínversku. Gæði þessa manns eiga eftir að sitja í minninu um ókomna tíð.“ Blásara- kvintett Reykjavíkur lék einnig í garðveislu við opnun sendiráðsins. „Við lékum eitt Mozart divertimento og rétt náðum að ljúka okkur af áður en íslenskir karatemenn fóru á flug með ótrúlega glæsilega sýningu.“ Einar tekur undir orð Rutar Ing- ólfsdóttur um að viðtökur Japana hafi verið hlýjar og innilegar og að áhugi þeirra á menningarsamskiptum þjóð- anna hafi verið gríðarlega mikill. Hann nefnir þessa ferð sem dæmi um hve vinnusvæði íslenskra tónlistar- manna er orðið víðfeðmt. „Ég er nú búinn að fara í þrjár ferðir þangað austur og kem alltaf djúpt snortinn til baka frá Tókýó.“ Japönum líkaði Sveinbjörn Síðustu tónleikarnir á þessari ís- lensku hátíð voru 29. október í Sug- inama Session Hall, þegar þau Rut og Richard Simm komu fram. „Tónleik- arnir voru mjög vel sóttir,“ segir Rut, „og okkur þótti þeir takast frábær- lega. Af einstökum verkum hlaut fiðlusónatan eftir Sveinbjörn Svein- björnsson bestar undirtektir áheyr- enda, virtist hún falla fólki mjög vel í geð og það gullu við bravóhróp. Þetta er hugljúft og fallegt verk sem verð- skuldar svo góðar viðtökur. Margir stóðu á bakvið tónlistarhátíðina, þar á meðal íslensk og japönsk fyrirtæki, vináttufélög Norðurlandanna og Jap- ans auk Íslandsvina. Lögðu fulltrúar félaganna sig fram um að gera tón- leikahallirnar sem fallegastar með blómaskreytingum auk þess að auð- velda hljóðfæraleikurum dvölina með hvers kyns aðstoð og margir gáfu hljóðfæraleikurunum litlar gjafir til minningar um ferðina.“ Rut segir að Sasakawa-sjóðurinn undir for- mennsku Jóhannesar Nordals hafi styrkt Kammersveitina til þessarar ferðar, en einnig hafi SH, SÍF, Ferðaskrifstofa Íslands, Skrifstofa Flugleiða í Tókýó auk fjölmargra jap- anskra fyrirtækja og stofnana styrkt tónleikaferð íslensku tónlistarmann- anna til Japans. „Það kom mér skemmtilega á óvart hve virk vináttufélögin eru þarna hin- um megin á hnettinum. Við hittum fleiri en ég vænti sem höfðu komið til Íslands og töluðu jafnvel íslensku. Var það mál allra að samband þjóð- anna mundi enn styrkjast, eftir að sendiráð okkar í Tókýó og Japana hér á landi eru tekin til starfa. Eitt er víst, íslenskri tónlist var vel tekið af Jap- önum og það var ánægjulegt fyrir okkur öll að fá tækifæri til að taka þátt í þessari einstöku tónlistarhá- tíð.“ Íslenskir tónlistarmenn komu fram á þrennum tónleikum í Japan á dögunum Kammersveit Reykjavíkur í tónleikasalnum góða. Japanir hlýir og afar fagmannlegir Richard Simm píanóleikari og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.