Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ V IGDÍS Finnbogadóttir hvarf mjög skyndilega úr sviðsljósinu eftir að hún lét af embætti for- seta Íslands fyrir rúm- um fimm árum. „Eftir að embætt- isfærslu var lokið hér heima þá fór ég að heiman og það var mjög skynsam- legt,“ segir hún í samtali við blaða- mann í tilefni kvikmyndarinnar. Dóttir hennar fór utan til náms, Vig- dís leigði sér íbúð í Kaupmannahöfn og var líka mikið í París þar sem hún hafði verið beðin um að sinna ýmsum erindum. „Ég er lítið fyrir að vera áberandi, þó að ég hafi lent í þessu embætti á sínum tíma, og fékk reyndar alveg upp í háls; það var farið að taka á að vera stöðugt undir smásjá. Því hef ég haldið mig til hlés síðustu fimm ár. Kem helst ekki nálægt neinu þar sem hægt er að taka mynd og þess vegna er það mikil kaldhæðni að allt í einu skuli vera komin heil kvikmynd!“ segir Vigdís. Hvers vegna kvikmynd; hvernig er hún tilkomin? „Það er býsna sérkennilegt með þessa mynd sem nú er orðin kvik- mynd, skal ég segja þér. Hún átti að verða lítil, snotur sjónvarpsmynd og þar á undan kynningarmynd um Ís- land. Ég átti upphaflega að segja frá íslenskum sögustöðum fyrir útlend- inga,“ segir Vigdís. Norskur kvikmyndagerðarmaður sem hugðist gera myndina hætti við af óviðráðanlegum orsökum og Ragnar Halldórsson, sem vann með honum, var kominn svo langt í und- irbúningi að hann vildi ólmur halda áfram. Stakk upp á því við Vigdísi að hann fylgdi henni eftir og gerði „svo- litla sjónvarpsmynd“ um það hvað hún væri að fást við. „Ég er alltaf til í allt – það er kannski dálítill drösull að draga – en sem við sátum hérna heima í þessari stofu sló ég til.“ Skilaboð „Þarna er komin eldri dama á svið- ið, sem fer reyndar í taugarnar á mér, því mér finnst ég hafa svolítið mikið elst; ég er vön því að sjá heldur góðar myndir af mér – það er sagt að ég sé fótógenísk! En mér skilst að ungt fólk sé gagn- tekið af svona frásagnarmáta, mynd, og því finnst mér gott að í myndinni eru mjög sterk skilaboð út í þjóðfé- lagið. Skilaboðin eru að þegar maður er kominn með þessa reynslu – búinn að vera svona lengi á jörðinni, eins og mér þykir gaman að segja frekar en hve ég er orðin gömul – þá er mjög gaman að hafa mikið fyrir stafni og finna að maður siglir með byr. Mér finnst þessi ár eftir að ég hætti í emb- ætti þau skemmtilegustu í lífi mínu.“ Hún segir þá afstöðu ríkja á Ís- landi að eldra fólk sé ekki lengur gjaldgengt, „en þessi fullorðna manneskja hefur bara talsvert mik- inn styrk. Ég er 71 árs og á fullu, og ég hef sjaldan haft jafnmikla ánægju af því að skilgreina og skoða.“ Þú finnur sem sagt mun frekar er- lendis hve mikils reynslan er met- in… „Já, ég finn það auðvitað mest er- lendis. Þar er ég beðin um að gera ýmislegt og get ekki sinnt nærri öllu sem ég er beðin um.“ Hún vitnar í Sigurð Norðdal. „Hann sagði að árin eftir sextugt væru þau bestu. Nordal hitti mann sem var með ungan son sinn, níu ára, og spyr: Hvað er sveinninn gamall? Faðirinn, sem var orðhagur maður, segir: Hann er á besta aldri. Þá segir Sigurður: Það getur ekki verið því árin eftir sextugt eru besti aldurinn.“ Þessu er hún hjartanlega sam- mála. „Það er mjög gott að eldast ef heilsan er góð og nóg er að gera. Og þjálfun hugans hefur gríðarlega mik- ið að segja. Mér finnst til dæmis að fólk eigi að drífa sig í að læra á tölvu. Það er alltaf verið að gera grín að því að eldra fólk geti ekki lært á tölvur! Það geta allir lært á tölvur. Ég þekkti fyrir nokkrum árum afskap- lega skemmtilega konu sem byrjaði að læra tungumál þegar hún var komin á áttræðisaldur. Magnús Jochumsson póstmeistari fór í há- skólann að læra finnsku þegar hann var kominn undir áttrætt og stóð sig með glans. Allt er hægt og það hefur gríðar- lega mikið að segja að halda gráu sellunum gangandi. Hvernig gerir maður það? Með því að nota þær.“ Vigdís varð sem kunnugt er fyrst kvenna í heiminum kjörin þjóðhöfð- ingi. Það þótti ákaflega merkilegt og er ekki gleymt. „Það voru líka skila- boð,“ segir hún. „Ég nefndi það síð- ast í Japan um daginn hve hreykin ég væri af Íslendingum; þeir sendu þau skilaboð út um heimsbyggðina að það er allt í lagi að kjósa konu.“ Háskóli Sameinuðu þjóðanna í Japan og Menntunar-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, UNESCO, gengust fyrir stóru þingi í Japan í ágúst sem Vigdís sat; The Dialog of Civilization; kalla mætti það Samræður menningar- heima. Þar voru saman komnir fulltrúar allra menningarsvæða ver- aldar. „Þarna var til dæmis mikið af Aröbum, ég sat einmitt við hlið að- stoðarmanns Ayatollans í Íran og þetta var mikil reynsla. Ég minnti á hvaða skilaboð Íslendingar hefðu sent út í heim á sínum tíma og var þá spurð hvernig ég hefði verið kosin. „Af bæði körlum og konum, og ekki síður körlum,“ sagði ég og þá stóð upp gamall íranskur karl, spurði sal- inn í þrígang: Heyrðuð þið hvað Ma- dame sagði? Það voru karlar sem kusu hana! Ég hélt að hann ætlaði að veita mér einhverja ákúru en það var öðru nær; hann var að koma skila- boðunum áfram. Þá hugsaði ég allt í einu með mér að þetta væri sigur- stund í mínu lífi.“ Þögn Framhald þessarar ráðstefnu var ákveðið í Teheran í Íran „innan tíð- ar“ eins og Vigdís segir; „þessi mikli fjöldi manna sem er að reyna að koma á skilningi milli menningar- svæða, að skapa eitthvert ljós, ætlaði að koma saman aftur, en nú er um það algjör þögn. Ef til vill þarf að byrja talsvert upp á nýtt, ekki lengur aðeins vegna tortryggni íslamskra þjóða heldur ekki síður vegna þeirra vestrænu, og það finnst mér afar sorglegt. Þetta var eitt af stóru skrefunum sem verið var að reyna að stíga til þess að efla skilning milli menningarsvæða.“ Hún er einmitt ánægð með hve það sem er að gerast á alþjóðavettvangi kemur vel fram í myndinni, „því mér finnst við hérna heima oft svolítið einangruð. Hér er ákveðin vanmetakennd, eins og á hinum Norðurlöndunum af því að við erum svo fámenn, höldum að við séum svo smá. Birtar eru fréttir af smáatriðum bara ef einhver Íslend- ingur hefur komið nálægt málum er- lendis sem eru í sjálfu sér ekkert merkileg.“ Hún segir ekki litið á Ísland, eða önnur Norðurlönd, sem lítil á al- þjóðavettvangi. „Það er litið á okkur sem sterka demókratíska rödd. Við gleymum því að þetta er þjóð sem hefur risið úr kútnum; velmegunar- þjóð, menntuð þjóð. Hjá Sameinuðu þjóðunum talar hver með sínu nefi og þá er gaman að eiga tungumál. Eitt af því sem skap- ar mikla virðingu fyrir okkur erlend- is er að við eigum okkar eigin tungu- mál. Ég hef í mörg ár talað mikið um tungu okkar og sérmenningu á er- lendum vettvangi og var áreiðanlega þess vegna valin velgjörðasendi- herra Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í tungumálum. Ég er ein í því starfi en mér hefur tekist víða að koma því á framfæri að það er hægt að varðveita tungur ef viljinn er fyrir hendi.“ Hvernig finnst þér kvikmyndin? „Ef þetta væri ekki ég fyndist mér hún reglulega upplýsandi. Fræðandi um hvað þessi eina manneskja er að gera og til hvers hún er að því. Hún er að leggja sitt af mörkum til þess að eitthvað verði skárra en það var eða hefur verið.“ Hún er að reyna að bæta heiminn, er það ekki? „Jú. Danskir vinir mínir spurðu einmitt eftir að ég hætti í embætti forseta: Hvad gör du for tiden, Vig- dís? og ég svaraði: Jeg redder verd- en. Þá sögðu þeir: Ja, og så må man være der, af því að ég var svo oft í burtu.“ Það er býsna mikið starf að bjarga heiminum, er það ekki? „Jú, það er auðvitað mikið starf en mergurinn málsins er að láta sig heiminn skipta. Mergurinn málsins er að sitja ekki með hendur í skauti og halda ekki að einhverjir aðrir geri það. Að leggja eitthvað til sjálfur. Og það er gríðarleg lífsfylling. Það sést ekki þótt við gefum þús- und kall í hjálparsöfnun kirkjunnar en það hefur sitt að segja. Ég er í svona störfum sem ekki sjást núna en sjást kannski síðar,“ segir hún en bætir þó við að það sem hún sé að vinna fyrir UNESCO í París sé sýni- legt og gangi mjög vel. Hún er for- maður í nefnd sem kallast World Commission on Ethics in Scientific Knowledge; Heimsráð í siðferði í tækniþekkingu og vísindum. Nefndin hefur látið útbúa bækl- inga um margskonar efni, sem há- skólar víða um heim hafa mikinn áhuga á. Vigdís hættir formennsku í nefndinni á næstunni. „Ef ég held áfram verð ég að vera í fjögur ár og það finnst mér of mikið. Ég vil heldur snúa mér að einhverju öðru, því af nógu er að taka.“ Vigdís segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á stjórnmálum. „Það er ómögulegt að manneskja eins og ég, sem hef áhuga á lífinu og heiminum, hafi ekki áhuga á pólitíkinni í öllum sínum myndum en ef ætti að skil- greina hvernig ég er þá mætti segja að ég sé heimskona; ég stúderaði í út- landinu, í þremur löndum, og hef alla tíð síðan verið á þessu heimsróli. Hef komið fram út um allan heim og þess vegna er svo skemmtilegt að í mynd- inni er ég mjög sjálfstæð. Ég get þótt ég sé ein á róli við þessi störf erlend- is.“ Í París er hún með kontór hjá UNESCO – vegna starfanna tveggja fyrir samtökin – og „þar hef ég mikla og góða hjálp. Hefði aldrei getað gert það sem ég er að gera annars.“ Fegin Hvernig er að vera fyrrverandi forseti lýðveldisins? Er það einmana- legt, eða varstu ef til vill fegin að losna eftir 16 ár í embætti? Vigdís segir hluta af starfi forseta að hjálpa til við að koma ýmsum þjóðþrifamálum á framfæri og hún segist aldrei hafa veigrað sér við slíkt. „En ég var fegin að losna úr at- hyglinni og að vera fyrrverandi for- seti er mjög notalegt hérna heima. Það var líka alltaf ágætt að vera í embættinu vegna þess að fólk tók svo mikið tillit til þess að ég vildi hafa mitt einkalíf. Þegar við fórum í bíó eða í leikhús mæðgur, eða með vin- um, var aldrei neinn sem skipti sér af okkur. Ég var bara ein af okkur. Stundum heyrði ég sagt: Þarna er hún Vigdís með dóttur sinni, en það var aldrei nokkur truflun.“ Fegin, segir hún, en Vigdís Finn- bogadóttir hefur fráleitt setið auðum höndum eins og áður hefur komið fram. „Það er eins og alltaf komi eitthvað í staðinn fyrir það sem er búið. Nú er ég allt í einu orðinn formaður fyrir dómnefnd í París; ég held áfram að fara til Parísar eins og jó-jó,“ segir hún svo. Dómnefndarstarfið er til komið vegna starfa hennar fyrir UNESCO. „Nefndin á að velja verk- Hvað hefur Vigdís Finnbogadóttir haft fyrir stafni síðan hún lét af embætti forseta Íslands? Um það er fjallað í kvikmyndinni Ljós heimsins sem frumsýnd er í dag. Skapti Hallgrímsson hitti Vigdísi, sem sagðist hafa fengið nóg af því að vera stöðugt undir smásjá þegar hún var forseti og því sé gerð heimildamyndarinnar nokkur kaldhæðni. Árin eftir sextugt eru þau bestu Ljósmynd/Ari Magg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.