Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 64
UMRÆÐAN 64 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýr herrailmur VIÐ fjárlagagerðina fyrir árið 2002 lögðu þingmenn Samfylking- arinnar til að kostnaðar- gjöld í sjávarútvegi yrðu aukin. Það er skoðun jafnaðarmanna að eðli- legt sé að atvinnulífið greiði fyrir þá þjónustu sem það fær af hendi hins opinbera. Þegar þrengir að í fjármálum ríkisins er til muna eðli- legra að róa á þau mið heldur en að auka kostn- aðargreiðslur skólafólks og þeirra sem þurfa að leita til heilbrigðiskerf- isins. Samfylkingin lagði til að kostnaðargreiðslur yrðu auknar um 900 milljónir. Rök hafa verið færð fyrir því að kostnaður vegna ýmis- konar þjónustu við útveginn og stjórn fiskveiða sé um fjórir milljarðar. Sanngjarn ábati samfélagsins Auðlindanefnd fékk á sínum tíma nokkra sérfræðinga til að skrifa fyrir sig skýrslur um upptöku auðlinda- gjalda í sjávarútvegi. Einn þeirra var Phil Major sem var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Nýja-Sjálands þegar þarlendir voru að taka upp gjöld í sjávarútvegi. Eftir að hafa ver- ið hér á landi um hríð, átt fundi með ýmsum hagsmunaaðilum og eftir að hafa skynjað andrúmsloftið af samtöl- um við fjölmarga, gerði hann nefnd- inni grein fyrir hugmyndum sínum og skilaði skýrslu með tillögum. Eitt af því sem hann fjallar sérstaklega um eru kostnaðargreiðslur þar sem hann tiltekur hvar skattgreiðendur hlaupa undir bagga með útgerðinni. Það er vegna þjónustu sjávarútvegsráðu- neytis, Fiskistofu, Hafrannsóknar- stofnunar, sjómannaafsláttar og strandgæslu. Með þróunarsjóðsgjald- inu fær hann út að heildartalan sé uppá samtals fimm og hálfan milljarð hvar af u.þ.b. einn milljarður sé þegar greiddur af greininni. Þá er veiðieft- irlitsgjaldið tekið með. Phil Major segir í skýrslu sinni að ef framangreind endur- greiðsla kostnaðar sé ekki næg til að sam- félagið telji sig fá sann- gjarnan ábata gæti ver- ið viðeigandi að leggja á frekari gjöld. Og hann er að tala um fimm og hálfan milljarð! Kostnaðartölurnar, án sjómannaafsláttar, eru mjög sambærilegar við það sem Sveinn Agnarsson kemst að í umfjöllun sinni fyrir auðlindanefnd. Hann byggir m.a. á upplýs- ingum sem nefndin fékk frá fjármálaráðuneytinu um kostnað vegna auðlindanýtingar. Nið- urstaða hans er að kostnaður sem hlutfall af ríkisútgjöldum hafi að með- altali verið 1,9% vegna útgerðar, 1,1% vegna stjórnar fiskveiða á árunum 1990–1996. Sem hlutfall af lönduðum afla hafi þessi kostnaður numið 4,6% vegna útgerðar og 2,8% vegna fisk- veiðistjórnunar. Ef við lítum til hlut- falls af ríkisútgjöldum og horfum til nýsamþykktra fjárlaga fyrir árið 2002 þar sem ríkisútgjöldin eru uppá 230 milljarða gætum við verið að tala um ríflega fjóra milljarða vegna útgerð- arinnar. Hér er ekki verið að tala um auðlindagjald, skilgreint sem greiðsla fyrir afnot af sameiginlegri auðlind. Nei, hér er aðeins verið að tala um kostnað vegna þjónustu og stjórnun- ar sem hið opinbera hefur með hönd- um og útgerðin greiðir aðeins að hluta í dag. Milljarður á móti milljarði Meirihluti endurskoðunarnefndar laganna um stjórn fiskveiða leggur til að það sem þeir kalla ,,kostnaðarhluti veiðigjalds“ verði lagt á í upphafi fisk- veiðiársins 2004/2005 og verði þá einn milljarður. Á móti falli niður þróun- arsjóðsgjald, veiðieftirlitsgjald og fleiri kostnaðargjöld sem nú eru við lýði, líklega uppá um einn milljarð. Það núllast því út ef tillögur nefnd- arinnar ganga eftir. Þeir leggja síðan til að kostnaðargjaldið hækki í jöfnum þrepum um hálfan milljarð til fisk- veiðiársins 2009/2010. Þá hefur sá áfangi náðst að útgerðin greiðir ríf- lega þriðjung kostnaðar þeirrar þjón- ustu sem hún nýtur frá hinu opinbera, en skattgreiðendur standa áfram undir hinu. Sá varnagli er einnig sleg- inn af hálfu nefndarinnar að ef fram- legð fer niður fyrir 20% þá lækkar kostnaðargjaldið. Það gjald sem meirihluti endurskoðunarnefndarinn- ar kallar ,,afkomutengt veiðigjald“ getur síðan í fyllingu tímans orðið um hálfur milljarður. Það mundi vera sú greiðsla sem útgerðinni yrði ætlað að greiða fyrir aðgang að auðlindinni. Kostnaðargjöld í sjávarútvegi Svanfríður Jónasdóttir ÁGÆTT framtak Vátryggingafélags Ís- lands undir þessari forskrift hefur nú verið í gangi um nokkurt skeið og minnir okkur rækilega á skyldur okkar í umferðinni sem vissulega eru ærnar. Í umferðinni eins og annars staðar er æv- inlega hollt að hafa í huga gullnu regluna sem Kristur setti fram fyrir meira en 20 öld- um en sem er ætíð jafnsönn og krefjandi um leið: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta einfalda en um leið erfiða heit til að efna ættum við hafa sem fastan fylginaut í hverri ferð. Erfitt er það að efna slíkt háleitt heit en jafnsjálfsagt að freista þess ævin- lega að halda það sem allra best. Annars eru öll þau dæmi um heit sem VÍS hefur sett á oddinn hin þörfustu og okkur ágætur leiðarvís- ir um rétta hegðun í umferðinni og vel að merkja þá eru þau einfaldlega í takt við heilbrigða skynsemi og þarf þá í nokkru frekar vitnanna við um nauðsyn þess að hafa þau í heiðri. Ég hef í sumar ekið nokkur þús- und kílómetra, bæði vítt og breitt um okkar fagra land sem og í ofur- umferð höfuðborgarsvæðisins og í engu ætla ég mér að halda því fram að þar hafi í engu skeikað hinum eina rétta ökumáta, en dæmin sem ég varð vitni að um alvarleg brot, öfugt við alla heilbrigða skynsemi, voru ótrúlega mörg í þessum akstri öllum. Alltof oft gleymast stefnuljósin hjá svo mörgum sem stórhættu getur skap- að og það er rétt eins og svo margir hugsi: Það hljóta allir aðrir að vita hvert ég ætla, eða kannski er nær sanni að segja að viðkomandi hugsi hreint ekki neitt. Framúrakstur er ótrú- lega algengur við hæpnar og oft hrein- lega hættulegar að- stæður og margoft urðum við hjónin fyrir því að ekið var fram úr okkur á ekki minni hraða en 120 og þeim hraða greinilega haldið svo lengi sem séð varð og minnir þá um leið á þennan gegndarlausa hraðakstur sem maður verður vitni að, jafnt innanbæjar sem utan. Sem áhorf- andi að þessu hér í borg undrast maður oft að slysin skuli ekki vera enn fleiri og er þó vissulega meira en nóg af þeim, maður er hreinlega agndofa oft á tíðum og spyr sig þá hvaða veraldarinnar ávinning menn ætli sér af slíku háttalagi. Farsíma- notkunin er sérmál og grafalvarlegt í raun og þar þarf svo sannarlega að freista þess að setja reglur sem megna að draga úr þeirri hættu sem þessu síblaðri er samfara, því ég er sannfærður um að mikill meirihluti þessara símtala er marklaust og til- gangslaust blaður, ávani eða kækur án allrar þarfar. Notkun bílbelta, svo sjálfsögð sem hún er nú, er furðulega vanrækt og ætti þó jafn- vel þeim kærulausustu í umferðinni að vera ljóst að bílbelti koma þeim fyrst og síðast til góða sem þau spennir, þannig að eðlislæg sjálfs- elska mannskepnunnar ætti þarna að ráða allri ferð. Og svo skal í lokin minnt á þá dauðans alvöru að freista þess að aka farartæki undir áhrifum áfengis sem viðgengst alltof oft og kannski eðlilegt til þess hugsað hversu áfengið slævir alla dómgreind fólks fljótt, en þó ætti það vart að fá brjálað svo alla heilbrigða hugsun að menn vilji stofna lífi sínu og ann- arra í hættu með svo hræðilegu háttalagi. Það er kannski að vonum í þess- ari geggjuðu umræðu um áfengið sem eðlilegasta förunaut manna alltaf og alls staðar að einhverjir ruglist í ríminu og telji það sjálf- sagðan hlut að aka af stað eftir einn eða jafnvel fleiri drykki. Þegar nær allur áróður gengur út á hin miklu og merkilegu menningaráhrif sem áfengið á að hafa á mannlífið, þá er ekki annars að vænta en mönnum þyki akstur undir áhrifum þess bara hið besta mál og ekki orð um það meir. Gleymum því aldrei hver ábyrgð okkar er gagnvart sjálfum okkur og öðrum þegar við erum á ferðinni og gjarna megum við heita því í hvert sinn að aka ævinlega eins og við vildum sjá aðra aka, því jafnvel hin- ir harðsvíruðustu ökufantar gjöra ótrúlega miklar kröfur til annarra um akstur svo og allt sem honum fylgir. Ég heiti því Helgi Seljan Umferðin Gleymum því aldrei, segir Helgi Seljan, hver ábyrgð okkar er gagn- vart sjálfum okkur og öðrum þegar við erum á ferðinni. Höfundur er fv. alþingismaður. Enskar Jólakökur Enskur jólabúðingur Klapparstíg 44, sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.