Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„Yrsa hefur geti› sér gott or› fyrir
skemmtilegar barna- og unglingasögur
og B10 stendur vel undir væntingum.
Sagan ætti a› vekja kátínu og gle›i hjá
fermingarbörnum sem ö›rum og ég
mæli hiklaust me› henni.“
Katrín Jakobsdóttir, DV
Baráttan vi› bo›or›in
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
E
D
D
1
62
79
12
/2
00
1
Yrsa Sigur›ardóttir
Potter litli er að spyrja hvort þið viljið kaupa kústasköft?
Fuglaverndarfélag Íslands
Verkefni ærin
og fer fjölgandi
FuglaverndarfélagÍslands hefur lengiverið við lýði og
hefur komið ýmsu góðu til
leiðar þótt ekki hafi farið
mikið fyrir félagsskapn-
um. Núverandi formaður
félagsins er Jóhann Óli
Hilmarsson, fuglafræðing-
ur og náttúrulífsljósmynd-
ari, og Morgunblaðið
fræddist um Fuglavernd-
arfélag Íslands í samtali
við Jóhann Óla á dögunum.
Hvenær var félagið
stofnað og af hvaða tilefni?
„Fuglaverndarfélag Ís-
lands var stofnað árið
1963. Helstu hvatamenn
að stofnun þess voru lækn-
arnir Björn Guðbrands-
son, Úlfar Þórðarson,
Richard Thors og Þórður Þor-
bjarnarson. Það var stofnað til að
bjarga haferninum frá útrýmingu
og snerist starfið fyrsta aldar-
fjórðunginn að miklu leyti um
verndun arnarins og að fylgjast
með afkomu hans og útbreiðslu.
Starfi frumkvöðlanna, sérstak-
lega Björns Guðbrandssonar, sem
var aðaldriffjöður félagsins í þrjá
áratugi, má eflaust þakka að ern-
inum var bjargað frá útrýmingu
hérlendis. Þó svo að örninn sé
kominn yfir erfiðasta hjallann,
eftir herferð gegn honum á fyrri
hluta síðustu aldar, er enn fylgst
náið með honum. Stofninn vex
mun hægar heldur en í nágranna-
löndunum og er nú reynt að finna
út úr hvað veldur því.“
Hvað eru félagar margir?
„Þeir eru vel á fimmta hundr-
aðið. Við höfum sett markið á að
fjórfalda þá tölu á allra næstu ár-
um.“
Hvað gerir félagið helst fyrir fé-
laga sína?
„Starfsemin er fjölbreytt og fer
vaxandi. Þar sem þetta er eina
fuglafélag landsins sinnir það
bæði fuglaverndarmálum og auk
þess ýmsu því sem fuglafræði-
félög nágrannalandanna standa
að. Við gefum reglulega út frétta-
bréf, sem er 4 til 24 síður að stærð.
Það fer eftir því hve mikið berst af
efni og hvað er að gerast hverju
sinni. Félagið er aðili að útgáfu
Blika, eina íslenska fuglatímarits-
ins, en stefnan hefur verið sett á
að gefa út veglegt ársrit með lit-
myndum og öðru fíneríi fljótlega.
Félagið stendur á hverjum vetri
fyrir fræðslufundum, fuglaskoð-
unum, rabbfundum og ýmiss kon-
ar fræðslu. Við höfum staðið fyrir
uppákomum, eins og árlegum
flórgoðadegi við Ástjörn í sam-
vinnu við Hafnfirðinga, margæs-
ardegi, farfuglakynningu, vísiter-
að sveitarfélög o.m.fl.
Garðfuglakönnun er eitt, en milli
20 og 30 félagar taka þátt í henni á
hverjum vetri. Við gefum auk þess
út jólakort, ýmsa bæklinga og
fleira, bæði ein og sér eða í sam-
vinnu við aðra.
Ein deild er starfandi á lands-
byggðinni og er hún á Austur-
landi. Þar hafa ýmsar
uppákomur verið í
gangi, fuglatalningar,
myndasýningar,
flórgoðatjarnir teknar í
fóstur og margt fleira.
Heimasíða félagsins er fremur ný,
en við bindum miklar vonir við að
hún verði lifandi vettvangur um-
ræðu og fræðslu í framtíðinni.
Slóðin er www.fuglavernd.is.“
Félagið lætur sér fátt óviðkom-
andi, m.a. endurheimtingu vot-
lendis, virkjunarmál, friðlönd
o.m.fl. Eru verkefnin e.t.v. fleiri
heldur en félagið ræður almenni-
lega við?
„Ég held ég verði að svara
þessu játandi. Eins og þulan sem
þú nefndir sýnir eru verkefnin ær-
in og þeim fer fjölgandi. Nú er
nær allt starf unnið í sjálfboða-
vinnu en við stefnum að því að
koma okkur upp launuðum starfs-
manni sem allra fyrst. Það er alla-
vega stúss og skriffinnska, sem
stjórnarmenn eru að vasast í, en
þeir gætu beitt sér í baráttunni af
alhug, ef fagmaður sæi um skrif-
stofureksturinn. Svo leggst félag-
ið líka í dvala á sumrin, sem er af-
ar slæmt fyrir starfsemina, þegar
starfið meðal félaganna ætti að
vera hvað öflugast. Stjórnarmenn
og -konur leggjast þá út, frá því í
maí og fram í september, og sinna
starfi sínu eða áhugamáli úti í
náttúrunni, meðal fuglanna. Ef
einhvern fjársterkan aðila vantar
gott málefni til að styðja, þá veit
ég um eitt...“
Er félagið sæmilegasti þrýsti-
hópur?
„Sæmilegur þrýstihópur, það
er orðið, við yrðum mun öflugri
þrýstihópur, ef við gætum einbeitt
okkur að baráttunni, eins og ég
nefndi hér áðan. Hinir fiðruðu,
mállausu skjólstæðingar okkar
þurfa á öllum okkar stuðningi að
halda.“
Hvernig er starfsemin fjár-
mögnuð ef frá eru talin fé-
lagsgjöld?
„Félagsgjöldin eru ennþá aðal-
tekjulindin. Við höfum þó fengið
styrki í nokkur afmörkuð verkefni
eins og frá Þjóðhátíðarsjóði, sem
hefur styrkt arnar-
starfið, umhverfisráðu-
neytið hefur einnig
styrkt okkur, Body
Shop styrkti okkur til
að gera bækling og
veggspjald um vernd votlendis og
Konunglega breska fuglaverndar-
félagið hefur styrkt okkur með
heimsóknum sérfræðinga. Einnig
má nefna að Pokasjóður styrkti
okkur rausnalega til að byggja
upp friðland í Flóa. Við reynum
einnig að hressa við pyngjuna með
sölu jólakorta. Það eru falleg kort,
jólalegar fuglaljósmyndir sem ég
hef tekið.“
Jóhann Óli Hilmarsson
Jóhann Óli Hilmarsson er
fæddur í Reykjavík árið 1954, en
er nú búsettur á Stokkseyri.
Hann hefur starfað um árabil
sem sjálfstæður fuglafræðingur
og fuglaljósmyndari og hefur
m.a. ritað og myndskreytt bók-
ina Íslenskur fuglavísir. Eftir
hann liggur aragrúi af greinum,
skýrslum, fréttum, myndskreyt-
ingum og fleira, jafnt í inn-
lendum sem erlendum miðlum.
Hann hefur verið formaður
Fuglaverndarfélagsins frá árinu
1998, setið í stjórn þess frá 1987
og verið félagi þar síðan 1971.
Stjórnarmenn
og -konur
leggjast út
LYFJAEITRANIR og sjálfsvíg
voru samanlagt algengustu ástæð-
ur skyndidauða utan spítala næst á
eftir hjartasjúkdómum í þeim til-
vikum sem áhöfn neyðarbíls var
kölluð til. Árangur af endurlífgun-
artilraunum er mun lakari þegar
ástæða skyndidauða er önnur er
hjartasjúkdómur. Lífslíkur eru
skástar þegar um köfnunar- eða
drukknunartilvik er að ræða.
Þetta kemur fram í grein
læknanna Sigurðar Marelssonar
og Gests Þorgeirssonar í síðasta
tölublaði Læknablaðsins. Tilgang-
ur höfunda var að kanna þau tilfelli
skyndidauða utan sjúkrahúsa á
höfuðborgarsvæðinu sem orðið
hafa af öðrum ástæðum en hjarta-
sjúkdómum árin 1987 til 1999.
Læknar neyðarbílsins skrá til-
felli skyndidauða og er þeim skipt í
tvo flokka. Ytri ástæður teljast
sjálfsvíg, lyfjaeitranir, áverkar,
drukkanir og tilfelli sem rakin eru
til köfnunar. Innri ástæður eru
ýmsar tegundir blæðinga, súrefn-
isþurrð, vöggudauði og ýmsir sjúk-
dómar aðrir en hjartasjúkdómar.
Af 738 tilfellum voru 140 tilfelli
af skyndidauða af öðrum ástæðum
en hjartasjúkdómum. Er það um
fimmta hvert tilfelli sem neyðarbíll
er kallaður til vegna skyndidauða.
Sjálfsvíg voru 19 af þessum 140 til-
vikum og lyfjaeitranir 23 en þau
eru flest eða öll talin vera í sjálfs-
vígstilgangi.
Þá voru ýmsir áverkar ástæða
skyndidauða í 23 tilfellum og voru
bílslys algengust þeirra. Aðrar or-
sakir áverka voru rafmagnsslys,
freonslys og slys í heimahúsum.
Köfnun eða næstum því köfnun
voru 20 tilvik og var flogaveiki al-
gengasta ástæðan. Sjö einstakling-
ar drukknuðu.
Endurlífgun var reynd af áhöfn
neyðarbílsins í 135 tilvikum af
þessum 140. Nærstaddir reyndu
grunnendurlífgun í 34 tilvikum og
útskrifuðust fjórir þeirra. Í 81 til-
felli var hún ekki reynd og útskrif-
uðust tveir einstaklingar.
Í 25 tilfellum var ekki vitað
hvort grunnendurlífgun var reynd
af nærstöddum og útskrifuðust
þrír úr þeim hópi. Hvort sem vitni
urðu að áfalli eða grunnendurlífg-
unartilraun var reynd leiddi það
ekki til þess að hlutfallslega fleiri
úr þeim sjúklingahópi lifðu áfallið
af.
Lyfjaeitrun og sjálfsvíg
algengasta ástæðan
Skyndidauði af öðrum ástæðum en hjartasjúkdómum
AÐALFUNDUR Íslensk-ameríska
félagsins var haldinn þriðjudaginn 11.
desember 2001 og voru þá kjörin í
stjórn: Einar Benediktsson formaður
og meðstjórnendur Þórður S. Óskars-
son, Sigurjón Ásbjörnsson, Árni S.
Sigurðsson, Kristín Jónsdóttir, Gunn-
ar S. Sigurðsson og Skarphéðinn B.
Steinarsson. Framkvæmdastjóri fé-
lagsins er Kristín Ólafsdóttir.
Meðal hefðbundinna starfa félags-
ins á síðastliðnu ári var veiting náms-
styrkja á þess vegum en þeirra helst-
ur er Thor Thors-styrkurinn. Þess
styrks njóta nú 7 námsmenn og eru
flestir þeirra við doktorsnám í Banda-
ríkjunum. Önnur störf á vegum fé-
lagsins voru skipulagning námstefnu
um háskólanám í Bandaríkjunum.
Aðalfundur
Íslensk-
ameríska
félagsins