Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna Guð-mundsdóttir fæddist á Kambhóli í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu 9. desember 1939. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut 29. októ- ber síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Jóhann- essonar bónda, f. 13.6. 1908, d. 5.5. 1997, og Ólafar A. Pétursdóttur hús- freyju, f. 28.2. 1919. Jóhanna fluttist með foreldrum sínum fjögurra ára að aldri að Efri-Svertingsstöðum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem hún ólst upp til sextán ára aldurs er hún fluttist til Reykjavíkur og sótti þar Húsmæðraskólann í Reykjavík. Systkini hennar eru Pétur, f. 31.3. 1938, kona hans er Sonja Nikulásdóttir, f. 23.7. 1940; Þórdís, f. 2.11. 1945; Inga, f. 11.9. 1947, maður hennar er Magnús Kristinsson, f. 11.8. 1945; og Guð- laugur Guðmundsson, f. 4.3. 1951, sambýliskona Ásgerður Pálma- dóttir, f. 8.7. 1955. Jóhanna kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Ing- ólfssyni málarameistara, f. 19.9. 1933, fljótlega eftir komuna suður. Þau gengu í hjónaband hinn 27.desember árið 1957. Foreldrar Sigurðar voru sr. Ingólfur Þor- valdsson, f. 20.7. 1896, d. 15.9. 1968, og Anna Nordal húsfrú, f. 21.11. 1897, d. 4.1. 1986. Bræður Sigurðar voru Vilhjálmur, f. 6.10. 1922, d. 21.7. 1993, og Ragnar, f. 26.5. 1925, d. 27.2. 1997. Jóhanna og Sigurður eignuð- ust tvo syni, Þorstein Viðar Sigurðsson málarameistara, f. 29.12. 1959, og Ing- ólf Sigurðsson offset- prentara, f. 24.11. 1962. Sambýliskona Þorsteins er Hrefna G. Magnúsdóttir hár- greiðslumeistari, f. 30.9. 1966, börn þeirra eru Sigríður Þóra, f. 2.8. 1980, sambýlismaður hennar er Róbert Ar- nes Skúlason, f. 1.9. 1973, barn þeirra er Kristófer Ar- nes, f. 4.5. 2000; Fanney Rut, f. 17.5. 1984, Rakel Ósk, f. 19.1. 1991, og Magnús Hlífar, f. 12.9. 1993. Sambýliskona Ingólfs er Þuríður Ó. Valtýsdóttir, f. 12.6. 1963, börn þeirra eru Sólveig, f. 13.7. 1980, dóttir hennar er Elín Ósk, f. 20.11. 1999; Berglind, f. 9.6. 1985, Krist- ín, f. 29.4. 1988, Ingibjörg, f. 19.3. 1992, og Fredrik, f. 6.8. 1995. Jóhanna starfaði á Landmæl- ingum Íslands í tíu ár eða til ársins 1982 er hún hóf störf sem bókari hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur sem síðar varð Grandi hf. eftir samein- ingu Bæjarútgerðarinnar við Ís- björninn hf. Starfaði hún þar til dauðadags. Hún gekk til liðs við Oddfell- owregluna Rebekkustúku nr. 4, Sigríði, árið 1989 og starfaði þar í ýmsum embættum. Einnig var hún virk í ýmsum félagsstörfum á starfsævi sinni svo sem Klúbbi eig- inkvenna málarameistara. Útför Jóhönnu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. (Tómas Guðm.) Hún á aldrei eftir að taka á móti mér í matarboð og ég á aldrei eftir að heyra fallega hláturinn hennar aftur. Af hverju þurfti hún að deyja, mamma? spurði dóttir mín mig harmi lostin, hún var svo góð. Tengdamóðir mín er dáin og við höf- um engin svör nema bænina með börnunum. Það eru liðin tvö ár síðan ég kynntist Jóhönnu. Þá var kominn tími til að kynna fjölskylduna. Ég man að ég bar þessi væntanlegu kynni mín undir eina Odddfellow- systur Jóhönnu sem ég þekki og voru hennar orð á þá leið: „Já, heiðurs- hjónin Jóhanna og Sigurður, jæja, þér verður ekki í kothús vísað, Hrefna mín.“ Það voru orð að sönnu. Umhyggja fyrir fjölskyldunni var í fyrirrúmi hjá Jóhönnu, hún var sönn eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóð- ir, amma og langamma. Faðmur hennar var stór og hlýr og enga hef ég þekkt sem hefur faðmað mig jafn innilega þétt og með svo mikilli vænt- umþykju. Minningarnar verða dýrmætar, við sem vorum bara rétt að byrja. Söknuðurinn er mikill, við hefðum viljað hafa hana svo miklu lengur hjá okkur. Við biðjum algóðan Guð að styrkja okkur og hugga. Með þessum orðum minnist ég tengdamóður minnar. Minning hennar lifir. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Hrefna Magnúsdóttir. Í dag kveðjum við samstarfsmann okkar og vinnufélaga til margra ára, Jóhönnu Guðmundsdóttur. Hún lést skyndilega hinn 29. október síðastlið- inn. Hún starfaði við bókhald á skrif- stofu Granda hf. frá stofnun fyrir- tækisins, og hafði áður starfað hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur í nokkur ár. Störf sín rækti Jóhanna af mikilli samviskusemi og trúmennsku. Okk- ur vinnufélögum sínum var hún um- hyggjusöm og hlýleg og lagði mikið fram til að skapa þann starfsanda, sem svo nauðsynlegur er á vinnu- staðnum til að hverjum og einum líði þar vel. Hún tók virkan þátt í kjörum annarra, var hljóðlát, en þó gaman- söm í dagfari. Jóhanna tók þátt í starfi Oddfellow-reglunnar. Þar eru aðrir færari til að bera vitni um störf hennar, en augljóst var að starfið þar veitti henni mikla lífsfyllingu og gleði. Fjölskyldan var mikill hornsteinn í lífi Jóhönnu, og hún ræktaði afar vel tengsl sín við fólkið sitt. Mikill harm- ur er nú að þeim kveðinn við fráfall hennar. Eiginmanni hennar Sigurði, sonum þeirra, barnabörnum og öðr- um ættingjum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur, og biðj- um þeim blessunar og styrks í sorg- inni. Við kveðjum mæta konu, og góðan vinnufélaga með virðingu og þökk. Samstarfsmenn á skrifstofu Granda hf. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Það var fyrir allmörgum árum sem ég fyrst heyrði af Jóhönnu þar sem systir mín vann fyrir Sigurð, eftirlif- andi eiginmann hennar, en Jóhönnu sjálfri kynntist ég þó ekki fyrr en löngu seinna. Mér var strax ljóst að hér fór ákaflega traust og áreiðanleg kona og kom það greinilega í ljós á síðastliðunum árum þegar aðstæður höguðu því þannig til að við áttum mjög náið samstarf við stjórnarstörf í Oddfellowstúkunni Sigríði, en þar var Jóhanna í forsvari þegar hún féll frá. Jóhanna átti ekki langa skóla- göngu að baki, en það var auðheyrt á tali hennar að það hefði hún kosið ef aðstæður hefðu leyft. Hún var mjög greind og hafði þroskast vel í skóla lífsins og leysti öll þau störf sem hún tók sér fyrir hendur með stakri prýði. Jóhanna var ákaflega samvisku- söm og lagði allt í þau verkefni sem hún vann að. Öll verkefni voru unnin af áhuga og röggsemi og þeim var alltaf lokið. Það var aldrei horfið frá hálfnuðu verki. Hún átti gott með að tala máli sínu og var mjög vel máli farin. Jóhanna bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, svo og öllum vinum og félögum og var hún ávallt með hugann hjá þeim jafnt í gleði sem í sorg. Við Jóhanna áttum saman margar góðar stundir undanfarin ár bæði í leik og starfi sem ber að þakka af al- hug. Ég hafði ekki ástæðu til að halda annað en svo yrði um næstu framtíð, en lífið er hverfult og Jóhanna lést mjög skyndilega eftir stutta sjúk- dómslegu án þess að hafa kennt sér meins. Gengin er góð kona langt um aldur fram. Ég og Ólafur, eiginmaður minn, vottum Sigurði, sonum og fjölskyld- um og móður Jóhönnu okkar dýpstu samúð. Guðlaug Björg. Elsku amma mín, nú ertu búin að kveðja þennan heim. Ég sit hérna heima hjá þér og afa og horfi á kertið loga, þitt kerti. Ég á svo erfitt með að sætta mig við þetta, ég efast um að ég muni nokkurn tíma gera það. Af hverju þurfti Guð að fá þig strax? Hann hefur ábyggilega þurft mikið á þér að halda fyrst að hann valdi þig. Ég er svo þakklát fyrir allar stundir sem við áttum saman, sem voru ekki fáar. Við töluðum saman nánast dag- lega um allt og ekkert, við vorum bestu vinkonur. Mikið á ég eftir að sakna þess að heimsækja þig og setj- ast niður við eldhúsborðið og spjalla við þig, þú gast alltaf huggað mig ef eitthvað var að. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri ömmu. Ég veit að þér fannst hálfskrítið að skrifa minn- ingargreinar, og ef fólk hefði eitthvað að segja eða skrifa ætti það að gera það á meðan manneskjan væri enn þá lifandi, en aldrei datt mér í hug að þú myndir kveðja svona fljótt. Ég veit að við munum hittast aftur á betri stað. Ekki hafa áhyggjur af afa, ég mun gera mitt besta til að hugsa um hann. Þú átt alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Ég elska þig, amma. Maríusonur mér er kalt, mjöllina af skjánum taktu, yfir mér einnig vaktu. Lífið einnig og lánið er valt, ljós og skuggi vega salt, við lágan sess á ljóstýrunni haltu. (Höf. ók.) Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesú mæti. (Höf. ók.) Takk fyrir allt. Sigríður Þóra. JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jón HaukurGuðjónsson fæddist í Ási í Rang- árvallasýslu 12. júlí 1920. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingiríður Ei- ríksdóttir húsmóðir, f. 14. des. 1884, d. 18. des. 1972, og Guðjón Jónsson, bóndi í Ási, f. 9. júlí 1878, d. 2. júlí 1965. Jón Haukur var yngstur fimm systkina. Þau eru: Hermann, f. 13. des. 1911, Eirík- ur, f. 2. feb. 1913, d. 31. ágúst 1988, Guðrún Hlíf, f. 9. des. 1914, og Ingveldur, f. 5. apríl 1918. Hinn 28. feb. 1953 kvænt- ist Jón Haukur Dagmar Helga- dóttur frá Vík í Mýrdal, f. 15. júní 1914, d. 10. okt. 1980. Þau stofnuðu heimili fyrst á Fornhaga 22 og síð- an í Hamrahlíð 35 í Reykjavík. Þau eignuðust Guðjón Inga, f. 24. ágúst 1953, en Dagmar átti fyrir Helga, f. 8. október 1942, sem Jón Haukur gekk í föðurstað. Jón Haukur stundaði ungur hefðbundin sveita- störf en fór síðan í Iðnskólann og lauk þaðan meist- araprófi í húsasmíði. Hann starf- aði við húsasmíðar mestan hluta starfsævinnar en síðustu árin fékkst hann einnig við handa- vinnukennslu og heyskap. Útför Jóns Hauks fór fram í kyrrþey 23. október. Fallinn er í valinn Haukur Guð- jónsson frá Ási í Ásahreppi eftir stutta en snarpa baráttu við sláttu- manninn mikla. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þessi hrausti og atorkusami maður skuli vera horf- inn á brott eftir aðeins örfárra vikna veikindi. Ekki þekki ég lífsferil Hauks nógu vel til þess að rekja hann, þótt ég hafi þekkt hann nánast frá því að ég man eftir mér, en hann var kvæntur föðursystur minni, Dagmar Helgadóttur. Haukur var alltaf glaðlegur, vingjarnlegur og hress í bragði þegar maður hitti hann, þótt sambandið hafi verið lít- ið í mörg ár. Það var ekki fyrr en Haukur komst að því fyrir nokkr- um árum, að ég væri að brasa með hross, að samband komst á að nýju. Þá vildi hann endilega hjálpa mér með hey, en hann hafði heyjað tún- in í Ási eftir að bróðir hans, Eirík- ur bóndi í Ási, féll frá. Það varð að samkomulagi að hann gæti kallað í mig til aðstoðar við heyskapinn þegar hann vantaði hjálp. Það verð ég að segja, að ekki hallaði á mig í þeim viðskiptum. Auk þess var það ekkert nema ánægjan að koma í heyskapinn með Hauki, nánast allt- af í blíðskaparveðri. Haukur var alltaf lifandi og kraftmikill og fullur af hugmynd- um. Hann hvatti mig t.d. eindregið til þess að koma á fót kattarsands- verksmiðju í gamla tívolíhúsinu í Hveragerði. Það voru ekki orðin tóm, því hann sýndi mér ýtarlegar teikningar og uppdrætti af verk- smiðjunni sem hann hafði gert. Það var í heyskapnum sem mað- ur sá dálítið aðra hlið á Hauki. Þá var hann ekki mikið fyrir spjall eða kurteisishjal. Meðan heyið var flatt og hugsanleg rigningarský við sjóndeildarhringinn, þá var ein- beitingin alger og ekki var litið upp fyrr en síðasti bagginn var kominn inn í hlöðu. Um leið og ég kveð Hauk og óska honum góðrar ferðar á nýjum sviðum tilverunnar, þá vil ég þakka einstaka velvild og vináttu í minn garð. Gauja, Helga og fjölskyldum þeirra sem og öðrum ættingjum og vinum, votta ég mína dýpstu sam- úð. Gylfi G. Kristinsson. Mig langar að minnast vinar míns Hauks smiðs með nokkrum orðum. Ég kynntist Hauki fyrir tæpum aldarfjórðungi þegar hann vann að ýmsu viðhaldi fyrir fyr- irtæki er ég vann hjá. Hann hafði þá nýlega misst konu sína og flest- ar helgar og lengri tíma að sumr- inu fór hann að sinna bústörfum á föðurleifð sinni austur í Ási í Holt- um þar sem hann aðstoðaði systk- ini sín við búskap. Þau systkini voru þá öll komin yfir miðjan aldur og farið að draga úr þreki þeirra til búskapar. Haukur heyjaði þá túnin fyrir bú systkinanna og síðar er þau höfðu lagt af búskap seldi hann heyið til hrossabænda því eins og hann sagði gat hann ekki horft upp á að þau tún sem hann hafði tekið þátt í að rækta færu í órækt meðan hann hefði heilsu til að halda þeim í ræktun. Að auki byggði hann þar mikið íbúðarhús sem hann ætlaði til afnota fyrir þann er vildi taka við búinu. Lengi lifði hann í voninni um að einhver úr ætt sinni tæki við búrekstri en ekkert varð úr því. Leiðir okkar Hauks lágu meir saman fyrir tveimur áratugum er hann tók að sér að þrábeiðni minni að verða meistari að íbúðarhúsi er við byggðum saman. Hafði hann færst nokkuð undan og sagðist vera alveg hættur að taka að sér svona stór verk. Setti hann það skilyrði að ég yrði alveg með sér meðan við ynnum að verkinu. Hóf- um við verkið í veðurblíðu í byrjun sumars og hélst sólskin að mestu meðan við unnum við sökkla og botnplötu. Aftur gerði veðurblíðu um haustið þegar við vorum til- búnir að slá upp fyrir kjallaranum og áfram hélt blíðan því eins og Haukur sagði; „ekki þarf annað en að hreyfa til spýtu í þessu húsi, þá er komin veðurblíða“. Þannig var í kringum Hauk samfelld hlýja og velvild þannig að skaparinn brosti sínu blíðasta þar sem hann var í nánd því oft fékk ég hret og fúlviðri ef Hauk vantaði við bygginguna. Síðar rættist svo úr að Haukur tók að sér að verða meistari minn til sveinsprófs í húsasmíði og nokk- ur minni verk unnum við saman á næstu árum. Oft var hann gam- ansamur og stundum gerði hann grín að smásmuguhætti mínum við smíðarnar. Var þá stundum við- kvæðið að sem betur fer hefði verið búið að finna upp sparslið áður en hann lærði að smíða og við skyld- um ekki eyða öllum deginum í svona dútl heldur drífa þetta af og athuga svo um sparslið. Síðar þeg- ar aldurinn færðist yfir hann fór hann í listnám og fékkst nokkuð við að gera „skúlptúra“ enda sagðist hann þá geta notað sparslið óspart. Hann var sérlega heilsteyptur og góður félagi þar sem gaman og al- vara fundu gott vægi. Fljótlega eftir að leiðir okkar lágu saman varð hann fjölskyldu- vinur sem ánægjulegt var að um- gangast þótt alltof sjaldan væri. Þegar Helgi fóstursonur hans kom með San Fransisco ballettinn til Ís- lands fyrir rúmu ári frétti hann að okkur hafði ekki tekist að fá að- göngumiða á sýninguna. Þá kom hann allt í einu og dreif okkur inn á lokaæfingu þar sem við nutum ein- hverrar frábærustu skemmtunar sem við höfðum upplifað. Fleira slíkt mætti segja frá kynnum okkar af Hauki en við látum hér staðar numið og kveðjum með trega góð- an vin. Ágúst Guðmundsson. Alin upp við afl og fjör, er það fagur leikur, Hermann, Guðrún, Eiríkur Ingveldur, Jón Haukur. JÓN HAUKUR GUÐJÓNSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.