Morgunblaðið - 08.11.2001, Page 6

Morgunblaðið - 08.11.2001, Page 6
Nokkra seli og einn kóp má sjá í Húsdýragarðinum í Laugardal. Morgunblaðið/RAX GUTTORMUR og öll hin dýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík eiga náð- uga daga og eru orðin loðnari en á sumrin enda komin í vetrarfeldi sína. Dýrin eru þó hvergi nærri dauð úr öllum æðum enda stend- ur fengitíminn yfir hjá þeim sum- um og þótt minna sé um manna- ferðir á vetri en sumri koma þó kringum fjögur þúsund manns í garðinn á hverjum vetrarmánuði. Yfir sumarið er aðsóknin hins vegar tífalt meiri. Í garðinum er að finna 21 dýra- tegund. Auk húsdýranna má þar sjá fjórar villtar dýrategundir, þ.e. ref, mink, sel og hreindýr, og af smádýrum má nefna ýmsa fugla, naggrísi og kanínur. Í svínastíunni mátti sjá flekkótta grísi sem stafar af því að móðirin er dökk yfirlitum en faðirinn ljós og á þessi blanda að verða öfl- ugri en sú einlita. Aðalverkefni fræðsludeildar að vetrinum er að taka á móti skóla- hópum. Ellefu ára grunn- skólanemar heimsækja garðinn og taka til hendinni við ýmis bú- störf og fá þannig nasasjón af sveitalífi. Hóparnir kynna hver fyrir öðrum það sem þeir hafa reynt og með því fá allir nem- endur innsýn í alla þætti bústarf- anna. Þá koma átta ára nem- endur einnig í heimsókn og fá fræðslu við sitt hæfi. Einnig er nokkuð um að háskólanemar heimsæki dýrin í rannsóknaskyni og lá til dæmis hópur líf- fræðinema dögum saman yfir mykjuflugum í kringum Guttorm til að skoða atferli þeirra. Barnalest og jólasveinar Nýtt tæki er komið í garðinn sem ekki sést á sveitabæjum en það er rafknúin lest sem gengur um garðinn um helgar. Býðst börnum að sitja með lestinni fimm mínútna hring um garðinn og segja starfsmenn ungu kyn- slóðinni þykja þetta hið mesta ný- mæli og spennandi. Í desember fær garðurinn síð- an á sig jólasvip og þar búa jóla- sveinarnir þegar þeir koma í bæ- inn. Verður unnt að sjá þá sýsla við ýmis verk á þessu heimili þeirra. Vetrarsvipur kominn á Hús- dýragarðinn Þorbjörg Kristjánsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar, vildi koma einhverju að hjá hinum volduga Guttormi. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Húsdýragarðs- ins, er í góðu sambandi við geiturnar. Nýja lestin brunar um garðinn um helgar fyrir börnin, und- ir stjórn Gunnars Borg eða annarra starfsmanna garðsins. Dýrin í húsdýragarð- inum í Reykjavík hafa nú sett upp vetrarfeld- inn. Þar má sjá grunn- skólanema í fræðslu- ferðum virka daga, stundum háskólaborg- ara og ýmsa aðra góð- borgara á öllum aldri. FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EKKI eru enn efni til að boða tón- listarkennara og viðsemjendur þeirra til sáttafundar, að mati Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara. Þórir kvaðst í gær hafa verið í sambandi við deiluaðila og sagði hann ekki efni til að boða samninga- fund. Kvaðst hann aftur verða í sam- bandi við deilendur í dag og kanna hvort eitthvað hefði breyst sem gæfi tilefni til að boða fund á ný. Þurfi tónlistarskólar að endur- greiða nemendum sínum hluta skóla- gjalda vegna verkfalls tónlistarkenn- ara mun það fara illa með þá fjárhagslega og þeir jafnvel verða gjaldþrota, segir Sigrún Björnsdótt- ir, skólastjóri Nýja tónlistarskólans í Reykjavík, í samtali við Morgun- blaðið. Með skólagjöldum er rekstr- arkostnaður skólanna greiddur en laun kennara greiðast yfirleitt af sveitarfélögunum. Ekki óskað eftir endurgreiðslu Sigrún Björnsdóttir segist ekki hafa fengið óskir frá foreldrum um endurgreiðslu en segir að verði skól- arnir knúnir til slíkrar endurgreiðslu sjái hún ekki annað fyrir sér en gjaldþrot þeirra. Skólagjöldin segir hún standa undir rekstrarkostnaði húsnæðis, hljóðfærakaupum og við- haldi þeirra, skrifstofukostnaði, efn- iskaupum og fleiru. Sigrún segir að þrátt fyrir að ekki sé kennt þurfi skólar eftir sem áður að standa við fjárskuldbindingar sínar Vikuleg vinnuskylda tónlistar- kennara í fullu starfi er alls 45,75 klukkustundir og vikuleg vinnu- skylda grunnskólakennara er 42,86 klukkustundir. Af þessari vinnu- skyldu tónlistarkennara er hámarks- kennsluskyldan 19,5 klukkutímar en hjá grunnskólakennurum er há- markskennsluskyldan 18,67 tímar. Inní þennan tímafjölda eru reikn- uð vinnuhlé og kaffihlé en auk kennsluskyldu felast í vinnutíma tónlistarkennara verkefni á borð við æfingatíma, viðtalstíma, námsmat, skýrslugerð, kennarafundi, foreldra- samstarf og fleira sem alls eru 18,52 tímar. Áðurnefnd vinnuhlé eru 3,25 tímar og kaffihlé 2,92 tímar. Þá er gert ráð fyrir 1,56 tímum í tónleika og samtals þýðir þetta 45,75 tíma á viku. Árleg vinnuskylda tónlistarkenn- ara er 1.647 klukkustundir, þ.e. 45,75 stundir í 36 vikur og við það bætast við 153 tímar til undirbúnings kennslu og gerir þetta samanlagt 1.800 tíma vinnuskyldu á ári. Sé hámarkskennsluskylda tónlist- arkennara margfölduð með 36 vikum er kennsluskylda þeirra alls 702 tímar yfir veturinn en hjá grunn- skólakennurum er hún 672 stundir. Hámarkskennsluskylda grunn- skólakennara er sem fyrr segir 18,67 tímar á viku eða 28 kennslustundir sem hver um sig er 40 mínútur. Eftir 55 ára aldur getur kennsluskyldan lækkað í 24 kennslustundir eða 16 tíma og við 60 ára aldur í 19 kennslu- tíma eða 12,67 klst. Önnur vinnu- skylda grunnskólakennara er störf sem skólastjóri felur honum og reiknast 9,33 stundir á viku og síðan önnur fagleg störf í skólanum sem reiknast 9,14 klukkustundir á viku. Séu frímínútur og kaffitímar reiknuð með er vikuleg vinnuskylda alls 42,86 klst. Tónleikum víða aflýst Verkfallsstjórn Félags tónlistar- skólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna hefur borist fjöldi tilkynninga um að ákveðið hafi verið að fresta eða aflýsa tónleikum vegna verkfalls félagsins í kjölfar tilmæla verkfallsstjórnarinnar um að tónlist- arskólakennarar taki ekki þátt í tón- listarflutningi meðan á því stendur. Kynningarnefnd Félags tónlistar- skólakennara og Félags ísl. hljóm- listarmanna stendur í dag fyrir upp- lýsingafundi fyrir nemendur og foreldra barna í tónlistarskólum. Verður hann í sal FÍH í Rauðagerði í Reykjavík milli kl. 17.30 og 18.30. Enginn fundur með tónlistarkennurum Í MINNISBLAÐI ríkisendurskoð- anda kemur fram að „líklegra megi telja en hitt“ að geyma skuli farþega- lista flugvéla bæði Flugmálastjórnar og Landhelgisgæslu, skv. lögum um Þjóðskjalasafn, nema stjórn Þjóð- skjalasafnsins hafi heimilað Flug- málastjórn að farga þeim. Ríkisend- urskoðun vísar þarna til laga um Þjóðskjalasafn en Heimir Már Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Flugmála- stjórnar Íslands, vísar á hinn bóginn til loftferðalaga og segir að í þeim sé ekkert sem kveði á um að halda skuli farþegalistum til haga lengur en sem flugi nemur. Upphaf þessa máls má rekja til Gísla S. Einarssonar, alþingismanns- ,en hann hefur óskað eftir því að gefnu tilefni að Ríkisendurskoðun kanni notkun flugvélar Flugmála- stjórnar í maí sl. Segist Gísli hafa fengið ábendingar um „ónauðsynlega notkun vélarinnar á vegum ráðu- neyta“ á því tímabili. Hefur hann efnt til umræðu utan dagskrár um þetta málefni á Alþingi í dag þar sem sam- gönguráðherra, Sturla Böðvarsson, verður til andsvara. Ekki heimild Þjóðskjalasafns Í minnisblaði ríkisendurskoðanda, dagsettu 6. nóvember 2001, segir m.a.: „Þó svo að flugrekstraraðilum sé ekki skylt skv. loftferðalögum að geyma farþegalista getur verið að flugrekstraraðilum í eigu ríkisins verði eftir sem áður talið skylt að geyma þessa lista og þá með vísan til laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn.“ Síðan segir í minnisblaðinu að ljóst sé skv. 5. gr. laganna að Stjórnarráðið og þær stofnanir sem undir það heyra skuli afhenda Þjóðskjalasafn- inu skjöl sín til varðveislu. „Ljóst er því að skilaskylda skv. lögunum nær til Flugmálstjórnar. Ef ofangreint lagaboð er túlkað rúmt, eins og mér býður í grun að gera beri, verður að telja líklegra en hitt að geyma skuli farþegalista flugvéla bæði Flugmála- stjórnar og Landhelgisgæslu, nema að stjórn Þjóðskjalasafnsins hafi heimilað Flugmálastjórn að farga þeim eða slíkt sé heimilt skv. sérstök- um reglum, sem settar hafa verið um ónýtingu skjala, sbr. nánar 7. gr. lag- anna. Mér er á hinn bóginn ókunnugt um hvort slík heimild hafi verið veitt eða reglur settar um förgun,“ segir í minnisblaði ríkisendurskoðanda. Varðandi síðastnefnda atriðið hef- ur Bjarni Þórðarson, fyrir hönd Þjóð- skjalasafns Íslands, sent Gísla S. Einarssyni erindi, þar sem því er svarað til að stjórnarnefnd Þjóð- skjalasafns hafi ekki veitt heimild til „grisjunar á skjölum Flugmála- stjórnar“, eins og það er orðað. Í er- indinu segir: „Flugmálastjórn hefur ekki skilað skjalasafni sínu til Þjóð- skjalasafnsins en skjöl sem orðin eru eldri en 30 ára eru skilaskyld. Stjórn- arnefnd Þjóðskjalasafnsins hefur ekki veitt heimild til grisjunar á skjölum Flugmálastjórnar.“ Gísli spyr Þjóðskjalasafnið einnig að því hvort hjá safninu liggi fyrir af- rit af farþegalistum flugrekenda á Ís- landi og er svar Bjarna Þórðarsonar fyrir hönd safnsins eftirfarandi: „Nei. Gögn flugrekenda á Íslandi ut- an Flugmálastjórnar og Landhelgis- gæslu eru ekki skilaskyld til Þjóð- skjalasafns.“ Nýjar reglur væntanlegar Þegar haft var samband við Heimi Má Pétursson, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, vegna þessa máls ítrekaði hann að í loftferðalögum væri ekkert sem kvæði á um það að halda ætti farþegalistum til haga lengur en sem flugi næmi. Heimir Már benti þó á að í þessum mánuði yrði reglugerð samgöngu- ráðuneytisins frá árinu 1976 um mannflutninga með loftferðum breytt á þá leið að þar yrði í fyrsta skipti að sögn Heimis kveðið á um að geyma skyldi farþegalista og þá í þrjú ár. „Þessar reglur munu varða atvinnuflug en við munum samt sem áður miða við þær í rekstri flugvélar Flugmálastjórnar,“ sagði hann. Áhöld um hvort geyma skuli farþegalista

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.