Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Félagsþjónustan í Reykjavík er úrræða- laus í húsnæðismálum. Sé litið til þess að R- listinn er samsuða afla sem virðast ekki vita hvort eigi að halda sig til hægri eða vinstri er á reynir þá er útkom- an að ekki finnst markviss húsnæðis- stefna í smiðju hans. Ekkert fer fyrir fé- lagshyggjunni í borg- arpólitíkinni nema þá helst í skemmtanalíf- inu, þess ber miðborg- in glöggt vitni. Fé- lagshyggjan hefur siglt undir fölsku flaggi til að kom- ast til valda. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Hefur samsuðuaflið R-listinn sýnt getuleysi sitt í málum er varða velferð og félagslegt ör- yggi Reykvíkinga. Ljóst er að af- kvæmið er orðið skelfilegt, kallað heimilisleysi og ber eftirnafnið bið- listar. Stjórnendur borgarinnar fengju falleinkunn hjá vitrum eig- anda þokkalegs einkafyrirtækis. Borgaryfirvöld stíga ekki í vitið hvað varðar að fara að lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Fé- lagsþjónustan í Reykjavík situr uppi úrræðalaus og vanhæf af þeim sökum til að fara með mál skjól- stæðinga sinna, þar með talið barna. Félagshyggjuflokkurinn R- listinn hefur dregið saman útgjöld borgarinnar til félagsþjónustunnar úr 22,7% í 14,4% 1996–2000 skv. ársskýrslu félagsþjónustunnar árið 2000. R-listinn hefur brugðist í tæp 8 ár. Lítið var annað að gera en glugga í reglurnar sem borgaryf- irvöld hafa sett félagsþjónustinni. Í III. kaflanum, Kostnaður vegna húsnæðis,16. gr., segir: „Við af- greiðslu fjárhagsaðstoðar er gert ráð fyrir að kostnaði umsækjanda vegna húsnæðis verði mætt með greiðslum húsaleigu- eða vaxtabóta, enda hefur þegar verið gert ráð fyrir hluta þess kostnaðar í grunn- upphæð fjárhagsaðstoðar til fram- færslu“. Hver er þessi grunnupphæð fjár- hagsaðstoðar til framfærslu? 62.421 kr. Ég spyr formann félagsmála- ráðs, hr. Helga Hjörvar, hvernig hægt er að láta þetta reiknings- dæmi ganga upp. Framfærslu- kostnaður: 62.421 kr. alls. Reglurn- ar sem þið setjið vísa til húsaleigubóta og vaxtabóta. Það þarf ekki mikla vitsmuni til að koma auga á að samkvæmt þessu er ljóst að þeir verst settu komast yfirleitt ekki í þá aðstöðu að geta leigt eða keypt húseign og fá því ekki húsaleigubætur og enn síður vaxtabætur. Dæmi: Einstaklingur leigir tveggja herbergja íbúð á al- mennum markaði fyrir 65.000 kr. á mánuði, hiti og rafmagn eru 2.300 kr. á mánuði. Húsaleigubætur eftir skatt eru 7.655 kr. Þá standa eftir 2.776 kr. til að framleyta einstak- lingi. Grunnupphæð sú sem vitnað er til í reglum félagsþjónustunnar og útreikningur borgaryfirvalda er í engu samræmi við markaðsverð húsaleigu í Reykjavík. Skora ég á borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að svara því hvernig hægt sé í Reykjavík, Bangkok norðursins, fyrir einstakling að framfleyta sér í mánuð á 2.776 kr. eða 92,53 kr. á dag. Margir munu þiggja þá upp- skrift þótt það þýði falskan héra að hætti R-listans. Ég bendi borgaryfirvöldum á að reglur settar fé- lagsþjónustunni í hús- næðismálum sem og ýmsu öðru eru í engu samræmi við það sem stendur í lögum þessa lands. Í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, 76. gr., segir m.a.: „Öllum sem þess þurfa skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Einnig er að finna skýrt ákvæði um skyldu borg- aryfirvalda í lögum um félagsþjón- ustu sveitarfélaga í XII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar segir í 45.gr.: „Sveitarstjórn- ir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, tryggja framboð á leigu- húsnæði, félagslegu kaupleiguhús- næði og/eða félagslegum eignar- íbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á ann- an hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungr- ar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.“ Þessari skyldu sinni hefur félagshyggjan brugðist í 8 ára valdatíð sinni. Þar segir líka í XII. kafla, 46. gr.: „Fé- lagsmálanefndir skulu sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og ein- staklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismál- um til að leysa úr bráðum vanda meðan unnið er að varanlegri lausn.“ Þar sem margra ára biðlist- ar eru eftir félagslegu húsnæði tel ég ákvæði III. kafla, Kostnaður vegna húsnæðis, 16. gr., í reglum þeim er félagsþjónustunni er gert að fara eftir, alls ekki standast lög eins og dæmið hér að framan sýnir fram á. Það er útilokað fyrir skjól- stæðinga Félagsþjónustunnar í Reykjavík að leigja á almennum markaði í flestum tilvikum, því er afleiðingin heimilisleysi hjá stórum hópi fólks meðan beðið er eftir var- anlegri lausn. Varðandi áfengis- sjúka og aðra vímuefnaneytendur er að finna í lögum um félagslega þjónustu sveitarfélaga, XIII. kafla, 51. gr.: „Félagsmálanefndir skulu stuðla að því að áfengissjúkir og misnotendur vímugjafa, sem fengið hafa meðferð og læknishjálp, fái nauðsynlegan stuðning og aðstoð til að lifa eðlilegu lífi að meðferð lok- inni.“ Menn og konur á öllum aldri sem eru verst sett eftir neyslu ólyfjanar fá oft inni í 3–6 mánuði á áfangaheimilum eftir meðferð. Þar fer fram endurhæfing en ekki lausn á húsnæðisvanda borgarinnar. Eftir dvöl á slíkum stað eiga fæstir þeirra einstaklinga er leita þurfa húsnæðisúrræða til félagsþjónust- unnar von um úrlausn sinna mála fyrr en eftir nokkur ár, þ.e.a.s. ef viðkomandi kemst inn á biðlista. Húsnæði er grunnþörf! Fram- kvæmd laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er og hefur verið á ábyrgð R-listans hér í Reykjavík. Biðtími eftir félagslegu leiguhús- næði í Reykjavík er óviðunandi. Ég kýs ekki samansoðinn falskan héra að hætti R-listans. Falskur héri … að hætti R-listans Alexander Björn Gíslason Húsnæði R-listinn, segir Alexander Björn Gíslason, hefur brugðist í tæp átta ár. Höfundur er skrifstofumaður. UM ÞESSAR mundir er vaxta- munur milli Íslands og helstu mynta s.s. Bandaríkjadals, evru og japanskra jena mjög mikill meðan krónan stendur mjög lágt í sögulegu samhengi. Sem dæmi má nefna að vaxtamunur er u.þ.b. 9% milli krónu og dollars, 8% milli krónu og evru og 11% milli krónu og jena. Telja verður líklegt að á næstunni sjái fyrir endann á vaxtalækkunum í Bandaríkjunum og Evrulandi eftir mjög miklar vaxtalækkanir undanfarna mánuði. Þá má leiða að því rökum að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Seðlabanki Íslands lækki vexti hérlendis og að vaxtalækkunin komi í áföngum í vetur. Þessi mikli vaxtamunur gerir það að verkum að framvirkt gengi er mun hærra en stundargengi og því getur verið hagstætt að selja gjaldeyri með framvirkum hætti. Ef reiknað er áætlað framvirkt verð dollara og það borið saman við áætlaða sambærilega hækkun gengisvísitölunnar, en hækkun gengisvísitölunnar þýðir enn frek- ari veikingu krónunnar, kemur í ljós að mjög vænlegt er fyrir fyr- irtæki að selja væntar gjaldeyr- istekjur framvirkt (sjá línurit). Þannig má ætla að fyrirtæki sem á von á dollaratekjum í ágúst 2002 fái framvirkt verð um kr 112 fyrir hvern dollara samanborið við kr 105 í dag. Þetta samsvarar því að gengisvísitalan hækki á sama tíma í u.þ.b. 155 stig en vísitalan stend- ur í 145 stigum nú. Þetta jafngildir enn frekari gengislækkun krónu um sem nemur 5,5 %. Ef seldar eru væntar tekjur í desember 2002 fást um 115 krónur fyrir hvern dollar sem sam- svarar vísitölu um 160 stig. Ástæða er til að benda þeim fyrirtækj- um, sem hafa erlendar tekjur á að með þessu móti er unnt að tryggja hluta af erlendum tekjum næsta árs, en að sjálfsögðu getur verið varhugavert að selja all- ar sínar tekjur fram- virkt með þessum hætti. Mælt er með því að fyr- irtæki reyni að velja tímapunkt þegar þau álíta að sölutækifæri á gjaldeyri sé fyrir hendi og selji þá framvirkt takmarkað magn tekna sinna. Hér gildir hið fornkveðna að forðast skyldi að setja of mörg egg í sömu körfu. Það er eðlilegt að spyrja hvort krónan geti ekki veikst meir en línuritið sýnir og því verði tap á framvirkri sölu. Því er til að svara að fyrir slíku er engin trygging. Hins vegar verður að hafa í huga að gengi krónunnar er nú þegar mjög lágt og því er verið að tryggja hluta erlendra tekna á góðu krónugengi. Ásbjörn S. Þorleifsson Gjaldeyrir Þessi mikli vaxtamunur gerir það að verkum, segir Ásbjörn S. Þor- leifsson, að framvirkt gengi er mun hærra en stundargengi og því getur verið hagstætt að selja gjaldeyri með framvirkum hætti. Höfundur er yfirmaður áhættu- stýringar, Landsvirkjun. Framvirk sala bandaríkjadals m.v. 9% vaxtamun. 105.00 107.00 109.00 111.00 113.00 115.00 117.00 119.00 nó v. 0 1 d e s. 0 1 ja n. 0 2 fe b .0 2 m a r. 0 2 a pr .0 2 m a í. 0 2 jú n. 0 2 jú l. 0 2 á gú .0 2 se p. 0 2 ok t. 0 2 nó v. 0 2 d e s. 0 2 ja n. 0 3 fe b .0 3 F ra m vi rk t ve rð U S D 145.00 147.00 149.00 151.00 153.00 155.00 157.00 159.00 161.00 163.00 H æ kk un g e ng is ví si tö lu I S K Tækifæri til fram- virkrar gjaldeyrissölu NÝLOKIÐ er landsfundi Sjálfstæð- isflokksins og vakti hann töluverða athygli og umfjöllun í þjóð- félaginu. Einkum voru það sjávarútvegs- og umhverfismálin sem náðu eyrum fjölmiðla og þar með almenn- ings. Minna bar á um- ræðu um utanríkismál og málefni tengd al- þjóðavæðingu íslensk efnahagslífs. Sem áhugamanni um þau málefni kom það mér á óvart að stærsta flokki þjóðarinnar skuli inn- anbúðar hjá sér nánast takast að reyra þau málefni í viðjar fortíðar. Engu líkara virðist en forystumenn flokksins telji að Evrópa standi í stað og okkur komi nánast ekki við hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það er til dæmis ótrúlegt að ekki sé minnst á evruna í ályktun flokksins um utanríkismál. Gera sjálfstæðis- menn sér ekki grein fyrir því að eftir rúma tvo mánuði mun Evran taka gildi sem lögeyrir í flestum löndum V-Evrópu?! Þetta er einn merkasti og af- drifaríkasti pólitíski og efnahags- legi atburður í sögu Evrópu und- anfarna áratugi og mun hafa áhrif um allan heim. Íslensk fyrirtæki eru í óða önn að undirbúa sig undir þennan atburð, nú síðast hefur Eimskip ákveðið að birta gjaldskrá sína í evrum. Það er spá flestra sem fylgjast með þessum málum að á fáum mánuðum muni evran verða ráð- andi á mörgum svið- um danska hagkerfis- ins. Þar þar með mun ekki líða á löngu þar til frændur okkar muni endurskoða af- stöðu sína til sameig- inlegrar myntar. Sví- ar munu örugglega fylgja í kjölfarið ef þeir verða þá ekki orðnir á undan grönn- um sínum. Almenningur í Bret- landi mun ekki sætta sig við að verða smám saman annars flokks borgarar í Evrópusambandinu og þar með opnast leið fyrir ríkis- stjórn Blairs að keyra málið í gegn þar í landi. Það má því búast við að innan tveggja – þriggja ára verði flest mikilvægustu viðskiptalönd Ís- lendinga búin að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Þar með verða rúmlega 60% af utanríkisviðskipt- um okkar við lönd evrusvæðisins. Þar með mun verða mjög erfitt að verja sjónarmið þeirra sem telja Íslandi betur borgið utan mynt- sambandsins. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um þetta mál er bent á áhugaverða grein í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Á meðan Evrópuhraðlestin brun- ar hraðbyri inn í næstu öld sitja forystumenn Sjálfstæðisflokksins rólegir og horfa með andakt á for- tíðina. Það hefur oft verið sagt að menn eigi að læra af reynslunni. Ákvörðun um inngöngu Íslands í NATO á sínum tíma var tekin af fáum mönnum bak við luktar dyr. Þrátt fyrir að sú ákvörðun hafi ver- ið hárrétt klauf hún þjóðina í fylk- ingar og tók það marga áratugi að ná sáttum í því máli. Það má ekki verða í Evrópumál- um. Látum ekki króa okkur út í horn þannig að e.t.v. verðum við nauðbeygð að ganga í Evrópusam- bandið án mikillar umræðu í þjóð- félaginu. Evran og Sjálfstæðis- flokkurinn Andrés Pétursson Evrópumál Látum ekki króa okkur út í horn, segir Andrés Pétursson, þannig að e.t.v. verðum við nauð- beygð að ganga í Evr- ópusambandið án mik- illar umræðu í þjóð- félaginu. Höfundur á sæti í stjórn Evrópusamtakanna. w w w .t e xt il. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.