Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 70

Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ arlífi bæjarins. Kynnir var Ólafur Páll Gunnarsson og fóru leikar þannig að Raw Materiel sigraði en sveitin leikur ofsalegt og uppá- finningasamt harðkjarnarokk; Todes Kampf hafnaði í öðru sæti en hún leggur fyrir sig einlægt og gleðiríkt pönkrokk og í þriðja sæti var rappsveitin/hópurinn Buzz-Boys. Síðar um kvöldið var svo fagnað á balli þar sem Land og synir léku. Í MEIRA en fimmtán ár hefur Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi staðið fyrir glæsilegri hljómsveitakeppni. Þetta árið bar hún heitið Traffik-rokk og fór fram í Bíóhöllinni þar í bæ. Til keppni voru mættar átta sveitir, þær Crez, Blaze, Belti, Betwixt, Raw Material, Buzz Boys, Bún- aðarbanki Íslands og Todes Kampf og má heita merkilegt hversu mikil gróskan er í tónlist- Traffik-rokk á Akranesi Tónaflóð á Skaga Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Óli Palli var kynnir og tók sér gítar í hönd í eitt skiptið og lék þá „Rockin’ in the Free World“ eftir Neil Young. Raw Material, eða Hráefni, sigraði í Traffik-rokki. Edges of the Lord Edges of the Lord Drama Leikstjórn Yurek Bogayevicz. Aðal- hlutverk Haley Joel Osment, Willem Dafoe. (94 mín.) Bandaríkin 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. ÞESSI myrka og dramatíska kvikmynd gerist í Póllandi árið 1943, þegar síðari heimsstyrjöldin og út- rýming gyðinga er í algleymingi. Haley Joel Osment leikur 11 ára gamlan gyðing sem er komið fyrir hjá kaþólskri fjölskyldu á sveitabýli til þess að forða honum undan klóm nazista sem leita logandi ljósi að fórnarlömbum. Hann er þegar ör- vinglaður vegna foreldramissis, stríðshörmunga og nýs framandi umhverfis og snýst heimsynd hans í enn fleiri hringi þegar hann er sett- ur í læri ásamt öðr- um börnum hjá kaþólskum presti (Dafoe) sem gerir sitt besta til að skýra út fyrir þeim hvernig drottinn getur látið slíka mannvonsku við- gangast. Í sameiningu reyna börnin síðan að túlka boðskapinn og hvaða erindi hann á við þau. Athyglisverðasti vinkillinn við þetta annars fremur stefnulausa og undarlega áhrifalitla drama er til- raunin til þess að sýna gyðingaof- sóknirnar frá sjónarhorni barnsins. Þrátt fyrir enn einn stórleik undra- drengsins Osment nær hann ekki að bjarga misheppnaðri tilraun og koma í veg fyrir að maður fái þá til- finningu að hægt hefði verið að vinna mun betur úr viðlíka efnivið. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Blessuð barnatrúin HOLLYWOOD-stjarnan Brad Pitt hefur upplýst að hann hafi eitt sinn fengið taugaáfall en eftir það tók við tveggja ára meðferð hjá sál- fræðingi. Pitt gaf ekki upp hvað olli taugaáfallinu eða hvort það tengd- ist sambandsslitum hans og leik- konunnar Gwyneth Paltrow árið 1997. Þetta er á meðal þess sem Pitt játar í viðtali sem birt er í nýjasta hefti tímaritsins Vanity Fair. Pitt, sem bráðum sést í kvikmyndahúsum í myndunum Oceans 11 og Spy Game, kennir barnæsku sinni í Miss- ouri um að hann hefur ekki leitað sér hjálpar með vandamál sín. „Ég er frá stað þar sem þú þurftir að vera brjálað- ur til að fara til læknis fyrir brjálaða. Við töluð- um ekki um tilfinningar okkar á þennan hátt,“ sagði hann. Játning- ar Pitts Pitt og Aniston á góðri stundu. Reuters SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 3.30 og 5.40. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 8 og 10.15. Varúð!! Klikkuð kærasta!  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Kvikmyndir.com  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 16. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Steve Zahn (Evil Woman), Paul Walker (Fast and the Furious) og Leelee Sobieski (Eyes Wide Shut) lenda í klóm geðveiks morðingja sem þau kynnast í gegnum talstöð á ferðalagi. Upphefst nú æsispennandi eltingarleikur sem fær hárin til að rísa! Einn óvæntasti spennutryllir ársins!  DV

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.