Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 10
BJÖRN Bjarnason (D) mennta- málaráðherra sagði á Alþingi í gær að hann muni ekki beita sér fyrir því að lækka virðisauka- skatt af bókum, og slíkt væri ekki á stefnuskrá ríkissjórnarinnar. Hins vegar væri verið að gera ýmsar breytingar á skattaum- hverfi fyrirtækja sem ættu að tryggja að rekstarumhverfi þeirra batni. Þetta kom fram í svari ráð- herra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, sem spurði hvort menntamálaráðherra hygðist beita sér fyrir því að virð- isaukaskattur á bókum verði felldur niður eða lækkaður, svip- að og gert hefur verið í sumum nálægum löndum að undanförnu. Hagnaður íslenskum bókaútgefendum ekki til trafala Steingrímur lýsti vonbrigðum með svar Björns og af hálfu ráð- herra hefði ekki einu sinni verið leitað eftir því að styrkja menn- ingarstarfsemi á einhvern hátt með skattalegum aðgerðum. Sagði Steingrímur „langt út í sjó í þessum efnum“ hjá ráðherra að vísa aðeins til lækkunar skatta á hagnað fyrirtækja, þar sem kunn- ugt væri að hagnaður væri ís- lenskum bókaútgefendum ekki al- mennt til trafala. Sagði hann vandann einmitt gagnstæðan, fyr- irtæki berjist í bökkum; sum hafi sameinast en önnur týnt tölunni og mjög margir óttist að svo mjög sé þrótturinn dreginn úr þessari starfsemi að þess muni sjást staður á næstu árum í út- gáfu bóka. Benti hann á að Svíar hafi nú nýverið t.d. lækkað stór- lega skatta á bækur til þess að efla útgáfu þar í landi. Björn Bjarnason svaraði því til á móti að það væri merkilegt að formaður Vg vildi lækka skatta þar sem sá flokkur vildi frekar hækka skatta og einkum á fyr- irtæki. „Flokkur sem hefur viljað leggja auknar álögur á fyrirtæki og hafa af þeim meira fé í op- inbera sjóði,“ sagði hann. Ekki stendur til að lækka virðisauka- skatt af bókum FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÆDD var utan dagskrár á Al- þingi í gær samkeppnisstaða há- skóla hér á landi og starfsskilyrði þeirra. Einar Már Sigurðarson, Samfylkingunni, var málshefjandi og gagnrýndi m.a. það kerfi sem gerði það að verkum að sama fjár- framlag væri úr ríkissjóði til rík- isháskóla og einkarekinna skóla þrátt fyrir mismunandi kröfur sem gerðar væru til námsframboðs og möguleika einkaskólanna til að innheimta skólagjöld til viðbótar. Sagði Einar Már ástæðu til að fagna aukinni samkeppni á há- skólastiginu og benti á að sam- keppnin væri ekki aðeins hér inn- anlands heldur einnig á alþjóðavettvangi. Henti Einar Már ummæli Ólafs Proppé, rektors Kennaraháskóla Íslands, á málþingi nýlega á lofti og sagði tímabært að hefja hér vit- ræna umræðu um skólagjöld sem hluta af fjármögnun ríkisháskóla. „Það kerfi sem við búum við geng- ur ekki upp. Einnig er nauðsyn- legt, ef það er markmið ríkistjórn- arinnar að taka upp skólagjöld við ríkisháskólana, að menntamálaráð- herra hafi frumkvæði að umræðu um slíkt, en skili ekki auðu,“ sagði Einar Már. Velti hann því upp hvort núgildandi kerfi fjármögn- unar væri ef til vill tilraun til að koma á skólagjöldum. Líta má á háskóla sem verktaka Einar Már, sem sæti á í fjár- laganefnd, benti á að í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2002 væri m.a. gert ráð fyrir 40% hækkun á inn- ritunargjöldum í Háskóla Íslands. „Til að mæta sparnaðarmarkmið- um ríkisstjórnarinnar. Gjaldið mun eftir hækkunina standa að meðaltali undir 5,5% af kennslu- gjöldum samkvæmt reiknilíkani fyrir kennsluframlög,“ sagði þing- maðurinn að væri skýringin við þann lið frumvarpsins. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði, að líta mætti á há- skólana sem verktaka fyrir ríkið og þar sé lögð áhersla á það af hálfu ríkisins að nemendur geti stundað nám á jafnréttisgrund- velli. Séu nemendur hins vegar reiðubúnir til að greiða meira fyrir nám í einkaháskólum en þeir þurfi í ríkisháskólum þá sé þeim það frjálst. Hins vegar væri ekki sann- gjarnt að bera saman ríkishá- skólana sem hefðu byggst upp undanfarna áratugi með fjárveit- ingum frá ríkinu og nýja skóla sem stofnaðir hefðu verið á síðustu 3–5 árum. „Ég hef oftar en einu sinni verið gagnrýndur fyrir að halda fram þeirri skoðun undanfarin ár, að ekki verði undan því vikist hér frekar en annars staðar að ræða stöðu háskóla með hliðsjón af þeirri staðreynd að sumum er veitt heimild til að innheimta skólagjöld en öðrum ekki,“ sagði mennta- málaráðherra og vísaði m.a. til nokkurra ára gamals álits OECD um skynsemi þess að afla í aukn- um mæli tekna til háskólastigsins með skólagjöldum. „Umræður um fjármögnun rík- isháskóla og skólagjöld snerta ekki þær tillögur sem eru boðaðar í fjárlagafrumvarpi ársins 2002 um hækkun innritunargjalda í ríkishá- skóla. Þar er tekið mið af verð- lagsþróun síðustu tíu ára og lagt til að innritunargjöldin haldi í við hana,“ sagði Björn ennfremur. Ráðherra sagður vilja skólagjöld Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni fögnuðu flestir þeirri samkeppni sem komin væri í kennslu á háskólastiginu. Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) sagði greini- legt að menntamálaráðherra vilji taka upp skólagjöld og þannig vilji hann leiðrétta samkeppnisstöðu ríkisháskólanna. Bryndís Hlöð- versdóttir (S) lýsti því yfir að að leikreglurnar í núverandi kerfi, sem ráðherra beri fulla ábyrgð á, séu ekki sanngjarnar og Samfylk- ingin vari eindregið við því að tek- in verði upp skólagjöld þar sem slíkt geti takmarkað jafnrétti til náms. Jón Bjarnason (Vg) lýsti í um- ræðunni sérstaklega eftir fé- lagshyggju Framsóknarflokksins og velti því upp hvort Sjálfstæð- isflokkurinn eigi að fá að leika lausum hala í einkavæðingarfíkn sinni. Hjálmar Árnason (B) tók undir það að mikilvægt væri að ræða málefni háskólastigsins. Fjöl- breytileikinn hér á landi í þeim efnum væri meiri en nokkru sinni. Sagði hann áhugavert að fjár- mögnun slíkra skóla muni gerast með reiknilíkani, líkt og til um- ræðu sé með framhaldsskólastigið. „Ég tek undir þær áhyggjur að svo hröð hefur þróunin verið að hugsanlega hefur reiknilíkanið ekki náð að fylgja henni eftir,“ sagði Hjálmar og sagði mikilvægt að reikna út hinn eiginlega kostn- að við rekstur skóla. Rætt um starfsskilyrði háskóla Morgunblaðið/Þorkell Einar Már Sigurðarson (S) var málshefjandi í umræðunni. Leikreglur sagðar ósanngjarnar HALLDÓR Ásgrímsson (B) utan- ríkisráðherra lýsti því yfir á Al- þingi í gær að samkeppnisstaða Ís- lands kunni að versna við upptöku evrumyntar víða í Evrópu um næstu áramót. Sagði hann að til- koma evrunnar sem eiginlegs gjaldmiðils markaði vatnaskil í þróun Evrópusambandsins og af- leiðingin yrði sú að samkeppnis- staða íslenskra fyrirtækja kynni að verða lakari en fyrirtækja innan Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu. Utanríkisráðherra lét þessi um- mæli falla í svari við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttiu, þing- manns Samfylkingarinnar, um áhrif Myntbandalags Evrópu og upptaka evru á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf. Rannveig sagði að okkur beri að skoða áhrif þess fyr- ir íslenskt efnahagslíf að standa utan við Myntbandalagið. Hvernig það komi við vaxtaþróun og fjár- magnskostnað heimilanna. „Verður staða okkar verri en annarra landa í Evrópu?“ spurði Rannveig og gat þess að atvinnu- rekendur og margir fleiri telji að taka eigi upp evruna hér á landi, sem þó sé væntanlega ekki unnt án aðildar að Evrópusambandinu. At- vinnulífið horfi einkum til við- skiptakostnaðar, gengisáhættu og vaxtamunar milli Íslands og evr- ulanda. Halldór sagði kosti evrunnar fyrir evrópska neytendur vera augljósa. Vextir muni væntanlega lækka og samanburður á verðlagi milli landa verði auðveldari. Það leiði aftur til aukinnar samkeppni. Sagði hann að evran muni vænt- anlega auka hagvöxt í Evrópusam- bandinu og það kæmi Íslandi óbeint til góða. Hins vegar verði ekki auðveld- ara að tryggja stöðugt gengi ís- lensku krónunnar og einnig væri vaxtamunurinn milli Íslands og viðskiptalandanna erfiður, en áhrif hárra vaxta á samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja hefðu mjög ver- ið í deiglunni að undanförnu. Sagði hann að þróun annarra gjaldmiðla, svo sem Bandaríkjadals og jens, skiptu Íslendinga einnig höfuðmáli. Sagði Halldór að stöðugt þurfi að meta kosti þess og galla að standa utan myntbandalagsins. Krónan sögð munu skerða samkeppnishæfi og lífskjör Talsverð umræða spannst um fyrirspurnina á Alþingi og gerðu fjölmargir þingmenn stuttar at- hugasemdir. Svanfríður Jónasdótt- ir (S) sagði að krónan sem gjald- miðill muni því miður skerða samkeppnishæfi íslensks atvinnu- lífs og rýra lífskjör þjóðarinnar. Þetta væru bitrar staðreyndir, en staðreyndir samt og út frá þeim yrði að vinna. Steingrímur J. Sig- fússon, Vg, gagnrýndi að menn reyndu um þessar mundir að nota óróleikann í efnahagslífinu til þess að þoka málum í þá átt að krónan fái ekki staðist og taka þurfi upp evruna. Taldi hann fyrirspurnina athyglisverða í þessu sambandinu, en ekki síður svör ráðherra. Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) sagði af þessu tilefni að öllum sem hlýddu á umræðuna væri ljóst hvar samhljómurinn lægi. Formaður Vinstri grænna talaði um „athygl- isverðar fyrirspurnir og svör“ og það væri eins komið með honum og formanni Sjálfstæðisflokksins, að hæfist umræða um eitthvað sem tengdist Evrópusambandinu, kæmu menn upp og kvörtuðu yfir umræðunni. Umræðan ekki nægilega þroskuð Rannveig Guðmundsdóttir lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að fá svör við áðurnefndum spurn- ingum svo hægt væri að taka rétt- ar ákvarðanir um framhaldið. Sagði hún forsætisráðherra sífellt setja fram eigin staðhæfingar í þessum efnum og þær virðist gilda, óháð því sem viðskiptalífið eða aðr- ir haldi fram. Utanríkisráðherra þakkaði sér- staklega fyrir umræðuna, sagði við fyrirspurnum Rannveigar að skýr svör lægju hreinlega ekki fyrir og umræðan væri ekki enn orðin nægilega þroskuð. Þó væri nauð- synlegt að horfa framan í sannleik- ann, m.a. mikinn mun á íslenskum og erlendum stýrivöxtum. Þannig stæðu Íslendingar m.a. frammi fyrir þeirri staðreynd að íslensk stórfyrirtæki sækja í ríkari mæli á erlenda fjármagnsmarkaði þar sem fjármagnið er ódýrara en hér. Þennan möguleika hefðu minni fyr- irtæki og fyrirtæki á landsbyggð- inni ekki. „Halda menn að það geti staðist til lengdar að stýrivextir hér á landi séu 10,9%, þeir séu 7% í Nor- egi, 3,75% í evrulöndunum og 2% í Bandaríkjunum? Hafa menn trú á því að íslensk fyrirtæki standist þessa samkeppni til lengdar?“ spurði utanríkisráðherra og sagði einmitt mikilvægt að velta slíkum spurningum upp og óþarfi væri hjá Steingrími J. Sigfússyni að vera órólegur og reyna að varpa sann- leikanum aftur fyrir sig og láta sér fátt um finnast. Ekki dygði að flýja raunveruleikann. Utanríkisráðherra telur upptöku evrumyntar marka vatnaskil í þróun ESB Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja getur versnað ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag, fimmtudaginn 8. nóvember, kl. 10.30. Á dagskrá eru stjórnar- og þingmannafrumvörp, en einn- ig tillögur til þingsályktunar. Kl. 13.30 verður utandagskrár- umræða um reglur um notkun á flugvél Flugmálastjórnar. Máls- hefjandi er Gísli S. Einarsson, Samfylkingunni, en til andsvara Sturla Böðvarsson (D) sam- gönguráðherra. Áframhaldandi samstarf ríkisins og Microsoft SAMSTARF íslenskra stjórnvalda og bandaríska hugbúnaðarfyr- irtækisins Microsoft varðandi þýð- ingu hugbúnaðar á íslensku hefur haldið áfram frá því lokið var við þýðingu Windows 98 snemma á síðasta ári. Fram kom í máli Björns Bjarna- sonar menntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur (S) á Alþingi í gær að verið væri að þýða leiðréttingartól fyrir Word og hefði hollenskt fyrirtæki verið í sambandi við verkefn- isstjórn um tungutækni vegna þess máls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.