Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                                MIKIL uppsveifla hefur verið í komu ferðamanna til landsins á undanförnum árum. Tæplega hefur verið hægt að opna blað eða fylgjast með fréttum um sölu eða nýtt hlut- verk stórra bygginga í borginni, án þess að tal- að sé um að viðkomandi bygging henti vel sem hótel. En er það endilega svo að gamlar virðuleg- ar byggingar eða stað- setning þeirra í borg- inni henti sem hótel? Ég tel ekki svo vera og ekki endilega til framdráttar ferðaþjónustu í Reykjavik og á land- inu í heild. Fárfestar þurfa að gera sér grein fyrir hvers konar hótel á að byggja fyrir þann hóp ferðamanna, sem sæk- ir landið heim í dag og hvernig hótel við eigum að byggja fyrir þá ferða- menn sem við viljum fá í framtíðinni og taka þar með þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er síður mikilvægt að gera sér grein fyrir hver er stefna borg- arinnar, stjórnvalda og ferðaþjónust- unnar í ferðamálum og hvers má vænta frá þeim vettvangi í náinni framtíð. Í byrjun árs var mikil umræða um að innan fárra ára mundi fjöldi ferða- manna sem sækja landið heim vera um milljón, en viljum við eina milljón ferðamanna til Íslands? Ég held ekki. Viljum við ekki frekar leggja áherslu á gæði en magn í þessu efni? En hvernig getum við haft áhrif á þann fjölda sem sækir landið heim? Að sjálfsögðu ræðst það af því hvernig við byggjum upp ferðaþjón- ustuna í landinu og þar með hvernig hótel við byggjum. Átak stjórnvalda og Flugleiða í kynningu á landinu og markaðssókn er mjög mikilvægt verkefni en því þarf að fylgja eftir með fjárfestingu innanlands á næstu árum. Í fréttum er oft að heyra eða lesa eftirfarandi frasa: „Við teljum að fyrir svona hótel sé full þörf“ eða „þetta hótel muni bera góðar fjórar stjörnur“. En samkvæmt hverju er þörf fyrir svona hótel og sam- kvæmt hvaða stjörnu- gjöf er viðkomandi hót- el góðra fjögurra stjörnu virði? Í byrjun árs 1999 samþykkti ríkisstjórn Íslands og borgarráð Reykjavíkur að beita sér fyrir byggingu tón- listarhúss og ráðstefnu- miðstöðvar í miðborg Reykjavíkur og að þær byggingar yrðu tengd- ar fyrsta flokks alþjóð- legu hóteli. Í tengslum við þessi mannvirki yrði leitað eftir að fá ein- hverja af hinum stóru alþjóðlegu hót- elkeðjum, eins og Inter-Continental, Crowne Plaza, Marriott, Hilton, Sheraton, til að koma að rekstri þess, sem mjög líklega verður ekki einfalt mál. Hvað sem okkur finnst þá er Reykjavík ekki flokkuð með sama hætti og Kaupmannahöfn, London eða París. En ef tekst að fá rekstraraðila, þá þarf fjárfesta til að byggja hótelið. Hér er komið tækifæri fyrir þá sem vilja fjárfesta í hóteli í Reykjavík og ferðaþjónustu framtíðarinnar. Áhugavert væri að leita leiða til að fá einnig erlenda fjárfesta að slíku verk- efni og fyrirhugaðar breytingar á skattareglum ættu að auðvelda slíkt. Það má álykta sem svo að hér sé komin fram stefna borgarinnar og ríkisstjórnarinnar í ferðamálum sem er að fá hingað gesti sem skila meiri tekjum til þjóðarbúsins og að mark- aðssetja Ísland fyrir alþjóðlega fundi og ráðstefnur. Engin frambærileg fundaraðstaða er til Í sjónvarpi var nýlega sýnt frá Al- þingi snörp umræða um háan kostnað vegna fyrirhugaðrar NATO-ráð- stefnu á næsta ári. Hluti af kostnaði við þessa ráð- stefnu er til kominn vegna þess að við höfum enga aðstöðu til að taka á móti aðlþjóðlegum ráðstefnum og þurfum því að hanna og byggja þá aðstöðu sem til þarf nánast eins og leiktjöld með ærnum tilkostnaði. Þessar aðstæður eru ekki til þess fallnar að laða að alþjóðlegar ráð- stefnur og og fundi og mun í rauninni hafa í för með sér að Ísland verður ekki fýsilegur valkostur fyrir skipu- leggjendur þeirra. Á að byggja Hilton eða Hótel Höll? Fram að miðju ári 1999 starfaði ég sem hótelráðgjafi hjá Six Continents Hotels (áður Bass Hotels and Re- sorts) sem er eignarfélag Inter-Cont- inental, Crowne Plaza, Holiday Inn og Staybridge Suites. Sem ráðgjafi hjá þessu stærsta hótelfélagi í heimi opnaði ég Crowne Plaza og Holiday Inn hótel frá Suður- Afríku til Moskvu. Áður en ég hóf störf fyrir Six Cont- inents Hotels starfaði ég sem hótel- stjóri í Reykjavík og var að auki í for- ustusveit þeirra manna sem störfuðu að uppbyggingu á ferðaþjónustu hér. Reynsla mín af þessu og þekking á bæði íslenskri og alþjóðlegri ferða- þjónustu hefur opnað augu mín fyrir tækifærum Reykjavíkur og Íslands og hvað til þarf. Eitt af þeim verkefnum sem til- heyrðu starfi mínu hjá Six Continents Hotel var að gera forkönnun á hvers konar hótel ætti að byggja. Ég hef lagt af stað með óskir frá eigendum um að virðulegu gömlu hóteli yrði breytt í Crowne Plaza hót- el en niðurstaða okkar varð sú, að ein- göngu gæti borið sig á viðkomandi markaðssvæði tveggja stjörnu Holi- day Inn Express. Sú umræða sem er í gangi um byggingu hótela í Reykjavík hefur oft verið ómarkviss og til þess eins fallin að byggð verði hótel sem menn telja að sé þörf fyrir, en ekki hótel sem þjóna þeim markhópi ferðamanna sem sóst er eftir. Ef ekki verður byggt hér alþjóð- legt hótel og ráðstefnuaðstaða bætt, er það borin von að Reykjavík verði valkostur fyrir alþjóðlegar ráðstefn- ur og fundi í framtíðinni. En hvers vegna gagnast okkur bet- ur að hér verði reist alþjóðlegt ráð- stefnuhótel, en ekki hótel með ís- lensku nafni? Svarið er einfalt, Hótel Höll hefur einfaldlega ekki þann slag- kraft og traust sem þarf til að laða að alþjóðleg viðskipti. Mín reynsla er sú, að það sem fjár- festar eða hóteleigendur sækjast eft- ir við gerð „franchise“ eða „manage- ment“ samninga við stóru hótelkeðjurnar er að komast í bók- unarkerfi sem selja milljónir gisti- nátta á ári og nýta sér þann gæða- stimpil sem viðkomandi hótelnafn hefur, en þeir verða líka að hlíta því að lélegasta hótelherbergið verði mælistika fyrir það hvað margar stjörnur hótelið fær. Oft hefur verið þörf en núna er nauðsyn að ráðast í þetta verkefni. Þá má ekki láta tímabundna efnahags- erfiðleika eða offjárfestingu á at- vinnuhúsnæði eða verslunarhúsnæði trufla sig eða tefja verkefnið. Þetta er spurning um framtíðarmöguleika ferðaþjónustu og menningar á Ís- landi á næstu áratugum. Á að byggja Hilton eða Hótel Höll? Wilhelm Wessman Hótel Þetta er spurning um framtíðarmöguleika ferðaþjónustu, segir Wilhelm Wessman, og menningu á Íslandi á næstu áratugum. Höfundur er hótelráðgjafi, FCSI og fyrrverandi formaður Sambands veitinga- og gistihúsa. ÞEGAR fyrirtækið Lína.Net hf. var stofnað um mitt ár 1999 með hlutafé frá Orkuveitu Reykjavíkur var megin- markmið með rekstrin- um að nýta rafdreifi- kerfi borgarinnar fyrir fjarskipti. Tilraunir með þá tækni stóðu þá yfir á örfáum stöðum í Evrópu og við sjálf- stæðismenn töldum eðlilegra að eftirláta stærri þjóðum kostnað af því þróunarstarfi. Mikil fjárfesting var fyrirsjáanleg og áhætt- an veruleg. Auk þess var ákveðið að fyrirtækið skyldi leggja ljósleiðara og bjóða upp á gagnaflutninga. Ljóst var því að með stofnun fyrirtækisins var stefnt að samkeppnisrekstri borgarinnar á fjarskiptasviði. Eðlilegra hefði verið að bjóða út ljósleiðaravæðingu þannig að aðilar á markaði gætu nýtt sér hana. Skýjaborgir Mikil bjartsýni einkenndi málflutn- ing forkólfa R-listans í upphafi, þeirra Alfreðs Þorsteinssonar og Helga Hjörvar. Sagt var m.a. að reiknað væri með að heimili borgarstjórans yrði tengt fyrir áramótin 2000. Skemmst er frá því að segja að afar lítið hefur komið út úr fyrirætlunum um nýtingu rafdreifikerfisins. Ekki er enn vitað hvað sú tilraun hefur kostað. Lagning ljósleiðarans hefur gengið betur, en ekki er vitað ná- kvæmleg um þá fjárfestingu. Þær litlu tekjur, sem enn hafa komið inn, virðast tengjast honum. Irja keypt Fljótlega fór að bera á því að hug- urinn bar þá félagana Alfreð og Helga oft miklu lengra en hálfa leið. Farið var að fjárfesta í alls konar fyrirtækj- um, sem tengdust inn á fjarskipta- markaðinn. Frægust er fjárfestingin í Irju, fyrirtæki sem náð hafði samn- ingum um tetra-þjónustu fyrir opin- bera aðila. Það fyrirtæki var keypt á 250 milljónir króna án þess að alvar- leg tilraun væri gerð til að meta það. Enda var strax ákveðið að rifta kaup- unum, væntanlega vegna þess að menn töldu að þeir hefðu keypt kött- inn í sekknum. Riftunarkröfunni var síðar breytt í afsláttarkröfu upp á 200 milljónir en gerðardómur samþykkti afslátt upp á 25 milljónir. Endanlegt kaupverð var því 225 milljónir króna. Fyrirtækið var síðan afskrifað nánast að fullu strax á fyrsta árinu, eftir stóðu 0,5 milljónir. Fyrir rúmum mánuði var Orkuveita Reykjavíkur látin kaupa þetta dótturfyrirtæki dótturfyrirtækis síns fyrir 225 millj- ónir króna og yfirtaka skuldir upp á 400 milljónir. Þá var búið að skíra fyrirtækið upp á nýtt og kalla það Tetralínu. Fjáraustur Allt frá því í desember árið 2000 hefur verið ljóst að fyrirtækið væri í mikilli fjárþörf og leitað hefur verið að nýju fjármagni með hlutafjárút- boðum. Sú viðleitni hefur lítinn ár- angur borið. Orkuveitan hefur hins vegar ítrekað keypt nýtt hlutafé eða stofnað ný dótturfélög með Línu.Neti til að freista þess að bæta fjárhags- stöðu þess. Samtals nema þeir fjár- munir um 1.200 milljón- um króna að meðtalinni yfirtöku skulda. Þegar ársreikningur Línu.- Nets fyrir síðasta ár var lagður fram kom í ljós að hallareksturinn man um 470 milljónum króna og skuldir fyrir- tækisins voru samtals 1.653 milljónir. Um mitt þetta ár var talið að skuldirnar væru komn- ar yfir tvo milljarða og óskuðum við sjálfstæð- ismenn þá eftir því að fá afhent árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Ekki hefur enn verið orðið við því, þó að ljóst sé að réttur okkar til að fylgjast með rekstri fyrirtækisins er ótvíræður. Reikningar fyrirtækisins, sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu Orku- veitunnar, eru hluti af ársreikningum Reykjavíkurborgar. Aftur var óskað eftir árshlutauppgjöri eftir níu mán- uði. Það hefur ekki enn fengist af- hent. Ennfremur hefur verið spurst fyrir um fjárhagslegar skuldbinding- ar Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyr- irtækisins. Engin svör fást. Ábyrgð borgarstjóra Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, ber fulla ábyrgð á þessum rekstri og því að neita kjörnum fulltrúum um eðlilegan aðgang að gögnum. Því hefur verið borið við að ekki sé hægt að afhenda gögn vegna þess að meðeigendur vilji það ekki. Það er fráleit viðbára. Árs- reikningar og árshlutauppgjör eru hluti af eðlilegu upplýsingastreymi. Enginn hefur óskað eftir tækni- eða viðskiptaleyndarmálum. Tillaga okkar sjálfstæðismanna um að hlutlausum aðila, borgarendur- skoðanda og skoðunarmönnum Reykjavíkurborgar, verði falið að kanna málið og gera borgarfulltrúum grein fyrir því hefur ekki enn fengist afgreidd og hefur í raun verið vísað frá. Allar tafir á því að borgarstjóri af- hendi umbeðin gögn gefa til kynna að ekki er allt með felldu. Ef Ingibjörgu borgarstjóra og Alfreð stjórnarfor- manni Línu.Nets hf. væri í mun að eyða allri tortryggni um fjárhags- stöðu fyrirtækisins myndu þau leggja spilin á borðið. Það gera þau ekki og því er ekki hægt að draga aðra álykt- un en þá að hér hafi þau eitthvað að fela. Hvað hafa Ingibjörg og Alfreð að fela? Inga Jóna Þórðardóttir Lína.Net Ef Ingibjörgu borg- arstjóra og Alfreð stjórnarformanni Línu.- Nets hf. væri í mun, segir Inga Jóna Þórð- ardóttir, að eyða allri tortryggni um fjárhags- stöðu fyrirtækisins myndu þau leggja spilin á borðið. Höfundur er borgarfulltrúi og odd- viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.