Morgunblaðið - 08.11.2001, Page 53

Morgunblaðið - 08.11.2001, Page 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 53 Langar þig í glæsilega snyrtitösku með þægilegum ferðastærðum? 50 ml hreinsimjólk, 50 ml andlitsvatni, 5 ml Primordiale varakremi og 3 ml Rénergie styrkj- andi serumi. Hún er þín þegar þú kaupir 50 ml Rén- ergie krem eða 50 ml Primordiale krem á næsta Lancôme útsölustað. útsölustaðir um land allt. LEGGJUM AF STAÐ FERÐ GEGN HRUKKUM Læknirinn kemur heim þegar yður hentar Alla virka daga frá kl. 10-16. Tímapantanir frá kl. 8-20 • Sími 821 5369 Einkaþjónusta heimilislæknis Guðmundur Pálsson sérfræðingur í heimilislækningum VARAHLUT IR Nýbýlavegi 8 • S: 570 5070 Þarftu að skipta um olíusíu? afsláttur Gerðu bílinn kláran fyrir veturinn 10% N O N N I O G M A N N I • N M 0 4 2 7 2 / s ia .i s JÓLAKORT Hringsins er komið út. Í ár prýðir kortið vatnslitamynd eftir listakonuna Guðrúnu Ragn- hildi Eiríksdóttur. Allur ágóði af sölu jólakortsins rennur til upp- byggingar Barnaspítala Hringsins við Hringbraut, sem áætlað er að taka í notkun haustið 2002. Sala jólakortsins fer fram í fé- lagsheimili Hringsins á Ásvallagötu 1 í Reykjavík. Einnig er hægt að leggja inn pantanir á póstfangi Hringsins, hringurinn simnet.is. Þá verða jólakort til sölu á jólabasar Hringsins í Perlunni sunnudaginn 11. nóvember. Jólakort Hringsins Fyrirlestrar um heilsu á efri árum FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni stendur fyrir fyrirlestri sem haldinn verður laugardaginn 10. nóvember kl. 13.30 í húsakynnum fé- lagsins Ásgarði Glæsibæ. Þar ræðir Laufey Steingrímsdóttir, næringar- fræðingur um hollt mataræði og mikilvægi þess til að halda góðri heilsu. Ásgeir Theódórs læknir, sér- fræðingur í meltingarsjúkdómum ræðir um krabbamein í ristli og um væntanlega hóprannsókn í leit að krabbameini. Á eftir hverju erindi gefst tæki- færi til spurninga og umræðna. Ráðstefna um dyslexíu SÉRSTAKUR áfangi fyrir nemend- ur með lesröskun stendur nemend- um í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla til boða og þeir nemendur hafa einnig umsjónarkennara sem sinnir þörfum þeirra. Helgina 16.– 17. nóvember verður haldin í FÁ ráðstefna um lesröskun. Elín Vil- helmsdóttir sálfræðikennari og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og Una Steinþórsdóttir íslenskukenn- arar segja frá þjónustu skólans við dyslexíunemendur. Fulltrúar Lestrarmiðstöðvar KHÍ og Blindrabókasafnsins greina frá þjónustu þessara stofnana við framhaldsskólanema. Einnig verður sagt frá samstarfsverkefni Evrópu- landa um dyslexíu og því sem er að gerast annars staðar á Norðurlönd- um. Ráðstefnan verður í formi fyr- irlestra og hópumræðna um hvernig staðan er í skólum landsins og hvernig hægt er að bæta hana. Á ráðstefnunni verður kynnt nýtt námsefni fyrir dyslexíunemendur á framhaldsskólastigi. Nánari upplýs- ingar og skráning á vefnum www.fa.is/framvegis, segir í frétta- tilkynningu. Lýst eftir vitni að skemmdarverki LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir vitni að meintu skemmdar- verki á bíl sem ekið var vestur Hallsveg hinn 18. október sl. um kl. 16. Talið er að hlut hafi verið kast- að í bifreiðina úr biðskýli SVR við Hallsveg. Ökumaður á dökkri jeppabifreið mun hafa stöðvað á staðnum og tal- að við tjónþola og óskar lögregla eftir að hafa tal af ökumanni jeppa- bifreiðarinnar. Námskeið í hönnun HÖNNUNARNÁMSKEIÐ verður haldið í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 9. nóvember kl. 10–16. Fyrirlesari á námskeiðinu er Matt Campbell en hann er hönnunar- og vefstjóri hjá auglýsingastofunni Bartle Bogle Hegarty (BBH) í New York. Námskeiðið er hugsað fyrir hönnuði, listræna stjórnend- ur, stafræna hönnuði, vefhönnuði og þá sem starfa við hönnun hug- búnaðar auk annarra sem gagnast gæti. „Bartle Bogle Hegarty (BBH) hefur skapað sér gott orð fyrir frumleika og nýsköpun á sviði hönnunar,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Áhugasamir hafi samband Hrafnhildi Smáradóttur, hrafn- hildur@xyz.is, en auglýsingastofan XYZeta stendur að námskeiðinu. 50 árgangar hafa fengið Nýja testa- mentið að gjöf LIÐSMENN Gídeonfélagsins hafa nú komið við í öllum grunnskólum landsins, tæplega tvö hundruð að tölu, og fært öllum nemendum 5. bekkjar, það er að segja 10 ára börnum eintak af Nýja testament- inu og Davíðssálmum að gjöf. Þau börn sem fengu Nýja testa- mentið að gjöf að þessu sinni eru fimmtugasti árgangur Íslendinga sem fær bókina að gjöf frá Gídeon- félaginu. Flestir Íslendingar 10 – 59 ára ættu að hafa fengið Nýja testamentið. Árlega gefur Gídeon- félagið um 10.000 eintök af Nýja testamentinu, þar af fer um helm- ingur í verkefni á meðal skóla- barnanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.