Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TIL SÖLU
Til sölu eru eignir þrotabús Kexsmiðjunnar ehf., Hvannavöllum
12, Akureyri, þ.e. búnaður til framleiðslu af ýmsu tagi, áhöld,
tæki o.fl.
Lysthafendur sendi tilboð til undirritaðs skiptastjóra fyrir 20.
nóv. 2001 en hann gefur jafnframt nánari upplýsingar í síma
461 1542 frá kl. 9.00-16.00.
Hreinn Pálsson hrl.
Gránufélagsgötu 4,
pósthólf 53, 602 Akureyri
Frumsýning 19. okt. kl. 20.00 UPPSELT
2. sýning 20. okt. kl. 20.00 UPPSELT
3. sýning 26. okt. kl. 20.00 UPPSELT
4. sýning 27. okt. kl. 20.00 UPPSELT
5. sýning 2. nóv. kl. 20.00 UPPSELT
6. sýning 3. nóv. kl. 16.00 AUKASÝNING
7. sýning 3. nóv. kl. 20.00 UPPSELT
OG FJÓRAR SÝNINGAR UM HELGINA
8. sýning Í KVÖLD kl. 20.00 Örfá sæti laus
9. sýning föstudagskvöld kl. 20.00 UPPSELT
10. sýning laugardagskvöld kl. 20.00 UPPSELT
11. sýning sunnudag kl. 16.00 AUKASÝNING
-UPPSELT
12. sýning föstud. 16. nóv. kl. 20.00 Laus sæti
13. sýning laugard. 17. nóv. kl. 20.00 Laus sæti
STERK BYRJUN HJÁ LA
BLESSAÐ BARNALÁN
hjá LEIKFÉLAGI AKUREYRAR
FRÁBÆR AÐSÓKN
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
MIÐASALA 462 1400
ÞRÍR af hverjum fjórum félögum í
Starfsmannafélagi Akureyrarbæj-
ar, STAK, eru ánægðir eða mjög
ánægðir í starfi að því er fram
kemur í viðhorfskönnun meðal fé-
lagsmanna í STAK sem Rann-
sóknastofun Háskólans á Akureyri
vann fyrir félagið. Niðurstöður
könnunarinnar voru kynntar á af-
mælisráðstefnu félagsins í gær, en
það varð 60 ára fyrr á þessu ári og
hefur minnst tímamótanna með
margvíslegum hætti. Ráðstefnan
bar yfirskriftina „Á þér að líða vel
í vinnunni?“
Könnuninn var send til 630 fé-
lagsmanna og svöruðu 399 eða
63%. Auk þess sem 74% fé-
lagsmanna eru ánægð í starfi kom
í ljós að 80% þeirra líður vel eða
mjög vel í vinnunni og 82% þeirra
sem svöruðu sögðu að starfsandi á
vinnustað sínum væri góður eða
mjög góður.
Við annan tón kveður í viðhorf-
um félagsmanna til launa, en 71%
þeirra kvaðst óánægt eða mjög
óánægt með laun sín og 79% töldu
vinnuframlag sitt vera meira en
þau laun sem þau bæru úr býtum.
Niðurstöður benda einnig til að
STAK sinni mikilvægu starfi fyrir
félagsmenn en langflestir þeirra
hafa leitað til félagsins og verið
ánægðir með þjónustuna.
Morgunblaðið/Kristján
Húsfyllir var á afmælisráðstefnu Starfsmannafélags Akureyrarbæjar,
þar sem fjallað var um vellíðan í starfi.
Líður vel í vinnunni en
eru óánægðir með launin
Afmælisráðstefna Starfsmannafélags Akureyrarbæjar
GOSPEL Kompaníið heldur tón-
leika í Glerárkirkju á Akureyri
föstudagskvöldið 9. nóvember kl.
20.30. Í hópnum eru ellefu söngvarar
ásamt hljómsveit og eins og nafnið
gefur til kynna er megináhersla lögð
á gospeltónlist af ýmsum toga.
Gospel Kompaníið hefur starfað í
eitt og hálft ár og hefur á þeim tíma
vakið verðskuldaða athygli fyrir tón-
list sína, meðal annars á Kristnihátíð
á Þingvöllum, Landslagskeppni
Bylgjunnar og Jazzhátíð Reyjavíkur
2001.
Einn stjórnenda Gospel Kompan-
ísins er Akureyringurinn Óskar Ein-
arsson.
Gospel Kompaníið mun einnig
heimsækja nemendur Menntaskól-
ans á Akureyri og Verkmenntaskól-
ans á Akureyri á föstudaginn og
leyfa nemendum og starfsfólki skól-
ans að hlýða á brot af efnisskrá sinni.
Aðgangseyrir að tónleikunum er
1.200 krónur.
Tónleikar
Gospel
Komp-
anísins
ANNA Svanhildur Björnsdóttir
skáld og kennari heimsótti Gríms-
ey um helgina. Tilefnið var upp-
lestur Önnu í Eyjarbókasafninu á
ljóðum hennar – gömlum og nýj-
um. Anna las fyrst ljóð úr bókinni
„Hægur söngur í dalnum“, síðan
las hún ljóð er verða í næstu bók
skáldkonunnar. Sú bók er vænt-
anleg í nóvemberlok og hefur
Anna þegar gefið bókinni nafn,
„Meðan sól er enn á lofti“. Einnig
var Anna sérstakur gestur á
Herrakvöldi Kvenfélagsins Baugs
þar sem hún flutti nokkur ljóða
sinna. Skemmtilegt er að geta þess
að sterk eyjagen eru í Önnu Svan-
hildi, því hún á ættir að rekja til
Hríseyjar og norsku eyjarinnar
Österö. Önnu fannst því tilvalið að
skifa tvö síðustu ljóðin í nýju bók-
inni í eyjarumhverfi, nefnilega hér
í Grímsey undir áhrifum sérstakr-
ar náttúru og mannlífsins sem lif-
að er við nyrsta haf. Þess má geta
að þetta verður sjöunda ljóðabók
Önnu.
Ljóðskáld
í Eyjabóka-
safninu í
Grímsey
Morgunblaðið/Helga Mattína
Anna Svanhildur Björnsdóttir,
skáld og kennari, las upp úr ljóð-
um sínum í Grímsey.
KARÓLÍNA Stefánsdóttir fé-
lagsráðgjafi verður gestur á vina-
fundi eldri borgara í Glerárkirkju í
dag, fimmtudaginn 8. nóvember kl.
15.
Hún mun ræða um sjálfsstyrk og
fjölskylduvernd. Þá munu þær Hild-
ur Tryggvadóttir og Þuríður Vil-
hjálmsdóttir sópransöngkonur flytja
einsöngs- og tvísöngslög.
Samveran hefst með stuttri helgi-
stund.
Samvera eldri
borgara
Glerárkirkja
SVONEFNDUM 30 kílómetra
hverfum fjölgar jafnt og þétt á
Akureyri og þessa dagana er ver-
ið að ljúka framkvæmdum í
Holtahverfi sem miða að því að
draga úr umferðarhraða í hverf-
inu. Eins og nafnið gefur til
kynna er hámarkshraði í þessum
hverfum 30 km á klukkustund.
Sett eru upp hlið inn í hverfin
með hraðahindrunum og þreng-
ingum, auk þess sem settar eru
upp hraðahindranir inni í hverf-
unum.
Guðmundur Jóhannsson for-
maður umhverfisráðs sagði að
reynslan af þessum breytingum
sé góð. Þarna væri um að ræða
heilstæðar ráðstafanir í heilu
hverfunum sem miðuðu að því að
ná niður umferðarhraðanum og
hefðu gefist vel.
Fyrsta hverfinu, á suðurbrekk-
unni, var breytt í 30 km hverfi
árið 1999 en í fyrra var ráðist í
slíkar framkvæmdir í Innbænum
og á Oddeyri. Sl. haust var svo
samþykkt að ráðast í fram-
kvæmdir í Hlíðarhverfi, Gerða-
hverfi I og Holtahverfi. Áður
höfðu um 120 íbúar í Holtahverfi
afhent bæjaryfirvöldum undir-
skriftalista, þar sem þeir fóru
fram á að hverfinu yrði breytt í
30 km hverfi sem allra fyrst. Sú
ósk er nú orðin að veruleika.
Á myndinni má sjá starfsmenn
Garðverks ljúka við hraða-
hindrun inn í Holtahverfi í gær
en þeir þurftu að nota gas til að
bræða snjó og ná frosti úr jörðu.
Morgunblaðið/Kristján
30 km
hverfum
fjölgar STJÓRN Fasteigna Akureyrarbæj-ar samþykkti á fundi sínum nýlega
að óska eftir tillögum frá arkitekta-
stofum á Akureyri um byggingu
íþróttahúss, mötuneytis og eldunar-
aðstöðu við Síðuskóla.
Tillögurnar eiga að sýna grófa
mynd af fyrirhuguðum byggingum
ásamt frumkostnaðaráætlun bygg-
ingaframkvæmda og tilboði í heild-
arhönnun verksins. Jafnframt var
samþykkt að greiða hverri stofu sem
leggur fram tilboð 300 þúsund krón-
ur.
Töluvert hefur verið rætt um
hugsanlega stærð íþróttahússins. Að
sögn Guðríðar Friðriksdóttur fram-
kvæmdastjóra Fasteigna Akureyr-
arbæjar er annars vegar rætt um að
byggja hús með löglegum handbolta-
velli, sem þá er hægt að skipta í
tvennt í kennslu og hins vegar að
byggja minna hús í upphafi með
möguleika á stækkun síðar.
Leitað eftir
tillögum
arkitekta
Bygging íþróttahúss
við Síðuskóla
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦