Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 25

Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 25 sprengjum til að brjótast inn í hús,“ sagði Rumsfeld. „Sprengjur okkar urðu til þess að ýmiskonar bygging- arefni, steypa og sitthvað fleira, splundraðist og lenti á nokkrum mönnum. Fimm menn urðu fyrir meiðslum vegna ýmiskonar brota.“ Varnarmálaráðherrann bætti við að tveir aðrir sérsveitarmenn hefðu fótbrotnað þegar þeir lentu í fallhlíf og 25 skrámast eða fengið minnihátt- MEIRA en 30 bandarískir sérsveit- armenn urðu fyrir minniháttar meiðslum þegar þeir gerðu árás á hús leiðtoga talibana í suðurhluta Afgan- istans 20. október, að sögn Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í fyrradag. Hann neitaði því hins vegar að sérsveitar- menn hefðu særst í átökum við talib- ana. Rumsfeld var að svara grein í tíma- ritinu The New Yorker þar sem blaðamaðurinn Seymour M. Hersh hefur eftir heimildarmönnum í hern- um að tólf liðsmenn sérsveitarinnar Delta Force hafi særst, þar af þrír al- varlega, þegar talibanar hafi ráðist á þá með byssum og sprengjum. „Hermenn okkar beittu nokkrum ar meiðsl í fallhlífarstökkinu. Einn hefði fingurbrotnað. Árásin sögð algert klúður Þegar bandaríska varnarmála- ráðuneytið skýrði frá árásinni 20. október var sagt að aðeins tveir sér- sveitarmenn hefðu slasast þegar þeir lentu í fallhlíf. Árásin hefði borið til- ætlaðan árangur og talibanar hefðu veitt litla mótspyrnu. Hersh hefur hins vegar eftir heim- ildarmönnum sínum í hernum að árásin hefði verið „algert klúður“. Sérsveitarmennirnir réðust á flug- völl nálægt Kandahar í suðurhluta Afganistans og hús múllans Mo- hammads Omar, leiðtoga talibana. Bandaríska leyniþjónustan er sögð hafa fengið upplýsingar um að Omar dveldi stundum í húsinu og megin- markmiðið var að ná honum „dauðum eða lifandi“ eða að minnsta kosti að afla mikilvægra upplýsinga. Hersh segir að sérsveitarmennirnir hafi hvorki fundið Omar né mikilvæg gögn í húsinu og hefur eftir banda- rískum herforingja að talibanar hafi ráðist á þá með byssum og sprengj- um. Sérsveitarmennirnir hafi orðið að flýja. Hersh segir að þessi misheppnaða árás hafi orðið til þess að Bandaríkja- her hafi tekið upp nýjar aðferðir í hernaðinum í Afganistan. Ekki er vit- að til þess að bandarískar sérsveitir hafi gert fleiri slíkar árásir og Banda- ríkjaher leggur nú áherslu á að styrkja vígstöðu afganskra andstæð- inga talibana til að auðvelda þeim að ná mikilvægum borgum á sitt vald. Donald Rumsfeld segir 30 bandaríska sérsveitarmenn hafa meiðst í árás á hús leiðtoga talibana Neitar því að hermenn- irnir hafi særst í átökum LÖGREGLAN í Istanbúl heftur lagt hald á rúmt kíló af úrani, sem hægt er að nota í kjarnavopn, og hand- tekið tvo menn sem reyndu að selja leynilögreglumönnum efnið. Mennirnir sögðu lögreglunni að þeir hefðu keypt úranið í Istanbúl af Rússa af azerskum uppruna fyrir nokkrum mánuðum. Leynilögreglumennirnir höfðu verið í sambandi við mennina í mán- uð og handtóku þá í fyrradag. Menn- irnir höfðu samþykkt að selja úranið fyrir andvirði 75 milljóna króna. „Þeir gerðu sér varla grein fyrir því hvað þeir voru að selja. Þeir vissu bara að þetta var mjög dýrt efni og vildu græða peninga,“ sagði tyrk- neskur embættismaður sem vildi ekki láta nafns síns getið. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur varað við því al-Qaeda, samtök hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens, séu nú að reyna að komast yfir kjarna-, sýkla- og efnavopn. Tyrkland Hald lagt á úran frá Rússlandi Istanbúl. AFP. DOMINIQUE Strauss-Kahn, fyrr- verandi fjármálaráðherra Frakk- lands og frammámaður í flokki sósí- alista, var sýkn- aður í gær af ákæru um skjala- fals. Strauss-Kahn sagði af sér emb- ætti fjármálaráð- herra fyrir tveim- ur árum vegna málsins og búist er við að hann snúi sér nú aftur að stjórnmálum. Franskir fjölmiðlar segja líklegt að hann taki þátt í kosningabaráttu Lionels Jospins forsætisráðherra sem búist er við að verði í framboði í forsetakosningunum í apríl. Verði Jospin kjörinn forseti er talið líklegt að hann tilnefni Strauss-Kahn í for- sætisráðherraembættið. Sýknudómurinn kom ekki á óvart þar sem saksóknari féll frá kröfu um refsingu í síðasta mánuði vegna skorts á sönnunum um fjársvik. Strauss-Kahn var sakaður um að falsa skjöl til að réttlæta greiðslur sem hann fékk frá tryggingafélagi námsmanna, MNEF, fyrir lögfræði- ráðgjöf. Hann játaði að hafa breytt dagsetningum skjalanna en kvaðst hafa gert það að beiðni trygginga- félagsins, ekki í sviksamlegum til- gangi. Frakkland Strauss- Kahn sýknaður Dominique Strauss-Kahn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.