Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 52
FRÉTTIR 52 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli konu sem krafðist þess í stefnu að felld verði úr gildi sú ákvörðun land- læknisembættisins að hafna beiðni hennar um upplýsingar úr sjúkra- skrám um látinn föður hennar verði ekki færðar í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Vís- aði dómari málinu frá vegna mála- tilbúnaðar stefnanda. Úrskurður héraðsdómara kærður til Hæstaréttar Ragnar Aðalsteinsson, hrl. og lögmaður stefnanda, hefur þegar kært frávísunarúrskurð dómara til Hæstaréttar. Konan tilkynnti landlæknisemb- ættinu á síðasta ári, að hún óskaði eftir að upplýsingar um látinn föð- ur sinn yrðu ekki fluttar í gagna- grunn á heilbrigðissviði. Land- læknir hafnaði beiðninni og vísaði því til stuðnings á athugasemdir sem fylgdu frumvarpinu um gagnagrunninn á sínum tíma, þar um að ekki sé gert ráð fyrir að einstaklingar geti hafnað því að upplýsingar um látna foreldra séu færðar í grunninn. Auk þess að gera kröfu um að ákvörðun landlæknis yrði felld úr gildi krafðist stefnandi dómsvið- urkenningar á rétti hennar að leggja bann við, að umræddar upplýsingar um föður hennar verði fluttar í gagnagrunninn. Dómari féllst á frávísunarkröfu stefnda Skarphéðinn Þórisson, lögmaður stefnda, krafðist þess fyrir dómi að málinu yrði vísað frá, m.a. með þeim rökum að stefnandi byggði aðild sína í málinu á ákvæði al- mennra hegningarlaga en í málinu væri ekki höfð uppi refsikrafa. Dómari féllst á frávísunarkröfu stefnda. Segir m.a. í úrskurðinum að lagaákvæði hegningarlaganna heimili stefnanda að fara í einka- refsimál á hendur landlækni eða bera fram kæru á hendur honum, telji hún að framinn hafi verið refsiverður veknaður gagnvart látnum föður hennar. Það hafi hún hins vegar ekki gert, heldur hafi hún höfðað almennt einkamál. ,,Verður að telja, að málsókn til að fá úr því skorið, hvort stefnandi eigi lögvarða hagsmuni, sem stefndi hafi brotið gegn með áð- urnefndri ákvörðun sinni, verði ekki byggð á þeim aðildarreglum, sem almennu hegningarlögin hafa að geyma [...] Er slíkur málatil- búnaður að mati dómsins í and- stöðu við meginreglur einkamála- réttarfars og leiðir til frávísunar,“ segir í niðurstöðu dómsins. Taldi dómari einnig að lögfræði- legur rökstuðningur í stefnu væri að litlu leyti tengdur tilvitnunum stefnanda í réttarreglur og ómögu- legt væri að sjá fyrir fram á hverju stefnandi byggði þannig að viðeigandi vörnum yrði við komið. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað úrskurðinn upp. Viðurkenning á lögvörðum hagsmunum stefnanda Ragnar Aðalsteinsson segist eiga erfitt með að skilja frávís- unarúrskurð héraðdóms en meg- inatriðið sé þó að dómarinn við- urkenni að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm í mál- inu. ,,Dómarinn telur hins vegar að ef stefnandi í einkamáli vitni til lagaákvæða í refsilöggjöfinni, þá sé honum ekki heimilt að reka málið eftir réttarfari í einkamál- um. Svo til öll skaðabótamál í landinu eru rekin sem einkamál og eru að meira eða minna leyti byggð á því að fyrir hendi séu skil- yrði um ólögmæti, vegna þess að sá sem er skaðabótaskyldur hafi gerst sekur um refsiverða hátt- semi,“ segir Ragnar. ,,Þannig að það er erfitt fyrir mig að skilja hugsanaganginn,“ bætir hann við. Málinu vísað frá dómi vegna málatilbúnaðar Kona krefst þess að upplýsingar um látinn föður fari ekki í gagnagrunn á heilbrigðissviði HALDIN var í fyrsta skipti útivist- arsmiðja á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, helgina 2.-4. nóvember. Það voru Félagsmiðstöðin Óðal íBorgarnesi og Félagsmiðstöðin Gufunesbær í Grafarvogi sem sáu um framkvæmd og mættu ungling- ar úr Reykjavík, Akranesi og Borgarnesi í smiðjuna og áttu sam- an ógleymanlega helgi. Dagskráin hófst á föstudags- kvöldið í innilauginni í íþrótta- miðstöðinni þar sem lærður kafari hélt námskeið í köfun. Meðferð kajaka var einnig æfð. Á laug- ardagsmorgun var farið á sjóka- jaka. Björgunarsveitin Brák var með bát til taks á svæðinu ef ein- hver myndi velta í sjóinn. Farið var í hellaskoðun, farið upp í Fljóts- tungu og Víðgemill skoðaður. Þegar ekið var að Barnafossum vildi það óhapp til að annar bíllinn fór út af veginum og valt á hliðina. Allir sluppu ómeiddir og haldið var áfram ferðinni til baka í Fljóts- tungu þar sem var grillað. Gist var í félagsmiðstöðina Óðali, segir í frétt frá Samfés. Útivistarsmiðja Samfés í Borgarnesi ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur nýlega fellt þann úr- skurð að Samkeppnisstofnun beri að taka efnislega fyrir kvörtun fyr- irtækisins Eðalvara hf. yfir kynn- ingum keppinautar síns, Heilsu- verslunar Íslands, á jurtinni Ortis ginseng. Eðalvörur hf. kærði þá niður- stöðu Samkeppnisstofnunar frá 11. september sl. að aðhafast ekki í málinu þar sem Hollustuvernd rík- isins hefði fjallað um efnið og kom- ist m.a. að þeirri niðurstöðu að of mikið magn tiltekinna aðskotaefna, m.a. skordýraeiturs, væri í því. Einnig beindi Hollustuvernd þeim tilmælum til innflytjandans, Heilsu- verslunar Íslands, að hann auglýsti ekki að jurtin væri ræktuð í ómeng- uðum jarðvegi nema hann gæti sýnt fram á að svo væri, og að hann var- aði sérstaklega við því að neyta meira en ráðlagðs dagskammts af vörunni. Við þessa niðurstöðu Samkeppn- isstofnunar sættu forráðamenn Eð- alvara sig ekki og kærðu til áfrýj- unarnefndar. Þeir telja að auglýsingar Heilsuverslunar Ís- lands brjóti í bága við samkeppn- islög, tilmæli Hollustuverndar séu tilkomin af heilsufarsástæðum og leysi Samkeppnisstofnun ekki und- an því hlutverki sínu að framfylgja samkeppnislögum. Samkeppnisstofnun krafðist þess að málinu yrði vísað frá áfrýjunar- nefnd eða þá að ákvörðun stofn- unarinnar frá 11. september stæði. Í bréfi Samkeppnisstofnunar til áfrýjunarnefndar segir m.a. að stofnunin telji augljóst að í afskipt- um hennar af auglýsingu Heilsu- verslunar Íslands geti ekki falist efnislega meira en það sem fram kemur í tilmælum Hollustuverndar. Ekkert gefi til kynna að Heilsu- verslunin ætli ekki að fara að til- mælunum. Eins og málið liggi fyrir hafi Eðalvörur ekki lögvarða hags- muni af frekari umfjöllun sam- keppnisyfirvalda. Áfrýjunarnefndin vísaði hins veg- ar frá þeirri ósk Eðalvara að beina því til Samkeppnisstofnunar að hún „dragi ekki lappirnar í þessu máli frekar en orðið er“. Nefndin leit svo á að ósk af þessu tagi félli utan valdsviðs hennar. Samkeppnisstofnun þarf að fjalla um ginseng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.