Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 45
Höfundur er fram- kvæmdastjóri Sam- taka banka og verðbréfafyr- irtækja. HINN 1. nóvember sl. gekk í gildi endur- nýjað samkomulag um ábyrgðir á skuldum einstaklinga. Hið nýja samkomulag var undir- ritað af Samtökum banka og verðbréfafyr- irtækja, Sambandi ís- lenskra sparisjóða, Neytendasamtökunum og viðskiptaráðherra. Eldra samkomulagið sem tók gildi á árinu 1998 og var hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi kvað á um að bankar, sparisjóðir og kortafyrirtæki létu ábyrgðarmönn- um í té upplýsingabækling um hvað fælist í undirritun ábyrgðarskuld- bindingar. Jafnframt var lántakanda skylt að láta greiðslumeta sig ef fjár- hæð láns (ábyrgðarskuldbindingar) náði 1 milljón króna. Þá var ákvæði um að senda bæri ábyrgðarmönnum tilkynningu um vanskil skuldara, ef greiðslufall yrði á einstökum gjald- dögum, og mælt afdráttarlaust fyrir um að ekki mætti breyta skilmálum láns nema með samþykki ábyrgðar- manns. Ekki er vafi á að tilkoma samkomulagsins styrkti öll vinnu- brögð lánveitenda varðandi sam- skipti við ábyrgðarmenn. Samkomu- lagið hafði að geyma ákvæði um að það skyldi koma til endurskoðunar þegar reynsla væri komin á það. Í nýju samkomulagi er leitast við að tryggja enn frekar stöðu ábyrgð- armanna. Þannig er greiðslumat skuldara gert að meginreglu, nema ábyrgðarmaður undanþiggi hann sérstaklega frá því. Þá skal ávallt greiðslumeta lántakanda ef ný ábyrgð veldur því að samanlögð ábyrgð gagnvart honum nemur 1 milljón króna. Ekki er því lengur hægt að komast hjá greiðslumati með því að taka nokkur lán upp á lægri fjárhæðir, enda fari samanlögð ábyrgð yfir milljónina. Hjón geta þó undanþegið hvort annað frá þessari skyldu. Tryggja skal að ábyrgðar- maður geti kynnt sér niðurstöðu greiðslumats, enda hafi lántakandi samþykkt það. Jafnframt segir samkomulagið að stefna skuli að því að ábyrgð- armanni sé ávallt send tilkynning um vanskil ist upp auka kostnaður eins og drátt- arvextir vegna gjaldfallinna reikn- inga. Þá er að aukast að lán séu veitt án ábyrgðar, upp að vissri fjárhæð, ef um er að ræða viðskiptamenn með góða viðskiptasögu hjá viðkomandi lánveitanda. Þótt stefnan sé að draga úr vægi ábyrgða á skuldbindingum, eins og fram kemur í 1. gr. samkomulagsins, má ekki horfa fram hjá því að lán- veitendur munu áfram í mörgum til- vikum leita eftir tryggingum á lán- um. Sérstaklega á það við þegar verið er að lána til einstaklinga og smærri aðila, en lán til þeirra eru al- mennt talin áhættusamari en þegar um lán til stærri fyrirtækja er að ræða. Slíkar tryggingar geta ýmist verið í formi veða eða sjálfskuldar- ábyrgða. Meginatriðið er hins vegar að greiðslumat liggi fyrir á skuldara áður en tekist er á hendur ábyrgð á skuldbindingum og að auknar upp- lýsingar til ábyrgðarmanna tryggi sem best hag allra aðila. Það er er visst áhyggjuefni að aðr- ir hlutar fjármálamarkaðarins, s.s. tryggingafélög og lífeyrissjóðir, séu ekki aðilar að samkomulaginu. Mik- ilvægt er að það verði ekki til þess að skerða samkeppnisstöðu þeirra fjár- málafyrirtækja sem að samkomu- laginu standa. Þótt framkvæmd ákvæða samkomulagsins leiði óhjá- kvæmilega til eitthvað ítarlegri skjalagerðar en áður var er megin- markmiðið að tryggja hag allra við- komandi aðila, þ.e. lántakanda, lán- veitanda og ábyrgðarmanns. Vonandi styttist í að allir sem hafa með einum eða öðrum hætti atvinnu af lánveitingum til einstaklinga við- hafi sömu varúðarsjónarmið og sam- komulagið grundvallast á. Ábyrgðir á skuldum einstaklinga Fjármál Greiðslumat skuldara, segir Guðjón Rún- arsson, er gert að meginreglu. innan 30 daga frá greiðslufalli og að um hver áramót sé honum tilkynnt skriflega um þær kröfur sem hann er í ábyrgð fyrir, eft- irstöðvar þeirra og vanskil. Rétt er að taka fram að síðastnefnda ákvæðið tekur gildi 1. janúar 2002, enda þurfa lánastofnanir nokkurn tíma til að uppfæra tölvukerfi sín til að geta staðið að slíkri útsendingu. Eins og áður ber lánveitend- um að miða við að aldur ábyrgðarmanna sé að jafnaði ekki lægri en 20 ár, en 70 ára hámarks aldursskilyrði sem var í eldra sam- komulagi er fallið út. Loks bættist við heimild til ábyrgðarmanna til að segja upp ábyrgð vegna yfirdráttar- láns eða kreditkorta og miðast þá fjárhæð ábyrgðarinnar við stöðu láns/skuldar við lok uppsagnardags. Samtök banka og verðbréfafyrir- tækja fagna mjög þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fyrra sam- komulagi, enda fara hagsmunir lán- veitenda, lántakenda og ábyrgðar- manna saman. Allir hljóta að stefna að því að lánsfjárhæðin verði end- urgreidd skilvíslega á umsömdum gjalddögum. Hafa ber í huga að iðu- lega eru ábyrgðarmenn nánir að- standendur lántakenda og því er aukið upplýsingaflæði mikilsvert til að sá sem undirgengst ábyrgð á skuldinni geti fylgst með stöðu mála og hafi svigrúm til að ræða málin við lántakandann, ef vanskil verða, áður en í of mikið óefni er komið. Líta ber til þess að fjármálastofn- anir hafa á undanförnum árum stöð- ugt verið að auka þjónustu við við- skiptamenn til að tryggja betur þeirra hag. Þannig má nefna greiðsluþjónustur bankanna, sem mörg dæmi eru um að hafi hjálpað til við að koma lagi á fjármál illra staddra aðila með því að dreifa út- gjöldum í samræmi við tekjur og tryggja að ekki safn- Guðjón Rúnarsson UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 45 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Kringlunni, sími 588 1680 iðunn tískuverslun 20% afsláttur af drögtum Tilboð gildir frá fimmtudegi til sunnudags X Y Z E T A / S ÍA Parísarbrau› er n‡jasta sælkerabrau›i› frá Carberry´s. Smakka›u! N‡ tt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.