Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 84
FULLTRÚI „fólksins“ hefuraldrei tekið viðtal áður íreykherbergi Morgun-blaðsins, einfaldlega vegna
þess að a) hann reykir ekki, b) viðtöl
eru tekin úti í bæ eða í gula sófa og c)
herbergið er fremur óásjálegt. Ólaf-
ur, eða Ó. Jónsson eins og hann er
gjarnan kallaður, var þó þegar byrj-
aður að vefja sér vindling í gula sóf-
anum og setti upp hvolpaaugu er
honum var tjáð að reykingar væru
ekki leyfðar þar. Við drifum okkur
því inn í herbergið „góða“ og þar dró
Ragnar þá upp vindil.
Vettvangurinn reyndist svo, góðu
heilli, meira en kjörinn fyrir spjall
við tvo félaga úr lágstemmdri, harm-
rænni hljómsveit sem leggur fyrir
sig jaðarskotna sveitatónlist. Nema
hvað …
Kofi í Borgarfirði
„Já …“ segir Ragnar og er hugsi.
Hann er beðinn að rifja upp hina
stuttu sögu Funerals. „Í apríl á þessu
ári fórum við Doddi (Þorvaldur
Gröndal) að glamra á gítar, búa til
lög og drekka púrtvín. Þetta var nú
bara svona fikt, gaman að þessu og
svona, en síðan kom það til að ég var
beðinn að vera með gjörning í Ný-
listasafninu. Þannig að ég spurði
Dodda: „Eigum við ekki bara að spila
lag?“ Og það gerðum við.“
Hann segir þetta svo hafa byrjað
fyrir alvöru þegar þeir og fleiri fóru í
kofann hans Dodda í Borgarfirðin-
um. Kofa sem afi hans byggði árið
1940.
„Hvatinn að því að við ákváðum að
gera plötuna var sá að Ó. Jónsson
(bendir á félaga sinn) var að fara til
útlanda, þannig að okkur langaði til
að gera eitthvað skemmtilegt áður
en hann færi. Við tókum því með
okkur upptökutæki, rafstöð og fullt
af bjór. Og þarna varð hljómsveitin
til, um þessa helgi.“
Þeim félögum er bent á þá popp-
sögulegu staðreynd að þeir félagar
Gram Parsons og Chris Hillman fóru
svipaða leið er þeir stofnsettu The
Flying Burrito Brothers í lok sjö-
unda áratugarins, en sveitin sú er
eitt áhrifamesta sveitarokksband
sem uppi hefur verið.
„Það sem er svo gaman við þetta
er að það er alltaf verið að benda
okkur á áhrifavalda sem við þekkjum
ekki sjálf,“ segir Ragnar.
„Í kringum þetta hefur maður
uppgötvað alveg ógrynni af ógeðs-
lega skemmtilegri tónlist. Alveg
óvart (hlær).“
Óli segir þau hafa komið með þetta
í bæinn og: „Það næsta sem við vitum
er að það á að gefa þetta út og það
vantar fleiri lög.“
Ragnar segir þá að upprunalega
hafi þau bara gert þetta til að gera
þetta.
„Okkur fannst þetta vera fullkom-
ið jólaföndur handa vinum og ætt-
ingjum. Að gefa þeim kántríplötu.
En svo vildi tæknóboltinn Þórhallur í
Thule gefa þetta efni út?!“
Tónlist Funerals er þessleg að
margir vita ekki almennilega hvern-
ig á að taka þessu; er þetta tómt grín
eða er þetta alvarlegt?
Mæðulegir söngvarnir, sem heita
nöfnum eins og „Puppy Eyes“ og
„The Power of Pathetic“, eru sumir
hverjir svo sorglegir að það er ná-
lægt því grátbroslegt. Eða eins og
segir í dómi Steinunnar Haraldsdótt-
ur um Pathetic Me, sem birtist í
fimmtudagsblaðinu síðasta undir
fyrirsögninni „Tár, bros og kúreka-
stígvél“: „Ég er … ekki frá því að það
sé einmitt blandan af þessari tilfinn-
ingasemi og brosi út í annað sem ger-
ir þessa sveitasöngva alveg mátulega
svala …“
„Ég held að það sé nauðsynlegt að
fólk fái þetta svona upp í hendurnar,“
segir Óli, „þ.e. án allra útskýringa.“
Ragnar staðhæfir: „Við meinum
þetta alveg 100%. Ég ætla ekki að
segja hvað sumir af meðlimunum
hafa farið í gegnum mikla tilfinn-
ingalega geðveiki í kringum þennan
disk. Eins og allt í lífinu eru hlutirnir
ekki bara alvarlegir eða bara
skemmtilegir og við værum að ljúga
ef við segðum að þetta væri bara eitt-
hvert þunglyndi. Mér finnst það líka
mjög jákvætt að hlutir séu þannig að
fólk geti ekki alveg sett fingurinn á
það sem er að gerast.“
Í þessu sambandi kemur upp nafn
Wills Oldhams, en hann þykir vera
með athyglisverðari iðkendum
myrks og sorglegs sveitarokks.
„Ég held að þegar Oldham kemur
heim til sín til Kentucky þá segi vinir
hans og kunningjar: „Hey! Will, allt-
af gamli grínarinn,““ segir Ragnar.
„En svo þegar hann kemur hingað til
lands að spila mæna allir á hann eins
og hann sé einhver Guð.“
Hann rifjar í framhaldinu upp
skemmtilega athugasemd frá Óla,
frá því að sveitin fór mikla frægð-
arför út á land, hvers ferðasaga birt-
ist á forsíðu menningarblaðs New
York Times, hvorki meira né minna.
„Óli sagði einhvern tíma í þynn-
kunni í túrnum: „Áður en ég byrjaði í
þessari hljómsveit skildi ég ekkert í
kántrí. Og nú þegar ég er kominn í
þessa hljómsveit – skil ég ennþá ekk-
ert í kántrí.““
Svipað og pönkið
Ragnar segir að eitt af einkennum
þessa nýja kántrís, sem á ensku er
kallað „alt-country“ eða jaðarsveit-
arokk, er að það leiti í ræturnar,
svona svipað og pönkið.
„Þetta er einfalt eins og pönkið og
raunar einfaldara af því að hljóma-
gangurinn er iðulega svo hægur. Svo
eru þetta yfirleitt þrír hljómar og því
auðvelt að spila þetta.“
Útgáfutónleikar Funerals fara
fram í Tjarnarbíó í kvöld og verður
dyrum upp lokið kl. 20.30. Tónleik-
arnir hefjast svo hálftíma síðar. Á
undan sveitinni mun Arnar Eggert
Thoroddsen stíga á svið og leika og
syngja nokkur lög úr sarpi banda-
rískrar sveitatónlistar.
Sveitatónlistin
hefur fengið upp-
reisn æru að und-
anförnu, og þykir nú
meira að segja
nokkuð svöl. „Fólk í
fréttum“ ræddi við
Ragnar Kjartansson
og Ólaf Jónsson,
meðlimi hinnar
tregafullu sveitar
The Funerals, en
frumburður hennar,
platan Pathetic
Me, var tilnefndur
til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna
á dögunum.
Morgunblaðið/Sverrir
The Funerals á hljómleikum í Kaffileikhúsinu 25. ágúst.
Frá vinstri: Ó. Jónsson, Þorgeir Guðmundsson, Þorvaldur
Gröndal og Ragnar Kjartansson.
Th
e
F
u
ne
ra
ls
m
e
ð
ú
tg
áf
u
tó
nl
e
ik
a
í T
ja
rn
ar
bí
ó
i
folk@mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
84 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LAUGAVEGI, S: 511 1717 KRINGLUNNI, S: 568 9017
Dömur:
Mikið úrval af fallegum kápum verð frá 7.990
KOOKAI kjólar (svartir, rauðir) verð frá 6.990
LAURA AIME bolir, margir litir verð frá 1.990
ASSURE buxur, svartar verð frá 2.990
TARK kvartbuxur verð frá 3.990
DIESEL gallabuxur verð frá 7.990
NICE GIRL peysur (hlý jólagjöf) verð frá 2.990
Vorum að fá
meiriháttar sendingu
af kjólum, pilsum og toppum - einnig flottir fylgihlutir
Tilvalið til jólagjafa.....
Opið til kl. 22.00 fram að jólum
Herrar:
Parks jakkaföt 19.900
Parks skyrtur 2.990
4 you bindi 2.990
4 you ullarjakkar 10.990
4 you frakkar 12.990
Camper skór 11.990
Drengjajakkaföt 15.990