Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SEGÐU „JÁ“ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA LAUGAVEGI 49 S: 551-7742 LAUGAVEGI 15 • SÍMI 511 1900 • FAX 511 1901 www.watchmaker.org Mikið úrval glæsilegra skartgripa. FUSION ÞAÐ gæti heitið Hjá Omari, eða Höllin við rætur fjallsins. En þetta víðfeðma, bleika skrímsli sem var heimili múllans Mohammeds Om- ars, leiðtoga talibana í Afganistan, er orðið sá staður í Kandahar sem ferðamenn vilja helst fá að sjá. Á miðvikudaginn var klifruðu hundruð manna í pokabuxum upp og niður hauga af brotnum múr- steinum, hoppuðu ofan í sprengju- gíga og stukku upp á þak. Þeir höfðu komið með höfðingjum ætt- bálka sinna til viðræðna við nýjan leiðtoga Afganistans, Hamid Karzai, í húsasamstæðuna. Þeir göptu yfir því hvað híbýli Omars voru stór og nýtískuleg, og hvað þau voru illa farin eftir árásir bandaríska hersins. Þrátt fyrir að hafa haft á sér orð fyrir að vera hógvær meinlætamað- ur bjó Omar og fjölskylda hans við munað sem hefði vakið öfund 99,9% Afgana. Húsasamstæðan breiddi úr sér á eyðimerkurlandi við rætur fjalls, girt háum múrvegg. Hún var ekki skrautleg eins og hallir ann- arra leiðtoga í heiminum. Hvergi sást marmari eða gyllt veggfóður. En plássið var nóg. Veggirnir hvítir og hreinir, stiginn skreyttur, í garðinum óx grænmeti og jurtir. Baðherbergin lögð bleikum flísum og þar voru útlend blöndunartæki. Útifyrir var mikill gosbrunnur í líki frumskógar þar sem trjágreinar fléttuðust saman og lækur rann í gegn. Veggirnir umhverfis garðinn voru skreyttir myndum af sveita- sælunni, þar voru myndir af áveitu- skurðum, fjalli, fljóti og mið- aldavirki. Miðað við ömurleikann og fátæktina annars staðar í landinu hefur húsasamstæðan, sem lokið var við að byggja fyrir um þrem ár- um, að því er fregnir herma fyrir peninga frá Osama bin Laden, verið glæsileg. Og það pirraði suma sem komu þangað á miðvikudaginn. „Þetta voru blóðpeningar talib- ana. Omar múlla sankaði að sér þessum peningum eftir að hann varð leiðtoginn,“ sagði Abdul Shakkar, stuðningsmaður Karzais, sem var á ferli í rústunum. „Áður fyrr átti hann ekkert. Í fyrstu til- kynnti hann afgönsku þjóðinni: Ég er kominn sem múlla, og trúi á hina helgu bók, Kóraninn. Eftir það breyttist hann. Hann fór að elska peninga, og seldi blóð heilögu her- mannanna sem börðust í 22 ár.“ Aðrir litu málið öðrum augum. „Þessar sprengjuárásir voru mik- il mistök,“ sagði Obaidullah Wat- anadust, ættbálkaöldungur frá Helmand-héraði, og starði á stór- felldar skemmdirnar á þeim hluta húsasamstæðunnar sem sagt var að hefði hýst lífverði Omars, flesta araba. „Við reistum þetta, og þeir sprengdu það, og saklaust fólk varð hér að píslarvottum. Hér varð íslam undir.“ Einungis hluti af húsasamstæðu Omars var eyðilagður, sem kann að benda til þess að Bandaríkjamenn hafi vitað hvar í henni var líklegast að Omar héldi sig, ásamt helstu að- stoðarmönnum sínum og hermönn- um al-Qaeda-samtaka bin Ladens. Dagblað í Pakistan greindi frá því snemma í stríðinu að einn af sonum Omars og frændi hefðu fallið fyrir sprengjum er varpað var á samstæðuna, og að Omar sjálfur hafi sloppið með því að leita skjóls í skurði. Í Kandahar leggur fjöldi manns trúnað á þessa frétt. En ekki er vitað hvernig eða hve- nær Omar flýði híbýli sín. Ættbálka- höfðingjarnir, sem nú ráða í Kand- ahar, segjast ekki hafa hugmynd um hvar hann sé niður kominn. „Hér hefur enginn séð múlla Om- ar,“ sagði Naquibullah, núverandi yfirmaður hernaðarmála í Kandah- ar, þegar hann kom í húsasamstæð- una á miðvikudaginn til viðræðna við Karzai. „Þegar við komum um morguninn var hann þegar farinn.“ Glæsihöll meinlætamanns Kandahar. The Los Angeles Times. Los Angeles Times/Don Barletti Hermenn sitja á loftvarnarbyssu við húsasamstæðu Mohammeds Omars, leiðtoga talibana, í útjaðri Kandahar. ’ Hann fór að elska peninga, og seldi blóð heilögu hermannanna sem börðust í 22 ár. ‘ TVÖ stórblöð í Bandaríkjunum, The Washington Post og Wall Street Journal, fögnuðu í gær þeirri ákvörð- un George W. Bush forseta að rifta svonefndum ABM-sáttmála frá 1972 um takmörkun eldflaugavarna. The New York Times sagði hins vegar að Bush hefði tekið áhættu því uppsögn sáttmálans gæti leitt til vígbúnaðar- kapphlaups við Rússland og hugsan- lega Kína. Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í fyrradag að Rússar litu enn á ABM-sáttmálann sem einn af hornsteinum öryggis í heiminum. „Ákvörðunin kom okkur ekki á óvart en við teljum að um mis- tök sé að ræða,“ sagði Pútín. Hann bætti þó við að ákvörðun Bush ógnaði ekki öryggi Rússlands. Bush og Pútín sögðu báðir að upp- sögn sáttmálans ógnaði ekki bættum samskiptum ríkjanna og ítrekuðu fyrri yfirlýsingar um að þeir hygðust fækka kjarnavopnum. Bandaríkjastjórn telur sáttmálann úreltan og vill fá frjálsar hendur til að smíða gagnflaugar til að geta varist hugsanlegum eldflaugaárásum ríkja á borð við Norður-Kóreu og Írak. Wall Street Journal fagnaði upp- sögn sáttmálans og kvaðst telja hana leiða til „öruggari heims“. Bandarísk- ir vísindamenn gætu nú hraðað til- raunum sínum með það að markmiði að bæta varnir Bandaríkjanna og ná „yfirráðum í geimnum“. The Washington Post sagði að Bush hefði tekið „rétta“ ákvörðun þar sem Pútín hefði viljað „ósanngjarnar hömlur“ á eldflaugavarnirnar þegar reynt hefði verið að semja um breyt- ingar á sáttmálanum. Blaðið taldi að samningaviðræður Bandaríkjastjórn- ar við stjórnvöld í Moskvu síðustu sex mánuði drægju úr hættunni á því að uppsögn sáttmálans leiddi til vígbún- aðarkapphlaups við Rússa. Varað við nýju vígbúnaðarkapphlaupi The New York Times sagði hins vegar að Bush hefði tekið áhættu nú þegar hann þyrfti á stuðningi Rússa að halda í stríðinu við hryðjuverka- menn. „Ef hann er heppinn sætta Rússar sig við ákvörðunina og sam- skipti ríkjanna halda áfram að batna, en Bandaríkjamenn fá frjálsar hend- ur við að þróa nýtt gagnflaugakerfi. Ef hann er ekki heppinn er hugsan- legt að Bush styggi stjórnvöld í Kreml og hrindi af stað hættulegu vígbúnaðarkapphlaupi við Rússa og hugsanlega Kína.“ Blaðið sagði það „óskiljanlegt“ að Bush tæki þessa ákvörðun nú þegar Bandaríkjastjórn hefði mikla þörf fyrir samstarf við Rússa í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. „Það er nú ekki svo að lærdómurinn af 11. september sé sá að Bandaríkin séu berskjölduð fyrir eldflaugaárás.“ Kínverjar létu í ljósi áhyggjur af ákvörðun Bush en gagnrýndu hana ekki af hörku. Kínverjar hafa mótmælt áformum Bush um að koma upp eldflauga- varnakerfi en bandarískir embættis- menn spáðu því að þeir myndu „bíða og fylgjast með viðbrögðum annarra“ áður en þeir brygðust við uppsögn ABM-sáttmálans. Andstæðingar eldflaugavarnakerf- isins hafa spáð því að Kínverjar, sem eiga færri kjarnavopn en Bandaríkja- menn og Rússar, fjölgi kjarnavopnum sínum haldi Bush áformum sínum til streitu. Þeir vara ennfremur við því að önnur Asíuríki, þeirra á meðal Ind- land og Pakistan, kunni að fara að dæmi Kínverja og þar með hæfist nýtt vígbúnaðarkapphlaup í álfunni. Blendin viðbrögð við uppsögn ABM-sáttmálans Washington. AFP, AP. Pútín segir að ákvörðun Bush ógni ekki öryggi Rússlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.