Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 42

Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ N otalegt kvöld á heimilinu. Logi er byrjaður að lesa fréttir í sjónvarp- inu og yngsta dótt- irin smjattar á kjötbollunum. Sú elsta æfir handahlaup en mið- dóttirin er ennþá úti að leika sér. Húsbóndinn er farinn á blakæf- ingu en eiginmaður hennar og faðir barnanna dottar í sófanum. Bandaríkjastjórn ... talíbana ... duft ... Oddssonar. Mér hefur runnið í brjóst en hrekk upp við símhringingu. Nenni ekki að hreyfa mig, en elsta dóttirin réttir mér símtólið eftir þrjú heljarstökk með tvöfaldri skrúfu og beinum líkama. „Gott kvöld, þetta er hjá Könn- un hf. Þú lent- ir í úrtaki hjá okkur; má ég leggja fyrir þig nokkrar spurningar?“ – Já, ég fæ ekki séð að það geti reynst mér hættulegt. „Þakka þér fyrir. Hvað dettur þér fyrst í hug þegar ég nefni morgunkorn?“ – Tja. Líklega hve agalega stóð í mér í morgun þegar ég... „Nei, ég meina hvaða tegund?“ – Tegund! Konan mín, sem er ekki heima, kaupir alltaf í matinn og auk þess er ég jafnan hálfsof- andi þegar ég fæ mér morg- unverð, svara ég ólundarlega. „Þú sleppir því þá að svara þessari? Ókei. Hvernig finnst þér leiðakerfi strætisvagnanna? – Mjög gott. Ég fór síðast í strætó þegar ég var í 3. bekk í MA veturinn 78 til 79. Strætóinn á Ak- ureyri átti það til að bila og þenn- an vetrarmorgun beið ég í skaf- renningi við skýlið þegar lítill fólksbíll snarstansaði, framdyr- unum var þeytt upp og ökumað- urinn spurði hvort ég væri að bíða eftir strætó. Ég játti því og þá kallaði maðurinn upp í vindinn: Þetta er hann! Þegar þarna var komið sögu áttaði ég mig á því að stúlkan hafði skellt á. „Pabbi, ég vil faða sofa,“ segir yngsta dóttirin þar sem hún kem- ur með tannburstann sinn og náttfötin. Búin að kreista úr á að giska hálfri túbbu í náttbuxurnar. Ég er mjög sáttur; klukkan ekki gengin nema fjórðung í átta. Þá hringir dyrabjallan. „Gott kvöld,“ segir ábúðarmik- ill maður í dökkri úlpu með hett- una reyrða yfir höfuðið. „Má bjóða þér nýuppteknar kartöflur til sölu? Ég er bæði með Gullauga og rauðar íslenskar.“ – Nei, takk. „En harðfisk að vestan?“ – Já, það er best ég fái tvo poka. Kalla svo inn í íbúðina: Geir, þetta er eitthvað fyrir þig. Sný mér aftur að manninum í úlpunni og útskýri að fjármálaráðherra sé í heimsókn; mikill harðfiskunn- andi, og því kjörið að selja honum líka. En vitaskuld ekki nema við fáum nótu. Andartaki síðar varð ég líklega vitni að Norðurlandameti í tröppuhlaupi í myrkri niðr’í móti. – Jæja, elskan. Ertu búin að velja bók? spyr ég og Sara, fjög- urra ára, hampar ekki færri en níu verkum Astridar Lindgren. Þá hringir síminn aftur. „Gott kvöld. Þetta er hjá Al- þjóðlegu bóksölunni. Þú varst dreginn út og okkur langar að fá að færa þér gjöf – án nokkurra skuldbindinga fyrir þig.“ – Já, mér líst vel á það. Án allra skuldbindinga ... „Já, já. Ja, við fáum kannski – fyrst við þurfum að senda mann til þín á annað borð – að sýna þér nokkrar glæsilegar bækur sem við erum að selja. Til dæmis Sögu árabátaútgerðar á Vestfjörðum á átjándu öld. Ótrúlega vandað rit sem kostar aðeins tuttugu og níu og níu. Og í kaupbæti...“ – Fyrirgefðu. Sagðirðu ekki örugglega án allra skuldbindinga? „Jú, en maður minn. Þú getur ekki ætlast til þess að ...“ Ég skellti á. Þegar ég hyggst rífa símann úr sambandi hringir hann aftur. – Já! öskra ég dónalega. „Sæll elskan. Er eitthvað að?“ spyr húsbóndinn á heimili mínu. – Nei, fyrirgefðu elskan. Þetta var óvart, ég... ég hélt þetta væri... Ertu búin á æfingu? „Nei, en ég gleymdi að segja þér að ég fer beint í saumaklúbb þegar ég er búin hérna. Er ekki allt í lagi með stelpurnar?“ – Jú, allt í þessu fína. Við höfum það huggulegt hérna saman. Man allt í einu að miðdóttirin er enn úti en þegi um það, til öryggis. – Dyrjabjallan er að hringja, elskan. Ég heyri í þér seinna. Ég opna ekki dyrnar heldur kíki út um bréfalúguna. „Hæ, geturðu lánað mér smá- hveiti. Ég þarf að senda bréf...“ Þetta er Svenni á neðri hæðinni. Í þann mund hringir síminn. – Andsk ... Gleymdi ég að rífa hann úr sambandi? „Halló, þette Saða,“ heyri ég innan úr stofu. „Ég vil faða sofa,“ bætir hún við í símann og trítlar svo með tólið til mín. „Gott kvöld. Ég hringi frá Reykvísku líftrygginga- og sparn- aðarleiðbeiningaþjónustunni. Ert þú með líftryggingu?“ – Já. „Sparnaðarlíftryggingu?“ – Já. „Ertu ef til vill með viðbótarlíf- eyrissparnað þar sem atvinnurek- andi leggur fjög ...“ – Já!! „Telurðu þig hafa tryggt þér viðunandi lífeyrisgreiðslur eftir að þú hættir að vinna?“ – Já. „Við bjóðum upp á ókeypis ráð- gjöf varðandi tryggingar og sparnað. Mætti kannski bjóða ...“ – Nei!! „Ekki? Jæja, takk fyrir sam- talið. Megirðu eiga gott kvöld!“ „Nú hefjast tíufréttir hér í sjón- varpinu,“ segir Logi inni í stofu um leið og dyrabjallan öskrar enn einu sinni. Ég hendist í loftköst- um fram og svipti upp dyrunum, tilbúinn í slagsmál. „Hæ, pabbi. Sjáðu hvað við fundum á stéttinni.“ Miðdóttirin og vinkona hennar brosa. „Nokkra poka af harðfiski. Við er- um að hugsa um að selja þetta til styrktar Rauða krossinum. Vilt þú kaupa?“ Huggulegt heima Fátt er yndislegra en notalegt kvöld með fjölskyldunni heima fyrir; að grípa saman í spil, kíkja í bók, fylgjast í sam- einingu með sjónvarpinu eða ræða verkefni hvers og eins þann daginn. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Í NÝLEGRI skýrslu Byggðastofnunar, um stöðu nokkurra byggð- arlaga á landsbyggðinni og mismunandi mögu- leika þeirra til fólks- fjölgunar og hag- kvæmrar þróunar í framtíðinni, hvað varð- ar stærð þeirra, at- vinnumál, launamál, menntamál, samgöngu- mál svo eitthvað sé nefnt. Í skýrslunni er fjallað um hin ýmsu málefni byggðarlaganna og í hverju tilviki eru þau metin sem styrkur, veikleiki, ógnun eða tækifæri fyrir viðkomandi byggðarlag. Akureyri og Eyjafjörður mynda eitt atvinnusvæði og er stærsti byggðarkjarninn á landsbyggðinni og að mínu mati sá eini, sem hefur raunhæfa möguleika á að skapa það mótvægi við suðvestur- hornið sem nauðsynlegt er til að eðli- leg þróun byggðar verði á landinu í framtíðinni. Full ástæða er því til að leggja megináherslu á uppbyggingu og þróun þess svæðis. Samkvæmt umræddri skýrslu eru styrkur og tækifæri mun stærri þætt- ir, hvað varðar Akureyri, en veikleik- ar og ógnanir. Þó er einn veikleiki sem vegur mjög þungt. Í könnun sem var gerð fyrir fimm árum voru laun á Akureyri frá 5% upp í 15% lægri en á höfuðborgarsvæðinu og talið er að munurinn hafi aukist síðan. Með tilkomu stóriðju á svæðið mundu meðal- laun hækka, bæði vegna beinna launagreiðslna til starfsfólks hennar og vegna aukinna umsvifa í þjónustugreinum. Við Eyjafjörð er hag- kvæmasti staðurinn fyr- ir nýja stóriðju á Ís- landi, meðal annars með hliðsjón af því ástandi sem skapast hefur í orkuflutningsneti landsins, vegna veru núverandi stóriðjuvera á Suðvesturlandi og jafnframt sá raun- hæfasti til að jafna nokkuð jafnvægi hvað varðar búsetu landsmanna milli landshluta. Ég er þó ekki að segja að stóriðja sé heppileg aðferð til að auka íbúafjölda á útvöldum stöðum á land- inu, eða landshlutum. Stór iðnaðar- fyrirtæki eiga að vera þar sem þau geta orðið hagkvæmust í rekstri og þá um leið til hagsbóta fyrir alla lands- menn. Nægjanleg raforka er tiltæk í tengivirki Landsvirkjunar á Rangár- völlum á Akureyri, til iðnaðar sem kalla mætti stóriðju, án þess að leggja í kostnað við línubyggingar, en til við- bótar eru álitlegir virkjunarkostir í landsfjórðungnum, t.d. á Þeistareykj- um, stækkun Kröfluvirkjunar og í Bjarnarflagi. Sú raforka sem er framleidd á Norðurlandi er að mestu flutt til stór- iðjuveranna á Suðvesturlandi. Mikið orkutap verður við þennan flutning, sem ásamt fleiru gerir það að verkum, að hagkvæmasti staður fyrir nýja stóriðju á Íslandi er milli Blönduvirkj- unar og Kröflu. Atvinnusköpun og byggðamál Svanbjörn Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri Ak- ureyrarbær – markaðs- og orkumál. Landsbyggðin Stór iðnaðarfyrirtæki eiga að vera þar sem þau geta orðið hag- kvæmust í rekstri, segir Svanbjörn Sigurðsson, og þá um leið til hags- bóta fyrir alla lands- menn. HINN 1. nóvember voru réttir 6 mánuðir liðnir frá því að Mod- ernus ehf. birti fyrstu samræmdu upplýsing- arnar um netnotkun landsmanna undir eft- irliti Verslunarráðs Ís- lands. 14 vefsetur riðu á vaðið hinn 1. maí sl. og opinberuðu þar með raunverulega stærð sína gagnvart mark- aðsaðilum. Auglýsend- ur og aðrir markaðsað- ilar hafa tekið fordæmi þeirra vel og fullyrða má að netmarkaðurinn sem slíkur hafi þrosk- ast nokkuð af framtakinu. Engin önnur atvinnugrein birtir vikulega eins ítarlegar upplýsingar um mark- aðshlutdeild og vefsetrin sem taka þátt í Samræmdri vefmælingu. Að þessu leyti standa netfyrirtækin undir nafni sem nýtt hagkerfi. Þegar þetta er skrifað birta 34 íslensk vef- setur samræmdar upplýsingar um netnotkun á svonefndum lista Sam- ræmdrar vefmælingar og fullyrða má að upplýsingarnar gefi nú orðið nokkuð ítarlega mynd af netnotkun Íslendinga. Vefmælingar með því sniði sem hér um ræðir eru eru líkt og Netið sjálft tiltölulega nýlegt fyrirbrigði. Um er að ræða vafratengda mæl- ingu, en hún hefur þann kost um- fram aðrar mælingar, að hún mælir notkunina út frá sjónarhóli notenda vefjarins. Fólk sem heimsækir vef- setur, sem mæld eru í Virkri vefmæl- ingu, tengist gagnagrunni Modernus um símalínur (eins og vefsetrinu sjálfu) um leið og það tengist við- komandi vef. Með þessu móti er tryggt að viðkomandi vefsetur hefur engin bein áhrif á niðurstöður mæl- inganna. Mælingin er samræmd að því leyti að allir þátttakendur nota sama hugbúnaðinn og fylgja sam- ræmdum reglum um framkvæmdina með því að samþykkja verksamning þar um. Eftirlit með framkvæmdinni er í höndum óháðs aðlila, þ.e. Versl- unarráðs Íslands, en starfsmenn ráðsins rýna í tölur vikunnar á mánudagsmorgnum og senda þær út á Netið með þar til gerðum hugbún- aði. Þátttakendur í Samræmdri vef- mælingu mynduðu í lok ársins 2000 samráðshóp, sem tók þátt í undirbúningi framkvæmdarinnar ásamt starfsmönnum Modernus og Verslun- arráðs Íslands. Segja má að mikil og víðtæk samstaða hafi náðst um mælinguna enda var þörfin fyrir haldgóðar upplýsingar um net- notkun rík. Gildi nákvæmra vef- mælinga er það sama og árangursmælinga almennt. Menn fá með mælingunni nýjar og haldgóðar upplýsingar um magn og magn- breytingar á notkuninni. Stjórn- endur, sem reka fyrirtækin sín af fagmennsku, nýta sér slíkar upplýs- ingar til ákvarðanatöku. Að vissu leyti er meiri þörf fyrir mælingar á árangri á Netinu en í öðrum atvinnu- greinum vegna þess hversu óáþreif- anleg starfsemin er. Listi Sam- ræmdrar vefmælingar birtir aðeins lítinn hluta þeirra upplýsinga sem hugbúnaðurinn færir notendum. Þó sýnir listinn mikilvægustu upp- lýsingarnar, þ.e. gestafjöldann, inn- litin og flettingarnar, auk þess að birta súlurit, sem sýnir notkunina 9 vikur aftur í tímann. Listi Sam- ræmdrar vefmælingar nýtist ekki aðeins viðkomandi vefsetrum til þess að staðsetja sig á markaðnum, held- ur einnig öðrum markaðsaðilum á Netinu s.s. auglýsendum og auglýs- ingastofum, netþjónustum, hýsing- araðilum og vefsíðugerðum. Listinn sem slíkur er því mikilvægur net- markaðinum, um leið og hann gerir hann sýnilegan. Listinn er birtur á kostnað Modernus á hverjum þriðju- degi í markaðsopnu Morgunblaðsins og sýnir þar notkunina á 25 stærstu vefsetrunum sem leyfa birtingu en auk þess er hann aðgengilegur á síðu 611 í Textavarpi Ríkisútvarpsins og á Vefnum undir slóðinni http://telj- ari.is/sv. Til þess að kanna áreiðanleika Virkrar vefmælingar fékk Verslun- arráð Íslands Svein Tryggvason verkfræðing hjá Price Waterhouse Coopers til þess að vinna skýrslu um kerfið og uppbyggingu þess. Í skýrslunni, sem er allítarleg lýsing á kerfinu og því ekki gerð opinber að sinni, kemur skýrt fram að kerfið stendur undir þeim kröfum sem gera má til þess og mismunar á engan hátt vefsetrunum sem því tengjast. Vefmælingar, sem hér um ræðir, eru rafrænar mælingar, sem mæla fjölda raunverulegra tenginga sem mynd- ast við vefina. Hugbúnaðurinn Virk vefmæling sér um að vinna úr gögn- unum skiljanlegar upplýsingar fyrir notendur og birta þær með aðgengi- legum hætti. Mældur fjöldi flettinga (e. page impressions) er ávallt sá sami og fjöldi fyrirspurna í gagna- grunninn, sem notendur vefjarins framkalla er þeir heimsækja síðurn- ar. Á þessar mælingar verða því tæplega bornar brigður hvað ná- kvæmni varðar. Öllum vefsetrum stendur til boða að taka þátt í Samræmdri vefmæl- ingu Modernus og Verslunarráðs Ís- lands. Um 100 vefsetur eru nú mæld með Virkri vefmælingu, en hugbún- aðurinn er alfarið hannaður og smíð- aður af starfsmönnum Modernus ehf. Segja má að þróunarvinnan hafi hafist seint um haustið 1999 er Magnús Soffaníasson, stjórnarfor- maður Modernus ehf., fékk hug- myndina að gerð íslensks teljara fyr- ir heimasíður. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og um 20 millj- ónir króna verið settar í kerfið og uppbyggingu þess. Mælingar á net- notkun landsmanna Jens P. Jensen Höfundur er hagfræðingur og framkvæmdastjóri Modernus ehf. Vefmæling Engin önnur atvinnu- grein birtir vikulega eins ítarlegar upplýs- ingar um markaðs- hlutdeild, segir Jens P. Jensen, og vefsetrin sem taka þátt í Sam- ræmdri vefmælingu. Meira á mbl.is/aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.