Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 53 Langar þig í glæsilega snyrtitösku með þægilegum ferðastærðum? 50 ml hreinsimjólk, 50 ml andlitsvatni, 5 ml Primordiale varakremi og 3 ml Rénergie styrkj- andi serumi. Hún er þín þegar þú kaupir 50 ml Rén- ergie krem eða 50 ml Primordiale krem á næsta Lancôme útsölustað. útsölustaðir um land allt. LEGGJUM AF STAÐ FERÐ GEGN HRUKKUM Læknirinn kemur heim þegar yður hentar Alla virka daga frá kl. 10-16. Tímapantanir frá kl. 8-20 • Sími 821 5369 Einkaþjónusta heimilislæknis Guðmundur Pálsson sérfræðingur í heimilislækningum VARAHLUT IR Nýbýlavegi 8 • S: 570 5070 Þarftu að skipta um olíusíu? afsláttur Gerðu bílinn kláran fyrir veturinn 10% N O N N I O G M A N N I • N M 0 4 2 7 2 / s ia .i s JÓLAKORT Hringsins er komið út. Í ár prýðir kortið vatnslitamynd eftir listakonuna Guðrúnu Ragn- hildi Eiríksdóttur. Allur ágóði af sölu jólakortsins rennur til upp- byggingar Barnaspítala Hringsins við Hringbraut, sem áætlað er að taka í notkun haustið 2002. Sala jólakortsins fer fram í fé- lagsheimili Hringsins á Ásvallagötu 1 í Reykjavík. Einnig er hægt að leggja inn pantanir á póstfangi Hringsins, hringurinn simnet.is. Þá verða jólakort til sölu á jólabasar Hringsins í Perlunni sunnudaginn 11. nóvember. Jólakort Hringsins Fyrirlestrar um heilsu á efri árum FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni stendur fyrir fyrirlestri sem haldinn verður laugardaginn 10. nóvember kl. 13.30 í húsakynnum fé- lagsins Ásgarði Glæsibæ. Þar ræðir Laufey Steingrímsdóttir, næringar- fræðingur um hollt mataræði og mikilvægi þess til að halda góðri heilsu. Ásgeir Theódórs læknir, sér- fræðingur í meltingarsjúkdómum ræðir um krabbamein í ristli og um væntanlega hóprannsókn í leit að krabbameini. Á eftir hverju erindi gefst tæki- færi til spurninga og umræðna. Ráðstefna um dyslexíu SÉRSTAKUR áfangi fyrir nemend- ur með lesröskun stendur nemend- um í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla til boða og þeir nemendur hafa einnig umsjónarkennara sem sinnir þörfum þeirra. Helgina 16.– 17. nóvember verður haldin í FÁ ráðstefna um lesröskun. Elín Vil- helmsdóttir sálfræðikennari og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og Una Steinþórsdóttir íslenskukenn- arar segja frá þjónustu skólans við dyslexíunemendur. Fulltrúar Lestrarmiðstöðvar KHÍ og Blindrabókasafnsins greina frá þjónustu þessara stofnana við framhaldsskólanema. Einnig verður sagt frá samstarfsverkefni Evrópu- landa um dyslexíu og því sem er að gerast annars staðar á Norðurlönd- um. Ráðstefnan verður í formi fyr- irlestra og hópumræðna um hvernig staðan er í skólum landsins og hvernig hægt er að bæta hana. Á ráðstefnunni verður kynnt nýtt námsefni fyrir dyslexíunemendur á framhaldsskólastigi. Nánari upplýs- ingar og skráning á vefnum www.fa.is/framvegis, segir í frétta- tilkynningu. Lýst eftir vitni að skemmdarverki LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir vitni að meintu skemmdar- verki á bíl sem ekið var vestur Hallsveg hinn 18. október sl. um kl. 16. Talið er að hlut hafi verið kast- að í bifreiðina úr biðskýli SVR við Hallsveg. Ökumaður á dökkri jeppabifreið mun hafa stöðvað á staðnum og tal- að við tjónþola og óskar lögregla eftir að hafa tal af ökumanni jeppa- bifreiðarinnar. Námskeið í hönnun HÖNNUNARNÁMSKEIÐ verður haldið í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 9. nóvember kl. 10–16. Fyrirlesari á námskeiðinu er Matt Campbell en hann er hönnunar- og vefstjóri hjá auglýsingastofunni Bartle Bogle Hegarty (BBH) í New York. Námskeiðið er hugsað fyrir hönnuði, listræna stjórnend- ur, stafræna hönnuði, vefhönnuði og þá sem starfa við hönnun hug- búnaðar auk annarra sem gagnast gæti. „Bartle Bogle Hegarty (BBH) hefur skapað sér gott orð fyrir frumleika og nýsköpun á sviði hönnunar,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Áhugasamir hafi samband Hrafnhildi Smáradóttur, hrafn- hildur@xyz.is, en auglýsingastofan XYZeta stendur að námskeiðinu. 50 árgangar hafa fengið Nýja testa- mentið að gjöf LIÐSMENN Gídeonfélagsins hafa nú komið við í öllum grunnskólum landsins, tæplega tvö hundruð að tölu, og fært öllum nemendum 5. bekkjar, það er að segja 10 ára börnum eintak af Nýja testament- inu og Davíðssálmum að gjöf. Þau börn sem fengu Nýja testa- mentið að gjöf að þessu sinni eru fimmtugasti árgangur Íslendinga sem fær bókina að gjöf frá Gídeon- félaginu. Flestir Íslendingar 10 – 59 ára ættu að hafa fengið Nýja testamentið. Árlega gefur Gídeon- félagið um 10.000 eintök af Nýja testamentinu, þar af fer um helm- ingur í verkefni á meðal skóla- barnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.