Morgunblaðið - 08.11.2001, Page 24

Morgunblaðið - 08.11.2001, Page 24
NEYTENDUR 24 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDASAMTÖKIN gerðu 31. októ- ber síðastliðinn könnun á lyfjaverði í apótek- um á Akureyri. Könnunin náði til tveggja verslana lyfsölukeðjanna Apóteksins og Lyfja & heilsu á Akureyri. Helstu niðurstöð- ur verðkönnunarinnar eru þær að verslanir í sömu keðju eru með sama verð á lyfjum og Apótekið var með lægra verð í öllum tilfell- um nema einu í athugun á lausasölu- lyfjum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum. „Á undanförnum árum hefur lyfja- verslun á Akureyri tekið þeim breyt- ingum að nú er lyfsölukeðjan Lyf & heilsa með þrjá útsölustaði á Akur- eyri. Apótekið sem einnig er lyfsölu- keðja er með lyfjaverslun í Hag- kaupshúsinu Furuvöllum 17. Kannað var verð á 12 tegundum lausasölulyfja og 28 tegundum lyf- seðilsskyldra lyfja,“ segir í tilkynn- ingunni. 28% verðmunur á verkjatöflum Hvað lausasölulyf áhrærir reynd- ist mestur verðmunur á Paratabs töflum, eða 28%. Næstmestur mun- ur var á Parasupp endaþarmsstílum, eða rúm 25%, og 19% munur var á verði Laktulose. Verðmunur á Nico- rette tyggjói var 14% og Nicotinell plástri rúm 18%. Hvað lyfseðilsskyldum lyfjum við- víkur var mestur verðmunur á Roaccutan hylkjum, eða 26%, rúm 23% á Fosamax töflum, rúm 16% á Gynera og rúm 14% á Mycrogyn. Einnig reyndist 11% munur á verði á Díazepam LÍ töflum og rúmlega 12% munur á Voltaren Rapid. Tryggingastofnun ríkisins flokkar lyfseðilsskyld lyf í fjóra flokka eftir þátttöku í greiðslu lyfjanna. Þannig greiðir Tryggingastofnun niður að fullu lífsnauðsynleg lyf sem nota þarf að staðaldri, til dæmis lyf við syk- ursýki. Slík lyf eru merkt með * í lyfjaskrám. Lyf sem sjúklingur greiðir að fullu, svo sem sveppalyf, hægðalyf, sýrubindandi lyf , verkja- lyf, vítamín og fleira, eru auðkennd með "0" í lyfjaskrám. Verð sumstaðar fellt niður Í fjórða lagi eru B-merkt lyf með hlutfallsgreiðslu og greiðslulág- marki og -hámarki, svo sem skjald- kirtils-, hjarta- og æðasjúkdómalyf og tauga- og geðlyf. Þar greiðir al- menningur allt að 3.100 krónur og lífeyrisþegar 950 krónur. Í fjórða lagi er algengasti lyfjaflokkurinn, E- merkt lyf, þar sem sjúklingur greiðir fyrstu 1.550 krónurnar og 80% um- fram það, en aldrei meira en 4.500 krónur og lífeyrisþegar 1.250 krón- ur. „Þá geta sjúklingar í vissum til- vikum, til dæmis vegna viðvarandi lyfjanotkunar fengið lyfjaskírteini sem gefin eru út af Tryggingastofn- un samkvæmt beiðni frá lækni. Ljóst er að eftir því sem Tryggingastofnun greiðir meira niður og lyfið er ódýr- ara munar lyfsöluna lítið um að gefa afslátt að auki eða fella verð alveg niður, þetta kemur vel fram á með- fylgjandi töflu um lyfseðilsskyld lyf til lífeyrisþega,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. +  !% +  ,% + !   + $ #  + $ -./  011.                                                                                     !"        #         $           %       &'(        $)       *+%        +  "                   , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , -0. 231 024 035 262 315 661 316 336 1 726 371 ./701 ./047 317 303 232 -14 1 73 0.5 221 364 357 2.- 1 1 062 752 ./433 ./..5 725 4.6 -57 8   Apótekið með lægra verð á lausasölulyfjum Könnun á lyfjaverði hjá tveimur lyfsölukeðjum á Akureyri MOGGABÚÐIN mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.