Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 59 Elsku hjartans Bryndís mín. Óskaplega þykir mér sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Mér líður eins og ég sé að missa litlu systur mína, þú varst svo mikið hjá okkur í sveitinni þegar þú varst lítil skotta. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér, þú svona yndisleg og geislandi af fegurð. Orð fá því vart lýst hvaða tilfinningar eru að brjótast um í hjarta mínu núna þegar ég skrifa þetta. Minningarnar fara á ljóshraða um mig þegar ég hugsa til þín. Ég vildi að ég hefði sagt þér hversu mikið mér þótti vænt um þig. Ég segi það núna: Bryndís mér þykir vænt um þig. Á svona tímum virðist það óger- legt að skilja hvers vegna þetta gerð- ist og af hverju þú. Ég trúi því að þér hafi verið ætlað annað og stærra hlutverk. Við verðum að trúa á eitt- hvað svo að sársaukinn verði minni. Ég sakna þín svo sárt. Ég bið guð að styrkja móður þína og föður og systkini þín á þessum erfiðu tímum. Elsku Bryndís mín, þér mun ég aldrei gleyma, þú markaðir spor í líf mitt sem munu aldrei hverfa. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hvíl þú í friði. Megi guð vernda þig og leiða inn í eilífðina. Kristjana. Sorglegur atburður hefur gerst, elskuleg bekkjarsystir okkar, vin- kona og félagi er látin. Enn einu sinni hefur það sýnt sig að þeir deyja ungir sem guðirnir elska, en því miður þurfti það að vera Bryndís. Manneskja sem var hjartahlý og góð og leit á alla sem jafningja. Nú eru þrjú ár síðan við lukum grunnskóla og fórum út í lífið. Ekki BRYNDÍS ÓSK REYNISDÓTTIR ÓLAFUR SIGURÐSSON ✝ Ólafur Sigurðs-son fæddist á Ak- ureyri 12. febrúar 1981. Hann lést af slysförum ásamt unnustu sinni, Bryn- dísi Ósk Reynisdótt- ur, f. í Reykjavík 29. apríl 1983, mánudag- inn 29. október síð- astliðinn og fór útför þeirra fram frá Fella- og Hólakirkju 6. nóvember. grunaði nokkurn að þegar hópurinn mundi hittast á ný þá myndi þig vanta. Því hittumst við núna og rifj- um upp allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við viljum votta fjölskyldu þinni og þínum nánustu alla okkar samúð. Þú verður ávallt í hjörtum okkar. Árgangur ’83 Fellaskóla. Það er undarleg tilfinning sem við kynnumst þegar við kveðjum einn úr okkar hópi svo miklu fyrr en okkur grunaði. Fram í hugann koma minn- ingarnar um hinn hægláta prakkara bekkjarins. Þau munu líða okkur seint úr minni bekkjarpartíin sem Óli hélt með dyggri aðstoð foreldra sinna og þær stundir sem við áttum með honum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fjölskyldu hans sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Bekkjarsystkini úr Selásskóla. Hinn 29. október var stórt skarð höggvið í vinahóp okkar er þau Ólaf- ur Sigurðsson og Bryndís Ósk Reyn- isdóttir yfirgáfu skyndilega þennan heim. Okkur langar að minnast þeirrra með nokkrum orðum. Ólafur eða Óli eins og hann var kallaður var mjög traustur vinur og alltaf með sín „prinsip“ á hreinu. Óli var einkum fær í því sem hann hafði áhuga á og í þann rúma áratug sem við nutum félagsskapar hans og vin- áttu stóð hann alltaf með okkur, var ávallt til í að hjálpa manni eftir bestu getu. Á grunnskólaaldri byrjaði Óli að spila á rafmagnsgítar og jókst færni hans á því sviði með degi hverjum og svo lét hann eitt sinn ljós sitt skína þegar hann spilaði á skóla- samkomu í Selásskóla. Var færni hans á gítar þá orðin það stórkostleg að margir héldu að þetta væri spilað á kassettu nema þeir sem til hans þekktu. Stundirnar er við áttum saman allt frá því að við hittumst fyrst eru og verða ógleymanlegar rétt eins og ferðalögin sem við fórum í eða eins og þegar hann fékk skemmtilegar hugmyndir svo sem þegar honum datt í hug eftir eina nóttina í miðbænum að gefa Birni Arnari far heim og það fór á þann veg að bíllinn var snarstoppaður þar sem Björn sat og fjórir okkar tóku Björn með valdi, stungu honum í skottið og keyrðu í burtu. Svo fyrir rúmlega tveimur árum hitti hann bláeygða engilinn sinn, Bryndísi, lágu leiðir þeirra saman upp frá því. Á þessum stutta tíma sem við þekktum hana Bryndísi gat hún alltaf látið manni líða vel með hlýlegu brosi sínu og gleði. Hún var alltaf góð og hlý við alla, eins og Óli var hún alltaf til í að hjálpa öðrum. Heimurinn missti mikið þegar hann missti þau. Við þökkum þeim fyrir allar þær stundir er við áttum saman og við munum sakna þeirra Óla og Bryndísar sárt. Við sendum fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Gísli Freyr, Hörður Ottó, Björn Arnar og Hanna Lára. Einn dag í einu einn dag í senn líður mín ævi lifi ég enn lostinn og ástin logandi bál þú lagðir að veði líf þitt og sál bros þín og hlátur víst man ég enn einn dag í senn. Þakklætið verður þökk mín til þín einn dag í einu þegar vorsólin skín og tíminn líður læknar hann sár leggur á plástur þerrar þín tár þökkum því Guði fyrir einn daginn enn einn dag í senn. (Magnús Eiríksson.) Takk fyrir samveruna sem við fengum að njóta með ykkur, hvíl í friði kæru vinir. Við viljum senda okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Bryndísar og Ólafs og biðj- um við Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. F.h. fyrrverandi samstarfsfélaga í Bónus Guðrún Ingibjörg. Kveðja frá kven- félagi Fríkirkj- unnar í Reykjavík Í dag er Elísabet Helgadóttir kvödd. Hún var ein af okkar dyggustu félagskonum, hún starfaði mikið fyrir félagið og vildi veg þess sem mestan. Hún var rit- ari félagsins í 16 ár og leysti það verk með prýði eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Árið 1989 fór hún með félaginu til Þýskalands, ELÍSABET HELGADÓTTIR ✝ Magnea ElísabetHelgadóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1929. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 19. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 25. október. hafði ekki gert mikið af því að fara til út- landa og naut hún þessarar ferðar í hví- vetna og í lok ferðar- innar gerði hún um hana skemmtilegan brag sem var gerður góður rómur af og fengu allar konur í ferðinni eintak til minningar um skemmtilega ferð. El- ísabet var mjög dugleg í sínum veikindum, hún kom á vorfundinn hjá okkur þó í hjóla- stól væri, við héldum fundinn á Kaffi Flóru í Grasagarðinum og tal- aði hún um hvað það væri vel til fundið og áttum við þar yndislega stund í fallegu umhverfi. Við kveðjum hana með söknuði og sendum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina #        0 #'F01' .F /#10/1# 4' / $%5J ' !) !            % &     2      7,       '        --"  $"8$" %&& 7  4 M  7    $  6 %&& <   (       (         *  *  =    5   *=*    5         /< #//' 3 /' ! +$OP ' !) !  &)6  + ()*$3%&&    %&& -+ & 4 +   ;  + 3  $/   %&& 3$" & %&& #  % '  + *+$* ;  =  5           -' ('# -'0/' /' : ?$  7 %&&  $-- %&&   - + & $%** +$* 8   ( /8F #'F8 6  & B    $  $OE ' !) ! $(  -"  >    *      ? ( *5        *    *   $ (   0          K:& #  + <   (   0  =   5     5               1#Q R#/ ?$IJ ' !) !  &K6 + /#  %&&  &'#  % +  $#  %&&  %K6 + '+&7  8M7 '+&7  *+$* ;  5  *    5           5&    '   #./4/./48/' /'  % !! O B+$ 3$  (             @A @-% &  '   " %%9 %&& *& $%*+$*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.