Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 13 SAMTALS 828 manns voru á bið- listum eftir þjónustu í heilbrigðis- kerfinu í maí sl. en til samanburðar voru alls 764 á biðlistum eftir þjón- ustu í heilbrigðiskerfinu í maí á síð- asta ári. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, við fyrirspurn Þuríðar Backman og Steingríms J. Sigfússonar, þingmanna Vinstri- hreyfingarinnar-græns framboðs. Voru upplýsingarnar unnar úr gögnum frá landlæknisembættinu en nýrri tölur um fjölda manna á biðlistum liggja ekki fyrir fyrr en um miðjan þennan mánuð. Þegar litið er á einstakar heil- brigðisstofnanir kemur í ljós að flestir þeirra 828 sem voru á biðlist- um í maí sl. voru á biðlistum hjá Landspítala-háskólasjúkrahúsi við Hringbraut eða alls 457 manns. Var meðalbið þar eftir þjónustu 82 vik- ur. Til samanburðar voru 339 manns á biðlistum þar í maí á síð- asta ári en þá var meðalbið eftir þjónustu 60 vikur. Löng bið eftir bæklunaraðgerðum Sé litið á biðlista eftir tegundum þjónustu eða aðgerðum kemur m.a. fram að lengstir voru biðlistarnir eftir endurhæfingu hjá stofnunum á borð við Reykjalund og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Á slíkum biðlistum voru samtals 1.114 sjúkl- ingar í maí á þessu ári. Til sam- anburðar voru samtals 874 á biðlist- um eftir slíkri þjónustu í maí í fyrra. Aðeins styttri eru biðlistarnir eft- ir bæklunaraðgerðum á landinu öllu en á þeim voru skráðir samtals 1.024 sjúklingar í maí sl. Er það svipaður fjöldi og í maí í fyrra eða 1.002. Þá kemur fram í svari heilbrigð- isráðherra að samtals 722 hafi verið á biðlistum eftir augnaðgerðum í maí sl. samanborið við 435 í maí á síðasta ári. Samtals 260 voru á bið- listum eftir þjónustu á barnadeild- um, svo sem barnaskurðlækningum, í maí sl. samanborið við samtals 268 í maí á síðasta ári. Samtals 831 var á biðlista eftir aðgerðum hjá háls-, nef- og eyrna- deildum í maí sl. samanborið við samtals 698 í maí árið á undan. Þá voru samtals 615 á biðlistum eftir aðgerðum á kvensjúkdómadeildum í maí sl. samanborið við samtals 300 í maí árið á undan. Samtals biðu 828 manns eftir þjónustu Biðlistar í heilbrigðiskerfinu í maímánuði SKJÁLFTAVIRKNI á Blá- fjallasvæðinu að undanförnu hefur vakið sérstaka athygli jarðvísinda- manna og þeir velt fyrir sér hvort virknin sé fyrirboði stærri skjálfta. Árið 1968 varð jarðskjálfti á svip- uðum slóðum sem mældist 6 stig á Richter og sá stærsti sem vitað er um á Reykjanesskaga, 6,3 stig, varð árið 1929. Allur Reykjanesskagi hefur hag- að sér undarlega hvað jarðhrær- ingar varðar, að sögn Páls Ein- arssonar, jarðeðlisfræðings á Raunvísindastofnun Háskóla Ís- lands. Á fyrstu öldum byggðar á Ís- landi, fram á 13. öld, var mikil eld- virkni á öllum skaganum og mörg hraun runnu. Síðasta eldgosið á Bláfjallasvæðinu var í Stóra- Kóngsfelli, skammt vestan Blá- fjallahryggsins, á 12. eða 13. öld. Páll segir nákvæmari tímasetningu á gosinu ekki liggja fyrir. „Skjálftavirkni hefur verið nokk- ur síðustu aldir á öllum skaganum. Stærstu skjálftarnir virðast eiga upptök á misgengjum sem snúa öðruvísi en gossprungurnar. Misgengin Misgengið er tvískipt og liggur um skíðasvæðið í Bláfjöllum, eitt hið stærsta á Reykjanesskaga. Norðurhlutinn hefur verið nefndur Kóngsfellsmisgengið og suðurhlut- inn Hvalhnjúksmisgengið. Síðasta eldgosið kom úr norðurenda sprungunnar við Stóra-Kóngsfell eða á svipuðum slóðum og skjálft- arnir hafa átt upptök sín síðustu daga. Skjálftarnir, sem urðu 1929 og 1968, áttu báðir upptök sín við Hvalhnjúksmisgengið,“ segir Páll. Hann telur líklegt að miðað við söguna geti orðið jarðskjálftar á Bláfjallasvæðinu allt að 6,5 stigum á Richter, eins og á Suðurlandi í fyrra, hugsanlega stærri. Skjálfti upp á 6,5 stig á Richter í Bláfjöllum er ekki talinn valda miklu tjóni á höfuðborgarsvæðinu. Árin 1929 og 1968 varð ekki teljanlegt tjón á mannvirkjum, að sögn Páls, en þó komu sprungur í sumar byggingar, m.a. Alþingishúsið í fyrra skiptið. „Við vitum ekki mikið um skjálftavirknina fyrir 1929 en eftir það virðist virkt tímabil ganga þarna yfir á u.þ.b. þrjátíu ára fresti. Á Reykjanesi var nokkur virkni á árunum 1929 til 1935 og síðan frá 1967 til 1973. Þess á milli hefur virknin verið minni. Þetta er þó varla nægjanlegt til að gefa sér ein- hverja langtímahegðun,“ segir Páll. Þó að ekki hafi orðið eldgos á Reykjanesskaga í um 800 ár eru eldstöðvarnar fjarri því kulnaðar. Páll segir fátt benda til þess að gos verði á næstu áratugum eða ár- hundruðum en flekaskilin á skag- anum séu mjög virk. Hreyfing á flekunum mælist ár frá ári og veld- ur stórum og smáum skjálftum. „Það er og hefur verið full ástæða fyrir okkur jarðvís- indamenn að fylgjast vel með Reykjanesskaga. Þetta er mjög áhugavert svæði að mörgu leyti,“ segir Páll Einarsson. Þörf á GPS-mælitækjum Ragnar Stefánsson jarðeðl- isfræðingur ritaði borgaryf- irvöldum bréf fyrir rúmum sex ár- um þar sem hann óskaði eftir fjárframlögum til að auka mæl- ingar og rannsóknir á Blá- fjallasvæðinu. Ragnar sagði við Morgunblaðið í gær að erindið hefði fengið jákvæða afgreiðslu, fé hefði fengist til að setja upp fleiri jarðskjálftamæla og þeir hefðu t.d. komið sér vel í Suðurlandsskjálft- unum í fyrra. Ragnar sagði net jarðskjálfta- mæla vera orðið nokkuð þétt á helstu skjálftasvæðum landsins en þörf væri fyrir fleiri GPS-mælitæki til að mæla samfelldar breytingar á landi eins og gliðnun eða hækkun, sem ekki kemur fram á skjálfta- mælum. Slík mælitæki eru aðeins til staðar á Hengilssvæðinu og við Mýrdalsjökul en að sögn Ragnars er brýn þörf fyrir slík tæki á jafn virku svæði og Reykjanesskagi er. Síðast gaus á Bláfjallasvæðinu og Reykjanesskaga fyrir um 800 árum Um 30 ár milli stórra skjálfta á liðinni öld         ! "#$%&'  ( (                                            !"    !"# $% # $ % & ' ( $#)* +                 ! !  "#$#%   ""#  &'   ! ( ) %% *  ! "  & ÍSLENSK erfðagreining hefur sótt um einkaleyfi á 350 lyfjamörk- um í kjölfar þess að vísindamenn fyrirtækisins hafi með lífupplýs- ingatækni uppgötvað 350 erfðavísa sem hafa að geyma upplýsingar um byggingu próteina í flokkum þekktra lyfjamarka. Fyrirtækið tilkynnti um þetta í gær og í frétt frá því segir að þess- ir erfðavísar skrái fyrir próteinum sem taki þátt í mikilvægum ferlum innan og utan frumna, svo sem í samskiptaferlum. „Meðal annars er um að ræða G- prótein-tengda viðtaka, kínasa, jónagöng, viðtaka í kjarnahimnu og transglútamínasa. Með Lífupp- lýsingakerfi ÍE hafa þessi lyfja- mörk verið sett í samhengi við nið- urstöður úr erfðafræðirannsóknum á yfir 40 sjúkdómum. Íslensk erfðagreining hefur lagt inn um- sóknir um einkaleyfi á öllum þess- um lyfjamörkum þar sem gerð er grein fyrir tengslum þeirra við al- genga sjúkdóma,“ segir ennfrem- ur. Eykur möguleikana á þróun nýrra lyfja Þá kemur fram að þessi upp- götvun muni nýtast sívaxandi lyfjaþróunarsviði Íslenskrar erfða- greiningar. Tenging læknisfræði- legra upplýsinga við þessa erfða- vísa auki bæði möguleikana á þróun nýrra lyfja og styrki hug- verkaréttindi ÍE. Fyrirtækið muni halda áfram á sömu braut að og nota Lífupplýs- ingakerfið til að afla nýrrar þekk- ingar á tengslum erfða og sjúk- dóma. ÍE sækir um einka- leyfi á 350 lyfja- mörkum DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla Íslands laug- ardaginn 10. nóvember. Þá mun Kristján G. Guðmundsson læknir verja doktorsritgerð sína, „Studies on the epidemiology of Dupuytren’s di- sease“. Umsjónarkenn- ari verkefnisins var dr. Reynir Arngrímsson, sér- fræðingur í erfða- læknisfræði, og handleiðari dr. Þorbjörn Jóns- son, sérfræðingur í ónæmisfræði. Andmælendur af hálfu læknadeild- ar verða dr. Peter Burge frá Oxford- háskóla í Englandi og Kristinn Tóm- asson, yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins. Forseti læknadeildar, Reyn- ir Tómas Geirsson prófessor, stjórn- ar athöfninni. Doktorsvörnin fer fram í hátíðarsal HÍ og hefst klukkan 14:00. Lófakreppusjúkdómur Í fréttatilkynningu segir: „Rann- sóknin er um faraldsfræði lófak- reppusjúkdóms (Epidemiology of Dupuytren’s disease). Lófakreppu- sjúkdómur er sjúkdómur handa og lýsir sér þannig að fingur kreppast inn í lófann. Talið er að einkenni hans megi rekja til þykknunar í sinabreiðu handarinnar. Síðar þróast bandve- fjarstrengur sem liggur frá lófa að fingrum. Samdráttur getur orðið í meinsemdinni sem veldur fing- urkreppu. Fingurkrepppan er hand- arlýti og starfsgeta handarinnar minnkar. Í dag er meðferðin skurð- aðgerð. Sjúkdómurinn hefur verið talinn ættlægur og vitað er að hann er algengur í nágrannalöndum okkar. Rannsóknin á faraldsfræði lófak- reppusjúkdóms er að stofni til úr hóp- rannsókn Hjartaverndar. Árin 1981– 1982 voru 1.297 karlar og 868 konur skoðuð með tilliti til sjúkdómsins. Ár- ið 1999 var körlum með sjúkdóminn boðin þátttaka í nýrri rannsókn ásamt samanburðarhópi, sem var paraður með tilliti til aldurs og reyk- inga. Markmið rannsóknarinnar var að meta hversu algengur sjúkdóm- urinn væri og tengsl hans við aðra sjúkdóma og áhættuþætti. Helstu niðurstöður Helstu niðurstöður benda til að al- gengi lófakreppu aukist með aldri og sé algengari meðal karla en kvenna. Þannig greindust 19,2% karlanna með sjúkdóminn en 4,4% kvennanna. Fylgni var við hækkaðan fastandi blóðsykur, reykingar og erfiðisvinnu. Gigtareinkenni voru marktækt sjald- séðari hjá körlum með lófakreppu- sjúkdóm en í samanburðarhópi. Dán- arlíkur karla með alvarlegri stig sjúkdómsins voru auknar sem og dánartíðni vegna krabbameins. Þessi munur á dánartíðni hélst þótt tillit væri tekið til ýmissa áhættuþátta. Við endurinnköllunina 1999 hafði stór hluti þeirra sem voru með mild ein- kenni í fyrri rannsókninni (1981) fengið alvarlegri einkenni. Þrátt fyrir aðgerð vegna lófakreppu höfðu um 70% karlanna fengið einkenni um lófakreppu á ný. Nýgengi sjúkdóms- ins hjá þeim sem ekki voru með sjúk- dóminn í fyrri rannsókninni var 2,9% á ári. Ekki virtist vera fylgni milli áfengisneyslu og sjúkdómsins. Ætt- arsaga var algengari hjá körlum með sjúkdóminn en í samanburðarhópi og tengdist ættarsaga því að fá sjúk- dóminn á yngri árum og alvarlegri sjúkdómseinkenni.“ Kristján G. Guðmundsson er fædd- ur 1960, sonur Guðmundar Hansen og Sigrúnar Gísladóttur. Hann er kvæntur Hjördísi Svavarsdóttur og þau eiga 4 börn. Kristján lauk emb- ættisprófi 1986, Hann varð sérfræð- ingur í heimilislækningum í Svíþjóð árið 1992 og starfaði sem læknir á Blönduósi og Siglufirði 1993 til 2001. Hann var nýlega verið ráðinn sem læknir við Heilsustofnun NLFÍ. Doktorsvörn við lækna- deild HÍ Kristján G. Guðmundsson UPPLÝST var á borgarráðsfundi í vikunni að hálkueyðing í Reykjavík muni kosta á árinu um 135 milljónir króna. Áætlað var að kostnaðurinn yrði um 170 milljónir en kostnaður við hálkueyðingu á malbikuðum göngu- og hjólreiðastígum var ráð- gerður 40 milljónir króna á árinu. Alls sinna um 15 menn þessum verkefnum. Upplýsingarnar voru veittar í framhaldi af fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, eins borgarráðs- manns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis á hvern hátt staðið væri að hálkueyðandi aðgerðum á malbik- uðum göngu- og hjólreiðastígum í borginni. Í svari Sigurðar I. Skarp- héðinssonar gatnamálastjóra kem- ur fram að snjóhreinsun og hálku- eyðing gönguleiða sé unnin af 11 til 12 borgarstarfsmönnum og fjórum til fimm starfsmönnum verktaka samkvæmt samningi til fjögurra ára. Við snjóhreinsun eru notaðar dráttarvélar og sandur til hálkuv- arna. Yfirstjórn er í höndum borg- arstarfsmanna. Þá segir í svari gatnamálastjóra að gönguleiðum sé skipt í tvo flokka eftir mikilvægi. „Séu aðstæður slæmar, snjór og/eða hálka, er haf- ist handa kl. 04:00 að morgni og að því stefnt að verki á forgangs- leiðum sé lokið kl. 08:00 og fyrir kl. 12:00 sé öllum snjóruðningi og hálkuvörnum lokið. Gefi aðstæður ekki tilefni til slíkra viðbragða hefst vinna við forgangsleiðir kl. 07:30 að morgni og skal forgangs- verkefnum vera lokið kl. 12:00 og verkefnum dagsins fyrir kl. 17.00.“ Kostnaður skiptist þannig að 30 milljónir fara í rekstur hitakerfa í götum og stígum, snjóhreinsun og hálkueyðing gatna kostar 100 millj- ónir og snjóhreinsun og hálkueyð- ing göngustíga kostar 40 milljónir. Alls eru þetta 170 milljónir króna en á þessu ári stefnir kostnaður í um 135 milljónir króna. Um 15 manns við hálkuvarnir á gangstígum höfuðborgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.