Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNGUR piltur, sem lá með tvo brotna hryggj- arliði úti við vegkant eftir bílslys við Vatnsenda ofan Reykjavíkur, horfði á fjölda bíla aka hjá án þess að honum væri veitt hjálparhönd. Þetta gerðist jafnvel þótt hann hefði gert tilraun til að flauta á nokkra þeirra bíla sem óku hjá auk þess sem neyðarljós bílsins sem hann hafði ekið voru virk. Það var á föstudagsmorgun að Ívar Heim- isson, sem er 18 ára, var að aka í Víðidalnum þegar hann lenti útaf veginum. „Ég var að mæta bíl sem var á miðjum veginum en hann færði sig ekki og ég fór því út í hægri vegkantinn. Þegar ég var að fara inn á aftur missti ég stjórn á bíln- um og skaust út af veginum hinum megin. Þá lenti ég á röri sem liggur undir reiðveg þarna hjá og bíllinn stökk yfir allan veginn og stangaði jörðina en valt ekki.“ Ívar segir bílinn hafa endað um þrjá metra frá aðalveginum og þar hafi hann setið í dágóða stund. „Ég flautaði á nokkra bíla og blikkaði þá á fullu auk þess sem ég var með neyðarljósin á. Svona fjórir til fimm bílar keyrðu framhjá en þá gat ég ekki lengur setið inni í bílnum vegna verkja og varð að leggjast. Ég fór því út úr bíln- um og þar lá ég í grasinu og horfði á nokkra bíla fara fram hjá.“ Ívar áætlar að samtals hafi um 12–14 bílar ek- ið fram hjá honum. Loks, eftir 25–30 mínútur, tók hann það til ráðs að skríða aftur inn í bílinn. „Þá gat ég þetta ekki lengur. Mér leið mjög illa, það var skítakuldi og ég var allur í blóði og að drepast úr verkjum. Ég var orðinn blár á vör- unum og fingurnir gegnumfrosnir þannig að ég þurfti að skríða aftur inn í bíl og ná í símann og þannig náði ég að hringja í pabba. Ég þurfti reyndar fyrst að setja símann saman því hann fór allur í klessu, batteríið var afturí, framhliðin frammí og síminn undir sæti.“ Ívar er þess fullviss að bíllinn hans hafi ekki getað farið framhjá þeim sem óku hjá slys- staðnum. „Það er enginn hæðarmunur á þessum stað. Ég var bara þremur metrum frá veginum og bíllinn sneri á móti umferð með húddið.“ Í byltunni brotnuðu tveir hryggjarliðir og sá þriðji brákaðist auk þess sem Ívar nefbrotnaði. Hann hefur hins vegar verið fljótur að hressast og á sunnudeginum fékk hann að fara heim af spítalanum en þarf að vera í spelku sem styður við hrygginn þegar hann gengur. Hann segir læknana þó vilja meina að brotin hafi versnað við það að hann hafi þurft að hreyfa sig eins mik- ið á slysstað og raun bar vitni. Aftur á móti er hann þess fullviss að bílbeltin hafi bjargað því að ekki fór verr og þakkaði sérstaklega fyrir það í messu síðastliðinn sunnudag. Vegfarendur sinntu ekki ungum pilti sem slasaðist við útafakstur á föstudag Sá fjölda bíla aka hjá Morgunblaðið/Kristinn Ívar þakkar bílbeltunum að ekki fór verr. GUÐNI Ingólfur Guðnason lést í umferðarslysi í Svíþjóð á laugardag. Guðni Ingólfur var fæddur 31. jan- úar 1951. Hann var ókvæntur og barnlaus. Í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter er greint frá slysinu. Þar kemur fram að bíll hans bilaði á þjóð- vegi 73 á milli Stokkhólms og Nynås- hamn um klukkan 17 á laugardag. Guðni Ingólfur hugðist vekja athygli annarra vegfaranda á sér þegar bif- reið var ekið á hann. Vegur 73 er sagður hættulegasti vegkafli í Svíþjóð. Á laugardag voru aðeins liðnir fjórir dagar frá því mað- ur lést eftir að ekið var á hann við biðstöð strætisvagna við veginn. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Íslands í Stokkhólmi hafði Guðni Ingólfur verið búsettur þar í landi í sjö ár. Hann bjó skammt fyrir utan Stokkhólm. Beið bana í umferðar- slysi í Svíþjóð SAMKEPPNISSTOFNUN birti Goða Gunnarssyni, framkvæmda- stjóra Costgo, bréf í gær þar sem óskað var eftir eintaki af pöntunar- lista fyrirtækisins sem boðinn hefur verið almenningi í símasölu síðustu daga. Í bréfinu var þess krafist að eintakið bærist stofnuninni fyrir klukkan 16:00, að öðrum kosti yrði dagsektarúrræðum samkeppnislaga beitt. Ósk þessi var ítrekuð með tveimur símtölum til Goða og kvittaði hann fyrir móttöku bréfsins. Þrátt fyrir þessar ítrekanir barst pöntunarlist- inn ekki fyrir lokun skrifstofu Sam- keppnisstofnunar í gær og segir Anna Birna Halldórsdóttir hjá stofn- uninni að ákvörðun um dagsektir verði tekin í dag. Upphæð dagsekta er ekki stöðluð en tekin afstaða til hvers einstaks máls. Undir nánu eftirliti lögreglu Lögreglan í Reykjavík hefur málið til athugunar og segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn að náið sé fylgst með fram- gangi málsins. „Ef og þegar ástæða verður til grípum við inn í atburða- rásina,“ sagði Ómar Smári. Engar kærur hafa enn borist til lögreglunnar út af málinu en Ómar Smári segir marga hafa hringt með fyrirspurnir út af pöntunarlistanum. Dagsekt- um beitt á Costgo ♦ ♦ ♦ VEGURINN milli Djúpavogs og Hornafjarðar lokaðist í gærkvöld þegar þrjú snjóflóð féllu í Hvalnes- skriðum og Þvottárskriðum. Að sögn lögreglunnar á Höfn lentu engir bílar í flóðunum. Búist var við að fleiri flóð gætu fallið í nótt og var því ekki talið óhætt að ryðja veginn í gærkvöld en stefnt var að því að gera það í dag. Snjóflóð í Hvalnes- og Þvottárskriðum an í ábendingar siðanefndar um að ákveðin álitaefni heyrðu ekki undir hana. Sigurður Guðmundsson land- læknir vék sæti í málinu og var Lúð- vík Ólafsson, héraðslæknir í Reykja- vík, settur landlæknir í kærumálinu í kjölfarið. Kæran er í mörgum liðum og telst Högni hafa brotið 11. gr. læknalaga um varfærni og nákvæmni við útgáfu vottorða í nokkrum tilvikum. Meðal annars með því að láta hjá líða að geta tengsla sinna við ákærða í hæstaréttarmálinu, en hann hafði verið læknir hans frá því ákærða voru kynnt sakarefni tveimur árum og þremur mánuðum fyrr. Högni er einnig talinn hafa brugð- ist í því að sýna þá varkárni og ná- kvæmni í útgáfu vottorðs sem af honum er krafist og þannig brotið 11. gr. læknalaga með því að beita niðurstöðum faraldursfræðilegra rannsókna á tiltekinn einstakling af ónákvæmni og á óvísindalegan máta og með fullyrðingum sínum um að ástand kæranda samrýmdist ekki vísindalegri þekkingu og væri annað en búast mætti við. Þá segir að umfjöllun Högna um SAMKVÆMT niðurstöðu setts landlæknis, Lúðvíks Ólafssonar, telst Högni Óskarsson geðlæknir hafa brotið 11. gr. læknalaga í nokkr- um atriðum með álitsgerð er hann gaf að beiðni verjanda fyrir Hæsta- rétti í dómsmáli er varðaði ásakanir um meint kynferðisbrot föður gagn- vart dóttur sinni. Forsaga málsins er sú að Hæsti- réttur sneri við dómi héraðsdóms og sýknaði föðurinn haustið 1999, en meðal málsgagna var skýrsla sem Högni hafði unnið að beiðni verjanda föðurins og var ætlað að fjalla um skýrslu sérfræðinga sem skoðað höfðu stúlkuna og gera sérfræðileg- ar athugasemdir við meðferð meiri- hluta héraðsdóms á skýrslum sér- fræðinga þeirra sem til voru kvaddir og vera gagn í hæstaréttarmálinu, að því er fram kemur í greinargerð setts landlæknis. Í kjölfar hæstaréttardómsins var Högni kærður til Læknafélags Ís- lands vegna greinargerðar sinnar. Siðanefnd félagsins taldi Högna ekki hafa gerst brotlegan við siðareglur lækna, en stjórn félagsins ákvað að skjóta málinu til landlæknis með vís- áfallastreitu sé ónákvæm og byggð á röngum staðhæfingum um sálfræði- skýrslu sérfræðings um kæranda og sé til þess fallin að blekkja dómara Hæstaréttar. Umræða hans um áfallastreitu sé til þess fallin að draga óverðskuldað úr trúverðug- leika viðkomandi sem sérfræðings í dómsmáli. Með rangri fullyrðingu um hvað standi í skýrslu sérfræð- ingsins brjóti Högni 11. gr. lækna- laga þar sem segi að lækni beri að sýna varkárni og nákvæmni við út- gáfu vottorða og annarra læknayfir- lýsinga. Hann teljist einnig hafa brotið læknalög með fullyrðingum um að viðkomandi sérfræðingar sem að málinu komi hafi ekki þekkt til rannsókna um geymd minninga og með röngum staðhæfingum um að kynferðislegt ofbeldi leiddi til trufl- ana á þroskaferli. Þá segir að enda þótt þekkingu Högna á gægjuhneigð sé ábótavant verði því ekki jafnað við alvarlegan misbrest á að halda við þekkingu sinni. Hins vegar sýni hann ekki þá gát sem honum beri við útgáfu lækn- isvottorðs og teljist því hafa brotið gegn ákvæðum 11. gr. Greinargerð setts landlæknis í kærumáli vegna dóms Geðlæknir telst hafa brotið 11. gr. læknalaga HÖGNI Óskarsson geðlæknir segir að úrskurður setts landlæknis sé með eindæmum, bæði vegna form- galla og efnislegrar meðferðar. Högni sagði að vinnulag setts landlæknis hafi verið með ólíkindum. Til að mynda hafi andmælaréttur hans ekki verið virtur, sem honum beri samkvæmt lögum. Þá hafi ákæruatriði ekki verið skilgreind heldur hafi settur land- læknir sagt í bréfi að því yrði ekki endanlega svarað fyrr en að verklok- um. Hann væri þannig settur í þá stöðu að senda inn einhverja al- menna greinargerð um málið. Öllu verra væri hins vegar að þau efn- islegu rök, sem væri að finna í grein- argerð setts landlæknis, stæðust mörg hver ekki að neinu leyti. „Ég hef ekki haft tíma til þess að svara greinargerð setts landlæknis atriði fyrir atriði, sem ég náttúrlega mun gera. Ég mun kanna réttar- stöðu mína í þessu máli. Ég mun einnig alveg örugglega gera kröfu um að þessi úrskurður verði ógiltur því að hann er einfaldlega á litlum eða engum rökum reistur og oft röngum og að sjálfsögðu mótmæli ég mjög ákveðið þessum slælegu og ófaglegu vinnubrögðum Lúðvíks Ólafssonar,“ sagði Högni ennfremur. Mun krefjast ógildingar FLUGSTJÓRASTÖÐUR í innan- landsflugi og uppsagnir hjá Flugleið- um og Flugfélagi Íslands voru til umræðu á félagsfundi Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna í gær- kvöld. Að sögn Franz Ploders, for- manns félagsins, er deilt um það hvernig túlka beri samkomulag, sem gert var árið 1999, um brottför Flug- leiðamanna úr innanlandsflugi. „Það eru hópar innan beggja flug- félaganna sem eru kannski ekki al- veg sáttir við sína stöðu og það eru deildar meiningar um það hverjir eiga að fljúga á Fokkerum innan- lands í framtíðinni,“ segir Franz. Hann segir að árið 1999 hafi verið gert samkomulag um það hvernig Flugleiðamenn skyldu fara úr innan- landsfluginu. „Þeir eru ekki ennþá farnir þar sem ekki hefur gengið nógu vel að færa þá yfir á þotur vegna þess að verkefnin hafa ekki verið eins mikil hjá Flugleiðum eins og til stóð fyrir tveimur árum. Nú er samdráttur og þá er spurningin í grófum dráttum sú hvort flugmenn Flugfélags Ís- lands eigi að taka þessar stöður þeg- ar Flugleiðamenn fara eða aðrir Flugleiðamenn,“ segir Franz og seg- ir að starfsaldurslistar spili þarna inn í. Flugmenn ræða upp- sagnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.