Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 4

Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 16 21 2 1 2/ 20 01 Jólasveinn dagsins kemur kl. 17.00 NÝ REGLUGERÐ heilbrigðisráðu- neytisins, sem kveður á um að felld skuli úr gildi regla um 6000 kr. há- marksgreiðslu fyrir hverja komu til sérfræðilæknis, getur þýtt nokkur hundruð prósenta hækkun á gjaldi sjúklinga til sérfræðinga samkvæmt dæmum sem Tryggingastofnun rík- isins hefur tekið saman að beiðni Ástu R. Jóhannesdóttur alþingis- manns. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í vikunni kemur reglugerð- arbreytingin til vegna sparnaðar sem heilbrigðisráðuneytið þarf að leggja til vegna niðurskurðar sem sam- þykktur var í fjárlögum næsta árs. Var haft eftir Jóni Kristjánssyni heil- brigðisráðherra að hann hefði staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að skerða þjónustu á heilbrigðissviði eða að afla tekna á einhverjum svið- um. Þess má þó geta að eftir sem áður gildir sú regla að menn fá afsláttar- kort þegar samanlagður kostnaður vegna læknisheimsókna á almanaks- rárinu nær tilteknu hámarki. Al- menna reglan er sú að menn fá af- sláttarkort þegar samanlagður kostnaður vegna læknisheimsókna nær 18 þúsund kr. Eftir það greiðir viðkomandi sjúklingur einn þriðja af þeim kostnaði sem hann hefði ella þurft að greiða. Elli- og örorkulífeyr- isþegar fá þetta afsláttarkort þegar samanlagður kostnaður þeirra nem- ur 4.500 kr. og barnafjölskyldur fá þetta afsláttarkort þegar samanlagð- ur kostnaður þeirra vegna læknis- heimsókna barna nemur 6000 kr. Sé litið á einstök dæmi frá Trygg- ingastofnun ríkisins kemur í ljós að sjúklingur sem fer í bæklunaraðgerð, þar sem liðþófi er saumaður, greiddi fyrir reglugerðarbreytinguna að há- marki sex þúsund kr. Eftir reglu- gerðarbreytinguna greiðir hann hins vegar 21.552 kr. sé afsláttarkortið notað. Þetta þýðir um 260% hækkun. Hafi örorku- eða ellilífeyrisþegi farið í sömu aðgerð þurfti hann að greiða 5000 kr. fyrir reglugerðarbreyt- inguna en 6.290 kr. eftir breytingu. Það þýðir hækkun upp á um 25%. Sé annað dæmi tekið og litið á skurðaðgerð þar sem æðahnútar eru teknir kostaði aðgerðin 6000 kr. fyrir reglugerðarbreytinguna en 20.016 kr. eftir hana. Það þýðir um 240% hækkun. Hafi elli- eða örorkulífeyr- isþegi þurft að fara í slíka aðgerði greiddi hann 5000 kr. fyrir reglu- gerðarbreytingu en 5.778 kr. eftir. Það þýðir um 15% hækkun. Ný reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um hámarksgreiðslu sjúklinga Getur þýtt nokkur hundr- uð prósenta hækkun                 !"""       #$""       %&"""  ' ()  () * +, !""" !"""  !""" !""" %"""  !""" !"""   () * +,                     -  .          !"""       #$""       %&"""  ' ()  () * +, !""" !"""  %/% %&!# 00!   %/% %&!# 00!    () * +,                    1 ') '          !"""       #$""       %&"""  ' ()  () * +, !""" !"""  !""" !""" %"""  !""" !"""   () * +,                   2 345   6 !"  "#$     $ %  "                LEIT heldur áfram í dag að skipverjunum sem saknað er af Svanborgu SH sem strandaði við Öndverðarnes þann 7. des- ember sl. Jafnframt verður leit- að að skipverjanum sem saknað er af Ófeigi VE sem fórst undan Vík í Mýrdal aðfaranótt 5. des- ember. Hátt í 20 björgunarsveitar- menn leituðu í gær að skipverj- unum af Svanborgu. Leitað var í fjörum frá strandstað austur að Grundarfirði. Fjörur gengnar á Snæfellsnesi neyðarblysi. TF-SIF þyrla Land- helgisgæslunnar hífði síðan menn um borð og kom þeim í öruggt skjól. Veðrið gerði sitt til að auka raun- veruleikablæ kennslustundarinnar, enda var suðsuðaustan strekkings- vindur. Slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa árið 1985 en markmið hans eru samkvæmt lögum m.a. þau að efla öryggisfræðslu sjómanna með öflugum skóla sem uppfyllir ís- lenskar og alþjóðlegar kröfur um þjálfun sjómanna. ÆTLA mætti að sjóslys hefði orðið á Viðeyjarsundi í gær ef marka mátti viðbúnað Landhelgisgæsl- unnar, en sem betur fer var þó ein- ungis um vikulega æfingu að ræða á vegum Slysavarnaskóla sjó- manna. Sjómenn í Slysavarnaskólanum fengu verklega tilsögn í sam- skiptum við björgunarþyrluna TF- SIF, en um er að ræða einn lið af mörgum í námi þeirra við Slysa- varnaskólann. Nemendur yfirgáfu fljótandi kennslustofu sína og fóru í gúmbjörgunarbát og kveiktu á Morgunblaðið/RAX Sjómenn við nám á Viðeyjarsundi VINNUMÁLASTOFNUN spáir vaxandi atvinnuleysi í desember, tel- ur að það geti orðið á bilinu 1,7–2%. Atvinnuleysi í nóvember var hins vegar 1,5%. Í desember 2000 var at- vinnuleysi 1,3%. Atvinnuleysisdagar í nóvember sl., sem voru skráðir u.þ.b. 47.629, jafngilda því að 2.166 manns hafi að meðaltali verið á atvinnleysisskrá í mánuðinum, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar yfir atvinnu- ástandið. Þar af eru 990 karlar og 1.176 konur. Þessar tölur jafngilda 1,5% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar eða 1,2% hjá körlum og 2% hjá konum. Atvinnuástandið versnar iðulega í desember miðað við nóvember, sam- kvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysi þannig aukist um 21,5% að meðaltali frá nóvember til desember. Í samræmi við þróun undanfar- inna ára sem og samdráttar í at- vinnulífinu um þessar mundir telur Vinnumálastofnun að eftirspurn eft- ir vinnuafli minnki í desember sem þýði aukið atvinnuleysi. Atvinnulausum hefur fjölgað í heild að meðaltali um 22,7% frá októ- ber og fjölgað um 48,8% miðað við nóvember 2000. Atvinnuástandið versnar alls stað- ar á landinu og er nú hlutfallslega mest á Norðurlandi eystra og á höf- uðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi er meira en í nóvember 2000 á öllum svæðum nema á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Atvinnuleysi kvenna eykst um 14,5% milli mánaða en atvinnuleysi karla um 34,1%. Þannig fjölgar at- vinnulausum konum að meðaltali um 149 á landinu en atvinnulausum körl- um um 252. Spáð 1,7– 2% atvinnu- leysi í desember VEÐURSTOFA Íslands spáir áfram suðlægum áttum og hlýindum um nánast allt land næstu daga. Á þriðjudag og miðvikudag er fyrst bú- ist við að snúist til norðanáttar með kólnandi veðri. Í gær var léttskýjað á Norður- og Austurlandi en þokumóða sunnantil og dálítil rigning á vestanverðu land- inu. Síðdegis var víða 10-18 metra vindur á sekúndu og er spáð álíka hröðum vindi í dag nema á Suðaust- urlandi þar sem verður hægara. Spáð er 5 til 11 stiga hita um sunnan- og vestanvert landið en meiri hita- munur verður eystra eða allt frá einu stigi og upp í 12. Á miðhálendinu er spáð 15-20 m/s með súld vestan til en léttskýjuðu annars staðar. Hiti þar verður frá frostmarki og upp í 7 stig. Í gær var ennþá 11 stiga hiti í Bol- ungarvík kl. 21 og 9 stiga hiti á Blönduósi. Í Reykjavík, Stykkis- hólmi og Akureyri var 9 stiga hiti en víða var hitinn kringum 6 stig. Greiðfært er um alla aðalvegi en víða þungatakmarkanir í gildi. Spáð er hlýindum fram á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.