Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 16 21 2 1 2/ 20 01 Jólasveinn dagsins kemur kl. 17.00 NÝ REGLUGERÐ heilbrigðisráðu- neytisins, sem kveður á um að felld skuli úr gildi regla um 6000 kr. há- marksgreiðslu fyrir hverja komu til sérfræðilæknis, getur þýtt nokkur hundruð prósenta hækkun á gjaldi sjúklinga til sérfræðinga samkvæmt dæmum sem Tryggingastofnun rík- isins hefur tekið saman að beiðni Ástu R. Jóhannesdóttur alþingis- manns. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í vikunni kemur reglugerð- arbreytingin til vegna sparnaðar sem heilbrigðisráðuneytið þarf að leggja til vegna niðurskurðar sem sam- þykktur var í fjárlögum næsta árs. Var haft eftir Jóni Kristjánssyni heil- brigðisráðherra að hann hefði staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að skerða þjónustu á heilbrigðissviði eða að afla tekna á einhverjum svið- um. Þess má þó geta að eftir sem áður gildir sú regla að menn fá afsláttar- kort þegar samanlagður kostnaður vegna læknisheimsókna á almanaks- rárinu nær tilteknu hámarki. Al- menna reglan er sú að menn fá af- sláttarkort þegar samanlagður kostnaður vegna læknisheimsókna nær 18 þúsund kr. Eftir það greiðir viðkomandi sjúklingur einn þriðja af þeim kostnaði sem hann hefði ella þurft að greiða. Elli- og örorkulífeyr- isþegar fá þetta afsláttarkort þegar samanlagður kostnaður þeirra nem- ur 4.500 kr. og barnafjölskyldur fá þetta afsláttarkort þegar samanlagð- ur kostnaður þeirra vegna læknis- heimsókna barna nemur 6000 kr. Sé litið á einstök dæmi frá Trygg- ingastofnun ríkisins kemur í ljós að sjúklingur sem fer í bæklunaraðgerð, þar sem liðþófi er saumaður, greiddi fyrir reglugerðarbreytinguna að há- marki sex þúsund kr. Eftir reglu- gerðarbreytinguna greiðir hann hins vegar 21.552 kr. sé afsláttarkortið notað. Þetta þýðir um 260% hækkun. Hafi örorku- eða ellilífeyrisþegi farið í sömu aðgerð þurfti hann að greiða 5000 kr. fyrir reglugerðarbreyt- inguna en 6.290 kr. eftir breytingu. Það þýðir hækkun upp á um 25%. Sé annað dæmi tekið og litið á skurðaðgerð þar sem æðahnútar eru teknir kostaði aðgerðin 6000 kr. fyrir reglugerðarbreytinguna en 20.016 kr. eftir hana. Það þýðir um 240% hækkun. Hafi elli- eða örorkulífeyr- isþegi þurft að fara í slíka aðgerði greiddi hann 5000 kr. fyrir reglu- gerðarbreytingu en 5.778 kr. eftir. Það þýðir um 15% hækkun. Ný reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um hámarksgreiðslu sjúklinga Getur þýtt nokkur hundr- uð prósenta hækkun                 !"""       #$""       %&"""  ' ()  () * +, !""" !"""  !""" !""" %"""  !""" !"""   () * +,                     -  .          !"""       #$""       %&"""  ' ()  () * +, !""" !"""  %/% %&!# 00!   %/% %&!# 00!    () * +,                    1 ') '          !"""       #$""       %&"""  ' ()  () * +, !""" !"""  !""" !""" %"""  !""" !"""   () * +,                   2 345   6 !"  "#$     $ %  "                LEIT heldur áfram í dag að skipverjunum sem saknað er af Svanborgu SH sem strandaði við Öndverðarnes þann 7. des- ember sl. Jafnframt verður leit- að að skipverjanum sem saknað er af Ófeigi VE sem fórst undan Vík í Mýrdal aðfaranótt 5. des- ember. Hátt í 20 björgunarsveitar- menn leituðu í gær að skipverj- unum af Svanborgu. Leitað var í fjörum frá strandstað austur að Grundarfirði. Fjörur gengnar á Snæfellsnesi neyðarblysi. TF-SIF þyrla Land- helgisgæslunnar hífði síðan menn um borð og kom þeim í öruggt skjól. Veðrið gerði sitt til að auka raun- veruleikablæ kennslustundarinnar, enda var suðsuðaustan strekkings- vindur. Slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa árið 1985 en markmið hans eru samkvæmt lögum m.a. þau að efla öryggisfræðslu sjómanna með öflugum skóla sem uppfyllir ís- lenskar og alþjóðlegar kröfur um þjálfun sjómanna. ÆTLA mætti að sjóslys hefði orðið á Viðeyjarsundi í gær ef marka mátti viðbúnað Landhelgisgæsl- unnar, en sem betur fer var þó ein- ungis um vikulega æfingu að ræða á vegum Slysavarnaskóla sjó- manna. Sjómenn í Slysavarnaskólanum fengu verklega tilsögn í sam- skiptum við björgunarþyrluna TF- SIF, en um er að ræða einn lið af mörgum í námi þeirra við Slysa- varnaskólann. Nemendur yfirgáfu fljótandi kennslustofu sína og fóru í gúmbjörgunarbát og kveiktu á Morgunblaðið/RAX Sjómenn við nám á Viðeyjarsundi VINNUMÁLASTOFNUN spáir vaxandi atvinnuleysi í desember, tel- ur að það geti orðið á bilinu 1,7–2%. Atvinnuleysi í nóvember var hins vegar 1,5%. Í desember 2000 var at- vinnuleysi 1,3%. Atvinnuleysisdagar í nóvember sl., sem voru skráðir u.þ.b. 47.629, jafngilda því að 2.166 manns hafi að meðaltali verið á atvinnleysisskrá í mánuðinum, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar yfir atvinnu- ástandið. Þar af eru 990 karlar og 1.176 konur. Þessar tölur jafngilda 1,5% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar eða 1,2% hjá körlum og 2% hjá konum. Atvinnuástandið versnar iðulega í desember miðað við nóvember, sam- kvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysi þannig aukist um 21,5% að meðaltali frá nóvember til desember. Í samræmi við þróun undanfar- inna ára sem og samdráttar í at- vinnulífinu um þessar mundir telur Vinnumálastofnun að eftirspurn eft- ir vinnuafli minnki í desember sem þýði aukið atvinnuleysi. Atvinnulausum hefur fjölgað í heild að meðaltali um 22,7% frá októ- ber og fjölgað um 48,8% miðað við nóvember 2000. Atvinnuástandið versnar alls stað- ar á landinu og er nú hlutfallslega mest á Norðurlandi eystra og á höf- uðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi er meira en í nóvember 2000 á öllum svæðum nema á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Atvinnuleysi kvenna eykst um 14,5% milli mánaða en atvinnuleysi karla um 34,1%. Þannig fjölgar at- vinnulausum konum að meðaltali um 149 á landinu en atvinnulausum körl- um um 252. Spáð 1,7– 2% atvinnu- leysi í desember VEÐURSTOFA Íslands spáir áfram suðlægum áttum og hlýindum um nánast allt land næstu daga. Á þriðjudag og miðvikudag er fyrst bú- ist við að snúist til norðanáttar með kólnandi veðri. Í gær var léttskýjað á Norður- og Austurlandi en þokumóða sunnantil og dálítil rigning á vestanverðu land- inu. Síðdegis var víða 10-18 metra vindur á sekúndu og er spáð álíka hröðum vindi í dag nema á Suðaust- urlandi þar sem verður hægara. Spáð er 5 til 11 stiga hita um sunnan- og vestanvert landið en meiri hita- munur verður eystra eða allt frá einu stigi og upp í 12. Á miðhálendinu er spáð 15-20 m/s með súld vestan til en léttskýjuðu annars staðar. Hiti þar verður frá frostmarki og upp í 7 stig. Í gær var ennþá 11 stiga hiti í Bol- ungarvík kl. 21 og 9 stiga hiti á Blönduósi. Í Reykjavík, Stykkis- hólmi og Akureyri var 9 stiga hiti en víða var hitinn kringum 6 stig. Greiðfært er um alla aðalvegi en víða þungatakmarkanir í gildi. Spáð er hlýindum fram á þriðjudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.