Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 56
MINNINGAR
56 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Varla hefi ég verið
hár í loftinu, þegar ég
sá Mýrarbræður fyrst.
Þeir höfðu rekið slát-
urfé heiman frá sér fremst framan
úr Bárðardal, yfir Vallafjall og
Bíldsárskarð alla leið til Akureyrar,
langa leið og torsótta, og voru nú
komnir til næturhvíldar á heimili
foreldra minna. Þetta voru þeir
Karl, Jón og Áskell. Tvennt er mér
minnisstæðast frá þessum fyrstu
kynnum, hvað þetta voru hressir,
glaðværir og skemmtilegir menn og
hve sápan freyddi vel og fagurlega,
með marglitum bólum og blöðrum,
þegar þeir voru að þvo sér um hend-
urnar. Þetta var upphaf langrar vin-
áttu með frændsemi, en feður okkar
voru systkinasynir, auk þess sem
við vorum fimmmenningar á tvenn-
an hátt. Seinna kynntist ég svo bet-
ur þessum níu systkina hópi og for-
eldrum þeirra, Aðalbjörgu
Jónsdóttur og Jóni Karlssyni á
Mýri, þar sem ég átti nokkurra
sumra dvöl um og eftir ferming-
araldur. Lífsbaráttan var hörð á
þessum krepputímum, ekki síst af
því að tekinn hafði verið annar fót-
urinn fyrir ofan hné af heimilisföð-
urnum upp á líf og dauða í stofunni
á Stóru-Laugum eftir mikla svað-
ilför endilangan Bárðardal og yfir
Fljótsheiði í stórhríðarbyl frostavet-
urinn 1918. Þá var gott að eiga dug-
mikil börn heima, þótt sum væru
enn á barnsaldri, Jón kominn hátt á
tíunda árið. Það reyndi snemma á
þann pilt.
Næsta minningabrot mitt um
hann er frá miðjum fjórða áratug
nýliðinnar aldar, þegar Jón faðir
hans var að missa heilsuna og þau
mæðgin voru að koma honum til
lækninga suður til Reykjavíkur.
Ekki átti fyrir Jóni Karlssyni að
liggja að koma lifandi heim aftur.
En þessi spor öll voru þung og erfið
tilfinningaríkum og viðkvæmum
ungum manni, en hann var þá
brjóstvörn heimilisins ásamt Aðal-
JÓN
JÓNSSON
✝ Jón Jónsson íFremstafelli
fæddist á Mýri í
Bárðardal l5. apríl
1908. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Húsavík 17. október
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Þorgeirskirkju á
Ljósavatni 27. októ-
ber.
björgu móður sinni,
göfuglyndri gáfukonu,
sem um þær mundir
barðist sjálf við
krabbamein, þó að hún
hefði sigur um sinn.
Um þessar mundir
kom ég fyrst í Bárð-
ardal og til dvalar á
Mýri og síðustu sumr-
in meira að segja með
kaupamannstign. Jón
var þá kvæntur Frið-
riku sinni Kristjáns-
dóttur frá Fremsta-
felli, systur Rannveig-
ar, fyrri konu Páls
Helga, tvíburabróður hans, þau far-
in að búa á Mýri og tvær elstu dæt-
urnar komnar í heiminn. Jón var af-
bragðs-trésmiður, og var til að
mynda unun að sjá til hans smíða
orf. Meðal annars bjó hann ekki ein-
asta eitt slíkt í hendurnar á mér,
heldur kenndi mér líka að beita því
og „ganga við orf“ að hætti hlut-
gengra sláttumanna. Alltaf var hann
glaður og léttur í lund, spaugsyrðin
lágu honum á vörum og lífguðu
dagsins önn, svo að hún hætti að
vera brauðstrit, en varð ósjálfrátt að
skemmtidagskrá. Það var ekki ama-
legt að slá elftingu í múga með
grindaljá niðri í Höllum með þeim
bræðrum, Jóni og Baldri, á góðum
degi.
En skyldurnar kölluðu víða, og til
Jóns var leitað um holl ráð í al-
mannaþágu. Skýr er myndin í huga
mér, þegar hann hafði brugðið sér í
betri fötin, var sestur upp á Stóra-
Brún á hlaðinu albúinn að halda á
hreppsnefndarfund, þegar móðir
hans kom út, hvarf til hans og bað
honum blessunar, fararheilla og
góðs gengis á fundinum, en hann
laut niður, þar sem hann sat í
hnakknum, og kyssti hana á kinnina
í kveðjuskyni. Falleg sjón og fögur
minning.
Jón Karlsson hafði lengi verið
organisti í Lundarbrekkukirkju, og
Aðalbjörg kona hans var líka afar
músíkölsk og hafði fallega rödd.
Tónlistariðkunin á Mýri varð öðrum
fyrirmynd. Þegar fólk kom saman,
einkum Mýrarsystkin og fjölskyldur
þeirra, var yfirleitt alltaf sungið
fjórraddað, annað þótti ekki boð-
legt. Annaðhvort kunnu allir radd-
irnar sínar eða þeir bjuggu þær til
og raddsettu af munni fram, þegar á
þurfti að halda, ég vissi aldrei hvort
var. Einu sinni á sólbjörtum sunnu-
dagsmorgni röðuðu þeir sér upp við
orgelið í Mýrarstofu fjórir bræður,
Karl, Jón, Áskell og Baldur, og
sungu í kvartett „Ó, komdu heim í
dalinn minn, því langt á vorið líður“
af mikilli tilfinningu. Ég held, að Ás-
kell hafi spilað, en ég sat úti í horni
og hlustaði. Fleiri voru ekki við-
staddir, en þetta er mér eftirminni-
legri konsert en flestir aðrir, sem ég
hefi hlustað á í viðhafnarmeiri söl-
um á ytra borði en stofunni á Mýri.
En nú var svo komið, að of þröngt
var orðið um þrjár fjölskyldur á
Mýri, tvær þeirra stækkandi. Sú
fjórða var raunar á Bólstað, nýbýli í
upphaflegri landareign. Það varð
niðurstaðan, að Jón og Friðrika
fluttu að Fremstafelli í Kinn árið
1940, en Karl og Björg Haralds-
dóttir annars vegar og Aðalbjörg
með yngstu börnunum sínum,
Baldri og Kristjönu, hins vegar,
héldu áfram búskap á jörðinni.
Strjáluðust þá fundir okkar Jóns.
Stundum hittumst við þó, ýmist á
förnum vegi eða á mannamótum, og
alltaf tók hann mér glaðlega, hjart-
anlega og fagnandi. Hið sama er að
segja um Friðriku, og höfum við
hjónin bæði notið hjartahlýju þeirra
og vináttu í ríkum mæli.
Gott berjaland er í Fremstafelli.
Eitt sinn báðum við hjónin leyfis að
mega koma þangað dagpart í berja-
mó ásamt börnum okkar. Það var
auðsótt mál, og varð okkur gott til
berjanna. En að kveldi var ekki við
annað komandi en við gistum í hlöð-
unni þeirra um nóttina og héldum
áfram tínslunni daginn eftir. Er
skemmst af að segja, að þessi nótt í
hauströkkrinu og ilmandi töðunni
varð okkur öllum nýstárlegt ævin-
týri og börnunum ógleymanleg upp-
lifun. Jón og Friðrika vissu, hvað
þau sungu.
Öðru sinni hafði Jón skorað á
okkur hjónin að koma í heimsókn
með því að aka óvenjulegri leið en
vanalega, niður með Skjálfandafljóti
að vestan, fram hjá Hriflu og síðan
heim í tún í Fremstafelli. Þetta
gerðum við og sáum ekki eftir því,
þó að vegurinn væri ekki rennislétt-
ur. En móttökurnar urðu því hjart-
anlegri. Okkur var sýnt smátt og
stórt úti og inni og lýsingar skreytt-
ar fróðleik og frásögnum um forna
og nýlega atburði. Þá kom vel í ljós,
hverjum feiknum Jón hafði komið í
verk að skrá og skrifa um frá eigin
brjósti, í ljóðum og lausu máli, hve
mikið honum lá á hjarta og hvílíkur
talsmaður hann var þeirra hug-
sjóna, sem hann mat mest og barð-
ist fyrir af heilum hug og heitri
djörfung. Þar bar ef til vill tvennt
hæst: samvinnuhugsjónina og Þor-
geirskirkju á Ljósavatni.
Síðustu samfundir okkar Jóns
munu einmitt hafa orðið við vígslu
Þorgeirskirkju sumarið 2000 eftir
Krists burð, árið sem minnst var
1000 ára afmælis kristnitöku á Al-
þingi Íslendinga, þegar lögsögumað-
urinn og Ljósvetningagoðinn í einni
og sömu persónu kvað upp úrskurð
um það eftir drjúga umhugsun í
góðu næði, að Íslendingar skyldu
allir kristnir vera, játa ein lög og
einn sið. Þennan heita sólskinsdag
var Jón frændi minn barnslega
glaður, himinlifandi og sigri hrós-
andi. Hugsjón hans og allrar fjöl-
skyldunnar í Fremstafelli hafði
ræst, Þorgeirskirkja vígð og helguð,
vegleg og smekkvísleg og málefninu
samboðin. Ekki spillti fegursta alt-
aristafla í íslenskri kirkju, Ísland
sjálft, lifandi land, lyng, hraun, vötn,
fjöll og himinn, landið, sem Jón í
Fremstafelli unni.
Nú voru vel við hæfi orð Símeons
í Lúkasarguðspjalli: „Nú lætur þú,
drottinn, þjón þinn í friði fara, eins
og þú hefur heitið mér, því að augu
mín hafa séð hjálpræði þitt.“ Hinn
glaði alvörumaður, hinn íhuguli eld-
hugi, hinn grandvari geysir orða og
hugmynda var nú senn þrotinn að
kröftum og heilsu, eða eins og fyrr-
um var sagt um glæsta kappa, „lítt
sárr, en ákaflega móður“. Þá er gott
að hvílast. Nú er hann kvaddur í
Þorgeirskirkju á Ljósavatni og lagð-
ur móður jörð að barmi. Blessuð sé
minning hans.
Sverrir Pálsson.
Með nokkrum eindæmum er að
fólk finni hjá sér löngun til að skrifa
minningarorð um mann sér svo lítið
kunnugan sem hér er raunin. Skýr-
ing þessa er að Jón Jónsson frá
Fremstafelli í Kinn var einn fárra
sem standa undir nafni sem sannir
boðberar gullaldarmálsins, íslensks
tungutaks, sem er hverfandi menn-
ingararfur til daglegrar notkunar.
Því er rétt á mörkunum að frökk
stelpa að sunnan þorir að opna
munninn til að minnast afa Jóns.
Það leyfi ég mér þó, enda ætíð höfð-
ingadjörf.
Jón var „tengdaafi“ dóttur minn-
ar yngstu, henni og dótturbörnum
mínum var hann ljúfur og góður afi
og tengdaafi. Hann hóf kynni við
dóttur mína á að lesa fyrir hana og
með henni ljóð sín og annarra.
Skemmtilega ræðinn var hann líka í
símtölum við undirritaða sem fékk
notið sæluvistar á býli þeirra hjóna
að sumarlagi. Jón og hans fallega
Friðrikka, kvenkostur hinn mesti úr
Bárðardalnum, voru flutt til Húsa-
víkur og langaði oftar en ekki að
spyrja frétta úr heiðardalnum. Há-
aldraður hvarf Jón Jónsson frá
Fremstafelli inn í eilífðina við ljúfan
óm ljóðalesturs sinna nánustu.
Dæmigert og áreiðanlega að hans
skapi.
Afi Jón kallaði sig „stuttafa“.
Skýringin var að eigin sögn að auð-
vitað bæri honum heitið langafi í
samræmi við almennar málvenjur.
Almættið hefði hins vegar fundið
hjá sér hvöt til að hafa hann svo
stuttan í annan endann sem sjá
mætti að hann stæði engan veginn
undir heitinu langafi. Því yrði hann
ætíð stuttafi og við það yrðu hann
og aðrir að sætta sig. Ekki taldi
hann sig skulda þeim í efra neitt
fyrir greiða þennan og lítið gagnaði
víst að skattyrðast við þá sem þar
færu fyrir til að fá því breytt.
Ég heyrði fyrst af Jóni vegna
væntanlegra mægða við Mýrarætt-
ar„slektið“, heyrði til hans í útvarpi
og hafði gaman af frásagnargleði og
orðfæri mannsins. Þekkti reyndar
til Páls bróður hans skálds og
Heimis, góðkunningja míns, bróð-
ursonar Jóns, sem kunnir eru fyrir
málsnilli sína.
Jón heitinn hitti ég síðan á fæti
þegar hann ávarpaði yngstu dóttur
mína, Ásu Björk, og hennar ekta-
maka, Jón Kristján, í brúðkaups-
fagnaði þeirra. Orðin sem af munni
Jóns frá Fremstafelli hrukku þar
voru flest slíkir gullmolar að helst
hefði ég viljað hirða þá upp, hafa
heim með mér, gaumgæfa í róleg-
heitum og geyma.
Á þeirri stundu sem maðurinn
upphóf sína raust mátti greina að
þar fór norðanmaður og örugglega
einhverrar ættar. Hið hnitmiðaða og
hnyttna ávarp Jóns, flutt á eindæma
fágaðri en látlausri íslensku gerði
mér endanlega ljóst hvernig unnt er
að verða maður að meiri orða sinna
vegna. Þarna fór orðhagur maður
sem bjó yfir miklum málauðæfum
og kom orðum að hugsunum sínum
á svo tærri íslensku að fátítt er.
Á fæti var Jón frá Fremstafelli
ekki hár í loftinu en til orðsins var
hann sannur stórhugi og hámennt-
aður á íslenska tungu, þótt skóla-
menntun hafi eflaust ekki verið ýkja
löng. Þessi hreinræktaði norðan-
maður var verðugur arftaki þeirra
kvenna og karla sem Íslendingasög-
ur greina frá og mæltu samkvæmt
orðanna hljóðan einvörðungu háís-
lensku þótt hvunndags væri, hvað
þá á tyllidögum. Þannig íslensku
talaði Jón hvunndags og án tilgerð-
ar.
Í minningu málsnillings sem lifði
langa ævi í heiðríkju norðursins,
góðs afa, tengdaafa og „stuttafa“
kveð ég Jón Jónsson frá Fremsta-
felli í Köldukinn. Fyrir mína hönd
og minna færi ég eftirlifandi eig-
inkonu, börnum og þeirra fólki inni-
legar samúðarkveðjur.
Elín G. Ólafsdóttir.
Það er skrýtið til
þess að hugsa að nú
skuli hann afi minn
vera fallinn frá. Þrátt
fyrir háan aldur og að
mörgu leyti erfið efri
ár er alltaf átakanlegt að takast á
við dauðann. Okkur Öddu þykir
líka mjög miður að vera nú stödd í
öðrum heimshluta, geta ekki kvatt
gamla manninn og veitt ömmu og
öðrum aðstandendum þann stuðn-
ing sem við svo gjarnan vildum.
Ég á margar góðar minningar
um hann afa, flestar frá því þau
amma bjuggu í Gröf. Hann inn-
leiddi hjá mér góð og gild lífs-
viðhorf sem ég mun alltaf búa að.
Afi Eiríkur var ákaflega duglegur
maður, hann var stöðugt að og ég
man ekki eftir honum öðruvísi en
önnum köfnum við bústörf eða
EIRÍKUR TÓMASSON
JÓNSSON
✝ Eiríkur TómassonJónsson fæddist
26. febrúar 1909 í Mið-
engi á Akranesi. Hann
lést á Dvalarheimilinu
Höfða hinn 18. október
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá
Akraneskirkju 26.
október.
önnur verkefni.
Sveitastörfin voru
hans líf og yndi, kart-
öflurnar, kindurnar
og hænsnin. Honum
þótti vænt um dýrin
sín og hann var líka
ögn sérvitur þegar
kom að þeim. Hann
vildi helst ekki að
neinn ókunnugur væri
að sniglast í kringum
búfénaðinn. Það gat
haft áhrif á líðan
þeirra og nytina. Ég
man einnig eftir hon-
um í kartöflugarðin-
um fram eftir öllu, en eftir að hann
og amma voru flutt á Höfða keyrði
hann í sveitina og sinnti þessari
iðju af miklum áhuga.
Afi kunni líka vel að meta auð-
lindir hafsins. Ég man hversu
ákaflega það fór í taugarnar á hon-
um að sjá okkur krakkana með
sælgæti. Ef okkur urðu á þau mis-
tök að koma með slíkan óskapnað í
sveitina til hans var hann fljótur
að taka það af okkur og stinga í
staðinn upp í okkur harðfiskbita.
Grásleppa og rauðmagi var jafn-
framt oft á borðum hjá ömmu og
afa. Það má eiginlega segja að þau
hafi kennt mér að borða þennan
mat og læra að meta hann. Þær
eru ófáar ferðirnar sem hann afi
fór í Akrafjallið og týndi veiði-
bjölluegg. Ég fór stundum með
honum í fjallið, mér fannst það
stórmerkileg lífsreynsla í marga
staði. Hann þekkti fjallið náttúru-
lega eins og lófann á sér og vissi
upp á hár hvar bjallan verpti.
Hann kenndi mér margt um fugl-
inn og síðar einnig um rjúpuna og
atferli hennar. Hin síðari ár töl-
uðum við oft saman um rjúpuna og
hann sagði mér margar góðar
veiðisögur sem við báðir höfðum
ákaflega gaman af. Ég held að afi
hafi verið sannkallað náttúrubarn,
hann þekkti umhverfi sitt ákaflega
vel, skynjaði hættur þess og tak-
markanir. Hann nýtti auðlindir
náttúrunnar á skynsaman hátt,
sýndi hvorki græðgi né óvarkárni í
umgengni sinni við þær. Honum
leið sennilega best í nálægð við
móður jörð.
Afi hugsaði alltaf vel um ömmu.
Það eru vissulega erfiðir tímar
framundan hjá henni og mikill
missir þegar lífsförunautur og
sálufélagi fellur frá.
Elsku amma, við Adda vildum
svo sannarlega vera hjá þér núna
og veita þér allan þann stuðning
sem við mögulega gætum á þess-
um erfiðu tímamótum. Við hugsum
sterkt til þín héðan frá Kanada og
vottum þér alla okkar samúð.
Guðmundur Sigurjónsson.
!
!""
"# $ %&&
'! & %&& # % ()* +
( $, & %&& -+ & $
$" +
+$*
#
./#'01'#10'2 3' /4'
5
6 & 7 $5
89& &
$%
&
'
(
) 3.: & + -+$ %&&
. $ .: & %&&
$ (7 +
.: & .: & +
$ %&&
*+$*