Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM 60 vörubílar lögðu í gær af stað með tjöld, teppi, matvæli og fleiri hjálpargögn til Afganistans frá borginni Pishin í grannríkinu Pak- istan. Íslamska hreyfingin Jamiat- Ulema-I-Islam í Pakistan skipu- lagði aðstoðina. Matvælahjálp Sameinuðu þjóð- anna (WFP) áætlar að um fimm milljónir Afgana þurfi á mat- vælaaðstoð að halda á næstu vikum eftir að vetur gengur í garð. Reuters Hjálpargögn flutt til Afganistans GRAY Davis, ríkisstjóri í Kali- forníu, hefur ákveðið að við- halda hertri öryggisgæslu á helstu brúm í ríkinu, þrátt fyr- ir að bandaríska alríkislögregl- an, FBI, hafi komist að þeirri niðurstöðu að hótanir um hermdarverk á hengibrúm í Kaliforníu séu ekki marktæk- ar. Davis sagði það ekki koma sér á óvart að mat lögreglunn- ar á yfirvofandi hættu hefði breyst, en sagði að öryggisráð- stafanir yrðu áfram harðar, því mat lögreglunnar kynni að breytast aftur á næstu dögum. Í síðustu viku varaði FBI við því að „trúverðugar“ hótanir hefðu borist um að hryðjuverk yrðu framin á stórri hengibrú einhvers staðar á vesturströnd Bandaríkjanna. Kalifornía Brýr ekki í hættu Los Angeles. AFP. JACQUES Chirac Frakklandsforseti segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi fallist á að boða til al- þjóðlegrar ráðstefnu um hjálparstarf og uppbygg- ingu í Afganistan. Chirac var á þriðjudag í sólarhringsheimsókn í Bandaríkjunum, þar sem hann ræddi meðal ann- ars við George W. Bush Bandaríkjaforseta og Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Chirac sagði á fréttamannafundi í höfuðstöðvum SÞ á þriðjudagskvöld að hann hefði farið þess á leit við Annan að samtökin kölluðu til alþjóðlegrar ráðstefnu um hvernig bregðast mætti við neyðinni í Afganistan, þar sem saman kæmu fulltrúar þeirra ríkja sem mest hafa lagt til hjálparstarfs, nágrannaríkja Afganistans, viðkomandi stofnana SÞ og óháðra hjálparsamtaka. „Framkvæmda- stjórinn samþykkti þessa tillögu,“ sagði Chirac og bætti við að Bandaríkjaforseti hefði einnig lýst yf- ir stuðningi sínum á fundi þeirra fyrr um daginn. „Fjárskortur er ekki vandamálið, heldur felst það í mannafla og skipulagningu,“ sagði Chirac. Talibanar standa í vegi fyrir hjálparstarfi BBC hefur hins vegar eftir Peter Kessler hjá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) að stjórn talibana og skortur á lögum og reglu séu helstu ljónin í vegi hjálparstarfs í Afganistan. Sagði hann að skiluðu talibanar stoln- um farartækjum og hleyptu hjálparstarfsmönnum aftur inn í landið væri unnt að vinna þar mikið starf. Samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna þarfnast fimm milljónir Afgana neyðaraðstoðar hið fyrsta og hætta er á að 100.000 afgönsk börn láti lífið í vetur, fái þau ekki hjálp. Tugir þúsunda flótta- manna eru á vergangi og reyna að komast inn í ná- grannaríkin, sem lokað hafa landamærum sínum. Frakklandsforseti ræðir við Bush og Annan um hjálparstarf í Afganistan Chirac hvetur til al- þjóðlegrar ráðstefnu SÞ. AFP. Reuters Jacques Chirac og Kofi Annan í höfuðstöðv- um Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag. UMRÆÐUR innan ríkisstjórnar Georges W. Bush Bandaríkjaforseta um framhald herfararinnar gegn hryðjuverkaógninni snúast nú í auknum mæli um Sómalíu. Hugsan- legt er talið að Osama bin Laden muni leita þar skjóls velji hann þann kost að flýja frá Afganistan. Írak hefur verið efst á lista yfir þau ríki, sem líklegt er talið að Bandaríkjamenn snúi sér næst að eftir að herförinni í Afganistan lýk- ur. Embættismenn segja að önnur lönd, sem vitað er að skjóti skjóls- húsi yfir hryðjuverkahópa, komi ekki síður til álita þegar framhald herfararinnar gegn hryðjuverka- ógninni um heim allan verður skipu- lagt. Auk Íraks hafa Filippseyjar og Indónesía verið nefnd í þessu sam- hengi. Heimildarmenn leggja áherslu á að þær aðgerðir, sem ráð- gerðar séu, muni ekki einvörðungu fara fram á hernaðarsviðinu, heldur verði einnig beitt diplómatískum að- ferðum, alþjóðalögum og efnahags- legum þrýstingi. Undir lok septembermánaðar fól Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra háttsettum embættismönnum í ráðuneyti sínu að leggja fram áætl- un um hvernig fara mætti gegn hryðjuverkahópum um heim allan. Svo virðist sem undirbúningur vegna Sómalíu sé einna lengst á veg kominn, m.a. vegna þess að Banda- ríkjamenn hafa undanfarnar vikur unnið að því að rannsaka gaumgæfi- lega tengsl al-Qaeda-hryðjuverka- samtaka Osama bin Ladens og Sóm- alíu. Skömmu eftir árás hryðju- verkamanna á Bandaríkin 11. september fékk bandaríska leyni- þjónustan vísbendingar um að bin Laden eða nánustu aðstoðarmenn hans hefðu farið frá Afganistan og væru í Sómalíu. Í lið með Aideed Al-Qaeda-hryðjuverkanetið hefur verið virkt í Sómalíu frá árinu 1993. Þá sendi bin Laden nokkra af helstu aðstoðarmönnum sínum til landsins til að aðstoða stríðsherrann Moham- ed Farah Aideed. Í októbermánuði það ár drápu menn Aideeds 18 bandaríska hermenn, sem voru þar við friðargæslu í nafni Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Bills Clintons for- seta ákvað að kalla bandaríska liðs- aflann heim. Eftir heimkvaðningu bandaríska herliðsins hafa al-Qaeda-samtökin nýtt Sómalíu sem eins konar mið- stöð fyrir aðgerðir í þessum heims- hluta. Þar voru m.a. undirbúnar árásir á sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu árið 1998. Nefnd, sem skipuð er fulltrúum frá ráðuneytum varnarmála, utan- ríkismála, bandarísku leyniþjónust- unni, CIA, og þjóðaröryggisráðinu hefur síðustu þrjár vikurnar komið saman til funda til að ræða umsvif al-Qaeda í Austur-Afríku. Nefndin hefur m.a. rætt hvort beita beri sér- sveitum til að ráðast gegn al-Qaeda- hópum í Sómalíu og öðrum samtök- um þar sem hafa samvinnu við menn bin Ladens. Einnig hefur verið rætt hvort gera beri þetta í samvinnu við stjórnvöld í Eþíópíu en ráðamenn þar hafa lýst yfir því að þeir vilji koma slíku samstarfi á til að upp- ræta hættuna sem stafar af al- Qaeda og öðrum hópum róttækra múslíma í landinu. Heimildir herma að Eþíópíustjórn hafi lýst sig reiðu- búna til að beita eigin herliði gegn hryðjuverkahópum í Sómalíu. Bandaríkjamenn myndu þá sjá um öflun leynilegra upplýsinga og þjálf- un auk þess sem til greina kæmi að- stoð á sviði tækjabúnaðar og flutn- inga. Bandarískir embættismenn leggja áherslu á að hernaðaraðgerð- ir í Sómalíu eða annars staðar séu ekki í vændum á næstunni. Hins vegar hafa ráðamenn í Bandaríkj- unum aldrei dregið dul á að ætlunin sé sú að fara gegn al-Qaeda-samtök- unum og hópum, sem þeim tengjast um allan heim. Sá ásetningur feli í sér að stríðið gegn hryðjuverkaógn- inni verði ekki bundið við Afganist- an. Málið er þó rætt á breiðari grund- velli. Þannig hafa nokkrir embætt- ismenn haldið því fram að næsta stig herfararinnar gegn hryðjuverka- ógninni eigi að beinast gegn hópum, sem ekki eru íslamskir. Hefur FARC-herinn í Kólumbíu, samtök vinstrisinnaðra stjórnarandstæð- inga, verið nefndur í því sambandi. Athyglin beinist að Sómalíu Embættismenn í Bandaríkjunum ræða nú hvernig fara megi gegn hópum hryðjuverkamanna í Sómalíu The Washington Post.NORSKI námsmaðurinn Kristoffer Larsgard hefur ákveðið að höfða mál á hendur bandarískum há- skóla þar sem hann hefur verið við nám í lífefnafræði. Ástæðan er sú, að honum var vísað burt sem hugs- anlegum hryðjuverkamanni að því er segir í Aftenposten. Þegar Larsgard mætti til kennslu í skólanum, University of South Alabama, 21. september tóku á móti honum prófessor í líf- efnafræðideildinni og vopnaðir lögreglumenn. Var honum sagt, að skólinn kærði sig ekki lengur um að hafa útlenda nemendur í námi í þessum fræðum vegna þess, að hætta væri á, að þeir kæmust yfir hættulegar bakteríur, sem unnt væri að nota til hryðjuverka. Larsgard, sem átti aðeins eftir að ljúka síðasta vetrinum í lífefna- fræðináminu, hefur nú fengið lög- fræðing til að stefna skólanum fyr- ir lögbrot og norski lagaprófess- orinn Anders Bratholm hefur skrifað bandaríska dómsmálaráðu- neytinu út af þessu máli. ANSA, Samtök norskra náms- manna erlendis, hafa beðið norsku stjórnina að greiða allan kostnað af málaferlunum enda sé hér um mikilvægt grundvallarmál að ræða. Sjúklegur hryðjuverkaótti? Norðmað- ur rekinn úr lífefna- fræðinámi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.