Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ● SAMKVÆMT gögnum vinnumiðl- ana, sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman, voru 2.716 manns skráðir atvinnulausir í lok nóvember 2001 en 1.898 í nóvember 2000. Af skráðum atvinnulausum í nóv- ember 2001 voru 614 einstaklingar eða 22,6% á aldrinum 15–24 ára en 21,5% í nóvember 2000. Fjöldi þeirra sem höfðu verið 6 mánuði eða lengur á atvinnuleys- isskrá var í lok nóvember 403 ein- staklingar eða 14,8% en 21,3% í lok nóvember 2000. Hagstofan hefur safnað gögnum um tímalengd skráðs atvinnuleysis eftir aldri og kyni í lok febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert frá 1986. Í frétt frá Hagstofunni segir að þessu efni hafi ekki verið gerð skil nema að óverulegu leyti í árs- skýrslum um vinnumarkaðinn. Hag- stofan hyggist nú ráða bót á þessu og birta framvegis útdrátt úr þessu talnaefni ársfjórðungslega. Atvinnulausir 2.716 í lok nóvember STUTTFRÉTTIR ● Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Lífeyrissjóðnum Framsýn: „Í tilefni af frétt ríkisútvarpsins kl. 8 í morgun [föstudag] um starfslok Þór- arins V. Þórarinssonar hjá Landssím- anum vill stjórn Lífeyrissjóðsins Fram- sýnar koma eftirfarandi á framfæri: Þórarinn V. Þórarinsson, stjórn- arformaður Framsýnar, vék sæti á þeim tveim fundum í stjórn sjóðsins þar sem möguleg kaup hans á hlutafé í Símanum voru til umræðu. Er það í samræmi við reglur sjóðsins þar um. Er þannig fráleitt að halda því fram að Þórarinn V. Þórarinsson hafi getað haft eða hafi átt að hafa áhrif á ákvörðun stjórnar Framsýnar að þessu lútandi.“ Yfirlýsing frá Framsýn ● GRUNUR er um íkveikju í vinnslu- húsnæði norsku fisk- og hvalkjöts- vinnslunnar Olavsens Sønner AS í Lófóten í Noregi á miðvikudag en þetta er í annað sinn sem eldur kem- ur upp í húsnæði sem tengist hval- veiðum í Lófóten á einni viku. Ekki er þó talið að bruninn tengist andstæðingum hvalveiða, heldur beinist rannsóknin nú að mót- orhjólagengi sem var á ferð um Lófó- ten á sama tíma, að því er fram- kemur í Lofotenposten. Engu mátti muna að eldurinn bær- ist í þrjá hvalbáta sem lágu við hafn- arbakkann þar sem fiskvinnslan stóð. Talið er að tjón af völdum brun- ans nemi hundruðum milljóna ís- lenskra króna. Eigendur hvalbáta hafa verið hvatt- ir til að auka eftirlit með bátum sín- um en á fimmtudag í síðustu viku brann hvalbáturinn Nyella til ösku þar sem hann lá við bryggju í Flakstad í Lófóten, daginn fyrir aðalfund sam- taka smáhvelaveiðimanna í Noregi. Kveikt í hvalkjöts- vinnslu í Lófóten HLUTABRÉF danska líftækni- félagsins Genmab, sem á í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, hækk- uðu verulega í verði á markaði í Kaupmannahöfn í vikunni. Þá var til- kynnt að bandaríska lyfjaeftirlitið FDA samþykkti að hleypa tilrauna- meðferð félagsins gegn liðagigt í þriðja og síðasta áfanga forprófa, eins og greint var frá í Morgun- punktum Kaupþings í fyrradag. Um er að ræða HuMax-CD4-mannamót- efni sem reynt verður að þróa til meðferðar í baráttunni gegn liðagigt. Í Børsen er haft eftir forstjóra Genmab, Lisu N. Drakeman, að lyfið komi líklega á markað árið 2004, en það er ári fyrr en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Lyfið er talið hafa alla burði til að seljast vel, þ.e. fyrir yfir 8,4 milljarða danskra króna á ári sem samsvarar yfir 100 milljörðum ís- lenskra króna. Genmab er nú einnig í öðrum áfanga forprófana á manna- mótefni til að nota við húðsjúkdómn- um Psoriasis og munu niðurstöður úr þeim áfanga liggja fyrir á næsta ári, að því er Børsen greinir frá. Þegar Íslensk erfðagreining greindi frá samstarfssamningnum við Genmab í sumar sem leið kom meðal annars fram að fyrirtækin myndu starfa saman að rannsóknum, þróun og markaðssetningu nýrra mótefnaaf- urða og deila með sér þróunarkostn- aði og ágóða sem af kynni að hljótast. Genmab í þriðja áfanga prófana Morgunblaðið/Sverrir Genmab hefur átt samstarf við Íslenska erfðagreiningu EKKI náðist samkomulag um skiptingu kolmunnakvóta í viðræð- um strandveiðiþjóða við Norðaust- ur-Atlantshaf á fundi þjóðanna sem lauk í Brussel á fimmtudag. Að sögn Kolbeins Árnasonar, lögfræð- ings í sjávarútvegsráðuneytinu sem fór fyrir íslensku samninganefnd- inni, er vonast til að einstaka þjóðir setji sér einhliða takmarkanir í veiðunum á næsta ári en aflinn í ár er þegar er orðinn um ein milljón tonna umfram ráðleggingar vísinda- manna. Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til að kolmunnaafli í Norður-Atl- antshafi yrði ekki meiri en 628 þús- und tonn á þessu ári. Núna er aflinn hins vegar orðinn um 1,7 milljónir tonna. Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði ennfremur til að ef ekki næð- ist samkomulag um skiptingu afla- heimilda úr stofninum á þessu ári yrðu engar veiðar stundaðar á næsta ári. Kolbeinn segir hins veg- ar ólíklegt að því verði fylgt eftir. Rætt hafi verið um að þjóðirnar tækju einhliða ákvarðanir um leyfi- legan heildarafla skipa sinna á næsta ári en þær séu hins vegar ekki bundnar af neinu í því sam- bandi. ESB vill stærstu sneiðina Samanlagðar kröfur þeirra þjóða sem bítast um kolmunnann í Norð- ur-Atlantshafi nema samtals um 160% af þeim heildarkvóta sem Al- þjóðahafrannsóknaráðið hefur ráð- lagt. Evrópusambandið hefur farið fram á að fá úthlutað mestum kvóta, eða 66% af heildarkolmunnakvótan- um, og byggir kröfu sína á veiði inn- an lögsögu sambandsins fyrir árið 1997 en hefur ekki viljað miða við veiðar eftir það. ESB miðar þá ekki aðeins við veiði skipa aðildarríkj- anna, heldur allra skipa sem veitt hafa innan lögsögu sambandins. Ís- lendingar hafa farið fram á 23% kvótans og er krafan að grunni til byggð á líffræðilegri dreifingu kol- munnans í Norður-Atlantshafi. Norðmenn hafa krafist 37% kvót- ans, eins og Færeyingar, og Græn- lendingar hafa farið fram á að fá 1% heildarkvótans. Kolbeinn segir að ekki hafi komið fram neinar formlegar tilslakanir á kröfum þjóðanna í viðræðunum. „En vissulega hafa verið ýmsar þreifingar á bak við tjöldin en þær hafa ekki skilað neinum árangri. Menn voru virkilega að leggja sig fram við að ná samkomulagi en því miður varð lítil hreyfing í þá átt. Það eru auðvitað gríðarleg von- brigði og ljóst að veiðarnar geta ekki haldið áfram með þessum hætti.“ Ákveðið hefur verið að funda aft- ur um málið í febrúar og segir Kol- beinn að Evrópusambandið hafi lagt til að þá kæmu sjávarútvegsráð- herrar þjóðanna að viðræðunum til að freista þess að ná samkomulagi. Ekkert samkomulag um kolmunnakvóta Aflinn þegar orð- inn 1 milljón tonna umfram ráðleggingar NOKKRIR hagfræðingar í Banda- ríkjunum telja að samdrátturinn í efnahagslífinu þar í landi sé að mestu liðinn hjá, samkvæmt frétt í Wall Street Journal. Talar blaðið um að þeir hagfræðingar sem séu þessarar skoðunar séu bjartsýnir á efnahags- lífið. Um sé að ræða hóp hagfræð- inga undir forystu Ian Shepherdson hjá High Frequency Economics og Ed Hyman hjá ISI Group Inc. Blaðið segir að flestir hagfræðingar í Bandaríkjunum telji hins vegar að samdrátturinn muni halda áfram og að umsnúningur verði ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta vor. Í WSJ segir að birting talna um atvinnuleysi í Bandaríkjunum í nóv- embermánuði hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. Atvinnuleysi í nóvem- ber hafi hækkað í 5,7%, sem sé mesta atvinnuleysi í sex ár. Bjartsýnu hagfræðingarnir segja að aðrar efnahagsstærðir en at- vinnuleysið bendi til þess að sam- drátturinn sé á undanhaldi. Þeir spá því að verg landsframleiðsla muni ekki dragast eins mikið saman á fjórða ársfjórðungi í ár og aðrir gera ráð fyrir. Meginforsendurnar fyrir bjartsýni hagfræðinganna byggjast á því að einkaneysla verði meiri en ráð hafi verið fyrir gert, vegna þess að hagur heimilanna sé betri en al- mennt sé talið. Þannig segir Shep- herdson að frekar eigi að líta til þess hver fjárhagsleg staða er á heimilum sem ekki eiga við atvinnuleysi að stríða. Flestir hagfræðingar horfa hins vegar meira á atvinnuleysið. Samdrátt- urinn liðinn í Banda- ríkjunum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.