Morgunblaðið - 27.11.2001, Side 39

Morgunblaðið - 27.11.2001, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 39 ✝ Bjarni Jóhannes-son fæddist í Flatey á Skjálfanda 23. sept- ember árið 1913. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Baldvin Jóhannes Bjarnason, hreppstjóri, útvegsbóndi og kenn- ari í Neðribæ, og María Gunnarsdóttir, hús- móðir. Bjarni kvæntist Sigríði Freysteinsdótt- ur, húsmóður frá Bald- ursheimi í Glerárþorpi, árið 1939, en hún lést árið 1991, 73 ára að aldri. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru 1) Baldvin Jóhannes kennari, f. 22.4. 1940, kvæntur Róshildi Sig- tryggsdóttur, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn, 2) Freysteinn útgerðarstjóri, f. 29.8. 1945, kvæntur Ingibjörgu Árnadóttur, þau eiga fjóra syni og sex barna- börn, 3) Bjarni skipstjóri, f. 10.1. 1949 kvæntur Fríði Gunnarsdótt- ur, þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn. 4) Árni skipstjóri, f. 29.9. 1952, kvæntur Steinunni Sig- urðardóttur, þau eiga þrjú börn, 5) Guðlaug María leikkona, f. 30.3. 1955, gift Ólafi Hauki Símonar- syni, þau eiga þrjú börn, 6) Sigríð- ur María kennari, f. 4. 7. 1956, var gift Ólafi Sigurðssyni, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 7) Jóhannes Gunnar kennari, f. 31.3. 1962, kvæntur Krist- ínu Hilmarsdóttur, þau eiga eitt barn. Bjarni ólst upp í Flatey og gekk í skóla föður síns. Hann var 10 ára þeg- ar hann fyrst sótti sjóinn á litlum ára- báti en fór síðar á opna vélbáta og þilfarsbáta. Bjarni lauk fiskiskipa- prófi frá Stýrimannaskólanum ár- ið 1950, var skipstjóri á Gylfa frá Rauðuvík, Akraborginni EA og síðast Snæfelli EA. Bjarni varð aflakóngur á síldveiðum við Norð- urland í þrígang. Árið 1958 fór hann í land og gerðist fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags KEA en var í afleysingum sem skipstjóri til ársins 1965. Bjarni hætti framkvæmdastjórastarfinu hjá KEA sökum aldurs árið 1983 en vann ýmis verkefni fyrir Fiski- félag Íslands allt til ársins 1995. Útför Bjarna fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi er farinn til feðra sinna. Við minnumst hans sem hvunndagshetju sem hvergi mátti vamm sitt vita. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að stíga mín fyrstu spor með pabba í því sem síðar varð mitt ævi- starf, sjómennskunni. Pabbi var fyrri hluta ævinnar skipstjóri, afar farsæll og vinsæll í starfi, enda mikill dugn- aðarforkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Sjö ára gamall fór ég í mína fyrstu sjóferð með pabba og var í framhaldi af því í fjögur sumur með honum og kynntist þar mörgum önd- vegismönnum sem með pabba voru. Minningin um þennan tíma er mér dýrmæt, væntumþykja pabba og það að þrátt fyrir ærinn starfa um borð fann hann tíma til að sjá til þess að stráksi væri hreinn og þrifalegur í hvívetna, enda mikið snyrtimenni sjálfur. Ég veit að þótt hann hafi haft áhyggjur af ærslafullum pjakki, þá fannst honum gott þegar sá stutti prílaði upp í fang hans til að kyssa hann góða nótt, því aldrei var farið í koju fyrr en að þeirri athöfn lokinni. Sjómennska pabba spannaði frá ung- um aldri á árabátum heima í Flatey á Skjálfanda til þess að verða skipstjóri á einu glæsilegasta fiskiskipi lands- ins í þá daga, Snæfellinu, sem hann var svo oft kenndur við. Pabbi var bæði aflasæll svo eftir var tekið og varð svo þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga skipi og mönnum úr sjávar- háska og sagði hann oft við mig að það hefði verið erfiðasti sólarhringur í sjómennsku sinni. Liðlega miðaldra fór pabbi í land og tók við framkvæmdastjórn í Út- gerðafélagi KEA og lýsir það því trausti sem stjórnendur KEA báru til hans. Þegar þar var komið sögu gat pabbi betur farið að stunda áhugamál sín. Hann var ágætur söngmaður og söng með karlakórn- um Geysi um árabil. Hann hafði gam- an af músík og spilaði lipurlega á pí- anó og hafði mikla ánægju af. Einnig hafði hann gaman af því að renna fyr- ir fisk í ám landsins. Ekki verður pabba minnst nema mamma mín, Sigríður Freysteins- dóttir, komi þar inn en hún lést fyrir réttum tíu árum og var það pabba þung raun, því þau voru svo yndis- lega samrýnd. Væntumþykja og virð- ing þeirra hvors fyrir öðru var eins og falleg ástarsaga. Mamma tekur nú á móti lífsförunauti sínum opnum örmun, það veit ég með vissu. Síðustu árin voru pabba erfið, heilsan bilaði og var hann þá til heimilis á sjúkra- heimilum, fyrst í Kjarnalundi og síð- an í Hlíð. Þar fékk hann frábæra umönnum hjá því góða fólki sem þar starfar og var hann þeim afar þakk- látur. Hafðu þökk fyrir allt og allt, bless- uð sé minning þín. Bjarni Bjarnason og fjölskylda. Hjartkær faðir minn er allur. Kallið er komið og hvíldinni er hann eflaust feginn. Fyrir mér verður hann alla tíð sá, sem ég virði mest allra manna. Faðir minn var okkur systkinun- um samnefnari alls þess sem felst í orðunum ærlegur maður og mátti ekki vamm sitt vita á nokkru sviði. Ég var á tíunda árinu þegar ég fékk að fara með pabba á síldina. Þótt ungur væri að árum var ég fljótur að skynja veiðieðlið og kraft- inn sem geislaði frá honum. Það gust- aði af honum og ekki get ég neitað því að litli guttinn var ansi hreint lukku- legur með að það væri akkúrat hann sem var pabbi hans. Ég gleymi aldrei þegar hann leiddi mig upp í kaup- félagið á Vopnafirði og keypti handa mér bússur, regnkápu og sjóhatt. Man ég glöggt að hann átti í vand- ræðum með að fá mig til að fara að sofa bússulausan. Slíkt var stoltið yf- ir skófatnaðinum. Gegn um tíðina hef ég margfald- lega upplifað staðfestingu þeirrar gæfu að hafa átt hann að. Í tilefni af 80 ára afmæli föður míns hnoðaði ég saman eftirfarandi stöku. Hún felur í sér hug okkar barnanna í hans garð. Margt hefur hent á lífsins leið sem ljúft væri um að rabba. Það ljóst hefur verið um alllangt skeið hve lánsöm við erum með pabba. Eftir að pabbi hóf störf í landi fylgdist hann grannt með öllu sem fram fór hjá okkur börnunum. Við Bjarni bróðir minn sem vorum á sjónum urðum helst að gera grein fyrir hverjum titti sem við fiskuðum. Hvar veiðin var, á hvaða dýpi, hvað hinir væru að fiska o.s.frv. Ég hafði það á tilfinningunni að hann væri glaðari en ég þegar vel gekk, en að sama skapi stappaði hann í mann stálinu þegar á móti blés. Þannig tók hann af lífi og sál þátt í því sem við vorum að bardúsa. Pabbi var einn af tiltölulega fáum síldarskipstjórum sem komust í gegn um þá byltingu sem fólst í því að fiska eftir auganu yfir í það að nota astikið. Þar var hann í hópi valinkunnra afla- manna, s.s. Þorteins og Eggerts Gíslasona, Haralds Ágústssonar, Harðar Björnssonar og Gísla Jó- hannessonar, svo einhverjir séu nefndir. Vafalaust eiga fleiri heima í þessum hópi, en mér hefur löngum fundist vanmetinn þáttur þessara síldarkónga í uppbyggingu þess gnægtaþjóðfélags sem við njótum. Þeirra lóð á velmegunarvogarskálina vógu þungt. Mig langar að lokum til að þakka að öllu hjarta starfsfólki þeirra öldr- unarstofnana sem önnuðust föður minn síðustu árin. Far vel, faðir minn. Mamma tekur á móti þér með mjúka faðminn sinn. Árni Bjarnason. Í dag er kveðjustund. Tengdafaðir okkar, Bjarni Jóhannesson, verður kvaddur tíu árum á eftir eiginkonu sinni sem lést í október árið 1991. Alltaf var gott að koma á heimili þeirra, sem lengst af var í Þingvalla- stræti. Þau hjónin voru mjög elsku- leg, samrýnd og áberandi var hversu mikla virðingu þau sýndu hvort öðru. Við minnumst fjölmargra kaffihlað- borða með skemmtilegu spjalli við eldhúsborðið. Bjarni stússaði þá oft ýmislegt í eldhúsinu. Samheldin sjö systkini hittust þar oft ásamt mökum og börnum sem þau Bjarni og Sigríð- ur báru mikla umhyggju fyrir. Alltaf var kallað í hópinn um hátíðir og sett- ist Bjarni þá iðulega við píanóið og spilaði og söng en söngelskur var hann með afbrigðum. Bjarni var glæsimenni, bar sig vel, ljúfur, ákveðinn og hrókur alls fagnaðar í fjölskyldu- og vinahópi. Að leiðarlokum þökkum við Bjarna samfylgdina og allar góðu stundirn- ar. Mjúkur og hlýr faðmur eiginkon- unnar hefur tekið á móti þér. Blessuð sé minning hjónanna Bjarna og Sig- ríðar. Tengdadæturnar Róshildur, Ingibjörg, Fríður, Steinunn og Kristín. Afi minn dó, hann er í friði og ró. Hann einu sinni bjó nánast úti á sjó. Hann fór oft út á haf og það sem hann gaf öll þessi ást, já það sást. Takk fyr- ir allar lummurnar afi minn. Rósa María Árnadóttir. Legg þig af alhug allan alveg í Drottins hönd. Náð sína, frið og frelsi flytur hann þinni önd. Getir þú gefizt Jesú greiðast þín vandamál, því skaltu glaður gefa Guðs syni líf og sál. Gef þig af alhug allan, enginn fær jafnt og hann aðstoðað, hughreyst, huggað hrelldan og þreyttan mann. Gef þig af alhug allan, orðalaust láttu þá hann, sem þig heitast elskar, hjarta þíns kærleik fá. Gefðu þig náð hans núna, nú – meðan hentugt er. Jesús um alla eilífð aldrei mun bregðast þér. Legg þig af alhug allan alveg í Drottins hönd. Náð sína, frið og frelsi flytur hann þinni önd. (Joel Blomquist.) Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir góðar minningar sem ég á frá því að ég var lítil stelpa. Jólaboðin í Þing- vallastræti þar sem þú spilaðir á pí- anóið meðan allir gengu í kringum jólatréð, ökuferðirnar í Zion þar sem við barnabörnin fórum í sunnudaga- skólann með ömmu og margar fleiri góðar minningar. Það veit ég að hún amma hefur tekið á móti þér með út- breiddan faðminn og nú leiðist þið saman í eilífðinni. Hvíl í friði, kveðja, Hafdís Bjarnadóttir. Marar bára hefur marga beygt og brotið í hamförum sínum, en hert aðra, sem sóttu sjóinn í vissu þess, að þar væri björg að hafa. Þetta vissi tíu ára snáði, Bjarni Jóhannesson, sem hóf útgerð á litlum árabáti frá Flatey á Skjálfanda í byrjun síðustu aldar, ásamt tveimur leikfélögum, sem voru árinu eldri. Fengur hét báturinn sem drengirnir reru á fjórum árum og þeir víluðu ekki fyrir sér að draga upp segl þegar byr gaf. Þessir kapp- ar lögðust á árarnar með sinni kyn- slóð, sem umbylti fátæku bændasam- félagi í þá velmegun sem við njótum í dag. Þarna fóru hetjur, sem gerðu mikið úr litlu. En rétt eins og marar báran slípar björgin er þessi kynslóð að hverfa. Vinur minn, Bjarni Jó- hannesson, hefur látið úr höfn. Ég ólst upp við útgerð föður míns, Leós Sigurðssonar, sem gerði út Súl- una meðal annarra skipa. Ég heyrði Bjarna fyrst getið, þegar hann og áhöfn hans á Snæfellinu björguðu Súlunni úr miklum sjávarháska. Bjarni bjargaði skipi og mönnum og hætti sér og sínum til, sagði faðir minn, með áherslu þakklætis og virð- ingar, sem vakti eftirtekt mína. Þar með varð Bjarni ímynd sjóhetjunnar í mínum huga. Þegar ég kynntist Bjarna síðar á lífsleiðinni sannreyndi ég, að hugarheimur barnsins hafði hvergi ofgert. Bjarni reyndist líkt og bjargið, sem brýtur af. Hann var maður verka fremur en orða, en orð- um hans gastu treyst. Hann var ekki allra, gat verið hrjúfur og fáskiptinn við fyrstu kynni, en þeir sem hann tók áttu vísan hauk í horni þar sem Bjarni var. Hann var vinur vina sinna; hann hafði stórt, hlýtt hjarta bak við hrjúfan skrápinn. Strax í barnæsku var Bjarni ákveðinn í því, að verða sjómaður. Eftir útgerðina á Feng, sem gaf 24 skippund eftir sumarið, stækkuðu farkostirnir smátt og smátt. Hann nam undirstöðu siglingafræðinnar á Húsavík og lauk síðan skipstjórnar- pófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann varð ungur skip- stjóri, fyrst á Gylfa, síðar á Akra- borginni, en lengst af á Snæfellinu. Hann varð í þrígang aflakóngur á síldarvertíð á því skipi, en fór í land 1958 til að taka við stjórn Útgerð- arfélags KEA. Þar hélt hann um stjórnvölinn til starfsloka, með sömu festu og farsæld og á Snæfellinu. Bjarni sagði frá því sjálfur, að eitt versta veðrið sem hann lenti í á sín- um sjómannsferli hefði verið þegar hann bjargaði Súlunni á sínum tíma. Þetta gerðist síðla hausts árið 1953, en þá fréttist af mikilli síld við Snæ- fellsnes. Bjarni og hans menn voru búnir að fylla Snæfellið og ætluðu til Reykjavíkur með Súluna í togi, en hún var með bilaða vél. Þá gekk í slíkt veður, að Bjarni ákvað að snúa undan sjó og vindi og komust skipin við illan leik inn á skipaleguna í Ólafsvík. Þar var legið við festar, en þá vildi ekki betur til en svo, að dráttartaugin milli skipanna slitnaði og tók Súluna að reka hratt að brimhvítum björgunum og öll áhöfnin um borð. Skipverjar á Snæfellinu höfðu snör handtök við að draga inn festar, en í veðurhamnum hafði skipið snúist, þannig að akker- afestarnar höfðu flækst saman. Nú voru góð ráð dýr og mannslíf í veði. Sýnt þótti, að koma þyrfti vír á akkerin og hífa þau síðan inn á dekk. Það hvarflaði ekki að Bjarna skip- stjóra, að biðja einhvern undirmanna sinna að vinna verkið. Hann ákvað að gera það sjálfur. Hann lagði líf sitt að veði til að bjarga mannskapnum á Súlunni. Það var bundinn um hann kaðall og síðan hvarf hann niður í sæ- rótið með vírinn, sem honum tókst með harðfylgi að lása um akkerin. Eftir það gekk greiðlega að ná þeim um borð, en þá var eftir að koma vír í Súluna. Það tókst, en hann slitnaði aftur. Þá átti Súlan stutt í sker og enn renndi Bjarni Snæfellinu til bjargar á ögurstundu og nú tókst það. Eftir margra klukkustunda baráttu í fár- viðri, þannig að særokið gekk látlaust yfir skipin, tókst loks að koma Súl- unni heilli í höfn. Ég segi þessa sögu, þar sem hún lýsir Bjarna vel, staðfestu hans, áræði og ósérhlífni. Þessir mannkost- ir hans hafa gengið vel í erfðir. Það þekki ég best úr syni hans, Bjarna, skipstjóra á Súlunni, sem við gerum út í félagi. Á meðan heilsan leyfði fylgdist gamli maðurinn grannt með gangi mála. Hann vildi vita hvernig lífið færi með börnin sín. Bjarni Jóhannesson skipstjóri hef- ur leyst festar og látið úr höfn. Hver stefnan er vitum við ekki, sem kveðj- um hann með söknuði. Hitt er víst, að drengurinn úr Flat- ey er með stefnuna á hreinu, frjáls úr viðjum hrörnunar. Hann fyllir dall- inn og honum verður fagnað hvar sem hann leggur að. Þá verður kátt á bryggjunni. Sverrir Leósson. BJARNI JÓHANNESSON  Fleiri minningargreinar um Bjarna Jóhannesson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.             !                          !"  # $ "   "#$%" &" % %  &    '  $$ $(()  *#+  , *!-.& '   #$(  #  )   #      /0 % %  &        /$ -0          *   ,       -  $    .   /001 2   $   #       )   #$(  3$  )   !"  # &$    " &"  1 /&  2,&! /& &"  3  /&  ,/&  4,+ /& &" %

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.