Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 43 ÓLAFUR Björns- son, prófessor, lést á árinu 1999. Hann var þjóðkunnur sem fræði- maður og háskólakenn- ari. Hann hafði jafn- framt mikil afskipti af stjórnmálum og sat á Alþingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í 15 ár. Eins og eðlilegt er átti hann harða andstæðinga í stjórnmálabaráttunni en andstæðingar jafnt sem samherjar virtu hann mikils sem fræði- mann og mikinn heið- ursmann. Á árinu 1975 birtist alllöng blaða- grein eftir Ólaf sem bar yfirskriftina: „Tekjuskattur – sérskattur á laun- þega.“ Greinin vakti mikla athygli og undir þau sjónarmið, sem þar komu fram, var víða tekið bæði í ræðu og riti. Niðurstaða Ólafs var þessi: „Tekjuskattar, hvort heldur til ríkis eða bæjar- og sveitarfélaga, verða í framkvæmd sérskattar á tekjur þeirra er vinna í þjónustu annarra, þar eð aðrir geta nokkurn veginn ákveðið sjálfir skattlagningu sína.“ Ólafur benti á það athyglisverða at- riði að í danskri skattalöggjöf hefði verið heimilaður sérstakur launþega- frádráttur er nemi 10% af skattskyld- um tekjum allra launþega og að slík- ur frádráttur jafni metin milli launþega og annarra svo langt sem það nær en auðvitað engan veginn að fullu. Skattsvikin Nú eru liðin 26 ár frá því að þessi blaðagrein Ólafs birtist. Hefur tekju- skatturinn á þessu árabili misst rétt- nefnið launþegaskattur? Því miður verður að svara því neitandi. Opin- berar skýrslur og aðrar upplýsingar benda eindregið til þess að lítt eða ekki hafi dregið úr heildarskattsvik- um og að skattasiðferði hafi almennt hrakað. Með hliðsjón af niðurstöðu opin- berrar nefndar á árinu 1993 má áætla að ríflega 20 milljarðar kr. muni ekki skila sér til hins opinbera á árinu 2002 vegna skattsvika. Því til samanburð- ar má nefna að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2002 eru heildarútgjöld menntamálaráðuneytisins til háskóla og rannsókna og til framhaldsskóla áætluð rúmlega 18 milljarðar króna. Að sjálfsögðu er vegið að rótum réttarríkisins ef stórir hópar í þjóð- félaginu geta ákveðið með hliðsjón af sínum fjárhagslegu hagsmunum að hlíta sumum lögum en öðrum ekki. Í okkar fámenna þjóðfélagi blasir það misrétti sem í þessu felst enn betur við í daglegu lífi en reyndin er í stærri þjóðfélögum. Lækkun skatt- hlutfalls Eitt grundvallar- ákvæðið í stjórnarskrá okkar er að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Með hliðsjón af því hlýt- ur það að vera umhugs- unarefni hve langt er hægt að ganga í því að lögfesta mismunandi skatthlutföll í almenn- um tekjuskatti þar sem mismununin ræðst af einföldum formsatrið- um án þess að nokkur raunverulegur mis- munur sé á eðli og umhverfi tekjuöfl- unarinnar. Í lagafrumvarpi sem nú hefur verið lagt fram er meðal annars gert ráð fyrir að skatthlutfall lögaðila lækki úr 30% í 18%. Þar með er boðið upp á stórfellt skattahagræði með mjög einfaldri formbreytingu atvinnu- rekstrar úr einkarekstri í einkahluta- félag. Eftir breytinguna yrði hlutfall tekjuskatts og fjármagnstekjuskatts af hagnaði félags samtals 26,2% (þá væri búið að færa til gjalda hjá félag- inu reiknað endurgjald samkvæmt neðanskráðu) en ef samsvarandi fjár- hæð væri greidd sem laun væri hið al- menna hlutfall að meðtöldu útsvari um 38% en um 45% á fjárhæðir sem falla undir sérstakan tekjuskatt. Hér er því farið að muna mjög miklu á sköttum einstaklings með rekstur í formi einkahlutafélags og sköttum launamanns. Í 28. gr. fyrirliggjandi frumvarps eru tæknileg ákvæði er varða skyldu manna sem atvinnurekstur stunda til að reikna sér endurgjald sem ekki skal vera lægra en launatekjur launa- manns hefðu orðið ef starfið hefði verið unnið fyrir ótengdan eða óskyldan aðila. Í athugasemdum með greininni segir meðal annars að í þessari grein felist styrking og nánari fyrirmæli um viðmiðun en er að finna í núgildandi ákvæðum um þetta efni. Ég fæ þó ekki séð að hin nýju ákvæði geti breytt neinu sem máli skiptir á þessu sviði. Hvað er til ráða? Ég tel rökrétt og framkvæmanlegt að þær miklu tekjuskattslækkanir sem fyrirhugaðar eru verði bundnar við tilteknar atvinnugreinar með hlið- sjón af þeim röksemdum um alþjóð- lega samkeppni og fleira sem tillög- urnar byggjast á. Ljóst er til dæmis að fjölmörg innlend þjónustustarf- semi mundi ekki falla undir slíka skil- greiningu. Þótt þessi starfsemi sé mikilvægur þáttur í þjóðarbúskapn- um á hún ekki í harðri samkeppni við erlenda aðila, hún er ekki á leiðinni úr landi af skattaástæðum og erlendir aðilar á þessum sviðum munu ekki flytja til Íslands þótt skattahlutfalli verði breytt. Þá tel ég jafnframt koma til álita að binda skattalækk- unina við að reksturinn sé í hluta- félagsformi en ekki í formi einka- hlutafélags eða í öðrum félags- formum. Setja mætti reglur um undanþágu um félagsformið í ákveð- inn tíma hverju sinni þegar í hlut eiga ný fyrirtæki eða aðrar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að skil- greiningar af þessu tagi geti orðið auðveldar og átakalausar en þær eru að mínu mati bæði rökréttar og fram- kvæmanlegar. Vissulega yrði hér um mismunun að ræða milli atvinnu- greina en hún mundi byggjast á mis- munandi stöðu í hinu alþjóðlega rekstrarumhverfi og sú mismunun er allt annars eðlis en það aukna mis- rétti í skattheimtu sem nú er stefnt að milli þeirra sem semja um laun sín við ótengda aðila og þeirra sem semja við sjálfa sig um laun innan eigin at- vinnurekstrar. Baráttan við skattsvikin mun að sjálfsögðu aldrei vinnast að fullu en ef rétt er tekið á þessu mikla vandamáli mun töluverður árangur nást smám saman. Leita þarf allra leiða til að gera skattsvikin áhættusamari en nú er. Til dæmis þarf að stækka þann hóp vel menntaðs fólks sem nú fæst við skattaeftirlit og skattsvikarar þurfa að eiga það meira á hættu en verið hefur að nöfn þeirra verði birt opinberlega. Ef þeir sem greiða tekjuskatt í þessu landi standa saman og leita úr- bóta má bera þá von í brjósti að á næsta aldarfjórðungi náist meiri árangur í því að breyta tekjuskatt- inum úr launþegaskatti í almennan tekjuskatt en náðst hefur á þeim ald- arfjórðungi sem liðinn er frá því að Ólafur Björnsson skrifaði blaðagrein sína. Framangreindar löggjafartil- lögur eru hins vegar stórt skref í öf- uga átt. Tekjuskatturinn – sér- skattur á launþega? Sveinn Jónsson Skattamál Baráttan við skattsvikin mun að sjálfsögðu aldrei vinnast að fullu, segir Sveinn Jónsson, en ef rétt er tekið á þessu mikla vandamáli mun töluverður árangur nást smám saman. Höfundur er löggiltur endurskoðandi. ÞRIÐJUDAGINN, 30. október sl. birtist grein hér í Morgun- blaðinu eftir Inga Eld- járn Sigurðsson vá- tryggingamiðlara þar sem hann gerir tilraun til þess að verja starfs- hætti vátryggingamiðl- ara með því að kasta rýrð á starfsemi ís- lenskra líf- og skaða- tryggingafélaga. Ingi kýs að forðast kjarna málsins og horfa fram hjá alvarleika um- fjöllunar Fjármálaeft- irlitsins um vátrygg- ingamiðlun hér á landi sem fram kom á ársfundi þess nýver- ið. Hann fellur þess í stað í þá gildru að skreyta grein sína með órökstudd- um slagorðum og fullyrðingum sem einkenna gjarnan óvandaða sölu- mennsku. Fyllir hann grein sína af lofgjörðum um erlend trygginga- félög og níðir skóinn af þeim ís- lensku. Í ljósi ummæla hans um íslensku vátryggingafélögin vekur það mikla furðu hvers vegna Ingi og aðrir vá- tryggingamiðlarar hafa ,,ítrekað“ sóst eftir samstarfi við þau félög. Vátryggingamiðlarar eiga að gefa upp þóknun sína Mál þetta snýst um það hvort vá- tryggingamiðlarar starfi hér sem óháðir miðlarar sem gæti hagsmuna vátryggingataka og hvort sá kostn- aður sem felst í milligöngu þeirra sé forsvaranlegur. Til þess að hnekkja þeim efasemdum sem fram hafa komið um hlutleysi vátryggingamiðl- ara og sölumanna þeirra hljóta vá- tryggingamiðlarar nú að nota tæki- færið og upplýsa almenning um þá þóknun sem þeir fá fyrir milligöngu um söfnunartryggingasamninga við þau félög sem þeir hafa flesta samn- inga við, erlend og innlend. Samkvæmt núgildandi lögum ber vátryggingamiðlara að gefa upp þóknun sína af einstökum samning- um ef viðskiptamaður fer fram á það. Lagaákvæði þetta er að sjálfsögðu sett til varnar neytendum og er ætl- að að útiloka hlutdrægni miðlara og afstýra því að hann leggi mesta áherslu á þær tryggingar og sparn- aðarleiðir sem gefa honum mest í aðra hönd. Margt bendir til þess að full þörf sé á að styrkja þetta ákvæði laganna þar sem viðskiptavinum hafi alls ekki verið ljós réttur sinn til slíkra upplýsinga og mæla fyrir um skyldu miðlara til þess að gefa þókn- unina ætíð upp, ótilkvaddir. Slíkt er t.d. í Danmörku. Neytandinn hlýtur einnig að spyrja hvort vátryggingamiðlun fylgi viðbótarkostnað- ur, hvort starfsemi vá- tryggingamiðlunar hafi fært ódýrari trygging- ar inn á markaðinn og hvort innkoma þeirra hafi orðið til þess að samkeppni í iðgjöldum hafi harðnað. Ekkert bendir til þess, þvert á móti eru ýmis rök fyrir hinu gagnstæða. Það vekur t.d. óneitanlega athygli að búnar hafa verið til nýjar útgáfur trygginga og sparnað- ar sem eingöngu eru kynntar hjá vá- tryggingamiðlurum en félögin sem að baki standa bjóða aðra fullkom- lega sambærilega kosti og með mun lægri sölukostnaði ef fólk snýr sér beint til þeirra. Hér mætti t.d. taka dæmi um sparnaðarleiðir undir heit- inu Certus og hins vegar viðbótarlíf- eyrissparnað undir heitinu Vista. Fram kom í sunnudagsblaði Mbl. 21. október sl. að vátryggingamiðlarar fá sem nemur fyrstu 6 mánaðar- greiðslum fyrir að koma Vista samn- ingi Kaupþings á. Getur verið að þeir sem fara á skrifstofur Kaupþings eða sækja um á heimasíðu þeirra geti byrjað að spara strax í algjörlega sambærilegum sparnaði án alls upp- hafskostnaðar? Getur verið að þetta sé dýrasti lífeyrissparnaður sem neytendum býðst á Íslandi en um leið sá sem vátryggingamiðlarar halda að fólki? Upplýsa vátryggingamiðlarar kaupendur Vista lífeyrissparnaðar um þennan kostnað í samanburði við aðra sambærilega valkosti? Er þetta ef til vill talandi dæmi um óþarfan milliliðakostnað vátrygg- ingamiðlarans og hverra hagsmunir þar eru í fyrirrúmi? Hvers vegna gerir Samlíf ekki samninga við vátryggingamiðlara? Þar sem Inga er allnokkuð niðri fyrir um áhugaleysi íslenskra vá- tryggingafélaga við að eiga viðskipti við vátryggingamiðlara get ég skýrt afstöðu Samlífs, þess félags sem ég er í forstöðu fyrir. Það er rétt hjá honum að ítrekað hafa vátrygginga- miðlarar leitað eftir samningi við Samlíf, sem er stærst líftrygginga- félaga landsins. Þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði þar sem við treyst- um okkur ekki til þess að hækka kostnað viðskiptavina af sparnaðar- leiðum og tryggingum einungis til þess að mæta þörfum vátrygginga- miðlara fyrir há sölulaun. Flóknara er það nú ekki. Vonandi getum við Ingi verið sam- mála um það að vönduð ráðgjöf um vátryggingar og langtímasparnað, með sem lægstum tilkostnaði fyrir neytendur, sé eina rétta markmiðið sem allir ættu að setja sér sem koma að þessum málum. Vátrygginga- miðlarar á villigötum? Ólafur Haukur Jónsson Höfundur er framkvæmda- stjóri Samlífs. Vátryggingar Í ljósi ummæla hans um íslensku vátrygginga- félögin, segir Ólafur Haukur Jónsson, vekur það mikla furðu hvers vegna Ingi og aðrir vá- tryggingamiðlarar hafa „ítrekað“ sóst eftir sam- starfi við þau félög. TÖLVUPÓSTUR er orðinn sá sam- skiptamáti sem flestir nota í samskiptum sín á milli vegna þess hve ódýrt og þægilegt það er að nota tölvupóst. Fæstir gera sér hins vegar grein fyrir því hvað tölvupóstur er í eðli sínu opinn sam- skiptamáti og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir ein- staklinga og fyrirtæki ef þessi tækni sé mis- notuð. Í vor voru sam- þykkt lög frá Alþingi er varða svokallaðar rafrænar undirskriftir. Þessi tækni er nú óð- um að ryðja sér til rúms en með henni má segja að tölvupóstur sé að færast á sama stall og bréfleg samskipti að því er varðar öryggi og áreiðanleika. Það er sannarlega tím- anna tákn að með þessum lögum skap- ast sá lagagrundvöllur sem þarf til að und- irritun í tölvupósti hafi sömu réttaráhrif og undirritun á papp- ír. Það á þó eftir að reyna á slíkt fyrir ís- lenskum dómstólum en að öllum skilyrðum uppfylltum varðandi form er ekkert laga- lega lengur í vegi fyr- ir að taka upp rafræn- ar undirskriftir. Rafrænar undir- skriftir eru í raun rafræn persónu- skilríki og ef þau eru gefin út af löggiltum vottunaraðila þá stað- festa þau að viðkomandi handhafi skírteinis sé sá sem hann/hún seg- ist vera. Rafrænar undirskriftir stuðla að öryggi í gagnasendingum því mað- ur getur verið öruggur með hver viðtakandinn er og það sem meira er, þar sem pósturinn er dulkóð- aður getur réttur viðtakandi einn opnað póstinn. Að senda tölvupóst í dag býður upp á jafnmikið öryggi og að senda allan póst til viðskiptavina og annarra í opnum bréfum frem- ur en umslögum. Einnig ber að benda á að fyrirtæki eiga að öllu jöfnu allan tölvupóst sem berst til starfsmanna sinna og þar kennir nú ýmissa grasa, eins og menn vita. Að nota rafrænar undirskrift- ir greinir á milli þess sem teljast formleg samskipti á milli fyrirtæk- is og viðskiptavinar og þess óform- lega ritmáta sem virðist í mörgum tilfellum regla, fremur en undan- tekning. Það er afskaplega einfalt að setja þetta í gagnið fyrir einstak- linga og þarf litla kunnáttu til. Þetta er í flestum tilfellum þegar innbyggt í flest tölvupóstforrit í notkun í dag og þarf einungis að sækja sér skírteini á netinu til að koma þessu í gagnið. Þessi skír- teini eru hins vegar misdýr eftir því hver tilgangur þeirra er en fyrir einstaklinga er það í flestum tilfellum mjög ódýrt ef ekki ókeyp- is eins og hjá http://www.thawte.- com/. Öryggi tölvupósts og dulritun Guðjón Viðar Valdimarsson Samskipti Rafrænar undirskriftir, segir Guðjón Viðar Valdimarsson, eru í raun rafræn persónuskilríki. Höfundur er viðskiptafræðingur og starfar við ráðgjöf í upplýs- ingamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.