Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 67

Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 67 Haustferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og nú seljum við síðustu sætin í haust, þann 22. nóvember til þessarar fögru borgar. Beint flug og úrval gististaða í hjarta Prag. Að auki getur þú valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar einstöku borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Fáðu bæklinginn sendann. Viðbótargisting Síðustu 18 sætin í haust Helgarferð til Prag 22. nóvember frá kr. 39.950 Verð kr. 39.950 M.v. 2 í herbergi, Utri Korunek, 22. nóvember, 3 nætur, m.v. 2 í herbergi með morgunmat. Skattar innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is ÁHRIF Kaliforníusveitarinnar Korn á þróun þungarokks samtímans eru gríðarleg. Í kjölfar hugmynda- ríkrar samsuðu þeirrar sveitar á hipp-hoppi og bárujárni hafa ótelj- andi fylgifiskar sprottið upp, og eru enn að koma fram, réttum sjö árum eftir frumburð Jonathans Davis og fé- laga. Vinsælar, útvatnaðar Korn- sveitir í dag eru t.a.m. Linkin Park og Papa Roach og Adema fyllir þann flokk vissulega líka þó að vísu sé ögn meira í hana spunnið en áðurgreindar sveitir. Sú staðreynd að Mark Chavez, söngvari Adema, er hálfbróðir Jon- athans Davis, söngvara Korn, verður næsta hláleg er hlustað er á þessa jómfrúarplötu Adema. Svo greinilegur er skyldleikinn, bæði í söng svo og tónlist. En ekki það að tónlistin hér sé slök. Það er ekki málið. Platan er þétt, heil- steypt og rokkandi og Adema-liðar valda Korn-rokkinu glæsilega. Í með- ferð þeirra verður þetta einhvers kon- ar markaðsvænt nýþungarokk, mitt á milli Korn og níunda áratugar- gotarokkaranna í Sisters of Mercy. Sem þarf ekki að koma á óvart enda kálhornískir rapprokkarar undir afar miklum áhrifum frá breskri nýróm- antík, hvað sem því kann að valda. Það sem er helst að er hversu ná- lægt lagasmíðarnar liggja áður drýgðum dáðum Korn og viðlíka sveita. Hugmyndavinnu eða frum- leika skortir því hér tilfinnanlega þó í heildina Korn-rokki þetta feitt.  Tónlist Kornabörn Adema Adema Arista Það er hægt að spila þungarokk. Og það er líka hægt að spila Korn-rokk. ÞEIR eru margir sem hafa haldið því fram að Mary J. Blige sé fremsta sálarskotna R&B söngkona samtím- ans. Allt síðan hún ruddist með lát- um fram á sjónarsviðið 1992 með frumburðinn What’s The 411 hafa þær raddir heyrst að þar fari sannur arftaki Chaka Kahn. Stór orð sem sumir sögðu oflof af verstu gerð. Fjórum farsælum plötum síðar og vænu daðri við margar af helstu stórstjörnum samtímans, þ.á m. George Michael í lagi Stevie Wond- ers „As“ er stúlkan mætt með plötu sem svei mér þá staðfestir ofan- nefnda samlíkingu. Það er klárt mál þegar maður hlýðir á þessa löngu en skotheldu 17 laga R&B veislu að Blige er í sérflokki í þeim geira. Rödd hennar er fyrir það fyrsta alveg einstaklega viðkunnan- leg, bæði í senn hrjúf og silkimjúk er við á. Lagasmíðar hennar, sem hún vinnur í samstarfi við hina og þessa nafntoguðu hæfileikamennina, eru líka á töluvert hærra plani en gengur og gerist í R&B tónlist samtímans. Síðast en ekki síst virðist hún hafa gott lag á því að velja réttu sam- starfsmennina til lagasmíða, útsetn- ingar og upptökustjórnar. Tvímælalaust ein besta R&B plata ársins og því klárlega ómiss- andi fyrir unnendur slíkrar tónlist- ar. Dramadrottning Mary J. Blige No More Drama MCA Eftirlætissálarsöngkona heldri popp- stjarna á borð við Elton John og George Michael með sína fimmtu plötu. Skarphéðinn Guðmundsson Stranger“, baðsaltsballöðuna „This Girl’s in Love with You“ eftir Bach- arach, og „Up on the Roof“ eftir Carole King og Gerry Goffin. Síðan þegar maður hefur náð áttum er hægt að gefa nýju íslensku lögun- um gaum. Þau eru eftir ungt tón- skáld, Hreiðar Inga Þorsteinsson, og eitt lag á Karl Olgeir Olgeirs- son. Hreiðar Ingi er greinilega hæfileikaríkur og lög hans vinna mjög á við endurtekna hlustun. Það er líka mikilvægt að lögunum er raðað upp á hárréttan hátt. Það skiptast á jarðbundnari, klassískari lög á móti ljúfum dægurflugum sem eru svo bundin inn með ang- urværu, eilítið tregafullu leiknu upphafs- og lokastefi eftir Hreiðar Inga, sem er verulega fallegt. Textar margra laganna eru einnig óvenju bitastæðir. Hér má t.d. finna þýðingar á ljóðum eftir kan- ónur eins og William Shakespeare og Edna St. Vincent Millay, auk texta eftir Davíð Stefánsson, og þetta gefur heildinni vigt og má segja að í ljóðunum fáist grænmet- ið með sósunni. Auðvitað verður yfirbragðið dá- lítið einsleitt þegar á heildina er lit- ið, því hér er ekki um mikla breidd að ræða, lögin í svipuðum anda, sami hægi takturinn og hörpu- hljómurinn alltumfaðmandi. Rödd- in tekur heldur engin loftköst en reyndar finnst mér það kostur, Páll Óskar hefur ekki sterka rödd en beitir henni vel og af tilfinningu og forðast krúsidúllur og skalahlaup sem gætu aukið honum væmni. Mér finnst því mjög vel farið með hráefnin hér, það sem er í grunninn verulega sykursætt er framreitt á svo tempraðan og fínlegan hátt að platan á sér framhaldslíf eftir að arineldurinn er kulnaður og kerta- ljósakvöldverðinum lokið. Það er ekki þar með sagt að maður bíði spenntur eftir „Hörpu II“ á næsta ári, þetta hlýtur að vera einstakt verkefni. Ef ég sofna ekki í nótt hefur allt til að bera til að ná þeim eftirsóknarverða árangri að verða gripur sem hlustað verður á aftur og aftur. ER EKKI það fyrsta sem manni dettur í hug, þegar Páll Óskar er annars vegar, að nú sé komið að stanslausu stuði, glysi og glimmer? Þegar fyrstu nóturnar heyrast af þessum diski verður hins vegar ljóst að hér getur maður sparað sér diskósporin. Hér er boðið upp á ellefu ný og gömul lög, erlend og íslensk sem öll eru útsett fyrir hörpu (já, hörpu), strengi og engilblíða baritónrödd Páls Óskars. Harpan er líklega eina hljóðfær- ið sem fæst á himnum og ekkert hljóðfæri er eins sveipað rómantík og bleikum skýjum og það. Hættan sem fylgir því að senda frá sér ell- efu „hörpulög“ hlýtur að vera sú að þau kafni undir sínum eigin syk- urhjúp. En Páll Óskar siglir örugg- lega fram hjá þeim marsipantopp- um, einfaldlega vegna þess að hann og það einvalalið sem hann hefur fengið með sér, gera þetta af smekkvísi og hófsemi. Í fyrsta lagi má nefna að laga- valið er einstaklega vel heppnað. Við fyrstu hlustun þegar maður er að reyna að ná utan um þá stað- reynd að þetta sé virkilega nýja platan frá Páli Óskari hjálpa þekkt- ari erlendu lögin hlustandanum á fast land. Nefna má ameríska negrasálminn „Poor Wayfaring Himneskt Páll Óskar og Monika Abendroth Ef ég sofna ekki í nótt Páll Óskar/Skífan Nýjasta nýtt frá Páli Óskari sem hefur fengið til liðs við sig Moniku Abendroth sem leikur á hörpu. Aðrir flytjendur eru Karl O. Olgeirsson á gítar og harmonikku og strengjasveit skipa Sigrún Eðvalds- dóttir, Sif Tulinius, Auður Hafsteinsdóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir, Jónína Auður Hilmarsdóttir, Sigurgeir Agn- arsson, Bryndís Halla Gylfadóttir og Birgir Bragason. Um hljóðblöndun og upptöku sá Sveinn Kjartansson, en upptökum stjórnaði Karl Olgeir Olgeirsson. Steinunn Haraldsdóttir Morgunblaðið/Ásdís „Ef ég sofna ekki í nótt hefur allt til að bera til að ná þeim eftirsóknar- verða árangri að verða gripur sem hlustað verður á aftur og aftur,“ er mat Steinunnar Haraldsdóttur á hljómdiski Páls Óskars og Moniku. Arnar Eggert Thoroddsen Lykillög: „Family Affair“, „PMS“, „Dance For Me“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.